Fréttablaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 8
Hafsbotn undir sjókvíum í
Dýrafirði er ekki steindauður,
segir ráðgjafi Artic Fish. Bent
er á að fyrirtækið annist sjálft
eftirlit og sýnatökur.
odduraevar@frettabladid.is
SJÁVARÚTVEGUR Daníel Jakobsson,
ráðgjafi hjá Arctic Fish og fyrrver-
andi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar,
hafnar því alfarið að hafsbotn undir
sjókvíum fyrirtækisins í Dýrafirði
sé steindauður líkt og Elvar Örn
Frið riks son, fram kvæmda stjóri
Verndar sjóðs villtra laxa stofna, full-
yrti á Fréttavaktinni á Hringbraut á
dögunum. Vísar hann til sýnatöku á
svæðinu.
Segir Elvar að fyrirtækið fari í raun
sjálft með slíkar sýnatökur og hefur
sent Fréttablaðinu myndir, sem hann
segir vera af botninum, teknar í júlí í
ár, og séu því nýrri en þær sýnatökur
sem fyrirtækið vísar til.
Elvar segir myndirnar hafa valdið
titringi innan Umhverfisstofnunar
sem lítið geti gert því hendur stofn-
unarinnar séu bundnar. Athygli
veki að fyrirtækið tali ekki um þá 80
þúsund eldislaxa sem sloppið hafi.
Daníel segir sýnatökurnar hins
vegar gerðar af ábyrgum aðilum.
Fyrirtækið sinni öllum lögbundn-
um skyldum sínum. „Það er í það
minnsta ekkert sem bendir til þess
að botninn í Dýrafirði sé steindauð-
ur,“ segir Daníel og bendir á niður-
stöður úr sýnatökum sem finna má
á vef Umhverfisstofnunar máli sínu
til stuðnings.
Þar vísar Daníel til tveggja sýna
sem tekin voru við sjókvíar fyrir-
tækisins að Gemlufalli. Annað var
tekið í júlí 2021 og hitt í nóvember
2021. Í skýrslu um síðari sýnatökuna
segir meðal annars að engin áhrif séu
á lífríkið undir sjókvínni miðað við
sýnatöku.
„Við erum skuldbundnir til að
taka þessar sýnatökur samkvæmt
starfsleyfinu okkar og það er þriðji
aðili sem gerir þær. Svo koma nátt-
úrulega MAST og Umhverfisstofnun
líka í úttektir hjá okkur. Á þessu
ári fórum við athugasemdalaust
í gegnum allt í Dýrafirði á öllum
okkar staðsetningum í úttektum
frá báðum aðilum. Auðvitað getum
við ekki fullyrt að menn séu ekki
að vinna vinnuna sína, en þetta eru
aðilar sem eru að skila inn gögn-
unum til ríkisstofnana þannig að
maður skyldi nú ætla það.“
Varðandi myndirnar sem Frétta-
blaðið hefur undir höndum og sem
Segja hafsbotninn ekki dauðan en
Arctic Fish sagt stunda eigið eftirlit
Ráðgjafi Arctic Fish segir fiskeldisfyrirtækið sinna öllum lögbundnum skyldum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Daníel Jakobs
son, ráðgjafi hjá
Arctic Fish
Þó að Umhverfis-
stofnun sé eftirlitsaðil-
inn þurfa þau að
treysta á sýni og tölur
frá innra eftirliti fyrir-
tækjanna.
Elvar Örn Frið
riks son, fram
kvæmda stjóri
Verndar sjóðs
villtra laxa
stofna
kristinnpall@frettabladid.is
ALÞJÓÐAMÁL Þjóðarleiðtogar Evr-
ópusambandsríkjanna ákveða í dag
hvort Bosnía Hersegóvína fái stöðu
aðildarríkis hjá Evrópusambandinu
eftir að ráðherraráð Evrópusam-
bandsins gaf Bosníu meðmæli sín
í vikunni.
