Morgunblaðið - 12.08.2022, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.08.2022, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í gærkvöldi um ástandið við kjarnorkuverið í Saporisjía, stærsta kjarnorkuver Evrópu, þar sem stór- skotahríð hefur verið nokkra undan- farna daga. Í gær var gerð eldflauga- árás á svæði nálægt geymslu fyrir geislavirk efni, og sökuðu Rússar og Úkraínumenn hvorir aðra um að hafa framkvæmt árásina. Kjarnorkustofnun Úkraínu, Energoatom, sagði að Rússar hefðu skotið eldflaugum nálægt einum af sex kjarnaofnum versins, og hefði skothríðin valdið því að mikill reykur hefði komið upp, og nokkrir af geislamælum versins sködduðust. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði í gær að það styddi ákall Sam- einuðu þjóðanna og annarra ríkja um að herlausu svæði yrði komið á fót í kringum verið hið fyrsta, og að verinu, sem Rússar hertóku í mars, yrði skilað til Úkraínumanna. Volodimír Selenskí Úkraínufor- seti ávarpaði í gær ráðstefnu í Kaup- mannahöfn þar sem fjallað var um aukin framlög til styrktar Úkraínu vegna stríðsins. Sagði Selenskí þar að Rússar hefðu breytt kjarnorku- verinu í vígvöll og herða þyrfti á refsiaðgerðum gegn Rússlandi, sem væri hryðjuverkaríki. Harðorð þingsályktun Selenskí vísaði þar til þingsálykt- unar sem lettneska þingið sam- þykkti í gær, þar sem Rússland var fordæmt sem ríki „sem styddi við bakið á hryðjuverkum“ og skoraði þingið á aðrar þjóðir að taka undir þá yfirlýsingu. Sagði í ályktuninni að aðgerðir Rússa í Úkraínu væru „skipulagt þjóðarmorð gegn úkraínsku þjóð- inni“ og að líta ætti á árásir þeirra á óbreytta borgara sem hryðjuverk. Þá hvatti þingið sérstaklega til þess að Evrópusambandið myndi hætta að gefa út vegabréfsáritanir til ferðamanna frá Rússlandi og Hvíta- Rússlandi. Þá skoraði þingið á al- þjóðasamfélagið að beita Hvít-Rússa sömu refsiaðgerðum og Rússa, þar sem þeir hefðu stutt við og tekið þátt í innrásinni. Dmítró Kúleba utanríkisráðherra Úkraínu fagnaði ályktun lettneska þingsins og sagði hana löngu tíma- bæra, en María Sakaróva, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði að ályktunin væri ekkert annað en útlendingafælni. Umtalsvert tjón í Saki Gervihnattamyndir, sem sýna af- leiðingar árásar Úkraínumanna á Saki-herflugvöllinn á Krímskaga á þriðjudaginn, benda til þess að Rúss- ar hafi misst á bilinu 8-24 herþotur í árásinni. Þá má einnig greina olíu- birgðatanka og aðrar byggingar við flugstöðina, sem hafi verið lagðar í rúst í árásinni. Enn er á huldu hvaða vopnum Úkraínumenn beittu við árásina, en þeir hafa lítið vilja gefa upp um það, en flugstöðin er um 225 kílómetrum frá víglínunni, sem aftur bendir til þess að þeir ráði nú yfir langdrægari vopnum en áður. Úkraínskir embættismenn hafa hins vegar gefið til kynna að árásin marki upphaf gagnárásar þeirra í suðurhluta Úkraínu, og að þeir búist við hörðum átökum þar í ágúst og september. Þannig sagði Selenskí í yfirlýsingu í fyrradag að stríðið hefði „hafist í Krím og yrði að ljúka í Krím – með frelsun skagans“. Rússar hafa á sama tíma gefið upp ýmsar misvísandi útskýringar á árásinni, og neitað að um árás hafi verið að ræða. Rússneska varnar- málaráðuneytið hefur t.d. neitað að nokkur flugvél hafi skaddast í sprengingunni, og höfðu embættis- menn í ráðuneytinu m.a. sagt að eld- varnarreglum hafi ekki verið fylgt. Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands sagði í fyrrakvöld að Bret- ar hefðu útilokað nær allar „afsak- anir“ Rússa á sprengingunum við flugstöðina. „Ég held það sé ljóst að þetta er ekki eitthvað sem gerist við að einhver missi sígarettu.“ Árásin er talin auka líkurnar á því að Rússar flýti fyrirhugaðri „þjóðar- atkvæðagreiðslu“, þar sem ætlunin er að fá fram þá niðurstöðu að þau héruð Úkraínu, sem hertekin hafa verið af Rússum, verði sameinuð Rússlandi, en áður hafði verið stefnt að því að hún færi fram 11. septem- ber næstkomandi. AFP/Maxar Technologies Eyðilegging Í þessari gervihnattamynd frá Maxar Technologies sést hversu mikið tjón hlaust af árás Úkraínumanna á Saki-herflugvöllinn á þriðjudag. Aftur ráðist að verinu - Öryggisráð SÞ fundaði um kjarnorkuverið í Saporisjía - Lettneska þingið for- dæmir Rússa - Árásin á Krímskaga marki upphaf gagnsóknar í Kerson-héraði Frönsk stjórnvöld greindu frá því í gær að sex aðrar aðildarþjóðir Evr- ópusambandsins ætluðu að senda slökkvilið til landsins til þess að aðstoða Frakka við að kveða niður gróðurelda, sem nú leika lausum hala víða um landið. Grikkir og Belgar munu senda slökkviliðsflugvélar til Frakklands, og þá eru slökkviliðsmenn frá Aust- urríki, Póllandi, Rúmeníu og Þýska- landi einnig á leiðinni. Emmanuel Macron Frakklandsforseti þakkaði þessum þjóðum fyrir á twittersíðu sinni í gær. Geisa nú átta stórir gróðureldar í Frakklandi, og sagði Macron að um 10.000 slökkviliðs- menn og aðrar öryggissveitir væru að glíma við eldsvoðana í Frakk- landi. „Þessir hermenn eldsins eru hetjur okkar,“ sagði hann. Stærsti eldurinn er í suðvestur- hluta Frakklands, og hefur hann geisað síðan í júlí. Náði hann að leggja í eyði um 14.000 hektara í júl- ímánuði einum. Höfðu slökkviliðs- menn náð tökum á eldinum, en hann blossaði upp að nýju á þriðjudag. Hafa um 6.800 hektarar til viðbótar orðið eldinum að bráð, auk þess sem 17 heimili hafa brunnið til kaldra kola. Þá hafa um 10.000 manns neyðst til að flýja heimili sín í suð- vesturhluta Frakklands. FRAKKLAND AFP/Philippe Lopez Bruni Eldur í furutrjám nálægt Saint- Magne í Suðvestur-Frakklandi. Fá aðstoð slökkvi- liðs frá sex ríkjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.