Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hvernig má það vera að öllu því einvala- liði sem telur sig eiga erindi á Alþingi og situr þar nú takist ekki betur upp en þetta fyrir okkar hönd? Á næsta ári munum við byggja á þeim góða árangri sem náðist á þessu ári. Ferðalag íraskrar fjölskyldu og f leiri fram og aftur blindgötuna í íslensku réttarkerfi og stjórnsýslu og út í heim og til baka hefur vakið mikla og verð- skuldaða athygli. Raunir þessa fólks eru átakanlegar og erfitt fyrir okkur sem hér erum á f leti fyrir að setja okkur í hin þungu spor sem það hefur þurft að stíga. En þetta skrítna sjónarspil afhjúpar auð- vitað einnig ónýtt kerfi sem býður reglulega upp á slíkar harðneskjulegar uppákomur með ómældum þjáningum fyrir alla sem að koma ásamt því að fjármunum er kastað í tóma vit- leysu með því að senda fólk úr landi í fjölfaldri lögreglufylgd. Nú hefur sama ríkisstjórnin setið hér við völd í heil fimm ár en samt virðist f lokkunum sem að baki henni standa vera fyrirmunað að koma hér upp stefnu og regluverki sem kemur í veg fyrir langdregna harmleiki eins og þá sem útspila sig æ ofan í æ á kostnað landflótta fólks og þeirra sem hér búa. Viðfangsefnið er að sönnu ekki einfalt en hvernig má það vera að öllu því einvalaliði sem telur sig eiga erindi á Alþingi og situr þar nú takist ekki betur upp en þetta fyrir okkar hönd? Réttar forsendur Heimsmeistaramótið í fótbolta er öldungis frábær viðburður fyrir unnendur þessarar æðstu íþróttar allra íþrótta í hvert sinn sem það fer fram. Úti um alla jarðarkringluna er fólk sem ann þessu stórmerka fyrirbrigði. Áhuginn virðist þó beinast að mismunandi hliðum fótboltans. Á meðan flestir eru eðli- lega uppteknir af listinni sjálfri og kapp- leiknum í mótlæti jafnt sem meðbyr þá eru aðrir sem sjá þar fyrst og fremst fjárhagslegan ávinning. Kannski er það ágæt blanda. Verra er hins vegar ósvífna leiðindapakkið sem sér heimsviðburði á íþróttasviðinu sem tækifæri til að fegra sína eigin ímynd og ná pólitískum markmiðum. Íslendingar ættu kannski að íhuga að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að leikmennirnir og áhugafólk um íþróttina sjálfa geti endur- heimt fótboltann og fengið að fylgjast með HM án þess að vera með óbragð í munninum. Það hlýtur bara að vera mögulegt. n Hringl með fólk og fjármuni Garðar Örn Úlfarsson gar @frettabladid.is N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið ser@frettabladid.is Óvænt veikindi Hætt er við að áköfustu knatt- spyrnuáhugamenn þessa Ísa- lands óttist bara eitt um þessar mundir, en það er að þeim verði boðið í eitthvert fjölskylduteiti á næstkomandi sunnudag – og það jafnvel um og upp úr miðjum degi. Altso, á nákvæmlega sama tíma og úrslitaleikurinn á Heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu fer fram í Katar. Það eru einmitt aldrei meiri líkur á einhverju svona jólaboði en einmitt á aðventunni – og fari svo að það bresti á með boði í nánustu fjölskyldunni, er hætt við að ofangreindir boltabósar leggist í einhver óvænt veikindi og komist hreint ekki að heiman. Við sjáum hvað setur. Upplífgun Það þarf annars ekki að kvarta undan boltaveislunni sem glatt hefur mann og annan síðustu vikur. Og það verður að segjast alveg eins og er að fleiri leikir en færri hafa verið alveg einstaklega skemmtilegir og lipurlega leiknir. Þar fyrir utan hefur fyrirsjáan- leikanum ekki verið fyrir að fara, bæði fyrir mót og á því miðju. Ítalir komust ekki einu sinni á það, Þjóð- verjar og Belgar sendir heim í riðla- keppninni, Brasilíumenn í fyrsta útslætti og Marokkó er spútnikk- liðið. En það besta við mótið er auðvitað tímasetningin. HM hefur heldur betur lífgað upp á kolsvart skammdegið. n Við tókum mörg stór skref í loftslagsmálum á árinu sem er að líða og fleiri verða stigin á næsta ári. 1. Við rufum níu ára kyrrstöðu í orkumálum með afgreiðslu þingsins á þriðja áfanga rammaáætlunar. 2. Við kláruðum aflaukningarfrumvarpið sem heimilar stækkun virkjana í rekstri án þess að fara í gegnum rammaáætlun. 3. Við einfölduðum styrkjaumhverfi umhverfis- vænnar húshitunar. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir stórum skrefum í loftslagsmálum. Stór verkefni tengd orkuskiptum í samgöngum, jarðhitaleit og ný hringrásarlög eru á döfinni. Næstu skref verða stigin á komandi ári. 4. Einum milljarði verður veitt í styrki til kaupa bíla- leiga á bílum sem ganga fyrir hreinni orku. Markmiðið er að auka akstur ferðamanna á hreinorkubílum og auka um leið hlutfall grænna bifreiða á eftirmarkaði þegar bílaleigur fara í endurnýjun á bílaflotanum sínum. Undanfarin ár hafa bílaleigur fengið ívilnanir í formi afsláttar á vörugjöldum vegna innkaupa á bílum. Nú munu fjármunirnir einungis fara í græna bíla. 5. 400 milljónir fara í orkuskiptaverkefni á þunga- flutningabifreiðum á næsta ári. Í heildina er því tæpur einn og hálfur milljarður að fara beint í orkuskiptaverkefni í vegasamgöngum til viðbótar við VSK-afslátt sem nemur 1.320 þúsund krónum við kaup á rafbílum. 6. 150 milljónum króna verður veitt í jarðhita- leitarátak en aukin jarðhitaleit og nýting jarðhita á svæðum þar sem nú er notast við raforku og olíu til húshitunar er mikilvægt skref í átt að orkuskiptum og jákvætt skref í loftslagsmálum. 7. Um áramótin taka hringrásarlögin svokölluðu gildi. Með þeim munum við með skilvirkari hætti nýta verðmætin í sorpinu og minnka magnið sem er fargað. Á næsta ári munum við byggja á þeim góða árangri sem náðist á þessu ári. Við munum halda áfram að taka stór og mikilvæg skref í loftslagsmálum. Við vitum að verkefnið er ærið en við erum á réttri leið. n Sjö stór skref Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráð- herra SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.