Morgunblaðið - 12.08.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022
Scholl vörurnar fást í apótekum, Hagkaup, Fjarðarkaup, Stoð og á Heimkaup.is
Sléttar og fallegar fætur fyrir sumarið
með fótaraspstækinu frá Scholl
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Guðrún Sigríður Arnalds
Til eru foreldrar sem sjá fram á að
taka launalaust leyfi til þess að sinna
börnunum sínum, þar sem þau hafa
ekki fengið leikskólavist sem þeim
var lofað. Á meðal þeirra er fjöl-
skylda Sævars Helga Bragasonar.
„Við fluttum úr Garðabæ til Reykja-
víkur. Okkur var sagt að við fengjum
leikskólapláss í september og það
var í lagi út frá fæðingarorlofi og
slíku. Síðan kemur í ljós að því er
frestað um þrjá mánuði og hann fær
ekki pláss fyrr en í lok nóvember lík-
lega,“ segir Sævar en drengurinn
hans er nítján mánaða. „Annað okk-
ar þarf bara hreinlega að taka sér
launalaust leyfi úr vinnu í um það bil
tvo til þrjá mánuði eða nýta orlofið
sitt að hluta til. Það gæti valdið okk-
ur vandræðum á næsta ári,“ segir
Sævar.
Um 50 mótmæltu í Ráðhúsinu
Fjölskyldan sé því nokkuð ráða-
laus og voru Sævar og sonur hans
því á meðal þeirra fimmtíu sem
komu saman í Ráðhúsi Reykjavíkur
til þess að mótmæla úrræðaleysi í
málum fjölskyldna ungra barna.
„Við getum varla bæði verið tekju-
laus. Þetta kannski rétt sleppur ef
annað okkar er tekjulaust og hugsar
um drenginn á meðan en síðan fer ég
í verkefni í október sem ég get ekki
sleppt. Það er skandall að það sé ver-
ið að setja foreldra í þessa stöðu.
Þetta á bara að vera í lagi,“ segir
Sævar og bætir við að hann sé ekki
eina foreldrið sem standi frammi
fyrir þessum vanda.
Barnið tilbúið að fara á leikskóla
Sævar hefur þó mestar áhyggjur
af félagsþroska barnsins síns.
„Maður sér hversu tilbúið barnið
er til þess að fara á leikskóla og vera
innan um aðra krakka. Mér finnst
eins og það sé verið að fresta
ákveðnum þroska hjá krökkunum
með því að fresta þessu sí og æ,“ seg-
ir hann. Börn eigi að fá að leika sér
og vera innan um aðra á þessum
aldri. „Mig langar að sjá hann vera í
leikskóla. Rútínan að vakna, borða
og fara út á róló verður þreytt fyrir
alla, ekki bara krakka,“ segir hann.
„Fólk vill skýr svör“
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
segir í samtali við Morgunblaðið að
borgin hafi lengi haft í forgangi að
brúa bilið á milli fæðingarorlofs og
leikskólavistar.
„Við fengum að heyra á borgar-
ráðsfundi í morgun [gærmorgun] að
fólk vill skýr svör varðandi sitt barn
og vonandi ættu þau að nálgast í
þeim tilvikum sem þau hafa ekki ver-
ið veitt, eftir vinnu skóla- og frí-
stundasviðs,“ segir hann. Hún standi
yfir þessa dagana. „Það eru mörg
pláss að koma inn,“ segir Dagur og
nefnir í því samhengi að börn hafi
fengið vist á Mánagarði á Eggerts-
götu, sem síðan flytja yfir á leikskól-
ann Vingerði í Nauthólsvík. „Þá opn-
ast fleiri pláss á Eggertsgötunni,“
segir hann. Mótmælin gefi þó til
kynna að foreldrar hafi væntingar til
borgarinnar.
Vonbrigði að áætlanir
gengu ekki eftir
„Á síðasta kjörtímabili voru gerð-
ar metnaðarfullar áætlanir um að
taka inn tólf mánaða börn í septem-
ber. Það eru mikil vonbrigði að þær
áætlanir hafi ekki gengið upp,“ segir
Einar Þorsteinsson formaður borg-
arráðs. Tólf mánaða börnum var lof-
að leikskólaplássi áður en Framsókn
steig inn í meirihlutasamstarfið.
