Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 30
Hérna á markaðn- um er úr mörgu að velja og hægt að gera góð kaup fyrir jólin. Þorgerður Ólafsdóttir AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is 25% AFSLÁTTUR JÓLIN ERU Í DORMA Frábært úrval og gott verð Fæst í 160x200, 192x203 og 200x200 cm. Verðdæmi: 160x200 cm. Fullt verð: 279.900 kr. TAMPA tungusófi Tungusófi með fallegu slitgóðu ljósgráu áklæði. 242 x 145 x 85 cm. Fullt verð: 169.900 kr. Nú 127.425 kr. Nú 213.930 kr. AVIGNON hægindastóll Stillanlegur hægindastóll með innbyggðum skammel. Brúnt, svart, dökkgrátt eða rautt PVC leður. Fullt verð: 199.900 kr. Nú 149.925 kr. Sealy WASHINGTON heilsudýna með botni Vönduð dýna og hentar fólki á öllum aldri. Tvöfallt pokagormakerfi, kantstyrking og þægileg yfirdýna. hefur þróað í mörg ár. Þrír mikilvægustu punktarnir í þróuninni voru stuðningur, þægindi og ending. 30% AFSLÁTTUR AF DÝNU 25% AFSLÁTTUR Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Ve rð o g vö ru up pl ýs in ga r í a ug lý si ng un ni e ru b ir ta r m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r. Miðbæjarsamtökin á Akra­ nesi standa fyrir hlýlegum og skemmtilegum jólamarkaði í bænum nú á aðventunni. olafur@frettabladid.is Jólamarkaðurinn er haldinn í hús­ næði sem áður hýsti fataverslunina Nínu, sem nú hefur flutt sig um set í bænum. Húsið á sér sögu og geymir ljúfar minningar fyrir marga Skaga­ menn. Eitt sinn var þetta dansstað­ ur þar sem ófá pörin stigu sín fyrstu dansspor saman. „Það má segja að þetta hús sé á vissan hátt Glaumbær okkar Akur­ nesinga eða Hollywood, eða Tungl­ ið – svona eftir því hvaða tímabil maður tekur,“ segir Þorgerður Ólafs­ dóttir, forsprakki jólamarkaðarins í samtali við Lífið. „Síðan var þetta fataverslun í mörg ár en í einhvern tíma hafði engin starfsemi farið hér fram og okkur datt í hug að tala við eigendurna um það hvort ekki mætti hleypa lífi í húsið, hvort þau vildu ekki koma því í stand og leigja út.“ Húsið var tilbúið í október og þá kom upp sú hugmynd hvort ekki væri tilvalið að henda bara í einn jóla­ ma rk að, s em bæði kæmi lífi í húsið og ef ldi starfsemi lítilla fyrirtækja í bænum og einyrkja á ýmsum sv iðu m, t i l dæmis handverkslistar. „Hér voru 18 aðilar með sínar vörur um helgina og um næstu helgi verður eitthvað svipað, auk þess sem við verðum með jólamarkað­ inn opinn á Þorláksmessu. Þetta hefur gengið alveg frábærlega, mikil sala og fólk hefur komið hingað inn og varla trúað sínum eigin augum, sagt að þetta sé eins og að koma til útlanda,“ segir Þorgerður. Gestir og gangandi geta fengið heitt og ljúffengt kakó og með því í rúmgóðri kaffisölu sem er innst í rýminu, en alls er jólamarkaðurinn á 400 fermetra innisvæði þannig að skammdegið og kuldaboli, sem búist er við um helgina, bítur ekki á þá sem skella sér á vel upp hitaðan og bjartan jólamarkað á Akranesi. Jólamarkaðurinn er einkafram­ Aðventuperla á Akranesi Margs konar handverk og nytjalist er í boði á jóla- markaðnum á Akranesi. Inni á markaðnum er hlýtt og bjart þótt úti sé myrkur og kuldi. Gestir jólamarkaðarins voru ánægðir með úrvalið í boði og mikið var verslað um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓLAFUR tak en Akranesbær hefur stutt við verkefnið. Bærinn var með jóla­ markað í Landsbankahúsinu í fyrra en engin áform voru um markað í ár svo að Miðbæjarsam­ tökin tóku af skarið. „Við gerum þetta bara í sjálfboða­ vinnu vegna þess að við höfum áhuga á lifandi miðbæ,“ segir Þor­ gerður. Ljóst er að bæjarbúar og fleiri taka þessu framtaki fagnandi vegna þess að alla síðustu helgi var stöðugur straumur fólks á jóla­ markaðnum, líflegt um að litast og viðskiptin blómleg. „Hérna á markaðnum er úr mörgu að velja og hægt að gera góð kaup fyrir jólin, bæði kaupa jólagjafir og eitthvað á jólaborðið. Um helgina var hægt að kaupa maríneraða síld frá Fáskrúðsfirði og heimagert konfekt héðan úr bænum, auk alls handverksins, bæði listaverka og nytjalistar. Hér var hægt að kaupa nýjar jólabækur og galla sig upp fyrir kajaksiglingar, allt á frábæru verði,“ segir Þorgerður og bætir við að f lestir sölubásarnir verði aftur um helgina og einhverjir nýir bætist við. n ninarichter@frettabladid.is  Angelo Badalamenti er látinn 85 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir samstarf við bandaríska leik­ stjórann David Lynch í myndunum Blue Velvet, Twin Peaks og Mulhol­ land Drive. Badalamenti lærði á píanó frá átta ára aldri og lærði líka á franskt horn. Árið 1958 lauk hann BS­gráðu frá Manhattan School of Music og lauk meistaragráðu frá sama skóla. Samstarf þeirra Bandalamenti og David Lynch hófst með Blue Velvet frá 1986. Badalamenti var upphaf­ lega fenginn til að vera raddþjálfari leikkonunnar Isabellu Rossellini, en sló í gegn og endaði á að semja hljóðmyndina, starfaði sem tón­ listarstjóri og lék hlutverk í mynd­ inni sem píanisti. Eftir það vann hann með Lynch við Twin Peaks og Twin Peaks: Fire Walk With Me og er stefið úr Twin Peaks vafalítið hans allra þekktasta verk. n Tónskáldið Angelo Badalamenti allur 26 Lífið 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.