Morgunblaðið - 12.08.2022, Side 26
EVRÓPUKEPPNI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Víkingur úr Reykjavík og Breiðablik
féllu bæði úr leik þegar þau léku síðari
leiki sína ytra í 3. umferð Sambands-
deildar UEFA í knattspyrnu karla í
gærkvöldi.
Niðurstaðan var sérlega grátleg
fyrir ríkjandi Íslands- og bikarmeist-
ara Víkings sem sýndu af sér hetju-
lega baráttu gegn ríkjandi Póllands-
meisturum Lech Poznan og náðu til að
mynda að knýja fram framlengingu en
urðu að lokum að sætta sig við 1:4-tap
og samanlagt 2:4-tap eftir að hafa unn-
ið fyrri leikinn á Víkingsvelli í síðustu
viku, 1:0.
Víkingur hóf leikinn í Poznan í gær-
kvöldi af feiknakrafti og fékk frábær
tækifæri til þess að ná forystunni áður
en stundarfjórðungur var liðinn af
leiknum en þeim Ara Sigurpálssyni,
Helga Guðjónssyni og Erlingi Agnars-
syni brást öllum naumlega bogalistin.
Lech fékk einnig sín færi og náði
forystunni eftir rúmlega hálftíma leik
þegar Mikael Ishak fyrirliði liðsins
skoraði með laglegu skoti eftir sof-
andahátt í vörn Víkings. Skömmu fyrir
leikhlé tvöfaldaði Kristoffer Velde for-
ystu heimamanna með skoti af stuttu
færi eftir sofandahátt hjá Loga Tóm-
assyni og staðan því 2:0 í leikhléi og 2:1
samanlagt.
Í síðari hálfleik fékk Lech ógrynni
dauðafæra, sér í lagi undir lok venju-
legs leiktíma þegar Víkingur færði lið
sitt framar til þess að freista þess að
minnka muninn og jafna þar með ein-
vígið í 2:2. Öll þessi færi heimamanna
fóru þó forgörðum og þar átti Ingvar
Jónsson í marki Víkings stærstan hlut
að máli enda átti hann sannkallaðan
stórleik.
Hádramatískt mark Danijels
Þegar öll nótt virtist úti fyrir Víking
minnkaði liðið muninn í 2:1 á síðustu
mínútu uppbótartíma venjulegs leik-
tíma, þeirri fimmtu, og knúði þannig
fram framlengingu á hádramatískan
hátt. Ari gaf þá laglega sendingu inn
fyrir á Erling sem var með pláss
hægra megin í vítateignum, renndi
boltanum glæsilega þvert fyrir markið
og varamaðurinn Danijel Dejan Djuric
stýrði boltanum upp í þaknetið af
markteig, hans fyrsta mark fyrir Vík-
ing. Þetta reyndist síðasta spyrna
venjulegs leiktíma.
Í framlengingunni tókst varamann-
inum Filip Marchwinski að koma Lech
í 3:1-forystu á 96. mínútu með föstu
skoti, rétt utan D-bogans, sem Ingvar
varði upp í markhornið.
Fráleitt rautt spjald Júlíusar
Víkingur var með fína stjórn á leikn-
um eftir markið en á 110. mínútu fékk
Júlíus Magnússon sitt annað gula
spjald og þar með rautt. Eftir það
þyngdist róðurinn umtalsvert.
Rauða spjaldið var sérlega súrt þar
sem Júlíus fékk bæði gulu spjöldin fyr-
ir tvær fullkomlega löglegar og ein-
faldlega frábærar tæklingar þar sem
hann náði til boltans en austurrískur
dómari leiksins, Julian Weinberger, sá
tæklingar fyrirliðans með allt öðrum
augum af einhverjum ástæðum.
Á 116. mínútu fékk Lech dæmda
vítaspyrnu þegar Davíð Örn Atlason
handlék boltann innan vítateigs.
Afonso Sousa steig á vítapunktinn en
vítabaninn Ingvar sá við honum og
varði frábærlega. Skömmu síðar tókst
Sousa þó að skora fjórða mark Lech
þegar Marchwinski stakk boltanum
inn fyrir, Sousa lék á Ingvar og renndi
boltanum í netið.
Þrátt fyrir að vera úr leik geta Vík-
ingar gengið afar stoltir frá borði enda
frammistaða þeirra í Evrópukeppni
frábær í ár.
Tyrkirnir of sterkir fyrir Blika
Breiðablik átti enn erfiðara verkefni
fyrir höndum gegn tyrkneska liðinu
Istanbúl Basaksehir eftir að hafa tap-
að fyrri leiknum á Kópavogsvelli, 1:3, í
síðustu viku. Hafði Basaksehir að lok-
um 3:0-sigur og vann einvígið því sam-
anlagt 6:1.
Í leiknum í Istanbúl í gærkvöldi
tókst Blikum að halda Basaksehir vel í
skefjum nánast allan fyrri hálfleikinn.
Heimamenn voru þó sterkari aðilinn
og fengu nokkur hættuleg færi. Ítalski
sóknarmaðurinn Stefano Okaka braut
loks ísinn með skoti af stuttu færi
skömmu fyrir leikhlé og staðan því 1:0
í hálfleik.
Síðari hálfleikurinn þróaðist á svip-
aðan hátt þar sem Basaksehir stjórn-
aði ferðinni en Blikar vörðust. Á 74.
mínútu tvöfaldaði Ahmed Touba for-
ystuna er hann fylgdi eftir skoti liðs-
félaga síns. Danijel Aleksic, sem skor-
aði tvívegis í fyrri leiknum í síðustu
viku, rak svo smiðshöggið með þriðja
markinu á 84. mínútu sem kom eftir
gott skot hans frá vítateigslínu.
