Morgunblaðið - 12.08.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.08.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Umtalsvert færri beiðnir um endur- greiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu hafa borist í ár en í fyrra. Um 1,8 milljarðar hafa verið endur- greiddir það sem af er ári en tæp- lega 11 milljarðar voru greiddir út í fyrra. Sem kunnugt er var eitt af úrræð- um ríkisstjórnarinnar til að bregðast við efnahagssamdrætti af völdum kórónuveirunnar að hækka endur- greiðsluhlutfall virðisaukaskatts tímabundið úr 60% í 100%. Margir nýttu sér þetta úrræði í fyrra og var það framlengt í breyttri mynd um áramótin. Úrræðið, sem gjarnan gengur undir nafninu Allir vinna, rennur út um næstu mánaðamót. Það sem af er ári hefur skatt- urinn afgreitt 10.679 umsóknir um endurgreiðslur. Þetta er umtalsverð fækkun frá því í fyrra þegar af- greiddar umsóknir voru alls 58.128 talsins. Hafa ber þó í huga að úr- ræðið var í gildi allt árið í fyrra og þá var hægt að fá endurgreitt vegna bílaviðgerða. Svo er ekki nú. Hins vegar kunna enn að vera um- sóknir sem bíða afgreiðslu auk þess sem fleiri umsóknir munu eflaust bætast við áður en úrræðið rennur út 31. ágúst. Í svari skattsins við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að langflestar endurgreiðslubeiðnir koma frá einstaklingum vegna íbúð- arhúsnæðis. Nú hefur verið af- greidd 10.631 slík en allt árið í fyrra voru þær 40.846 talsins. Þessi fækkun nemur tæpum 74% en hafa ber í huga áðurnefnda fyrirvara að ekki eru öll kurl komin til grafar. Enn meiri fækkun hefur orðið í umsóknum frá sveitarfélögum og almannaheillafélögum. Í ár hafa 46 umsóknir verið afgreiddar frá sveit- arfélögum en voru allt árið í fyrra 1.431. Greiðslur til sveitarfélaga nema tæpum níu milljónum króna. Aðeins tvær umsóknir hafa verið afgreiddar frá almannaheilla- félögum en voru 244 í fyrra. Greiðslur í ár nema tæpum 44 þús- und krónum. Einstaklingar hafa fengið tæp- lega 1,8 milljarða króna í endur- greiðslur vegna íbúðarhúsnæðis það sem af er ári. Greiðslur til ein- staklinga námu tæpum níu millj- örðum króna allt árið í fyrra. Mikil fækkun umsókna um endurgreiðslur Morgunblaðið/Eggert Vinna Margir sinna viðhaldi á sumrin. Færri sækja um í Allir vinna-átakinu. Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Ja, þeir voru hérna í gær [fyrradag] uppi í hlíð, menn sem segjast vera frá Swiss National Broadcasting Corporation,“ segir Kristján Lofts- son, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið um mál sem lyktaði með því að starfsmenn Hvals lögðu hald á dróna Svisslend- inganna sem þeir neita alfarið að skila þrátt fyrir fjölda símtala frá lögreglunni á Akranesi. Ekki ríkisútvarpið Hefur Kristján kært drónaflugið til lögreglu en hópurinn sem stýrði téðum dróna er þó ekki svissneska ríkisútvarpið, sem heitir Swiss Broadcasting Corporation, heldur einkarekin svissnesk vefsíða sem kallast Swiss National Broadcasting Corporation. „Í gær [fyrradag] kom hvalbátur inn með hval og menn eru að vinna þarna á planinu,“ segir Kristján frá, „þá verða þeir varir við dróna sem flýgur þarna yfir í um 20 metra hæð. Sam- kvæmt lögum er það allt of nálægt, drónar eiga að vera í 150 metra fjarlægð frá at- hafnasvæðum nema leyfi liggi fyrir til að fara inn á svæðið,“ heldur hann áfram. „Fyrir þessum mönnum fer ein- hver Philippe Blanc sem sendi mér tölvupóst 2. ágúst og bað mig um heilmikið viðtal um hvalveiðarnar,“ segir Kristján og les allan tölvupóst- inn fyrir blaðamann þar sem farið er fram á ítarlegt viðtal, heimsókn á starfsstöðvar og jafnvel fjölskyldu- sögu Kristjáns. Með hljóðnema á stöng „Þeir segjast svo koma hérna 6. ágúst og ég svaraði honum tveimur dögum síðar og sagðist ekki geta hitt hann á þessum tíma,“ segir Kristján. „Ef einhver sendir þér skeyti 2. ágúst, á þriðjudegi, og vill hitta þig á laugardegi er bara ekkert á vísan að róa með það og ég sagði honum það bara,“ segir Kristján sem þurfti að hverfa til Noregs 5. ágúst. Kveður hann þá Blanc svo hafa skipst á nokkrum tölvupóstum en ekki náð saman um fund. „Svo gerist það þarna í gær [fyrradag] að þessi dróni er að fljúga þarna yfir, ég var ekki þarna en sá myndskeið af þessu. Og uppi í hlíðinni er heilt gengi með meðal