Fréttablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 24
Við erum
alltaf með
drjúgan
lager af
vinsælustu
leikföng-
unum til
að tryggja
að öll börn
fái sína
drauma-
jólagjöf.
Vinsælustu gjafabréfin
handa börnum og ungmenn-
um fást í KiDS Coolshop,
stærstu dótabúð landsins.
„Ég held að KiDS Coolshop-gjafa-
bréf sé besta jólagjöfin því það er
draumur hvers barns að geta valsað
um í dótabúð með gjafabréf upp
á vasann og valið sér leikföng að
vild.“
Þetta segir Ólafur Hrafn Hall-
dórsson, rekstrarstjóri KiDS Cool-
shop sem er langstærsta leikfanga-
verslun landins, með yfir 9.000
mismunandi vörur í verslunum
sínum á Smáratorgi í Kópavogi og á
Glerártorgi á Akureyri.
„Því má til sanns vegar færa að
það er engu líkara en að maður sé
kominn á verkstæði jólasveinsins í
aðdraganda jóla í KiDS Coolshop,
enda er úrvalið ómótstæðilegt og
alltaf nóg af jólaálfum til aðstoðar,“
segir Ólafur í jólaskapi.
Gjafabréf in hitta í mark
Gjafabréf KiDS Coolshop fást við
afgreiðslukassana og er hægt að
leggja inn á þau hvaða upphæð sem
er.
„Gjafabréf KiDS Coolshop verða
sífellt vinsælli enda frábær kostur í
gjöf til barna og ungmenna, og þau
hitta alltaf í mark. Þau eru full-
komin gjöf handa þeim sem eiga
allt og líka þeim sem eru að safna
ákveðnum leikföngum og vita best
hvað vantar í safnið, sem og þeim
sem geta ekki skrifað óskalista, en
reyndar er úrvalið hjá okkur svo
skemmtilegt að flestir eru með
langan óskalista fyrir jólin,“ segir
Ólafur.
Hann bætir við að óskalistarnir
fylgi gjarnan leikfangabæklingi
KiDS Coolshop sem berist inn um
lúgur landsmanna í nóvember.
„Bæklingurinn er ómissandi
þarfaþing til að átta sig á nýjungum
og öllu úrvalinu fyrir jólin og fólk
kemur í stórum stíl til að kaupa það
sem er sýnt í honum. Því fyrr, því
betra, er auðvitað alltaf í gildi þegar
kemur að kaupum á vinsælustu
leikföngunum en við erum alltaf
með drjúgan lager til að tryggja að
öll börn fái sína draumagjöf.“
Hvolpasveitin og Blæja
Ólafur segir erfitt að svara því hver
séu vinsælustu leikföngin fyrir
þessi jól. Af mörgu sé að taka og svo
sé aldursbilið frá núll upp í sextán
ára.
„Eitt af því sem stendur upp
úr fyrir þessi jól eru mjúkdýrin
Squish mallows sem kalla má lif-
andi sykurpúða. Þau eru undur-
mjúk og frábær, fást í mismunandi
tegundum og stærðunum 19 til 50
sentimetrar. Við sjáum sykurpúð-
ana á óskalista ungra barna sem og
ungmenna sem velja sitt uppáhald
til skrauts og kúrs í herberginu og
sumir safna þeim,“ segir Ólafur
innan um litríkar sykurpúða-
fígúrurnar.
Önnur sívinsæl leikföng eru þau
sömu og hafa verið á toppnum
síðustu tuttugu ár.
„Það eru Lego, Playmo, Baby Born
og Barbie sem alltaf halda velli. Við
höldum því enn okkar striki þegar
kemur að úrvali í þeim deildum
og erum ávallt með það nýjasta til
taks,“ segir Ólafur.
„Baby Born-dúkkurnar eru
hágæða vara og með dýrari
dúkkum, en þetta eru dúkkur sem
endast og bæði foreldrar, ömmur
og afar sem geta staðfest það. Þess
vegna bjóðum við alltaf það nýjasta
frá Baby Born-ungbörnum og stóru
systrum, sem er ákaflega flott fram-
leiðsla og vandað vörumerki.“
Þá er ótalin Hvolpasveitin sem
íslensk börn elska. „Hvolpasveitin
heldur sínum gríðarlegu vinsældum
og við erum með stærðarinnar deild
bara fyrir Kappa og félaga hans í
Jólaóskir barna rætast í stærstu dótabúð landsins
Dúkkurnar frá
Baby Born eru
yndislegar,
vandaðar og lifa
kynslóð fram af
kynslóð.