Einar segist hafa óskað eftir skýr-
ingum frá skóla- og frístundasviði á
því að áætlanir hafi ekki gengið upp
þegar honum fóru að berast tölvu-
póstar frá ósáttum foreldrum.
Sviðsstjóri skóla- og frístunda-
sviðs gaf borgarráði í gær munnlega
skýrslu um stöðu innritana barna inn
á leikskóla og hvers vegna þær áætl-
anir hafi ekki staðist.
„Gögnin liggja að einhverju leyti
fyrir hér hjá borginni. Svo er verið
að móta tillögur um það hvað er
hægt að gera til þess að bregðast við
þessum bráðavanda sem foreldrar
þessara barna standa frammi fyrir
núna,“ segir Einar. Á fundi borgar-
ráðs hafi hann lagt áherslu á að horft
yrði út fyrir rammann og lausnir
fundnar hratt og örugglega.
„Ég vonast til þess að fá tillögur á
þessum málum inn á næsta fund
borgarráðs í næstu viku. En að sjálf-
sögðu væri gott að fá þær fyrr ef
mögulegt er,“ segir Einar í lokin.
Morgunblaðið/Eggert
Mótmælt Foreldrar mættu með börnin í Ráðhúsið, rétt áður en fundur
borgarráðs hófst í gær. Sumum voru boðin pláss sem ekki eru enn til.
Morgunblaðið/Eggert
Láta í sér heyra Sævar (t.h.) segir það hafa komið fjölskyldu sinni illa að fá ekki leikskólavist líkt og lofað var.
Foreldrar taka á sig launalækkun
- Um 50 manns mótmæltu í Ráðhúsinu vegna leikskólavandans - Frestanir koma foreldrum illa
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
segir borgina bjóða börnum leik-
skólavist þegar sæmilegur fyrir-
sjáanleiki sé fyrir hendi en almenna
reglan sé að bjóða pláss ekki án þess
að þau fyrirfinnist.
Dagur segir borgarráð bíða eftir
yfirliti yfir stöðu mála hvað varðar
innritun barna í leikskóla í haust.
Hún muni liggja fyrir í næstu viku.
„Ég held að það að foreldrar láti
heyra í sér þýði að væntingar eru
um að þetta muni ganga. Fólk vill
auðvitað skóla í sínu hverfi og ná-
lægt sínu heimili. Það er það sem við
erum að tryggja í okkar áætlunum,“
segir hann. Engin tilboð hafi borist í
útboði á nýjum miðborgarleikskóla,
sem hafi sett strik í reikninginn. Þá
seinkaði einnig opnun leikskóla í
Nauthólsvík en á móti hafa ný pláss
boðist.
Börnum hefur verið boðin leik-
skólavist án þess að leikskólar séu
tilbúnir. Er þetta tengt því að fram-
kvæmdum hafi seinkað?
„Það er ekki almenna reglan. Al-
menna reglan er að bjóða pláss þeg-
ar það er sæmilegur fyrirsjáanleiki.
Stundum er það gert með ákveðnum
fyrirvörum sem fólk veit þá af,“ seg-
ir Dagur og heldur áfram: „Auðvitað
vill maður að þetta liggi eins skýrt
fyrir og hægt er vegna þess að for-
eldrar þurfa eins og aðrir að gera
sínar áætlanir. Það er ekki gott fyrir
foreldra eða aðstæður þeirra ef
þessar áætlanir raskast af ein-
hverjum ástæðum sem eru utan þess
sem foreldrar geta sjálfir haft áhrif
á. Það skilur maður auðvitað,“ segir
hann.
Dagur vonast til þess að borgin
geti gefið foreldrum skýrari svör í
næstu viku.
Morgunblaðið/Eggert
Leikskólar Dagur ræðir við mót-
mælendur í gærmorgun.
„Væntingar“
hjá foreldrum
- Fá brátt yfirlit yfir leikskólamálin