Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 4
Vinnumálastofnun spáir 3,2 til 3,4 prósenta atvinnuleysi í desember. Formaður fjárlaganefndar segir meirihluta nefndarinnar finnast að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggð- inni sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Þess vegna séu þeim ætlaðar 100 milljónir króna. gar@frettabladid.is STJÓRNMÁL Bjarkey Olsen Gunnars- dóttir, þingmaður Vinstri grænna og for maður f járlaganef ndar Alþingis, segir það vilja meirihluta nefndarinnar að styðja betur við sjónvarpsframleiðslu einkafyrir- tækja á landsbyggðinni. Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt fram breytingartillögu við fjár- lagafrumvarp næsta árs sem felur í sér 100 milljóna króna tímabundið framlag sem er sérstaklega ætlað til reksturs einkarekinna fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð. Alls verði því úthlutað tæplega 480 milljónum í styrki til einkarekinna fjölmiðla. „Af því að við teljum að það sé full þörf á því að styðja við dreif- býlismiðlana, og ekki síst þessa sjónvarpsmiðla sem hafa verið að reyna að halda úti sjónvarpi um allt land, það er að segja utan þess sem RÚV hefur verið að gera,“ svarar Bjarkey aðspurð um ástæður þessa sérstaka framlags. „Við bara leggjum til að fjöl- miðlar eins og Víkurfréttir og N4 og aðrir sem eru að framleiða einhvers konar efni verði styrktir, okkur finnst bara ástæða til að styðja við það sérstaklega. Þannig að það er í rauninni einu rökin,“ segir Bjarkey. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, fjallaði um málið í stöðufærslu á Facebook í fyrradag. „Svo vill til að einungis einn fjöl- miðill á landsbyggðinni heldur úti sjónvarpsstöð. Það er N4 á Akur- eyri. Eigendur N4 eru helstu hags- munaaðilar á Norðurlandi, meðal annars Kaupfélag Skagfirðinga, KEA og Samherji,“ skrifar Jón Trausti og bendir á að N4 hafi í fyrra fengið rúmar 20 milljónir króna í styrk frá ríkinu. „En gæti nú fengið f immfalt meira, vegna þess að meirihluti nefndarinnar, sem kemur að meiri- hluta úr Norðvestur- og Norðaust- urkjördæmi, álítur hann æskilegri fjölmiðla en aðra,“ segir ritstjórinn og vísar þar til þess að fjórir af sex þingmönnum meirihluta ríkis- stjórnarf lokkanna eru úr Norð- vesturkjördæmi eða Norðaustur- kjördæmi. „Það liggur alveg fyrir að það eru ekki margir miðlar sem halda úti sjónvarpsþáttagerð en það er ekki bara einn, svo það sé sagt. Við höfum alla vega fregnir af Víkur- fréttum og N4 sem halda úti sjón- varpsþáttagerð,“ segir Bjarkey um orð ritstjórans. Þá bendir Bjarkey á að meirihluti fjárlaganefndarinnar sé samsettur úr fólki úr Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suðurlandi og Suðvesturkjördæmi. „Þannig að það er líka af höfuðborgarsvæðinu, bara til að hafa það sagt,“ segir nefndarformaðurinn. Aðspurð segir Bjarkey eitt erindi hafa borist frá landsbyggðarmiðl- unum vegna þessa sérstaka styrks sem bæta á við. „Það kom erindi frá N4 en það var í rauninni bara ákvörðun okkar – alveg eins og þegar við vorum að vinna með rekstrarstuðninginn við einkarekna fjölmiðla í allsherjar- og menntamálanefnd, að þá lögðum við mikla áherslu á að þetta færi ekki allt saman á stóru miðlana hér á höfuðborgarsvæðinu. Við vildum aukinn stuðning við landsbyggðar- miðlana. Það er ekkert launungar- mál, það er bara þannig,“ segir Bjarkey. Þá tekur Bjarkey fram að það sé ekki í verkahring fjárlaganefndar sjálfra að úthluta fjölmiðlastyrkj- um. „Ráðherrann [Lilja Alfreðs- dóttir menningarmálaráðherra] verður með úthlutunarreglur og það er hennar að vinna úr þessu. Ég hef ekkert annað að segja um það.