Ólafur Hrafn rekstrarstjóri með Hjördísi verslunarstjóra í bangsafangi í anddyri KiDS Coolshop. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hvolpasveitinni, allar fígúrur, tæki
og tól. Krökkum þykir spennandi
að eiga fígúrur úr sjónvarpsþáttum,
eins og Hvolpasveitaræðið hefur
sýnt, en nú hefur Blæja á RÚV
bæst við, enda mjög skemmtilegur
karakter. Við eigum bæði Blæju og
vin hennar Bingó, húsið sem þau
búa í, bílinn og tjald sem er hægt að
skella upp í stofunni og sitja inni
í á meðan horft er á Blæju í réttu
stemningunni,“ segir Ólafur kátur.
Líka dótabúð fyrir ungmenni
Í KiDS Coolshop fást jólagjafir fyrir
jafnt nýfædd börn og upp í sextán
ára ungmenni.
„Það er klárt mál að KiDS Cool-
shop er líka dótabúð fyrir ung-
menni og við erum til dæmis með
flott úrval af tölvuleikjum. Við
reynum að hitta í mark hjá sem
flestum. Við erum líka góð í spilum
og nú var að detta í hús afmælis-
útgáfa Gettu betur og Hrærigrautur
sem er nostalgískt aldamóta-spil
sem foreldrar hafa áður spilað og er
að slá í gegn,“ segir Ólafur. Púslu-
spil fást líka í miklu úrvali í KiDS
Coolshop.
„Við sjáum aukinn áhuga á
púslum fyrir lítil börn, á aldrinum
tveggja til fjögurra ára. Þau eru í
senn frábær verkfæri og leikföng
sem eru þroskandi fyrir hugann og
fínhreyfingar, bæði skemmtun og
lærdómur,“ segir Ólafur.
Börnin vita alltaf best
KiDS Coolshop er dönsk verslana-
keðja og nýtur KiDS Coolshop á
Íslandi góðs af því hversu fljótt
vöruúrvalið skilar sér frá Dan-
mörku. „Allt okkar starfsfólk er
mjög frótt um hvað er eftirsóttast
hverju sinni og það er alltaf gaman
að taka á móti ömmum og öfum
sem vita ekki nákvæmlega hverju
þau eru að leita að en eru þá með
myndir eða lýsingu á því. Það er
líka bráðsniðugt að koma með
krakka í búðirnar okkar til að
uppgötva hvað þau eru spenntust
fyrir og skrifa það þá niður eða taka
myndir af því og senda jafnvel til
ættingja sem vita ekki hvað skal
gefa í jólagjöf,“ segir Ólafur.
Hann segir gjafabréf frábæran
kost því mikil áskorun sé fyrir full-
orðna að vita hvað sé vinsælast eða
nýjasta nýtt í leikfangaheiminum.
„Þar vita börnin alltaf best og
oftar en ekki miklu betur en við í
KiDS Coolshop líka, en við reynum
að vera með allt það nýjasta. Þegar
eitthvað nýtt kemur á markað er
orðsporið fljótt að berast á milli
krakkanna, og við reynum að
hlusta á alla okkar viðskiptavini,
sama á hvaða aldri þeir eru. Ef þau
leita að einhverju sem við eigum
ekki til þá reynum við að koma því í
verslanirnar sem allra fyrst, það má
bóka,“ segir Ólafur.
Í KiDS Coolshop er svo vitaskuld
alltaf hægt að skipta jólagjöfum og
þar eru engin tímatakmörk.
„Við höfum að leiðarljósi að börn
fái það sem þau óska sér og gerum
allt sem í okkar valdi stendur til að
láta drauma þeirra rætast.“ n
KiDS Coolshop er á Smáratorgi
í Kópavogi, sími 550 0800 og á
Glerártorgi á Akureyri, sími 461
4500. Skoðið úrvalið á kids.is
Lego-deild-
in í KiDS Cool-
shop hefur mikið
aðdráttarafl enda
alltaf með allt
það nýjasta.
Lifandi
sykurpúðar
eru eitt það allra
vinsælasta í jóla-
pakka barna og
ungmenna nú.
Hvolpasveitin á
sér stóran aðdá-
endahóp og í
KiDS Coolshop
er allt til; fígúrur,
tæki og tól.
4 kynningarblað 15. desember 2022 FIMMTUDAGURGJAFABRÉF