Fréttablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 20
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
„Það er skemmtilegasti tími ársins,
þegar við sjáum hvað hægt er að
skapa mikla gleði með jólagjöfinni
okkar,“ segir Guðrún Marteins-
dóttir, prófessor í fiskavistfræði við
Háskóla Íslands og frumkvöðull-
inn að baki íslensku húðvöru-
línunni Taramar.
Guðrún segir að um mitt sumar
hefjist undirbúningur fyrir jólagjöf
Taramar og þá séu ávallt fengnir
flottir hönnuðir og ljósmyndarar í
lið með þeim.
„Í ár unnum við gjöfina með
Oscari Bjarnasyni, Eyþóri Árna-
syni og Enso. Við hönnuðum höfð-
inglega gjöf sem inniheldur fjórar
af TARAMAR vörunum. Þessi
gjöf er í anda ferðasettsins okkar:
Treasure Chest, en er stærri og
heitir Treasure Chest II,“ upplýsir
Guðrún.
„Segja má að enginn verði
ósnortinn af þessari stórkostlegu
gjöf, en lífvirknin úr íslensku nátt-
úrunni ómar í gegnum allar þessar
vörur og byrjar strax að vinna
með húðina á svo fallegan hátt. Á
stuttum tíma, jafnvel innan við
viku, má sjá fyrstu breytingarnar.
Hrukkur og línur verða grynnri og
sumar hverfa. Húðin verður raka-
meiri, þéttari og fer að ljóma. Fyrir
marga er erfitt að ímynda sér meiri
gleði en þá að sjá andlitið lyftast og
húðina verða glóandi fallega.“
Guðrún útskýrir að virkni
TARAMAR varanna hafi verið
metin af óháðum aðila, Dermscan í
Frakklandi.
„Niðurstöður úr þessum óháðu
prófunum sýna afgerandi virkni og
frábæran árangur sem passar vel
við niðurstöður okkar og mælingar
á íslensku innihaldsefnunum. Við
höfum birt þessar niðurstöður
í viðurkenndum vísindaritum.
Þannig sjáum við að þangið sem
við völdum að vinna með og er
safnað af Símoni í Bláskel með
handafli í Breiðafirði, hefur ótrú-
lega virkni og getu til að stoppa
niðurbrot á kollageni í húðinni.
Bæði þangið og íslensku lækninga-
jurtirnar sem koma frá lífrænt
vottuðum búum á Hæðarenda og
Móður Jörð, hafa svo margvíslega
virkni sem vinnur með húðina á
mörgum sviðum,“ segir hún.
Best að nota daglega
Best er að nota TARAMAR vör-
urnar í jólagjöfinni á hverjum degi
samkvæmt Guðrúnu sem lýsir því
skref fyrir skref hvernig skal nota
þær.
„Best er að þvo húðina vel með
volgu vatni á morgnana og nota
Purifying Treatment, en það fylgir
ekki með í gjöfinni. Með þessu eru
úrgangsefni og sviti frá nóttunni
skoluð í burtu og húðin er tilbúin
til að taka á móti lífvirkninni,“
útskýrir hún.
„Í næsta skrefi er Serumið borið
á, stundum bara á svæðin sem
áhersla er lögð á, svo sem í kring-
um augu og munn eða þar sem
hrukkur og línur birtast í húðinni.
Einnig má bera serumið á allt and-
litið en það styður við framleiðslu
kollagens, aukningin er allt að 20%
á 6 vikum, það dregur úr vökvatapi
og fær húðina til að ljóma,“ heldur
hún áfram.
„Síðan er dagkremið borið á allt
andlitið. Dagkremið inniheldur líf-
virk efni í náttúrulegum ferjum og
vinnur mjög djúpt ofan í húðina.
Lífvirku efnin fá húðfrumurnar til
að vinna betur og skola út úrgangs-
efnum. Húðin verður þéttari,
mýkri og teygjanlegri og ákaflega
skemmtileg viðkomu.
Augnkremið má nota hvort
sem er að morgni eða kvöldi. Það
er borið á allt í kringum augun,
bæði ofan á augnlokin og undir
augun. Þetta ótrúlega ljúfa krem
hefur ákaflega mikil áhrif á ásýnd
augnanna. Það dregur saman fell-
ingarnar sem eru að myndast fyrir
ofan augun og minnkar poka og
bauga fyrir neðan augun um leið
og það nærir og verndar þessa við-
kæmu húð sem rammar af augn-
svæðið. Áhrifin eru stórkostleg og
öll augnumgerðin lyftist og fær á
sig unglegri blæ,“ segir hún.
„Að lokum er næturkremið
borið á allt andlitið. Þetta krem er
sérstaklega þróað til að aðstoða
húðina í því mikilvæga verkefni
sem hún sinnir á nóttunni. Þannig
verndar kremið húðina gegn raka-
tapi, örvar myndun kollagens og
tengir saman húðlög sem eru að
rofna í sundur eins og gerist þegar
húðin eldist. Áhrifin eru engu
lík og húðin tindrar af þrótti
og gleði við að upplifa og
nýta þessi frábæru efni
sem finnast í nætur-
kreminu.“
Guðrún segir að á
kvöldið skuli húðin á
andlitinu aftur þvegin
og djúphreinsuð með
Purifying Treatment.
Jólagjöfin í ár frá
TARAMAR heitir
Treasure Chest II
og inniheldur
fjórar TARAMAR
vörur.
Margverðlaunaðar vörur
TARAMAR hefur fengið 30
alþjóðleg verðlaun og nú í vikunn-
fengu tvær nýjustu vörurnar, Arctic
Flower og Hydration Treatment,
gullverðlaun hjá Global Makeup
Awards Skandinavia 2022.
Stórkostlegt tilboð
Guðrún segir frá því að í dag og
næstu tvo daga sé stórkostlegt til-
boð, eða 50% afsláttur á TARAMAR
vörunum í vildarklúbbi
TARAMAR á taramar.is.
Meðlimum í vildarklúbbi
TARAMAR fjölgar á
hverjum degi og eru nú
fleiri en 5.000 manns.
Þeim standa til boða
mismunandi tilboð í
hverjum mánuði. Fyrir
hver kaup fá þeir vildar-
punkta sem þeir geta notað til
að fá afslátt í næsta skipti sem þeir
versla. Guðrún útskýrir að á sama
tíma hækki þeir úr brons yfir í gull
og fái þannig enn meiri afslátt. Það
kostar ekkert að skrá sig í vildar-
klúbbinn. Þvert á móti þá eru lagðir
inn 5.000 punktar (samsvara 5.000
krónum) á vörslureikning við-
komandi þegar hann skráir sig inn í
vildarklúbbinn á taramar.is. n
Nýja varan
Arctic Flower
Treatment hlaut
alþjóðleg verðlaun í
vikunni.
Arctic
Flower Treat-
ment inniheldur
þrjár öflugar lækn-
ingajurtir.
Vörurnar hlutu gullverðlaun í ár frá
Global Makeup Awards Scandinavia.
Niðurstöður úr
þessum mælingum
sýna afgerandi virkni og
frábæran árangur sem
passar vel við niður-
stöður okkar og mæl-
ingar á íslensku inni-
haldsefnunum.
Dr. Guðrún Marteinsdóttir er frumkvöðullinn að baki vörunum. MYND/AÐSEND
2 kynningarblað A L LT 15. desember 2022 FIMMTUDAGUR