Fréttablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 16
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is En vinstri- menn, sem farið hafa fyrir stjórn borgar- innar um árabil, verða líka að horfa í eigin barm. Samfélag þar sem öll hafa tækifæri til að njóta þeirra gæða óháð efnahag eða félags- legum aðstæðum. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Vandi æðstu stjórnenda Reykjavíkur- borgar við að hlífa viðkvæmustu þjónustunni við borgarbúa á kostnað meintra gæluverkefna og óþarfa í rekstri hennar er pólitískt stórverkefni. Að hluta til er þessi vandi aðfluttur, en að ríkari hluta heimagerður. Hvað fyrrnefnda atriðið varðar má heita aug- ljóst að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, sem flest hver eru undir stjórn hægrimanna, reiða sig á þjónustu höfuðborgarinnar, einkum hvað félags- og velferðarmál varðar. Í því efni má benda á að þriðjungur þeirra sem nýta sér þjónustu gistiskýlanna í Reykjavík kemur frá öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Og eins er athyglisvert að einungis Reykjavík og Hafnarfjörður, af öllum kaupstöðunum á höfuð- borgarsvæðinu, sjá sér fært að taka á móti flótta- mönnum frá stríðshrjáðum svæðum á borð við Úkraínu. Aðrir bæir telja sig vera stikkfrí. Þetta er auðvitað ekkert annað en pilsfalda- kapítalismi af aumustu sort, en svona á pólitíkin það til að haga sér á kaldari kantinum. En vinstrimenn, sem farið hafa fyrir stjórn borgarinnar um árabil, verða líka að horfa í eigin barm. Og þeir geta síst af öllu velt ábyrgðinni af fjárhagsvanda borgarinnar yfir á aðra, þótt þeir teiki hana í ofantéðum málaflokkum. Tvennt er augljósast. Mannaráðningar hafa farið úr böndunum á undanförnum árum. Borgin hefur verið engu skárri en ríkisvaldið við að soga til sín mannskap úr einkageiranum – og fyrir vikið hefur borgarstarfsmönnum fjölgað um tuttugu og fimm af hundraði á sama tíma og borgarbúum hefur fjölgað um tíu prósent. Af sjálfu leiðir að einhvers staðar hanga jakkarnir á auðum stólum skriffinnskunnar. Þetta leiðir auðvitað hugann að því að Reykja- víkurborg hefur á síðustu árum verið að færa út kvíarnar hvað margvíslega starfsemi varðar, sem nær langt út fyrir lögbundið kjarnahlutverk hennar. Hún er farin að sinna málaflokkum sem eiga ekkert að vera á hennar forræði. Það er hvergi að finna heimild í sveitar- stjórnarlögum um að Reykjavíkurborg skuli eiga og reka upplýsingadreifingarfyrirtæki á borð við Ljósleiðarann ehf., malbikunarfyrirtækið Höfða ehf., eða koltvísýringssöfnunar- og jörðunar- fyrirtækið Carbfix. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum fer líklega nærri að borginni sé óheimilt að stunda starf- semi af þessu tagi sem er að miklu leyti í sam- keppni við einkarekin fyrirtæki. Fyrirtækin þrjú, sem hér eru nefnd, eru líklega um 100 milljarða króna virði. n Borgarvandinn Gott nærsamfélag skiptir miklu máli fyrir okkur öll. Vel sé séð fyrir mismunandi þörfum fólks. Tekið sé vel utan um þau sem á aðstoð þurfa að halda, börnin njóti þroskandi uppeldis og góðrar fjölbreyttrar menntunar í heildstæðu skólastarfi, hollra skólamáltíða og heil- næms umhverfis. Stutt sé við æskulýðs- og félagsstarf við allra hæfi. Samfélag þar sem öll hafa tækifæri til að njóta þeirra gæða óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Það er verkefni sveitarfélaganna að tryggja þessa innviði, byggja upp og næra. Sveitarfélögin eru misjafnlega stödd fjárhagslega, aðstæður ójafnar, bæði hvað varðar tekjustofna, samsetningu og landfræðilega legu og ljóst að þau þurfa í heild sinni styrkari tekju- stofna. Hér skiptir hins vegar forgangsröðun grund- vallarmáli og í þágu hverra. Fjöldi sveitarfélaga hefur sýnt áræðni og seiglu við uppbyggingu félagslegra innviða, skólastarfs og ekki síður leikskólastarfs. Bjóða upp á ókeypis eða ódýr leik- skólapláss og skólamáltíðir, styðja við tómstunda- og félagsstarf sem hæfir öllum, þar sem enginn er skilinn eftir. Það eru sveitarfélög sem setja velferð og hag barnafjölskyldna í forgang og hlífa þeim sérstaklega þegar herða þarf ólina. Hér skiptir öllu pólitískur vilji og sýn kjörinna fulltrúa. Í aðhaldi reynir á pólitíska forgangsröðun, líkt og í höfuðborginni, sem stýrt er af Samfylkingu og Fram- sókn. Það er pólitísk ákvörðun að taka mikilvæg úrræði af ungmennum sem þurfa mest á að halda. Þar skortir heildarsýn í málefnum barna og ungmenna, það er engin heildræn stefna í aðhaldi, nú eða uppbyggingu. Aðgerðir sem skila sér í skammtímalausnum og meiri- háttar skerðingu á lífsgæðum ungmenna, áhrif sem vara alla ævi. Þessar pólitísku ákvarðanir Samfylkingar og fylgifiska ógna nú andlegri heilsu og félagsfærni ung- menna sem hafa ekki í mörg hús að venda. Hóp ung- menna sem eru í viðkvæmastri stöðu. Þegar á reynir kemur í ljós hvar áherslurnar hjá Samfylkingunni liggja í raun og þær eru ekki í átt að jöfnuði. Það skiptir máli hver stjórna. n Forgangsröðun í þágu barna og viðkvæmra hópa Bjarni Jónsson þingmaður Vinstri grænna ser@frettabladid.is Litlu jólin Fram undan eru stystu mögu- legu hátíðarnar um margra, margra ára bil – og það verður bara að segjast alveg eins og er að það er varla að það taki því að halda jólin að þessu sinni – og jafnvel enn síður að kveðja árið og heilsa því nýja. Altso, eftirtekjan af þessu öllu saman er einn og stakur aukafrídagur. Einn. Og það er annar í jólum. Einn ræfilslegur mánudagur á eftir aðfangadegi og jóladegi sem lenda að þessu sinni á laugar- degi og sunnudegi. Minni geta ekki litlu jólin orðið, að minnsta kosti fyrir launafólk þessa lands sem er þessa dagana á fullu að undirbúa það sem er og verður eiginlega ekki neitt, neitt … Lagabreytingar Þetta kallar auðvitað á laga- breytingar. Annað eins hefur verið gert. Enda má hneisa af þessu tagi ekki endurtaka sig. Þess vegna þarf að lögfesta þriðja og fjórða í jólum – og sömuleiðis annan og þriðja í nýári. Minna má það ekki vera. Til vara er hægt að hugleiða hvort ekki megi festa þessa hefð- bundnu hátíðisdaga við sömu virku daga vikunnar. Til dæmis beri aðfangadag ávallt upp á miðvikudag. Annað eins er gert. Sumardagurinn fyrsti er til dæmis alltaf á fimmtudegi. For- dæmið er sumsé fyrir hendi. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 15. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.