Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 14. desember 2022 Úlfar Konráð Svansson (t.v.), höfundur Landvarðanna, og Ólíver Þorsteinsson, höfundur Kafteins Íslands og bókaútgefandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Standa saman til betri árangurs Íslensku ofurhetjurnar Atlas, Íra og Avion kynnast Kafteini Íslandi í nýjustu bókinni um Land- verðina sem kom út nýlega. Allur hagnaður af bókinni rennur til Barnaspítala Hringsins. 2 thordisg@frettabladid.is Fjórðungur breskra barna hyggst gefa útivinnandi foreldrum sínum afmælis- eða vasapeningana sína til að hjálpa þeim að dekka jóla- útgjöldin í ár. Þetta kemur fram í skoðana- könnun bresku hjálparsam- takanna Action for Children. Könnunin fór fram í nóvember um gjörvallt Bretland og var úrtakið 2.732 foreldrar á vinnumarkaði og börn þeirra á aldrinum 8 til 17 ára. Í könnuninni kom fram að meira en helmingur foreldranna, eða 53 prósent, sagðist hafa haft fjárhags- áhyggjur síðasta hálfa árið, með tilheyrandi svefnleysi, versnandi andlegri heilsu og reiðiköstum fyrir framan börnin. Þá sagðist eitt af hverjum fimm foreldrum óttast að eiga ekki fyrir jólagjöfum þessi jól. Engin ósk til jólasveinsins Í könnuninni kom einnig fram að sumar fjölskyldur væru tilneyddar til að veðsetja raftæki sín til að eiga fyrir mat handa börnunum og að eitt barn ætti ekki rúm og svæfi á teppi í staðinn. Þá sagðist lítil stúlka ekki ætla að biðja jólasvein- inn um neitt í ár því það myndi gera móður hennar of dapra. Hjálparsamtökin veita nú æ oftar neyðaraðstoð til fjölskyldna í fjárhagsvandræðum. Það hefur hrundið af stað sinni árvissu herferð „Secret Santa“ þar sem almenningi gefst kostur á að láta fé af hendi rakna til berskjaldaðra barna, svo sem jólagjafir, hlý vetrarföt og mat. n Bresk börn gefa afmælispeninga Bresk börn deila fjárhagsáhyggjum foreldra sinna fyrir komandi jólatíð. HEILAÞOKA? Fæst í helstu apótekum - www.celsus.is AUKIN ORKA OG FÓKUS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.