Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 11
Elon Musk hefur tapað meiri peningum á þessu ári en sem nemur öllum auði Jeff Bezos samanlagt. Við þurfum að hanna okkur inn í nýja tíma þar sem umhverfis- vænni lögmál gilda. Nýsköpunarfyrirtækið FÓLK Reykjavík vinnur að því að minnka kolefnisspor heimila með aðferðum umhverfis- vænnar hönnunar. Fyrir- tækið tryggði sér á dögunum rúmlega 100 milljóna króna fjármögnun og hefur stofnað dótturfélag í Danmörku. FÓLK Reykjavík hannar, þróar, fram- leiðir og selur íslenska hönnun en leggur sérstaka áherslu á umhverfis- sjónarmið og sjálfbærni. Fyrirtækið hefur nú tryggt sér rúmlega hundrað milljóna króna fjármögnun frá Eyri Vexti og Vækst- fonden í Danmörku. Fjármagnið verður nýtt til að byggja upp alþjóð- legt sölu- og markaðskerfi fyrir- tækisins en það var fyrir skemmstu valið Besta fjárfestingin í íslenskri hönnun á Íslensku hönnunarverð- laununum. FÓLK Reykjavík hefur stofnað dótturfélag í Danmörku og fram undan er fjölgun starfsmanna til að styðja uppbyggingu félagsins. Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og framk væmdastjóri FÓLKS Reykjavíkur, segir þessa innspýtingu viðurkenningu á þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. „Tölur frá Danmörku sýna að 39 prósent af kolefnisfótspori heimila skapast af þeim hlutum sem heimil- in kaupa. Og við sjáum það og trúum að með hönnun og hönnunarhugs- un sé hægt að breyta þessum tölum. Það skiptir gríðarlegu máli í stóru samhengi allra okkar umhverfis- áskorana.“ Ragna Sara segir vel hægt að hanna þá hluti sem við notum innan veggja heimilisins með umhverfis- vænni hætti en alla jafna er gert. „Það er kjarninn í því sem við viljum breyta.“ En það eru víða ljón í veginum að mati Rögnu. „Við búum í mjög ein- nota hagkerfi þar sem við notum hluti til skamms tíma og losum okkur svo við þá. Þessir hlutir enda svo í landfyllingu eða eru brenndir án þess að við séum mikið að velta því fyrir okkur. Okkar stóra áskorun hjá FÓLKI Reykjavík felst meðal annars í að breyta hugarfari og aðstoða neyt- endur við að velja umhverfisvænni vörur.“ Nauðsynlegt að minnka kolefnisspor heimila Guðmundur Gunnarsson ggunnars@ frettabladid.is Ragna Sara Jóns- dóttir, stofnandi FÓLKS Reykja- víkur, segir fyrir- tækið sjá fram á landvinninga í Evrópu. MYND/AÐSEND Ragna bendir á að húsgögn og hlutir sem fólk notar í dag hafi mörg hver verið hönnuð á þeim tíma þegar framleiðendur og hönnuðir þurftu ekki að hafa áhyggjur af kolefnis- og umhverfisfótspori framleiðslunnar. „Þannig að tækifærin til að gera betur eru gríðarleg og við þurfum að hanna okkur inn í nýja tíma þar sem umhverfisvænni lögmál gilda. En þetta eru stórar áskoranir. Kerfin okkar eru ekkert endilega til- búin til að laga sig að breyttri nálgun í einni svipan. En með mikilli vinnu allra sem koma að ferlinu frá því að hugmynd að vöru verður til og þangað til við losum okkur við hana, aukum við líkurnar á að við færumst nær hringrásarvænna hagkerfi.“ Ragna Sara nefnir þátt söluaðila í þessu samhengi. „Við sem neytend- ur tökum okkar ákvarðanir aðallega út frá verði frekar en þáttum eins og endingu, líftíma eða kolefnisfót- spori. En þessi nálgun neytenda er að breytast hratt og þá skiptir máli að öll virðiskeðjan taki mið af því.“ FÓLK Reykjavík mælir kolefnis- fótspor sinnar framleiðslu með aðstoð hugbúnaðar en rauði þráður- inn hjá fyrirtækinu er að nýta nátt- úruleg og endurunnin hráefni í allri hönnun og stuðla þannig að hring- rás þess hráefnis sem við notum. „Við nýtum úrgangsefni eins mikið og við getum. Þar er átt við hráefni sem eru úrgangur eða rusl og myndi annars vera fargað á óum- hverfisvænan hátt. Við höfum nýtt úrgangstextíl til að búa til húsgögn og loftpúða úr bílum til að gera púða. Verð á hvers kyns hráefni hefur hækkað mikið að undanförnu og því mikil tækifæri fólgin í því að endurnýta allt sem til fellur.