Barnadagsblaðið - 22.04.1943, Side 6
4
BARNADAGSBLAÐIÐ
Sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup:
Úlfar Þórðarson, læknir:
LILJAN OG LJÓSIÐ Hvað á ég að verða?
Eitt sinn sagði kunningi minn við mig, er ég hafði hald-
ið ræðu: „Ég held, að >ú talir of mikið um sólina og ljósið“.
Ég svaraði með orðum skáldsins: „Vér eigum vart of mikla
sumarsól“.
Svo töluðum við saman um myrkrið og ljósið, neyðina
og hjálpina. Okkur kom saman um, að sjálfsagt væri að
tala um ljósið, en ekki væri nóg að tala. Þess væri þörf að
starfa, að bera Ijós til mannanna, að lýsa þeim, sem sitja í
skugganum.
Þetta þarf að fylgjast að. Tala og syngja um sólina. En
bera einnig sól í bæinn, vekja sól og sumardag. Hjá hinum
sama manni á þetta tvennt að fara saman.
Ég tek sálmabókiria mér í hönd og gæti þar að sálmum
Matth. Jochumssonar. Þeir eru þar 26 að tölu. í þessum
26 sálmum er 40 sinnum minnst á sól og Ijós. Svo vænt
þótti honum um ljósið. Aldrei gleymast þessi orð hans: „I
sannleik hvar sem sólin skín er sjálfur Guð að leita þín“.
Hann talar um þá sól, sem leggur smyrsl á lífsins sár og
læknar mein og þerrar tár. Þegar hann hugsar til þeirra,
sem um sárt eiga að binda, biður hann: „Ó, kveik þeim ljós,
ó, send þeim sól“.
Allt er þetta í ætt við hið sanna og heilaga. Munum eftir
máttarorðinu, hinum skapandi krafti í orðinu: „Verði ljós!“
Bendum bernskunni og æskunni til hans, sem með fullum
sanni gat sagt: „Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér,
mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins“. Þess-
vegna getur hann einn og með myndugleika sagt við þá, er
honum fylgja: „Ljós yðar lýsi mönnunum".
Fögnum sól og sumri. Gleðjumst yfir sólarljósinu. En
látum oss ekki nægja að gleðjast. Teljum oss jafnljúft að
gleðja.
Heill því starfi, sem fylgir þeirri stefnuskrá að gleðja,
að blása afli í brotinn hálm.
Það er fögur sjón að líta barnahópinn í þéttri fylkingu,
horfa á skrúðgöngu vorsins, og vita, að þessum börnum á
að hjálpa. Það á að hjálpa vorinu, svo að æskan geti fagnað
heillaríku sumri.
Minnumst orðanna: „Mitt veika líf er lilja, þín líkn er
hennar sól“.
Víða titrar mörg veik lilja. Stuðlum að því, að liljan fái
að styrkjast í ljósinu.
Þetta er starf Barnavinafélagsins, sem ber hið fagra heiti
Sumargjöf. Vinir barnanna bera sumargjafir til þeirra, sem
eiga að styrkjast og þroskast til líkama og sálar. Það er
heiðríkja yfir þessu starfi. Ég óska börnunum og vinum
barnanna gleðilegs sumars.
Bj. J.
TIL MINNIS!
,,Barnadagsblaðið“ gaf í fyrra rúmar 11,300,00 kr.
„brúttó“. —
„Sólskin“ gaf kr. 8,720,00 „brúttó“.
Merkin seldust fyrir rúmar 16,600,00 krónur.
Fyrir skemmtanir komu inn rúmlega 15 þúsund krónur.
Það mun enginn vafi leika á því, að æska nútímans á við
miklu betri kjör að búa að öllu leyti en þau, er feður og afar
þeirra urðu að láta sér nægja og góð þykja.
