Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 13
Um allan heim ræðst fasteigna­ verð af byggingarkostnaði annars vegar og markaðsverði hins vegar. Að koma sér upp þaki yfir höfuðið er í raun ævistarf hér á Íslandi fyrir flest fólk og leiðangurinn því miður mikil óvissuferð vegna verðbólgu og vaxta umhverfis. Nánast rússíbana­ reið. Enginn fettir samt fingur út í það að verð íbúðarhúsnæðis ráðist af markaðnum á hverjum tíma – og þar geta sveiflurnar verið býsna miklar. Sumum vex þessi óvissa í augum og kjósa frekar að vera á leigumark­ aði. Aðrir velja leigumarkaðinn af því þeir vilja ekki festa sig niður og enn aðrir hafa ekki fjárhagslegar aðstæður til þess að ráðast í íbúða­ kaup og fara þannig tilneyddir á leigumarkaðinn. Á honum gilda eðlilega sömu lögmál og við fast­ eignakaup. Leiguverð hlýtur alltaf að fylgja kostnaði og markaði. Rétt eins og kaupverð íbúða. Þegar grannt er skoðað er annað óhugs­ andi. Og hefur ekkert með græðgi að gera heldur eðlilega framlegð af því fjármagni sem bundið er í rekstr­ inum. Íbúðafélagið Alma rataði í fjöl­ miðla í síðustu viku vegna 30% hækkunar á húsaleigu til eins við­ skiptavinar. Sumir, jafnvel fjöl­ miðlar, hafa talað um þessa hækkun í fleirtölu og gefið þannig í skyn að Alma hafi hækkað húsaleigu til allra viðskiptavina sinna um 30%. Það er alrangt. Þær hækkanir sem hluta af leigjendum okkar var tilkynnt um að kæmu til framkvæmda í upphafi næsta árs voru að meðaltali innan við tíu prósent. Þetta tiltekna tilfelli kom upp vegna þess að verið var að uppreikna og endurnýja samning sem upphaflega var stofnað til þegar leiguverð í miðbænum var lágt í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Sá veruleiki er allt annar í dag. Enda þótt breytingin hafi verið fullkomlega eðlileg aðlögun að gjör­ breyttu markaðsverði í miðborginni skal, eftir nánari skoðun, fúslega viðurkennt að standa hefði mátt með nærgætnari hætti að tilkynn­ ingunni um nýtt leiguverð þegar hækkun var jafn mikil og raun bar vitni. Á því er beðist afsökunar. Um leið vil ég upplýsa að við höfum nú þegar brugðist við vegna þessara mistaka og umræðunnar sem skap­ aðist í kjölfarið. Við höfum endur­ skoðað verkferla okkar þannig að við munum héðan í frá setja hækk­ unum leiguverðs við endurnýjun samninga ákveðin mörk, bæta upp­ lýsingagjöf okkar og samskipti við viðskiptavini og auka sveigjanleika þeirra leigutaka okkar sem vilja leita á önnur mið. Samfélag okkar hefur byggt upp sterkt félagslegt kerfi til þess að tryggja þeim húsaskjól sem ekki ráða við ríkjandi markaðsaðstæður. Um grundvallaratriði og fagmennsku á leigumarkaði Gunnar Þór Gíslason formaður stjórnar Ölmu leigufélags Til staðar eru líka óhagnaðardrifin leigufélög sem njóta stuðnings ríkis og sveitarfélaga og geta því boðið húsnæði á lægra verði en ella. Alma starfar hins vegar á frjálsum mark­ aði og þarf að vera á samkeppnis­ hæfu verði samhliða því að grund­ valla rekstur sinn á eðlilegri afkomu. Það hefur reynst erfiður línudans í því óstöðuga efnahagsumhverfi sem ríkt hefur á Íslandi um langt skeið. Langstærsti hlutinn af leigu­ markaði íbúðarhúsnæðis á Íslandi er í höndum einstaklinga og verð­ lagning þeirra ræðst af hinu einfalda lögmáli um framboð og eftirspurn. Sérstakar skyldur við leigutaka eru oftast litlar sem engar og búsetu­ réttur leigjandans afar takmark­ aður. Leiguumhverfinu fylgir þannig mikil og stöðug óvissa. Alma býður hins vegar upp á leigusamninga til allt að fimm ára á markaðskjörum. Það þýðir að leigutakar geta gengið að því vísu að raunverð leigunnar hækkar ekki á þeim tíma. Hlutverk fasteignafélaga á leigu­ markaði er, og verður, að festa leigu­ úrræðin í sessi sem öruggan valkost þeirra sem af alls kyns ástæðum vilja ekki skuldsetja sig upp í rjáfur til þess að „eignast“ sitt eigið hús­ næði. Það fólk á engu að síður að geta notið skjóls og skilnings, öryggis og áhyggjuleysis hvað heimili sitt varðar. Alma íbúðafélag leggur sitt lóð á þær vogarskálar af miklum metnaði. Enn þá erum við einungis með vel innan við 5% markaðshlut­ deild á leigumarkaðnum en við höfum jafnt og þétt verið að fjölga leiguíbúðum okkar og auka þannig framboð. Það er bjargföst sannfær­ ing mín að vönduð fasteignafélög á leigumarkaði séu með fagmennsku sinni dýrmætur hluti af framtíðar­ lausnum í húsnæðismálum þjóðar­ innar. n Sérstakar skyldur við leigutaka eru oftast litlar sem engar og búseturéttur leigjand- ans afar takmarkaður. Leiguumhverfinu fylgir þannig mikil og stöðug óvissa. Fylgstu með frábærum tilboðum á S22 línunni fyrir jólin. samsungmobile.is Jólagjöfin í ár Á myndinni eru Erling Haaland sem líklega er öflugasti framherji í knattspyrnu karla í dag og Galaxy S22 Ultra sem líklega er öflugasti farsími sem hægt er að fá fyrir jólin 2022. Erling skilur norsku en S22 línan skilur íslensku. MIÐVIKUDAGUR 14. desember 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.