Fréttablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 43
Auður Ava segist ekki ætla að skipta
sér neitt af framleiðsluferli kvik-
myndarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
tsh@frettabladid.is
Tökur eru hafnar suður í Pýrenea-
fjöllum á kvikmynd sem byggð er á
skáldsögu Auðar Övu, Ör sem kom
út 2016. Heiti bíómyndarinnar er
Hotel Silence en það er einmitt
heiti skáldsögunnar á ensku og fleiri
tungumálum.
„Ég hef fengið nokkur tilboð í
bókina, það hafa nokkrir fram-
leiðendur og leikstjórar viljað gera
mynd eftir henni en ég hef svo-
lítið dregið lappirnar og sagt nei.
Ég var svona erfiður höfundur en
svo er ég nú að róast í því og lagast,“
segir Auður Ava en þetta er fyrsta
kvikmyndin sem er gerð eftir bók
hennar.
Leikstjóri myndarinnar er Léa
Pool sem er þekktur svissneskur-
kanadískur leikstjóri með langan
feril að baki.
„Ég hef lengi verið aðdáandi kana-
dískra leikstjóra og mér finnst þeir
vera að gera alveg rosalega f lottar
myndir í frönskumælandi Kanada,
sérstaklega þeim megin. Ég þekkti
til verka Léu Pool þannig að ég sagði
bara já,“ segir Auður Ava.
Með aðalhlutverk fer kanadíski
leikarinn Sébastien Ricard sem
hlotið hefur fjölmörg verðlaun
auk þess sem svissneska leikkonan
Lorena Handschin fer með hlutverk.
Tökutímabilið er frá nóvember
2022 til febrúar 2023 en gert er ráð
fyrir að kvikmyndin verði frum-
sýnd í árslok 2023. Spurð um hvort
hún verði eitthvað viðriðin fram-
leiðsluna segir Auður Ava:
„Þetta er annað hvort eða hjá mér.
Annað hvort segi ég nei, en þegar ég
segi já þá læt ég þetta algjörlega í
hendurnar á öðrum listamönnum.
Leikstjórinn Léa Pool er hokin af
reynslu og hún gerir handritið og
ég veit í sjálfu sér ekkert um hennar
áherslur.“
Ör hlaut Íslensku bókmennta-
verðlaunin og Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs og hefur verið
þýdd á mörg tungumál. Auður Ava
segir þetta vera þá bók hennar sem
vakið hefur hvað mestan áhuga á
alþjóðavísu. n
Upptökur hafnar á kvikmynd eftir bók Auðar Övu
Ólafur Jóhann Ólafsson nýtur fá-
dæma vinsælda sem rithöfundur.
tsh@frettabladid.is
Skáldsagan Játning eftir Ólaf Jóhann
Ólafsson trónir í fyrsta sæti á met-
sölulista Eymundsson fjórðu vikuna
í röð. Játning hefur notið mikilla
vinsælda frá því hún kom út í haust
en bókin fjallar um tvo íslenska
námsmenn, Elísabetu og Benedikt,
sem kynnast í Leipzig skömmu fyrir
hrun múrsins. Þau fella hugi saman
en líf þeirra tekur óvænta stefnu
þegar yfirvöld fara að sýna þeim
áhuga. Áratugum síðar neyðist
Elísabet skyndilega til að minnast
þessara löngu liðnu daga sem hún
vill síst af öllu rifja upp.
Glæpasögurnar fylgja fast á hæla
Játningu en bókin Reykjavík eftir
Ragnar Jónasson og forsætisráð-
herrann Katrínu Jakobsdóttur situr
áfram í öðru sæti. Í þriðja sæti er 26.
bók Arnaldar Indriðasonar Kyrrþey
og í fjórða sæti er einn helsti keppi-
nautur Arnaldar, Yrsa Sigurðardóttir
með bókina Gættu þinna handa. n
Listinn er byggður á sölu í verslun-
um Pennans Eymundsson dagana 7.
til 13. desember.
1. Játning
Ólafur Jóhann Ólafsson
2. Reykjavík glæpasaga
Ragnar Jónasson og
Katrín Jakobsdóttir
3. Kyrrþey
Arnaldur Indriðason
4. Gættu þinna handa
Yrsa Sigurðardóttir
5. Hamingja þessa heims
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
6. Bannað að ljúga
Gunnar Helgason
7. Eden
Auður Ava Ólafsdóttir
8. Tól
Kristín Eiríksdóttir
9. Keltar: Áhrif á íslenska tungu
Þorvaldur Friðriksson
10. Guli kafbáturinn
Jón Kalman Stefánsson
Játning áfram
söluhæsta bókin
Húðbókin eftir Láru G. Sigurðardóttur
og Sólveigu Eiríksdóttur hefur að geyma
upplýsingar um allt sem þarf til að við-
halda heilbrigði og ljóma húðarinnar
umhirða og æfingar • girnilegar mataruppskriftir • uppskriftir að húðvörum
GÓÐUR LÍFSSTÍLL, BETRI HÚÐ
,
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
FIMMTUDAGUR 15. desember 2022 Menning 31FRÉTTABLAÐIÐ