Á þeim tímum, er afar okkar vel flestra voru börn, lá
líkamlegur skortur eins og farg á allri æsku hér á landi, en
yfir vofði oft og einatt algert hungur. Til dæmis veit ég
um einn mann hér í bæ, rúmlega áttræðan, er man það
glöggt, að það kom fyrir, að hann og systkini hans urðu að
seðja hungur sitt á skóbótum, hirtum á haugnum, þvegnum
og steiktum við eld. Það má alveg furðulegt telja, hvað þess-
ir menn gátu þó áorkað bæði andlega og líkamlega, ef þeir
náðu þroska.
Eitt vandamál hefir þó nútímaæskan við að glíma, sem
æska þeirra tíma þekkti lítt eða ekki. En það eru erfiðleik-
arnir við og vandinn á að velja sér æfistarf við sitt hæfi.
Starf, sem veitir í senn starfsgleði og fullnægingu.
Áður fyrr var oftast ekki nema um fáeina möguleika að
ræða vegna fábreyttra atvinnu- og lifnaðarhátta og fátækt-
ar þjóðarinnar í heild. Með tækni nútímans, sem hefir nærri
því steypzt yfir þjóðina, líkt og flóðalda, og valdið stórkost-
legu umróti á lífskjörum og möguleikum innan þjóðfélags-
ins, hafa einnig skapazt ný vandamál fyrir þá kynslóð, sem
nú fer að vaxa upp. Hin aukna tækni, nýjar atvinnugreinar
og vísindi hafa miðað að því, að einhæfa mennina meira en
nokkru sinni fyrr. Sérgreinar og sérfræðingar hafa orðið
til af þessum orsökum, og síðan hafa jafnvel sérgreinarnar
klofnað niður í enn smærri sérgreinar, og það aftur leitt af
sér sérfræðinga í þrengri og þrengri sérfræðigreinum. Og
þó að deila megi um, hvort þessi þróunarstefna sé heppileg,
þá þýðir ekki móti að mæla, því að þessi þróun er nú stað-
reynd. Við lifum í orðsins fyllstu merkingu á sérfræðinga-
öldinni, þó að hún sé ef til vill að hefjast fyrst nú að nokkru
ráði. Daglega þurfum við ef til vill á mönnum að halda við
ýmisleg verk, sem, ef við íhugum það nánar, eru einmitt
sérmenntaðir menn, afkvæmi og fulltrúar tækninnar. Og er
ekki styrjöldin, sem nú er háð fyrir augum okkar, á láði á
legi og í lofti, ekki einmitt fyrst og fremst átök milli sér-
fræðinga hinna ýmsu þjóða, þar sem nýjustu vélbrögðum
tækninnar er beitt á sem miskunnarlausastan hátt. Við könn-
umst öll við „hermálasérfræðingana", skriðdreka- og fall-
byssusérfræðinga og flugvélasmiði. En allir eru þessir menn
yfirleitt fákunnandi nema á sínu eigin þrönga sviði. Já,
við getum sannarlega ekki komizt hjá því að viðurkenna.
öld sérþekkingarinnar. Af þessu leiðir svo, að nú á tímum
er það hverju þjóðfélagi lífsskilyrði, ef vel á að fara, að fyrir
því sé séð á viðunandi hátt, að hver meðlimur þjóðfélagsins
fái markað sér starfssvið, þar sem bezt nýtur hæfileika hans
og starfskrafta. Við höfum sjálfsagt öll fengið þessa eld-
gömlu spurningu lagða fyrir okkur: „Hvað ætlar þú að
verða, þegar þú verður stór?“. Þessi spurning er leifar frá
þeim tímum, þegar ekki var um marga möguleika að ræða
og þessvegna ekki svo vandsvarað. Nú á tímum spyr æskan
sig sjálf: „Hvað hef ég hæfileika til að verða?“ og verður oft
svarafátt, enda engin furða, svo margvíslega samsett er
þjóðfélag vort.
(Framh. á bls. 12).