Fréttablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 12
Að segja „áfengi og
eiturlyf“ er eins og að
segja „epli og ávextir“.
Johann Hari,
rithöfundur og
blaðamaður
Heimsþekktur
rithöfundur
segir það sorg-
legt að þjóð
eins og Ísland
sé á svo miklum
villigötum þegar
kemur að eitur-
lyfjalöggjöf.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Helgi Steinar
Gunnlaugsson
helgisteinar
@frettabladid.is
Umræðan um afnám refsingar
fyrir notkun vímuefna hefur
verið áberandi í íslensku sam
félagi undanfarin misseri.
Heilbrigðisráðherra sló frum
varp um afglæpavæðingu af
borðinu og skipaði þess í stað
starfshóp. Breskur rithöf
undur segir Íslendinga hafa
tvo valkosti þegar kemur að
stríðinu gegn vímuefnum.
Fimm frumvörp um afnám refsingar
fyrir neysluskammta hafa hingað
til verið lögð fram á þingi. Nýr heil
brigðisráðherra hætti við áform sín
um að leggja fram frumvarp og setti
þess í stað á fót starfshóp í mars sem
átti að hafa það hlutverk að skil
greina magn neysluskammta.
Refsing yrði þá afnumin fyrir
veikasta hóp samfélagsins en ein
ungis í ákveðnum tilvikum og þegar
um tiltekið magn fíkniefna væri að
ræða. Ráðherra hefur ekki enn skil
greint hverjir tilheyra þessum við
kvæma hópi eða hvaða magn fíkni
efna verði leyfilegt.
Halldóra Mogensen, formaður
þingflokks Pírata, sagði í þingræðu
í lok september að áframhaldandi
refsistefna stjórnvalda yki áföll,
jaðarsetningu og dauðsföll og að
stríðið gegn vímuefnum væri stríð
gegn fólki.
„Það er skylda yfirvalda að verja
fólkið í landinu en ekki að fara í stríð
gegn þeim. Afleiðing stríðsins er sú
harða refsistefna sem verið hefur við
lýði á Íslandi í áratugi. Hún byggir á
þeirri hugmynd að besta leiðin til
að draga úr neyslu sé að banna alla
vörslu og meðferð vímuefna og refsa
öllum þeim sem gerast sekir um
slíkt,“ segir Halldóra.
Sjónarmið hefur komið fram
í umræðunni um að skipta sam
félaginu í tvennt, það er að segja,
að halda áfram að refsa fólki sem á
ekki við vanda að stríða en hætta að
refsa þeim sem eiga við vandamál að
stríða. Halldóra segir þennan hugs
unarhátt f letta ofan af gríðarlegri
vanþekkingu og skorti á skilningi
á málaflokknum. Helsta hindrunin
sé vanþekking á því hvað fíkn í raun
og veru er.
Árangurslaust stríð
Rithöfundurinn og blaðamaðurinn
Johann Hari hefur verið áberandi í
umræðunni um afnám refsinga
fyrir notkun vímuefna á heims
vísu og gaf meðal annars út bókina
Chasing the Scream árið 2015 sem
fer ítarlega í málefnið. Hann flutti
tvo fyrirlestra á Íslandi árið 2019
og segir í samtali við Fréttablaðið
að Íslendingar eigi enn langt í land
hvað varðar viðhorf til fíkniefna.
„Mér finnst Ísland vera ótrú
lega aðdáunarvert land og það er
mjög sorglegt að land sem hugsar
svo vel um íbúa sína og sýnir svo
mikla samstöðu sé á svona miklum
villigötum hvað fíkniefnalöggjöf
varðar,“ segir Johann.
Hann segir Íslendinga í raun hafa
tvo valkosti. Þjóðin getur annað
hvort haldið áfram að fylgja þeim
löndum sem viðhalda árangurs
lausu stríði sínu gegn vímuefnum
eða hún geti skoðað þau lönd sem
hafa raunverulega náð að draga úr
vímuefnatengdum vandamálum.
„Bandaríkin eru dæmi um land
sem hefur virkilega reynt þetta.
Þau studdu fíkniefnastríð í hundrað
ár, eyddu að minnsta kosti trilljón
Bandaríkjadölum, hafa fangelsað
milljónir manna, rústað nágranna
löndum sínum, eins og Mexíkó, El
Salvador og Kólumbíu, en þegar upp
er staðið þá ná þeir ekki einu sinni
að stöðva eiturlyfjasölu í eigin fang
elsum. Það er ekki til land í heimin
um þar sem stríðið gegn eiturlyfjum
hefur borið árangur,“ segir Johann.
