Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 6
Innlögnum á geðdeild
myndi snarfjölga.
Kári Auðar Svansson
Örlög Vinjar eru nú í
höndum meirihluta
borgarráðs.
Meðal skóla sem
ekki eru á listanum
eru Kvennaskólinn í
Reykjavík og Mennta-
skólinn við Hamra-
hlíð.
Sveitarfélög sem útvega ókeypis tíðavörur í grunnskólum
n Ókeypis tíðavörur n Í vinnslu n Enginn skóli n Bjóða ekki upp á eða svara ekki
Maður með geðklofa segir
fjölda fólks í hættu ef Reykja-
víkurborg raskar starfi Vinjar
við Hverfisgötu. Hann spyr
hvort ekki væri nær að lækka
laun borgarfulltrúa.
bth@frettabladid.is
REYKJAVÍK „Ef Vin væri ekki starf-
rækt hér á Hverfisgötunni í þeirri
mynd sem nú er, færi ég voða lítið út
úr húsi,“ segir Kári Auðar Svansson,
43 ára Reykvíkingur með geðklofa.
Örlög Vinjar eru nú í höndum
meirihluta borgarráðs sem leitar
leiða til að bregðast við rekstrar-
halla. Orð borgarfulltrúa um að til
standi að færa þjónustuna til en
ekki loka henni eru marklaust hjal
að sögn þeirra notenda þjónustunn-
ar sem Fréttablaðið hefur rætt við.
Tug ir einstaklinga með geðraskanir
hittast dag lega í Vin.
Um ræðir viðkvæman og jaðar-
settan hóp í samfélaginu og er ekki á
hverjum degi sem fjölmiðlar fá inn-
sýn í líf notenda. Kári hefur sótt Vin
heim síðastliðin sjö ár. Hann mætir
alltaf fyrir hádegi, spjallar við fólkið
og snæðir heimatilbúinn mat sem
hann hrósar mjög.
„Svo erum við geðklofahópur
sem hittist á föstudögum. Ræðum í
trúnaði það sem við viljum tala um,
hvernig vikan var og svona. Þetta er
einstakur staður og það heyrir alveg
til undantekninga að upp komi
deilur.“
Kári hefur sótt aðra staði fyrir
fólk með geðraskanir. Hann segist
ekki hafa fundið sig þar og upplifir
sig heppinn að hafa fundið Vin.
„Ég veit bara ekki hvað ég myndi
gera ef þessi staður yrði lagður
niður. Margt fólk myndi missa allt
sitt félagslíf og ég er í þeim hópi.“
Kári er fljótur til svars þegar hann
er spurður um hverjar af leiðing-
arnar yrðu ef þessi hópur þyrfti að
flytja sig til eða sundrast.
„Innlögnum á geðdeild myndi
snarfjölga,“ svarar hann. Fimmtíu
milljóna króna áætlaður sparnaður
borgarinnar yrði á einu augabragði
fyrir bí. „Kallast það ekki að spara
aurinn en henda krónunni?“
Kári greindist með geðklofa 22
ára gamall. Miklar ranghugmyndir
hreiðruðu um sig og er Kári eitt
svæsnasta geðklofatilfelli sem sögur
fara af hér á landi að hans sögn.
Skýringar á geðklofanum eru að
líkindum genetískar.
„Þessi sjúkdómur veldur mikilli
fötlun, ég er nánast óvinnufær og
hef margoft byrjað í háskólanum,
hef prófað fullt af fögum. En ég
hrökklast alltaf burt, þoli ekki
álagið.“
Enn líður ekki vika án þess að
Kári upplifi ofsakvíða eða geðrof.
Líklegt er að staða hans verði alltaf
viðkvæm þótt lyfin geri sitt gagn.
Félagsleg örvun er honum því afar
mikilvæg.
„Ef það á að spara í rekstri borg-
arinnar, væri þá ekki nærtækara að
lækka laun borgarfulltrúa frekar en
að leggja niður aðstöðu fyrir fólk
með geðraskanir?“ spyr Kári. n
Borgarfulltrúarnir lækki
eigin laun og láti Vin í friði
kristinnhaukur@frettabladid.is
JAFNRÉT TISMÁL 33 sveitarfélög
bjóða upp á ókeypis tíðavörur í
grunnskólum og frístundaheim-
ilum og fjögur hafa í vinnslu að
gera það. Þá bjóða 27 af 39 fram-
haldsskólum einnig upp á þær. Þetta
kemur fram í svari Ásmundar Einars
Daðasonar menntamálaráðherra
við fyrirspurn Andrésar Inga Jóns-
sonar, þingmanns Pírata.
Samband íslenskra sveitarfélaga
lét gera könnun um málefnið og
80 prósent sveitarfélaga bjóða
upp á ókeypis tíðavörur eða hafa
það í vinnslu. Í þeim búa 86 pró-
sent landsmanna. Þar á meðal eru
Reykjavík, Hafnarfjörður, Mosfells-
bær, Garðabær, Árborg og Ísafjörð-
ur. Kópavogur og Reykjanesbær eru
meðal þeirra sem hafa það í vinnslu.
