Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 8
Mun meiri framlegð er í hugbúnaðargeir- anum en í tækjasölu- geiranum. Tekjur Origo koma nú í mun meira mæli frá tækjasölu en af þróun og sölu á hugbúnaði og þjónustu í tengslum við hann. olafur@frettabladid.is Greining Rannsóknarseturs versl- unarinnar á innlendri kortaveltu í nóvember leiddi í ljós að Dagur einhleypra er vinsælasti afsláttar- dagur mánaðarins í netverslun en Svartur föstudagur í verslun á staðnum (e. in-store). Sama kemur í ljós þegar dagleg velta nóvember- mánaðar er skoðuð fyrir árin 2021 og 2020. Rúmlega 4,9 prósent af korta- veltu á staðnum í nóvember fóru í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þann 25.11, á Svörtum föstudegi. Hlutfall kortaveltu á staðnum er að jafnaði 3,2 prósent á meðaldegi í nóvember. Rúmlega 12,4 prósent af kortaveltu á staðnum fóru í gegn- um greiðslukerfi fyrirtækja þessa þrjá afsláttardaga. Það jafngildir meðalveltu upp á tæpa 3,2 millj- arða króna hvern afsláttardag á meðan meðalvelta var rúmlega 1,8 milljarðar aðra daga mánaðarins. Af innlendri kortaveltu má greina áhrif afsláttardaganna í nóv- ember en einnig sjást skýr merki um vikudagaáhrif í kortaveltu á staðnum, en sú velta er jafnan mest á föstudögum og minnst á sunnudögum. Hlutfall kortaveltu á staðnum þann 11.11. á Degi ein- hleypra jókst á milli ára en nú lenti sá dagur á föstudegi í ár svo líklega vega vikudagaáhrifin sterkt. Rúmlega 10,4 prósent af korta- veltu á netinu í nóvember urðu þann 11.11. Hlutfall kortaveltu á netinu er að jafnaði 2,8 prósent á meðaldegi í nóvember. 22,1 prósent af kortaveltu á netinu fór í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þessa þrjá afsláttardaga. Jafngildir það meðal- veltu upp á tæpa 1,2 milljarða á meðan meðalvelta var tæplega 330 milljónir aðra daga. Hlutfall kortaveltu á netinu á afsláttardögum hefur dregist saman á milli ára en kortavelta á netinu í nóvember jókst um 13,4 prósent á milli ára. Mikið bar á því nú að afsláttardagar teygðu sig yfir á aðra daga mánaðarins sem gæti haft áhrif á dreifingu afsláttardaga- veltunnar niður á daga en meðal- veltan aðra daga mánaðarins jókst um 16 prósent frá fyrra ári. n Mikil áhrif vegna afsláttardaga Afsláttardagar teygjast nú yfir fleiri daga en fyrr. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Dag einhleypra bar upp á föstudag í ár sem hafði áhrif á verslun. 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is ÓSKASKRÍN GEFUR SVO MARGT Hugsanlegt er að Origo verði afskráð úr íslensku kauphöll- inni og fyrirtækinu skipt upp, hluti þess jafnvel seldur og áhersla nýrra eigenda muni beinast að arðbærari tekju- samsetningu en nú er til staðar í félaginu. olafur@frettabladid.is Alfa Framtak tilkynnti um helgina að sjóður í stýringu þess geri val- frjálst tilboð í allt hlutafé Origo hf., sem er skráð á aðallista Nasdaq Iceland. Boðin er 101 króna fyrir hvern hlut og tilboðið metur því fyrirtækið á um 14 milljarða króna. Á mánudag- inn hækkaði verð hlutabréfa Origo nokkuð í kauphöllinni í viðskiptum innan dags en gengið við lokun markaðar í gær var 99 krónur á hlut. Þetta gefur til kynna að á mánudag hafi einhverjir fjárfestar búist við að Alfa myndi hækka tilboð sitt áður en yfir lyki en svo hafi dregið úr vænt- ingum um slíkt. Valfrjálst tilboð felur í sér að til- boðsgjafi setur ekki skilyrði um að tiltekinn hundraðshluti núverandi hluthafa gangi að tilboðinu eins og oft er gert. Tilboðið er lagt fram í nafni AU22 ehf., sem þegar á 25,8 prósent í félag- inu. Í tilkynningunni, sem send var til kauphallarinnar um helgina, kemur fram að Alfa Framtak hafi fylgst náið með Origo og „aðdáunarverðri vegferð starfsmanna, stjórnenda og eigenda félagsins við uppbyggingu eins öf lugasta upplýsingatækni- félags Íslands“. Ákveðin kaf laskil hafi nú átt sér stað hjá félaginu í kjölfar sölu Tempo til f járfestingasjóðsins Diversis Capital og Alfa Framtak vilji taka þátt í þeim umbreytingum sem séu fylgifiskur slíkra kaflaskila í samvinnu við stjórnendur og aðra hluthafa með því að skerpa enn frekar á þjónustuframboði og skipu- lagi félagsins. Í október seldi Origo 40 prósenta hlut sinn í Tempo fyrir 28 milljarða, sem þá nam því sem næst heildar- virði alls félagsins í kauphöllinni. Hagnaðurinn af sölunni nam 22 milljörðum. Alfa Framtak boðar og að til skoð- unar komi hvort Origo verði afskráð úr kauphöllinni til að „skapa aukinn sveigjanleika fyrir þær breytingar sem ráðast þarf í.“ Eftir söluna á Tempo kemur stærri hluti tekna Origo frá sölu á tölvum og öðrum tækjum en af þróun hugbúnaðar, sölu á honum og þjónustu honum tengdum. Fram- legð af hugbúnaðarstarfsemi er þó mun meiri en framlegð af tækjasölu. Verðmæti Tempo fólst einmitt að mestu í sterkri stöðu þess félags á sviði hugbúnaðar. Aðilar á fjármálamarkaði sem kunnugir eru tæknigeiranum og Markaðurinn ræddi við telja að þeir sem eru á bak við tilboðið hyggist skerpa á hugbúnaðarsviði Origo því að þar felist meiri tæki- færi en í tækjasöluhlutanum. Lykil- stjórnendur Origo búi yfir reynslu og þekkingu sem sé dýrmæt í slíku verkefni. Sumir spá því að Origo verið afskráð úr kauphöllinni og tækjasöluhlutinn seldur frá félag- inu til að það geti einbeitt sér á arð- bærari markaði. Ljóst er að Alfa Framtak stendur ekki eitt að baki tilboðinu. Félagið er með 22 milljarða í stýringu sem gefur því svigrúm til að leggja um það bil þrjá milljarða í kaupin. Við- mælendur Markaðarins telja líklegt að einhverjir lífeyrissjóðir komi að borðinu, auk þess sem byggt verði að hluta á lántöku. Allt er þetta þó háð því að kaupin gangi eftir. n Origo mögulega afskráð og skipt upp Gunnar Páll Tryggvason er fram- kvæmdastjóri Alfa Framtaks sem gert hefur tilboð í öll hlutabréf í Origo. Origo (áður Ný- herji) seldi hlut sinn í Tempo fyrir 28 milljarða í október. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 8 Fréttir 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.