Hann segist skilja það vel að
margir Íslendingar séu efins um
afnám fíkniefnastríðsins, enda sé
Svarið við fíkn er aukin samfélagsleg tengsl
það eina stefnan sem flestir heims
búar hafi þekkt í nær hundrað ár.
„Ég fór til landa eins og Portúgal,
Úrúgvæ og Kanada og það var alltaf
sama sagan. Fyrir afglæpavæðingu
halda allir að þú sért geðveikur
og þetta málefni er mjög umdeilt.
En þegar fólk sér árangurinn þá
umturnast almenningsálit og sam
félagið byrjar að styðja við stefn
una.“
Epli og ávextir
Svala Jóhannesardóttir, sérfræð
ingur í skaðaminnkun, segir það
áhugavert hvernig hugmyndafræði
innan stjórnmálaf lokka virðist
skapa ákveðna goggunarröð hvað
málefnið varðar. Hún nefnir til að
mynda Sjálfstæðisf lokkinn sem
hefur ekki sýnt neinn stuðning við
afglæpavæðingu vörslu vímuefna
en hefur aftur á móti unnið hörðum
höndum að því að auka aðgengi
almennings að áfengi.
Johann Hari segir þetta algengan
hugsunarhátt og tengir hann við
misskilninginn um fíkniefni. „Hver
einasti fullorðni einstaklingur
á Íslandi getur farið og keypt sér
vodkaflösku og farið á fyllerí hvern
einasta dag. Langflestir eru ekki að
fara gera það og það hefur ekkert
með löggjöfina að gera. Fólk gerir
það ekki vegna þess að það hefur
ástæðu til að vera með fulla með
vitund í sínu daglega lífi.“
Hann spyr hversu margir Íslend
ingar myndu nota heróín ef þeir
kæmust að því að varsla á efninu
yrði afglæpavædd á morgun. Hann
bætir við að það að segja „áfengi og
eiturlyf“ sé eins og að segja „epli og
ávextir“.
Innviðir fyrir meðferð
Algeng afstaða innan íslensks
samfélags er sú að ekki sé hægt að
afglæpavæða vörslu vímuefna fyrr
en það sé búið að byggja upp með
ferðarinnviði til að mæta þeirri
aukningu á vímuefnavanda sem
gæti orðið í kjölfarið.
Svala Jóhannesardóttir segir að
rannsóknir sýni að afglæpavæðing
neysluskammta auki ekki hlutfalls
lega almenna vímuefnanotkun.
„Með afglæpavæðingu er fólk
mun líklegra til að leita sér aðstoðar
vegna þess að þá er fólk ekki hrætt
við neikvæðar lagalegar afleiðingar
sem geta fylgt því að nota ólögleg
vímuefni. Við viljum að fólk leiti
fyrr eftir aðstoð, svo hægt sé að
grípa mun fyrr inn í vanda fólks og
veita því aðstoð. Við erum einmitt
að byrja á rétta endanum með því
að afglæpavæða neysluskammta.“
Johann Hari vitnar í fyrrverandi
íhaldssaman borgarstjóra Vancou
ver, Philip Walter Owen. Árið
2001, eftir fjögurra ára rannsókn
á fíkniefnum, leiddi borgarstjór
inn póli tíska herferð þar sem lögð
var áhersla á forvarnir, meðferð
og skaðaminnkun. Nýja stefnan
hans naut 80 prósent stuðn
ings frá íbúum borgarinnar og
árið 2003 opnaði Vancou
ver fyrstu heilbrigðisstöð í
NorðurAmeríku þar sem
fíklar gátu neytt eiturlyfja
undir eftirliti heilbrigðis
starfsfólks.
„Það sem hann sagði við mig
og það sem hann segir við aðra
íhaldssama stjórnmálamenn
í svipaðri stöðu er: Hversu oft
á ævi þinni færð þú tækifæri til
að bjarga viðkvæmasta fólkinu í
samfélagi þínu? Ekki mjög oft.
Þetta er eitt af þeim tæki
færum,“ segir Johann. n
Það er skylda yfirvalda
að verja fólkið í land-
inu en ekki að fara í
stríð gegn þeim.
Halldóra
Mogensen,
formaður þing-
flokks Pírata
Við viljum að fólk leiti
fyrr eftir aðstoð.
Svala Jóhann-
esardóttir,
sérfræðingur í
skaðaminnkun
12 Fréttir 15. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 15. desember 2022 FIMMTUDAGUR