Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 27
Tættir þættir inniheldur þrjá- tíu og sjö áður óbirta þætti eftir Þórarin Eldjárn. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI BÆKUR Tættir þættir Þórarinn Eldjárn Fjöldi síðna: 180 Útgefandi: Gullbringa Björn Þorláksson Ég náði ekki að lesa lengra en að blaðsíðu 12 áður er brast á með fyrsta hláturskastinu við lestur á Tættum þáttum. Reyndar hló ég svo hátt – og það að orðalagi einu saman – að tvö yngstu börnin mín vöknuðu við lesturinn á sunnudagsmorgni á aðventu og hugsuðu mér þegjandi þörfina. Enginn hugsar þó Þórarni þegjandi þörfina. Nokkrum dögum fyrir lesturinn hafði ég tekið þátt í athöfn í Hörpu, dagskrá á degi íslenskrar tungu. Þar var eitt kvæða Þórarins í forgrunni og mér varð hugsað til gleðinnar, hugmyndanna, leikjanna við tungu- málið sem runnir eru úr smiðju Þórarins í sögunnar rás. Hjá mér urðu fyrstu kynni við skáldið árið 1984 þegar mamma gaf mér ljóðakver eftir ÞE í jólagjöf. Ég lærði sum ljóðanna utan að og gaukaði þeim upphátt að félögunum mínum að loknu jólaleyfi. Enn heyr- ist stundum í vinahópnum: „Strákar, það er ekki lengur frumlegt að vera frumlegur“ – tilvitnun í eitt ljóðanna í bókinni Ydd sem hefst þannig: „Trén fella laufin á haustin/dettur þeim aldrei neitt skárra í hug?“ Vanhæfur gagnrýnandi Það er því svolítið erfitt fyrir mann sem er yfirlýstur aðdáandi Þórarins Eldjárns að standa undir því hlut- skipti að skrifa gagnrýninn dóm um nýja bók. En eins og fyrrum náði höf- undurinn strax í fyrstu sögu Tættra þátta, Nytjadraumum, tengingu við mitt innra sjálf. Til að ná slíkri tengingu þarf höfundur að búa yfir kímnigáfu. Hárfín kímni liggur að baki f lestu sem Þórarinn kemur nálægt. Henni er þó ekki smurt fram- an í lesandann með látum heldur fer lítið fyrir henni, stundum liggur hún í leynum. Lesanda er í Tættum þáttum boðið að rata í alls konar ævintýr með skáldinu. Yrkisefnið er gjarnan hið ankringislega og óvænta. Úrdráttur er stílbragð sem Þórarinn kann utan að og textinn er oftast „kaldur“ í þeim skilningi að ekkert er ofsagt. Engum óþarfa lýsingarorðum fyrir að fara. Ekki allt sem sýnist Það sem mallar undir köldu yfir- borði textans er aftur á móti æsi- spennandi. Háð hefur löngum verið í vopnabúri höfundar og ekki bregst hann lesendum í þeim galdri þennan daginn. Stundum kveikja þættir bókarinnar frumlegt sjónarhorn á veruleika sem maður hélt að væri meitlaður í berg. Það gerist þótt ÞE hafi sagt að það sé ekki lengur frum- legt að vera frumlegur. Það myndi skemma fyrir upplifun lesenda að fara mörgum orðum um innihald þáttanna, en allir eru þeir Kímnin sem mallar undir köldu yfirborði þess virði að lesa þótt misgóðir séu. Eitt dæmi um snúning orða, þar sem þversögn er beitt til að skapa nýtt sjónarhorn er á blaðsíðu 72 þegar manneskju sem nálgast aðra mann- eskju og þeirri sem vill ná sambandi er lýst sem „vinarhótandi“. Stundum er ekkert skelfilegra en nálægð við ókunnugt fólk. Skáldið hefur enda að mestu kosið að fá að vera í friði. Þórarinn lætur ekki bera meira á sér en þörf er á. Það læðist að manni sá grunur að honum sé jafnvel meinilla við að skrifað sé í blöð um bækurnar hans. Því bækurnar eru til marks um það sem liggur undir. Og að afhjúpa það sem kraumar undir yfirborðinu gæti eyðilagt töfrana. n NIÐURSTAÐA: Enn og aftur standa lesendur í þakkarskuld við Þórarin Eldjárn. Tættir þættir eru lúmsk gleðistund, þar sem ekki er allt sem sýnist. Innbundin Rafbók Hljóðbók Áhrifarík saga um unga listakonu í París árið 1950 – ekkert skiptir máli nema listin, en hún krefst fórna. R A G N H E I Ð U R B I R G I S D Ó T T I R / M B L „Fal leg og vel hugsuð skáld saga sem er lík leg til þess að gleðja marga les endur.“ K R I S T J Á N J Ó H A N N J Ó N S S O N / F R É T T A B L A Ð I Ð „Ég var mjög hrifinn af þessari bók.“ E G I L L H E L G A S O N / K I L J A N „... grípandi og minnisstæð.“ S Ö L V I H A L L D Ó R S S O N / V Í Ð S J Á , Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA MIÐVIKUDAGUR 14. desember 2022 Menning 23FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.