annars míkrófón á stöng, þetta var bara eins og eitt- hvert Hollywood-gengi,“ segir Kristján. Urðu alveg brjálaðir Starfsfólk hans hafi þá farið upp í hlíðina til að ræða við Blanc og hans fólk og þá verið í aðstöðu til að leggja hald á drónann. „Þeir voru eitthvað að tala við þá strákarnir sem vinna hjá mér og þá sér einn hvar dróninn liggur þarna ofan á tösku. Hann fer með hann og setur hann inn í bíl og þeir urðu alveg brjálaðir,“ segir Kristján. Téður Blanc hafi haft sig mest í frammi af hálfu Svisslendinga og þá hafi símtöl tekið að streyma inn frá lögreglunni á Akranesi. „Þeir hringja fjórum eða fimm sinnum og biðja okkur að afhenda lögreglunni drónann. Við sögðum bara nei, við þyrftum að hafa einhver sönnunar- gögn,“ segir Kristján sem nú hefur kært drónaflugið til lögreglu og hef- ur Morgunblaðið kæruna undir höndum. Margir sauðaþjófar á Íslandi „En hvort þeir kæri okkur fyrir að hafa stolið drónanum það veit ég ekki. Ég var skíthræddur við að lög- reglan afhenti þeim bara drónann aftur og segði svo bara „case clos- ed“. Þeir voru alltaf að hræða okkur með því að hægt væri að kæra okkur fyrir þjófnað og þá sagði ég nú bara „já já, það eru nú margir sauðaþjóf- ar á Íslandi, alls konar fólk úr Ís- lendingasögunum sem eru nú bara hetjur í dag“,“ segir Kristján og hlær. „Ég kann ekkert á dróna en þeir eru að senda þetta eitthvað, brjóta allar reglur loftferðalaga og ég veit ekki hvað. Þessir gæjar kunna enga mannasiði get ég sagt þér,“ heldur framkvæmdastjórinn áfram. Bíður eftir kæru Hann viti ekki hvað næst gerist í málinu. „Ég bíð bara eftir að þeir kæri, Svisslendingarnir, ég var nokkuð viss um að þeir væru bara komnir hingað til að ná í efni til að sjónvarpa í Sviss. Ég er nú búinn að vera í þessu lengi og ég þekki það vel að það þarf alltaf sjónvarpsefni, textinn einn segir ekki mikið á þess- um vettvangi og þessir menn voru bara hér á höttunum eftir slíku efni. Við afhendum þennan dróna ekki fyrr en við getum treyst því að lög- reglan rannsaki málið ofan í kjöl- inn,“ segir Kristján Loftsson að lok- um. Tóku svissneskan dróna traustataki - Flugið kært til lögreglu - „Eins og eitthvert Hollywood-gengi“ uppi í hlíð - Bíður eftir kæru frá Svisslendingum - Afhendi ekki drónann fyrr en ljóst sé að lögregla rannsaki málið ofan í kjölinn Kristján Loftsson Morgunblaðið/Kristvin Guðmundsson Sund- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur stóð fyrir Fossvogs- sundi í gærkvöldi þar sem synt er frá Nauthólsvík yfir í Kópavog, um 1.100 metra leið. Þátttakendum var gert að mæta vel hvíldir, vel nærðir og með skærlita sundhettu, öryggisins vegna. Þá syntu allir þátttakendur með baujur sem félaginu voru gefnar nýlega. Bátafylgd var á staðnum og synti vant sjósundsfólk með sundfólkinu, sem var boðið í heitan pott að sundi loknu til að ná í sig hita. Sundið er undanfari þess að fá að synda út í Viðey með félaginu. Fossvogssundið þreytt Blaðamennirnir fjórir sem notið hafa réttarstöðu sakbornings vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs hafa verið boðaðir til skýrslutöku að nýju af lögreglunni á Norðurlandi eystra. Tveir búnir í skýrslutöku Blaðamennirnir sem um ræðir eru þau Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir á Rík- isútvarpinu og Þórður Snær Júlíus- son og Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum. Þegar er búið að taka skýrslu af Þórði Snæ og Arnari Þór, en þær skýrslutökur fóru fram í gær. Kæra vegna stuldar á síma Páls Blaðamennirnir hlutu réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um svokallaða „skæruliðadeild“ Sam- herja, nokkra starfsmenn fyrir- tækisins sem þótti það ekki ganga nógu hart fram í vörn sinni vegna frétta af umsvifum þess í Namibíu. Þar á meðal er Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, en hann hefur lagt fram kæru til lögreglu vegna stuldar á síma og notkunar á gögnum úr honum. Eftir að tilkynnt var að blaðamennirnir hefðu stöðu sakbornings lét Aðalsteinn reyna á lögmæti aðgerðanna fyrir dómstól- um, en máli hans var vísað frá Hæstarétti. Blaðamennirnir til skýrslutöku á ný - Þórður Snær og Arnar Þór fóru í gær Þórður Snær Júlíusson Þóra Arnórsdóttir Aðalsteinn Kjartansson Arnar Þór Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.