Morgunblaðið - 12.08.2022, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.08.2022, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022 Sími 587 1717 www.sulatravel.is Stangarhyl 1 , 110 Reykjavík KARÍBAHAF 17.-29. nóvember Verð frá kr. 495.000 á mann í 2ja manna inniklefa með PREMIUM ALLT INNIFALIÐ ORLANDO - COZUMEL - COSTA MAYA - ROATÁN - HARVEST CAYE ALLT INNIFALIÐ Í ÖLLUM SIGLINGUM EKKI BORGA MEIRA EN ÞÚ ÞARFT 8 sæti laus Free at Sea 12. ágúst 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 136.27 Sterlingspund 165.11 Kanadadalur 105.78 Dönsk króna 18.778 Norsk króna 14.094 Sænsk króna 13.462 Svissn. franki 143.83 Japanskt jen 1.0111 SDR 180.16 Evra 139.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.191 Logi Sigurðarson logis@mbl.is Töluvert hefur verið rætt um framtíð Sýnar að undanförnu, eftir að Gavia Invest, nýstofnað fjárfestingafélag, eignaðist fyrir stuttu um 20% hlut í Sýn. Sýn á Stöð 2 og Voda- fone. Raddir um að það eigi að skipta upp fyrir- tækinu, leggja niður fréttastofu fyrirtækisins og að það sé búið að ráða nýjan for- stjóra, hafa berg- málað í fundarherbergjum undanfar- ið, samkvæmt heimildum blaðsins. Reynir Finndal Grétarsson, stofn- andi Creditinfo og meirihlutaeigandi í Gavia Invest, segir í samtali við Morgunblaðið að fólk geti andað létt- ar. Ekki sé búið að taka neinar ákvarðanir um framtíð Sýnar. Ætla ekki að skemma verðmæti „Fólk er hrætt um að við ætlum að taka völdin og slíta þetta í sundur með illu. Þetta er ekkert svoleiðis, við ætl- um okkur ekki að skemma verðmæti sem eru til staðar,“ segir hann. „Þetta er ekki óvinveitt yfirtaka eða nein læti að fara í gang. Þetta er flott og spennandi fyrirtæki. Við vild- um taka góðan hlut og koma inn í þetta. Auðvitað ætlum við að hafa áhrif og við teljum að við getum kom- ið með eitthvað að borðinu.“ Reynir og Jón Skaftason hafa boðið sig fram í stjórnarkjör Sýnar sem fer fram á hluthafafundi félagsins í lok mánaðar. „Jón er okkar fyrsti maður, svo verð ég bara kosinn ef hluthafarnir vilja það en annars ekki. Það fer sem fer. Við erum alveg slakir með þetta. Ef ég fer ekki inn, þá fer ég kannski inn á næsta aðalfundi og það er bara allt í lagi. Það er eiginlega mikilvæg- ara að það verði fundinn góður for- stjóri, því það er ekkert smá skarð að fylla. Það er mikilvægara en það hvernig stjórnin er skipuð.“ Ætti að kosta meira Spurður hvort Gavia hafi ákveðinn forstjóra í huga svarar Reynir því neitandi. Ný stjórn muni fjalla um málið eftir næsta hlutahafafund. Reynir talaði um rétt gengi félagsins í viðtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku. Spurður hvert sé rétt gengi fé- lagsins og hvað Gavia hyggist gera ef markaðsverð Sýnar hækkar ekki á næstunni svarar Reynir því að erfitt sé fyrir hann að segja til um virði fyrirtækisins. Að hans mati ætti fyrir- tækið þó að vera mun meira virði en hlutabréfaverðið gefur til kynna í dag. „Hugsunin er sú að tala meira um það þegar okkar fulltrúi er kominn í stjórn og við kynnumst fyrirtækinu og skiljum það betur. Þá sjáum við möguleikana og hvað tækifærin eru stór. En ef markaðurinn hefur enga trú á því að þessi fyrirtæki eigi að vera saman, þá hlýtur það á endanum að koma til skoðunar að það verði greint þarna á milli. Hvort sem það verður svo eitt eignarhaldsfélag sem á bæði fyrirtækin þar undir eða þeim verið skipt upp í tvö mismunandi fé- lög og hluthafar fái bréf í báðum. Þetta snýst um þessa grunnhugsun, þetta eru svo miklar eignir að það ætti að vera verðmætara,“ segir Reynir. Uppgjöf að leysa félagið upp „Það var markmiðið með samrun- anum og það hlýtur að vera okkar markmið fyrst og fremst að fyrir- tækið sé verðmætara saman en upp- lausnarverðið. Það væri ákveðin upp- gjöf ef menn leystu fyrirtækið upp.