Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 14
Í kjölfar #meetoo byltinganna hefur umræða um hvers kyns kynferðis- legt ofbeldi komist í hámæli og í því sambandi er ekki úr vegi að minna á að vinnumarkaðurinn hefur þar skyldum að gegna. S a m k v æ mt r e g lu ge r ð n r. 1009/2015 um aðgerðir gegn EKKO (einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni, of beldi) ber atvinnurekendum að fyrirbyggja hvers kyns valdbeitingu í vinnuum- hverfi, stöðva hana ef hún kemur upp og grípa til aðgerða sem miða að því að kanna mál og leita lausna. Eftirfarandi skilgreiningar koma fram í reglugerðinni um einstaka hluta EKKO: Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðana- ágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir. Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, f jandsamlegra, niður- lægjandi, auðmýkjandi eða móðg- andi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg. Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auð- mýkjandi eða móðgandi fyrir við- komandi. Of beldi: Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handa- hófskennda sviptingu frelsis. Rannsóknir á kynferðislegri áreitni bæði hér á landi, á Norður- löndunum og einnig á alþjóðlegum vettvangi sýna t.d. að hlutfall þeirra kvenna sem hafa upplifað slíka áreitni á vinnustað einhvern tíma á starfsferlinum hefur mælst allt að 25 til yfir 30%. Konur eru í miklum meirihluta sem þolendur að kyn- ferðislegri áreitni og karlar sem gerendur. Oft spilar valdaójafnvægi á vinnustað einnig inn í og gerendur þá hærra settir en þolendur. Kyn- ferðisleg áreitni getur verið falin og samofin þeirri menningu sem ríkir á vinnustað. Vinnustaðapartí og skemmtanir þar sem áfengi kemur við sögu er ekki óþekktur vett- vangur kynferðislegrar áreitni. Brot geta verið refsiverð Það er vert að vekja athygli á því að brot tengd t.d. kynferðislegri áreitni geta verið refsiverð eins og fram kemur í 199. gr. Almennra hegningarlaga (1940/19). Um getur verið að ræða hegðun svo sem að strjúka, þukla eða káfa á kyn- færum/brjóstum innan klæða sem utan. Enn fremur táknrænni hegðun eða orðbragð sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta. Það er síðan athyglisvert að ef brot kemur upp á vinnustað sem hefur ekki sett sér verklagsreglur um slík tilvik getur vinnustaðurinn mögulega frekar verið skaðabóta- skyldur en vinnustaður sem hefur sett sér reglur. Þessa dagana stendur yfir vit- undar vakning á vegum VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs sem er ætlað að vekja athygli á KK þáttum EKKO-vandans og vonandi fá fram umræðu á vinnustöðum landsins. Horfumst í augu við að þó að upp- lifun sumra sé að „það megi ekkert lengur“ þá hefur það aldrei mátt heldur hafa þolendur borið byrð- arnar til alltof langs tíma. Á velvirk.is má lesa meira um EKKO og kynferðislega áreitni og finna ýmis góð ráð fyrir vinnustaði. Þar má einnig finna veggspjöld sem vinnustaðir geta prentað út eða óskað eftir. n EKKO á vinnustað Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri for- varnasviðs VIRK Þegar Íslendingar ræða málefni flóttamanna og þau vandamál sem fólksflótti getur skapað – þá er vert að hafa það í huga að íslensk yfir- völd hafa átt