Sum sveitarfélög reka hvorki
grunnskóla né frístundaheimili
heldur hafa þjónustusamninga
við stærri sveitarfélög um það. En
önnur annað hvort bjóða ekki upp á
ókeypis tíðavörur eða svöruðu ekki
könnuninni. Þar á meðal Akureyri,
Norðurþing, Fjarðabyggð, Grinda-
vík og Akranes.
Flestir af fjölmennustu fram-
haldsskólum landsins segjast hafa
boðið upp á ókeypis tíðavörur frá
haustinu 2022 eða lengur. Meðal
þeirra skóla sem ekki eru á listanum
eru tveir stórir skólar, Kvennaskól-
inn í Reykjavík og Menntaskólinn
við Hamrahlíð, en aðrir eru smærri
skólar á borð við Hallormsstaða-
skóla og Fisktækniskóla Íslands. n
Ókeypis tíðavörur í
boði fyrir flesta nema
benediktboas@frettabladid.is
U M H V E R F I S M Á L „Við munum
hvergi slaka á í kröfum okkar því
við ætlum áfram að vera leiðandi í
loftslagsmálum á heimsvísu,“ segir
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar.
Landsvirkjun fékk hæstu ein-
kunn í ár fyrir stýringu eigin lofts-
lagsáhrifa og af leiðinga loftslags-
breytinga á starfsemi fyrirtækisins
hjá alþjóðlegu samtökunum CDP.
Undanfarin tvö ár hefur Lands-
virkjun verið með einkunnina A-,
fyrst íslenskra fyrirtækja til að ná
svo góðum árangri. En á þessu ár
i hlaut fyrirtækið hæstu einkunn
eða A.
Landsvirkjun telst þar með til
leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum
á heimsvísu.
Árið 2022 skiluðu um nítján þús-
und fyrirtæki inn upplýsingum um
loftslagsmál til samtakanna. Lands-
virkjun er í hópi 283 þeirra sem
hljóta hæstu einkunn og komast á
A-lista samtakanna.
„Við vinnum orku úr endurnýj-
anlegum auðlindum, höfum sett
okkur markmið um kolefnishlut-
leysi árið 2025 og vinnum að því
með skýrum aðgerðum sem draga
úr losun,“ segir Hörður. n
Fær hæstu einkunn í loftslagsmálum
Hörður Arnar-
son, forstjóri
Landsvirkjunar
olafur@frettabladid.is
NEYTENDUR Neytendasamtökin
leggjast hart gegn áformum stjórn-
valda um að slá af samkeppni slátur-
leyfishafa. Í Samráðsgátt stjórnvalda
liggja drög að frumvarpi til laga sem
þyngja munu byrðar neytenda en
létta pyngjur þeirra, nái þau fram að
ganga.
Virðast samtökunum sem frum-
varpið gagnist einungis millilið-
unum milli bænda og neytenda;
sláturleyfishöfum.
Neytendasamtökin gagnrýna
harðlega að slegin sé skjaldborg um
einn hlekk í keðjunni, afurðastöðv-
arnar, en öðrum gert að bera byrð-
arnar. Nær væri að efla bændurna
sjálfa. Samþykkt frumvarpsins mun
að mati Neytendasamtakanna fleyta
okkur áratugi aftur í tímann. Reynsl-
an sýni að samkeppni sé helsta vörn
neytenda gegn háu verðlagi.
Frumvarp sem heimili fyrirtækj-
um að víkja sér undan mikilvægum
ákvæðum samkeppnislaga sé aðför
að neytendum. Engar rannsóknir
eða greiningar liggja fyrir um áhrif
umræddra lagabreytinga á hags-
muni bænda eða neytenda.
Neytendasamtökin leggjast hart
gegn því að frumvarpið nái fram að
ganga og hvetja alla til að leggjast á
plóg neytenda til að afstýra þessu
slysi. n
Samkeppni leidd til slátrunar
Neytendasamtökin telja frumvarp
stjórnvalda gegnast milliliðum á
kostnað bænda og neytenda.
Kári Auðar Svansson segir að ef ekki væri fyrir Vin myndi hann afar lítið fara út úr húsi vegna veikinda sinna.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
ser@frettabladid.is
NÁT TÚRUVÁ Færri jarðskjálftar
mældust í síðustu viku en í vikunni
þar á undan, tæplega 550 skjálftar
samanborið við 735, samkvæmt
mælakerfi Veðurstofu Íslands.
Ástæða þessa er minni virkni við
Herðubreið og Herðubreiðartögl,
en þar hefur verið töluverð virkni
síðustu vikur.
Heldur meiri virkni var á Reykja-
nesskaga samanborið við síðustu
viku. Enginn skjálfti mældist yfir
þremur að stærð í vikunni.
Færri skjálftar í vikunni en vanalega
Minni virkni er við Herðubreið.
6 Fréttir 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