Fréttablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 4
Flóttinn frá krónunni er almennur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdótt- ir, þingmaður Viðreisnar ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 R A M BÍLL Á MYND: RAM 3500 LARAMIE CREW CAB MEÐ 37” BREYTINGU, KASTARAGRIND OG LJÓSKÖSTURUM EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! VERÐ FRÁ 10.371.732 KR. ÁN VSK. 12.860.948 KR. M/VSK. ÖFLUG 6,7 LÍTRA CUMMINS DÍSELVÉL, 370/420* HESTÖFL OG *AISIN SJÁLFSKIPTING. RAM 3500 ER MEÐ MESTA INNRARÝMIÐ (MEGA CAB) Í SÍNUM FLOKKI. BJÓÐUM UPP Á 35”, 37” OG 40” BREYTINGAPAKKA. Mikil fjölgun er í hópi þeirra fyrirtækja hér á landi sem gera upp í erlendri mynt, þrátt fyrir að ákvæði laga um það efni hafi verið þrengd til muna. ser@frettabladid.is VIÐSKIPTI Hátt í 250 íslensk fyrir- tæki, jafnt opinber og í einkageira, höfðu árið 2022 heimild hjá árs- reikningaskrá til að færa bókhald sitt í erlendum gjaldmiðli í stað íslenskrar krónu. Flest þeirra gera upp í evrum, 129 að tölu, en næst- flest í Bandaríkjadal, 101 félag. Þetta kemur fram í nýju svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugs- dóttur, þingmanni Viðreisnar. Samkvæmt því hefur ársreikninga- skrá ríkisskattstjóra veitt alls 248 félögum heimild til að færa bók- hald og semja ársreikning í erlendri mynt. Meðal þessara fyrirtækja eru 27 útgerðar-, fiskvinnslu- og eldisfyrir- tæki, auk tólf fyrirtækja sem starf- rækja umboðsverslun eða heild- verslun með fisk og fiskafurðir. Flest fyrirtækjanna á listanum tengjast eignarhaldsfélögum, alls 68 að tölu. Þá eru þrettán fyrir- tæki í hugbúnaðargerð á listanum, fjórir lyfjaframleiðendur og fjögur álfyrirtæki. „Það vekur athygli hvað stór- útgerðin og stóriðjan eru þarna áberandi,“ segir Þorbjörg Sigríður, „og einnig hitt hvað f lóttinn frá krónunni er almennur í öllum atvinnugreinum,“ bætir hún við. Íslenskum fyrirtækjum sem fengið hafa þessa heimild til að gera upp í öðrum gjaldmiðli en íslenskri krónu hefur fjölgað að mun á síð- ustu árum, þrátt fyrir að ákvæði Vel á þriðja hundrað fyrirtæki hér gera nú upp í erlendum gjaldmiðli Samtals hefur á sjöunda tug nýrra félaga fengið heimild til að gera upp í erlendri mynt á síðustu fimm árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs laga um þetta efni hafi verið þrengt til muna fyrir tæpum áratug. Mesta fjölgunin var á síðasta ári, þegar 23 fyrirtæki bættust við listann, en samtals hefur á sjöundi tugur nýrra félaga fengið heimildina á síðustu fimm árum. „Það stendur auðvitað upp á stjórnvöld að útskýra af hverju almenningur einn þarf að glíma við krónuhagkerfið og taka á sig kostnaðinn af því,“ segir Þorbjörg Sigríður. Fram kemur í svari ráðherra til þingmannsins að félögin, sem hafa óskað eftir því að færa bókhalds- bækur sínar í erlendum gjaldmiðli, fá heimildina á þeim grundvelli að viðkomandi mynt sé starfrækslu- gjaldmiðill viðkomandi félags og vegi hlutfallslega mest í aðalefna- hagsumhverfi þess. „Ástæða þess að fyrirtæki sem starfa í alþjóðlegu umhverfi sækja í þessa heimild er að þetta auð- veldar samanburð á uppgjöri við samkeppnisaðila og eykur á allt gagnsæi,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Við- skiptaráðs. n kristinnpall@frettabladid.is GARÐABÆR Rekstur nýs knatt- spyrnuhúss í Garðabæ hefur reynst sveitarfélaginu þungur en bæjar- ráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni að bæta þrjátíu milljónum í rekstur knatthússins á fjárhagsáætlun ársins í Garðabæ. Það var hluti af kostnaðaraukningu upp á 145 milljónir frá fyrri áætl- unum sveitarfélagsins. Knatthúsið var tekið í notkun fyrr á þessu ári og kostaði um fjóra milljarða króna en fyrsta árið hefur ekki reynst áfallalaust. Í vor varð vatnstjón fyrir utan höllina sem barst að hluta til inn í hana. Í haust fannst svo jarðvegssveppur undir gervigrasinu en talið er að hann hafi borist með flóðinu fyrr um árið. Fyrir vikið hefur rekstrarkostnað- ur knatthússins farið fram úr fyrri áætlunum og hluta þess má rekja til beiðni forstöðumanns um að bæta einu stöðugildi við. n Rekstur Miðgarðs fram úr áætlunum bth@frettabladid.is VERSLUN „Krónan hefur ekki farið varhluta af þessari umræðu,“ segir Bjarni Friðrik Jóhannesson, for- stöðumaður innkaupa og birgða- st ý r ingar hjá K rónunni, um hvatningu á samfélagsmiðlum til að almenningur sniðgangi vissar vörur í mótmælaskyni við 30 pró- senta hækkun hjá Ölmu leigufélagi. Alma er í eigu Langasjós sem og ýmis matvörufyrirtæki sem fram- leiða þekkt vörumerki. „Við höfum ekki fundið fyrir minni sölu á umræddum vöru- merkjum frá því að umræðan hófst og hyggjumst ekki hætta sölu á vörum frá umræddum fyrirtækjum á þessari stundu,“ segir Bjarni. „En við fylgjumst áfram grannt með stöðu mála.“ Í Fréttablaðinu í gær sagði fram- kvæmdastjóri Bónuss mikil brögð að því að neytendur hringdu eða sendi póst til að fá upplýsingar um sniðgöngu á vörumerkjum. Sama á við um Hagkaup. Talsmenn stærstu verslanakeðja eru sammála um að of snemmt sé að spá fyrir um hvort brýning um snið- göngu hafi áhrif. Meðal vörumerkja eru Freyja, Ali og Matfugl. n Krónan fylgist með sniðgönguumræðunni Ekki ber mikið á sniðgöngu í versl- unum Krónunnar. gar@frettabladid.is UMFERÐ Hámarkshraði verður lækk- aður í Reykjavík á næsta ári. „Markmið hámarkshraðaáætl- unarinnar er að stuðla að bættu umferðaröryggi í Reykjavík til að koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki í umferðinni,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Lækka á hraðann um alla borg i í annað hvort 30 eða 40 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var áður 50 kílómetrar. Breytingar á á Suðurlandsbraut, Höfðabakka/ Gullinbrú og víðar muni bíða. Þá segir að áætlunin nái ekki til hámarkshraða á vegum Faxaflóa- hafna og Vegagerðarinnar. Dæmi um það séu Sæbraut, Kringlumýrar- braut, Miklabraut, Hringbraut, Vest- urlandsvegur og Reykjanesbraut. n Borgaryfirvöld draga úr hraða bíla í Reykjavík Ætlunin er að bæta umferðaröryggi. 4 Fréttir 15. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.