þátt í því að skapa f lóttamannavanda. Hingað leitar fólk frá Írak og Palestínu – einmitt frá þeim löndum þar sem íslensk yfirvöld lögðu sitt af mörkum til þess að þaðan legði fólk á flótta. Árið 2003 skrifuðu tveir íslenskir ráðherrar nafn Íslands á lista sem bar nafnið „Banda lag hinna vilj ugu þjóða,“ þ.e. rík in sem lýstu op in ber- lega stuðningi við inn rás Banda- ríkj anna í Írak, innrás sem var gerð á fölskum forsendum og kostaði mörg hundruð þúsund mannslíf. Þessi innrás eyðilagði lífsviðurværi milljóna og leiddi til fólksflótta frá eyðileggingunni sem „hinar viljugu þjóðir“ báru ábyrgð á. Árið 1947 lögðu íslensk yfirvöld lóð sitt á vogarskálarnar á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna og greiddu atkvæði með því að landi Palestínumanna væri skipt milli frumbyggjanna og aðkomufólks frá Evrópu. Afleiðingin varð gífurlegur straumur flóttamanna. Sjö hundruð og fimmtíu þúsund Palestínumenn voru hraktir á brott með hervaldi, alls um 80% landsmanna. Þessi atburður er enn í sjöunda sæti yfir stærstu f lóttamannavandamál í nútíma. Flóttamannastraumur- inn frá Úkraínu er í öðru sæti þar sem rúmar fimm milljónir, tæp 10% landsmanna, hafa hrakist af heimilum sínum. Sýrland trónar í efsta sæti þar sem einnig um 10% landsmanna hafa leitað skjóls frá hernaðarátökum. Íslendingar voru stoltir af fram- lagi sínu sem síðar leiddi til stofn- unar Ísraels. Þingmaður Sjálfstæðis- flokksins sagði í ræðu á þingi 1988: „Ég hygg að aldrei hafi áhrif Íslands verið eins afger andi og örlagarík á alþjóðavettvangi svo sem hér varð raun á. Þetta sýnir hvers við erum megnugir þegar hinir mikilhæfustu menn halda á málum þjóð ar innar.“ Í dagblaðsleiðara árið 1988 var skráð: „Fulltrúi Íslands hjá Samein- uðu þjóðunum átti fyrir fjórum ára- tugum mikinn þátt í að fá samtökin til að viðurkenna Ísrael með því að samþykkja skiptingu landsins.“ Í dag kúga stjórnvöld í Ísrael Pal- estínumenn sem aldrei fyrr, stela landi þeirra og hrekja þá af heimil- um sínum. Íslenskir ráðamenn hafa þó ekki mörg orð um það ástand eða augljósa ábyrgð sína. Í dag ber ekki á miklu stolti íslenskra ráðamanna vegna þátttöku í „Bandalagi hinna viljugu þjóða“. Þó var smá gleði sýnileg þegar íslenskir sprengju- sérfræðingar „uppgötvuðu fyrstu efnavopnin sem fundust í Írak“. Þetta reyndist rangt eins og sjálfar forsendur innrásarinnar, engin efnavopn fundust í Írak. Íslendingar eru hluti af samfélagi þjóðanna og bera sína ábyrgð á vandamálum flóttamanna eins og hér hefur verið lýst. Enn fremur ber að hafa það í huga að Íslendingar sjálfir hafa lagt á f lótta undan nátt- úruhamförum. Fjórðungur þjóðar- innar f lúði vesöldina sem ríkti í landinu og hélt til Vesturheims í lok nítjándi aldar og byrjun þeirrar tuttugust. Í janúar 1973 f lúðu allir íbúar eldgosið í Vestmannaeyjum sem ógnaði heimabyggð þeirra. Flóttamannavandamál leysast best með því að heimabyggðin losni við ógnir af völdum nátt- úrunnar eða hernaðarátaka, að ástandið batni eins og gerðist á Íslandi. Fólksf lóttinn vestur um haf hætti og Vestmannaeyjar eru áfram í byggð. Þar til að slíkt gerist í Írak, Pal- estínu, Sýrlandi, Úkraínu og víðar eigum við að hjálpa öllum þeim sem við getum hjálpað. n Flóttafólk