“ Vörur fyrirtækisins eru aðallega seldar í hönnunarverslunum en auk þess vinnur FÓLK Reykjavík með söluaðilum í Þýskalandi, Finnlandi og á Íslandi. Markmið félagsins er að fjölga söluaðilum í þessum löndum en auk þess horfa til annarra markaða í Evrópu. „Það er mikil hvatning og viður- kenning að Eyrir og Vækstfonden styðji vöxt okkar alþjóðlega. Við sjáum mikil tækifæri í að auka sölu okkar alþjóðlega og halda áfram að beita þeim aðferðum sem við höfum byggt upp á síðustu árum til að auka gagnsæi og gera hönnun að drifkrafti við að draga úr umhverfis fótspori vara,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLKS Reykjavíkur. n helgisteinar@frettabladid.is Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla og nýjasti eigandi Twitter, er ekki lengur ríkasti maður heims sam- kvæmt skráningu Forbes. Eftir tölu- verða lækkun á hlutabréfum Tesla hefur hinn franski framkvæmda- stjóri LVMH, Bernard Arnault, tekið við sem ríkasti maður í heimi. Musk hafði viðhaldið þeim titli alveg frá því í september í fyrra en þar á undan var Jeff Bezos, stofn- andi Amazon, f jáðastur meðal manna. Bezos situr nú í fjórða sæti með 116,4 milljarða Bandaríkjadala. Auður Musk er að mestu leyti bundinn við hlutabréf Tesla en þau féllu um 6,3 prósent á mánudaginn og hefur verðmat þeirra lækkað um meira en helming á þessu ári, að hluta til vegna yfirtöku Musk á sam- félagsmiðlinum Twitter. Í saman- burði hafa hlutabréf LVMH aðeins lækkað um 1,5 prósent það sem af er þessu ári. Samkvæmt gögnum frá FactSet á Elon Musk 14,11 prósent af hlutabréf- um Tesla og um 40 prósent af öllum hlutabréfum SpaceX sem hefur bætt verulega við auð hans. Í byrjun árs var auður Musk metinn á 304,2 millj- arða Bandaríkjadala en er nú metinn á 178,6 milljarða. Það þýðir að Elon Musk hefur tapað meiri peningum á þessu ári en sem nemur öllum auði Jeff Bezos samanlagt. Bernard Arnault er þekktastur fyrir að hafa byggt upp stærstu lúxussamsteypu heims sem heldur utan um vörumerki á borð við Louis Vuitton, Tiffany, Tag Heuer og Cel- ine. Arnault á um 60 prósenta hluta í LVMH og samkvæmt Forbes er auður hans metinn á 187,1 milljarð Bandaríkjadala. n Elon Musk ekki lengur ríkastur Elon Musk hefur tapað háum fjárhæðum á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA gardabaer.is SKIPULAGSMÁL Í GARÐABÆ Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingum deiliskipulags Urriðaholts norðurhluta 4. áfanga og tillögu að breytingu deiliskipulags Molduhrauns í samræmi við 1. mgr. 43. greinar og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lautargata 1, 3 og 5. Tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts norðurhluta 4. áfanga. Tillagan gerir ráð fyrir því að ein hæð bætist við undir aðkomuhæð til aðlögunar að landslagi. Hæðarkóti aðkomuhæðar breytist ekki. Íbúðum á hverri lóð er fjölgað um tvær, úr 8 í 10 og eru viðbótar- íbúðir undir 90 m2 að stærð. Heildarfjöldi íbúða á lóðunum þremur hækkar úr 24 í 30. Ákvæði um eitt gestastæði á lóð er fellt niður en gott framboð er af gestastæðum innar í götunni. Austurhraun 9 – Tillaga að breytingu deiliskipulags Molduhrauns Tillagan gerir ráð fyrir því að byggingareitur fyrir stakstæðar byggingar sé felldur út og í stað þess stækki byggingarreitur lóðarinnar til norðvesturs. Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri.  Þeir sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 25. janúar 2023, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ. MIÐVIKUDAGUR 14. desember 2022 Fréttir 11FRÉTTABLAÐIÐ MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 14. desember 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.