“ n Fjölmiðlar úti á landi sem framleiða efni fyrir sjónvarp fái 100 milljónir Úthlutun fjölmiðlastyrkja 2022 N4, 20,7 milljónir króna. Víkurfréttir 5,7 milljónir. Árvakur (Morgunblaðið og fleira), Torg (Fréttablaðið, DV og Hringbraut) og Sýn (Stöð 2, Vísir, Bylgjan og fleira) fengu 66,7 milljónir hver. Stundin fékk 22,3 milljónir. Alls var um 380 milljónum úthlutað. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir menningar- málaráðherra setja úthlutunarreglur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Við teljum að það sé full þörf á því að styðja við dreifbýlismiðlana. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, for- maður fjárlaganefndar Alþingis BARÁTTUKONAN B IRNA Einlæg og falleg saga um viðburðaríka ævi Birnu Þórðardóttur eftir Ingibjörgu Hjartardóttur með ljósmyndum Rannveigar Einarsdóttur. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is ser@frettabladid.is KJARAMÁL Félag atvinnurekenda hefur skrifað undir kjarasamning við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, sem er í öllum meginatriðum samhljóða samningi VR/LÍV við Samtök atvinnulífsins frá því í fyrradag, en athygli vekur sérstök bókun um að stjórnvöld lækki tolla í þágu neytenda. Þar segir að samningsaðilar sam- mælist um að óska eftir því við stjórnvöld að farið verði í vinnu við að afnema og lækka tolla í þágu neytenda. „Lækkun tolla er ein skil- virkasta leiðin til að bæta hag laun- þega. Að mati samningsaðila væri góð byrjun að afnema tolla sem vernda enga hefðbundna innlenda landbúnaðarframleiðslu,“ segir í bókuninni. Tollalækkun skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri FA Óla f u r St ephen sen, f r a m- kvæmdastjóri Félags atvinnurek- enda (FA), kveðst fagna því að sátt hafi náðst á stórum hluta vinnu- markaðarins við erfiðar aðstæður verðbólgu og hækkandi vaxtastigs. „Við munum gera okkar til að stuðla að því að ná stöðugleika í verðlagi. Við teljum hins vegar að stjórnvöld hafi misst af tækifæri til að tryggja neytendum frekari kjara- bætur og lækka matvælaverð með því að kveða á um tollalækkanir í yfirlýsingu sinni í gær,“ segir Ólafur. „Við og viðsemjendur okkar beinum því til ríkisstjórnarinnar að skoða þau mál,“ segir hann. „Það er hægt að byrja á tollunum sem vernda enga hefðbundna inn- lenda framleiðslu, en þeir eru fjöl- margir,“ bætir Ólafur Stephensen við. n kristinnhaukur@frettabladid.is ATVINNUMÁL Atvinnuleysi á land- inu í nóvember mældist 3,3 prósent, sem er óbreytt frá því í október. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi jókst lítillega á landsbyggðinni þar sem almennt finnst meira fyrir árs- tíðabundnum sveiflum. Útlendingar eru rétt tæpur helm- ingur af öllum atvinnulausum á skrá og fleiri karlmenn eru atvinnulausir en konur. Mest mældist atvinnuleysi á Suðurnesjum, 5,7 prósent, en það fór upp í um fjórðung þegar staðan var sem verst í faraldrinum. n Áfram lítið atvinnuleysi ser@frettabladid.is MENNTUN Vel yfir 44 þúsund lands- menn á aldrinum 25 til 64 ára sóttu sér símenntun á síðasta ári, sem er talsverð aukning frá árinu þar á undan, að því er fram kemur í tölum Hagstofunnar. Alls stunduðu tæplega 26 þúsund konur símenntun í fyrra og ríflega 18 þúsund karlar, eða sem nemur 23 prósentum landsmanna, en hlut- fallið var ríflega 19 af hundraði árið 2020. Tölurnar sýna að langf lestir þeirra sem sækja sér símenntun eru starfandi á vinnumarkaði og að símenntun eykst með aukinni menntun. n Æ fleiri sækja í símenntun 4 Fréttir 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.