og ábyrgð íslenskra yfirvalda Hjálmtýr Heiðdal formaður Félagsins Ísland-Palestína „Þú ert alger aumingi, þú ert ljót/ur, feit/ur, þú ert ómöguleg/ur, þér mun mistakast, aðrir eru að dæma þig, þú ert að segja eitthvað vitlaust, gera eitthvað vitlaust, hvað er að þér, geturðu aldrei gert neitt rétt, þú ert vonlaus …“ Kannast þú við svona hugsanir? Í mörg ár beitti ég sjálfa mig grimmilegu andlegu of beldi með neikvæðu sjálfsniðurrifi og sjálfs- ásökun. Ég gerði mér enga grein fyrir því hversu skaðlegt og vont þetta ofbeldi var sem ég beitti sjálfa mig, daglega. Ég var líka rosalega veik. Glímdi við fíknisjúkdóm. Sjálfshatrið og fyrirlitningin gerði það að verkum að það var óbærilegt að vera ég. Þar af leiðandi f lúði ég sjálfa mig og leitaði í breytt ástand. Ég glímdi líka við alvarlegan kvíða, ofsakvíða, síþreytu, vöðvabólgu og króníska verki. Ég var orðin mjög örvæntingar- full. Krónísku verkirnir gerðu það að verkum að ég átti orðið mjög erfitt með að klára heilan vinnudag. Kl. 12 á hádegi þurfti ég að leggjast niður og hvíla mig, ég var svo þreytt og verkjuð. Ég var ekki orðin þrítug. Ég óttaðist að verða öryrki. Að geta ekki framfleytt mér og mínum. Ég lifði í stöðugum ótta um að eitt- hvað hræðilegt væri að fara að gerast. Stundum vaknaði ég upp á næturnar með ofsakvíða. Þvílíkur viðbjóður. Í dag hef ég öðlast frelsi frá þessu öllu. Með því að öðlast heilbrigt samband við sjálfa mig og læra að stýra hugsunum mínum og líðan minni, hef ég öðlast heilbrigt og stórkostlegt líf. Ég er aldrei verkjuð, frjáls frá kvíða, ég elska mig skilyrðislaust og hef skipt út neikvæða sjálfs- niðurrifinu fyrir jákvæða sjálfs- uppbyggingu, kærleika og sjálfs- mildi. Ég er orkumikil, glöð og þakklát alla daga. Þegar ég er búin í vinnunni á ég meira en næga orku eftir til að sinna börnunum, heim- ilisverkum, fara út með hundinn. Ég hef yfirgefið starf mitt sem lög- maður og helgað starf mitt því að hjálpa öðrum að fá frelsi frá kvíða og öðrum neikvæðum einkennum. Í hverri viku sé ég skjólstæðinga mína sigra kvíða, þunglyndi, þreytu og aðra vanlíðan. Lykilskref í það frelsi er að hætta að beita sjálfan sig andlegu of beldi og fara þess í stað að elska sig skilyrðislaust og stunda jákvæða sjálfsuppbyggingu. Ég var nýlega gestur Ásdísar Olsen í þættinum Undir yfirborðið þar sem ég fjalla um leiðina til frelsis og hvernig við getum elskað okkur og hætt að brjóta okkur niður. Í þættinum er farið með áhorfendur í leidda hugleiðslu eða dáleiðslu til að hjálpa fólki að stíga þetta skref. Þátturinn er aðgengilegur á vef Hringbrautar. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta betur er ég með fyrirlestra og hugleiðslu til að hjálpa þér að hætta neikvæðu sjálfsniðurrifi inni í Facebook- grúppunni minni Frelsi frá kvíða. n Í ofbeldissambandi við sjálfa/n sig Sara Pálsdóttir dáleiðari, orkuheilari og lögmaður Lykilskref í það frelsi er að hætta að beita sjálfan sig andlegu ofbeldi og fara þess í stað að elska sig skil- yrðislaust og stunda jákvæða sjálfsupp- byggingu. Vinnustaðapartí og skemmtanir þar sem áfengi kemur við sögu er ekki óþekktur vett- vangur kynferðislegrar áreitni. 14 Skoðun 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.