“ Nú hafa aðrir viðskiptamenn byrj- að að sópa til sín bréfum Sýnar. Reyn- ir segir að þeir tengist Gavia ekki á neinn hátt en ánægjulegt sé að aðrir sjái tækifæri í fyrirtækinu, líkt og þeir sjálfir. „Mér var sagt að það væri mikill fjöldi af nýjum hluthöfum, þá sérstaklega litlum. Fólk sem er að kaupa fyrir nokkur hundruð þúsund og hugsar með sér; hérna er eitthvað sniðugt að fara í gang.“ Hvert er stefnan sett? „Ég held að þetta fyrirtæki sé van- metið. Þetta er ofsalega öflugt fyrir- tæki og mikill auður í starfsmönnum. Besta fólk á landinu á sínu sviði er þarna. Ég held að leiðin liggi bara upp á við. Það voru erfiðleikar tengdir yfirtökunni á 365, sem eru nú að baki. Svo ég held að það sé bara bjart fram undan hjá þessu fyrirtæki.“ „Þetta er ekki óvinveitt yfirtaka“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kaflaskipti Ný stjórn Sýnar verður kosin í lok mánaðar og þá verður tekin ákvörðun um eftirmann Heiðars. - Gavia Invest fer með um 20% hlut- Upplausn kæmi til skoðunar ef gengið hreyfist ekki næstu ár - Fyrirtækið vanmetið - Jón og Reynir bjóða sig fram í stjórnarkjöri - Fjöldi nýrra hluthafa Reynir Finndal Grétarsson Hluthafi Milljónir hluta Hlutur % Gildi lífeyrissjóður 35,4 13,21% Gavia Invest ehf. 29,3 10,92% Arion banki hf. 25,4 9,46% Kvika banki hf. 25,4 9,45% Lífeyrissjóður verslunarmanna 24,8 9,25% Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, A-deild 21,9 8,15% Birta lífeyrissjóður 13,7 5,11% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 10,2 3,8% Akta Stokkur hs. 8,6 3,21% Festa lífeyrissjóður 7,4 2,74% Hluthafi Milljónir hluta Hlutur % Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, B-deild 5,1 1,91% Halldór Kristmannsson 4,2 1,57% Tækifæri ehf. 4,1 1,53% Acadian Frontier Markets Equity 3,7 1,39% Akta HL1 3,5 1,32% Landsbankinn hf. 3,2 1,18% Akta HS1 3,1 1,17% Íslandsbanki hf. 3,0 1,14% Stefnir – Innlend hlutabréf hs. 3,0 1,11% Almenni lífeyrissjóðurinn 2,8 1,04% 20 stærstu hluthafar í Sýn 8. ágúst 2022* Heimild: Sýn *Ekki er tekið tillit til framvirkra samninga Meðalverð á eldsneyti fór í gær, fimmtudag, undir fjóra bandaríkja- dali á gallonið í fyrsta skipti síðan í byrjun mars (eitt gallon er 3,8 l). Hæst fór verðið í 5,2 dali á gallon í júní, en hækkandi eldsneytisverð hefur iðulega mikil áhrif á bæði þjóð- málaumræðu vestanhafs, sem og á ferðalög Bandaríkjamanna. Til marks um það var sala á eldsneyti í júlí minni í ár en hún var í júlí 2020, þegar kórónuveirufaraldurinn var í hámarki og ferðalög takmörkuð. Bandarísk stjórnvöld hafa legið undir ámæli á liðnum misserum fyrir hækkandi eldsneytisverð – samhliða umræðu um hærri verðbólgu. Nú hafa stjórnvöld brugðið á það ráð að auka við framboð eldsneytis með því að setja um 180 milljón tunnur af hráolíu, sem áður voru hluti af vara- birgðum stjórnvalda, í umferð. Verð á Brent-hráolíu hefur farið nokkuð hratt lækkandi frá því að verðið náði hámarki um miðjan júní. Þá náði verðið um 128 dölum á tunnu en fór í lok síðustu viku niður í 94 dali á tunnu. Verð á Brent-olíu var í gær um 100 dalir en markaðsaðilar vestanhafs telja ólíklegt að olíuverð hækki mikið frekar. Það mun þó ráðast af framboði af olíu, sem hefur aukist á liðnum vikum. AFP Eldsneyti Gallonið lækkar lítillega. Eldsneytisverð lækkar vestanhafs - Eldsneytisverð hefur mikil áhrif á ferðalög og umræðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.