Ef af verður bætist Bosnía við
hóp umsóknarríkja þar sem einn-
ig eru Albanía, Norður-Makedónía,
Moldóva, Serbía, Svartfjallaland,
Tyrkland og Úkraína.
Oliver Varhelyi, stækkunarstjóri
ESB, gaf til kynna í vikunni að það
væri ekkert lengur því til fyrirstöðu
að Bosnía fengi stöðu umsóknar-
ríkis og bætti við að hann hefði fulla
trú á því að Bosnía myndi fallast á
kröfur Evrópusambandsins um
samfélagslegar breytingar. n
Átta ríki eru í umsóknarferli hjá ESB.
benediktboas@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Utanríkisráðuneytið
hefur beðið um tíma til 4. janúar til
að svara fyrirspurn frá Birni Leví
Gunnarssyni um hvaða dagblöðum,
tímaritum og öðrum miðlum ráðu-
neytið og stofnanir og aðrir aðilar
sem heyra undir það séu í áskrift að.
„Ráðuneytið tilkynnir hér með
að úrvinnsla fyrirspurnarinnar
hefur reynst tímafrekari en ætlað
var,“ segir í bréfi ráðuneytisins
til Birgis Ármannssonar, forseta
Alþingis. n
Þurfa tíma til að
finna áskriftir
Bosnía gæti færst
nær aðild að ESB
Það tekur langan tíma að safna
áskriftum saman.
Elvar segir vera af sjávarbotninum
undir sjókvíum í Dýrafirði, segir
Daníel ekki hægt að segja til um það
hvar myndirnar hafi verið teknar.
„Það blasir þannig við okkur, í
fyrsta lagi, að við vitum ekki hvar
þessar myndir voru teknar. Í annan
stað vitum við ekki hvernig botninn
leit þarna út þar sem þessar myndir
voru teknar áður en eitthvert eldi fór
af stað. Í þriðja lagi er ekki að okkar
mati hægt að fullyrða það út frá
þessu myndum að botninn sé stein-
dauður.“
Hann segir alveg ljóst að sýnatök-
urnar séu gerðar af ábyrgum aðilum.
„Þeir skila skýrslum og það eru ekki
gerðar athugasemdir við þær skýrsl-
ur af hálfu MAST eða UST. Það er það
lögbundna kerfi sem er til staðar og
við fylgjum því náttúrulega bara í
einu og öllu. Það eru þær kröfur sem
eru settar á okkur, þannig að ég stend
við að fullyrðing um það í frétt hjá
þér að botninn í Dýrafirði sé stein-
dauður, er röng. Alröng.“
Elvar segir að gagnrýni sín snúi
fyrst og fremst að því að eftirlitið sé í
höndum iðnaðarins sjálfs. Þá bendir
hann á að myndefnið frá botninum
sé nýrra en þær sýnatökur sem Arctic
Fish vísi til.
„Við erum alla vega með mynd-
efni sem sýnir hvernig botninn lítur
út þarna 13. nóvember 2021 og svo
aftur 12. júlí 2022,“ segir Elvar.
„Það sem meira er, þetta mynd-
efni rataði til Umhverfisstofnunar
og Umhverfisstofnun hefur ekki
lagalega heimild til þess að fara
sjálf og taka sýni, heldur þurfa þau –
lögin eru sett þannig upp – að þó að
Umhverfisstofnun sé eftirlitsaðilinn
þurfa þau að treysta á sýni og tölur
frá innra eftirliti fyrirtækjanna eða
undirverktakafyrirtækja. Sem mér
finnst svolítið merkilegt.“
Þá segir Elvar það vekja athygli að
fyrirtækin beini athyglinni frá þeim
eldislöxum sem sýnt hafi verið fram
á að hafi sloppið úr kvíunum í Arnar-
firði.
„Þau ræða bara þennan eina hluta
af viðtalinu en bera engin kennsl á
þessi 80 þúsund laxa sem sluppu eða
umhverfisábyrgð fyrirtækjanna sem
var aðalefni viðtalsins.“ n
8 Fréttir 15. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