Blikar gerðu sitt besta til þess að
halda í við Tyrkina í einvíginu en þeir
reyndust einfaldlega of sterkir.
Víkingur og Breiðablik úr leik
Ljósmynd/Istanbúl Basaksehir
Erfitt Omar Sowe í leik Breiðabliks gegn Istanbúl Basaksehir í gærkvöldi.
Blikar léku vel í Evrópukeppni í ár en Basaksehir reyndist of sterkt lið.
- Víkingar knúðu fram framlengingu í Póllandi með dramatísku marki Danijels
- Stórleikur Ingvars dugði ekki til - Blikar mættu ofjörlum sínum í Tyrklandi
Ljósmynd/Lech Poznan
Rautt Júlíus Magnússon fyrirliði Víkings í skallabaráttu í leik liðsins gegn
Lech Poznan í gærkvöldi. Júlíus fékk skrítið rautt spjald í leiknum.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2022
Mjólkurbikar karla
8-liða úrslit:
Kórdrengir – FH...................................... 2:4
Lengjudeild kvenna
Grindavík – Fjölnir .................................. 2:0
HK – Haukar ............................................ 4:1
Staðan:
FH 13 10 3 0 39:7 33
HK 14 10 2 2 28:12 32
Tindastóll 13 8 4 1 23:7 28
Víkingur R. 13 8 2 3 24:15 26
Fjarð/Hött/Leik. 13 7 3 3 28:17 24
Grindavík 14 4 2 8 10:24 14
Fylkir 13 2 6 5 10:17 12
Augnablik 13 4 0 9 17:26 12
Fjölnir 14 1 1 12 6:31 4
Haukar 14 1 1 12 10:39 4
3. deild karla
Vængir Júpíters – Augnablik.................. 1:2
Staðan:
KFG 15 9 4 2 33:19 31
Dalvík/Reynir 15 10 1 4 35:23 31
Sindri 15 8 4 3 33:21 28
Víðir 15 7 5 3 29:18 26
Augnablik 16 6 5 5 22:24 23
KFS 15 7 2 6 30:33 23
Elliði 15 6 3 6 28:29 21
Kormákur/Hvöt 15 6 2 7 28:26 20
Kári 15 6 2 7 26:28 20
Vængir Júpiters 16 4 1 11 27:42 13
KH 15 3 2 10 17:32 11
ÍH 15 3 1 11 27:40 10
Evrópudeild karla
3. umferð, seinni leikir:
Slovan Bratislava – Olympiacos ............ 2:2
- Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópnum hjá Olympiacos.
_ Olympiacos áfram, eftir vítakeppni.
HJK – Maribor ......................................... 1:0
_ HJK áfram, 3:0 samanlagt.
Slovacko – Fenerbahce............................ 1:1
_ Fenerbahce áfram, 4:1 samanlagt.
Zürich – Linfield....................................... 3:0
_ Zürich áfram, 5:0 samanlagt.
Dudelange – Malmö ................................. 2:2
_ Malmö áfram, 5:2 samanlagt.
Partizan – AEK ........................................ 2:2
_ AEK áfram, 4:3 samanlagt.
Sambandsdeild karla
3. umferð, seinni leikir:
Istanbul Basaksehir – Breiðablik ........... 3:0
_ Basaksehir áfram, 6:1 samanlagt.
Lech Poznan – Víkingur R...............(frl.) 4:1
_ Lech Poznan áfram, 4:2 samanlagt.
Antwerp – Lilleström ............................. 2:0
- Hólmbert Aron Friðjónsson lék fyrstu
65 mínúturnar hjá Lilleström.
_ Antwerp áfram, 5:1 samanlagt.
Panathinaikos – Slavia Prag.................. 1:1
- Hörður Björgvin Magnússon lék allan
leikinn hjá Panathinaikos.
_ Slavia Prag áfram, 3:1 samanlagt.
Sligo Rovers – Viking ............................. 1:0
- Patrik Sigurður Gunnarsson og Samúel
Kári Friðjónsson léku allan leikinn hjá Vik-
ing.
_ Viking áfram, 5:2 samanlagt.
Kisvarda – Molde..................................... 2:1
- Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki
með Molde vegna meiðsla.
_ Molde áfram, 4:2 samanlagt.
Önnur helstu úrslit:
Basel – Bröndby ....................................... 2:1
_ Basel áfram, eftir vítakeppni.
Djurgården – Sepsi .................................. 3:1
_ Djurgården áfram, 6:2 samanlagt.
Anderlecht – Paide................................... 3:0
_ Anderlecht áfram, 5:0 samanlagt.
Shkendija – AIK....................................... 1:1
_ AIK áfram, eftir vítakeppni.
KÍ Klaksvík – Ballkani............................. 2:1
_ Ballkani áfram eftir vítakeppni.
Katar
Al-Arabi – Al Rayyan.............................. 2:1
- Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
hjá Al-Arabi.
>;(//24)3;(
EM U16 karla
B-deild í Búlgaríu, B-riðill:
Lúxemborg – Ísland............................. 49:90
>73G,&:=/D
Knattspyrna
Mjólkurbikar kvenna, undanúrslit:
Garðabær: Stjarnan – Valur.................19.45
Lengjudeild karla, 1. deild:
KR-völlur: KV – Fjölnir
Seltjarnarnes: Grótta – Afturelding
Lengjudeild kvenna, 1. deild:
Kaplakriki: FH – Augnablik
2. deild karla:
Ólafsfjörður: KF – Völsungur
Laugardalur: Þróttur R. – Magni
3. deild karla:
Akraneshöllin: Kári – Elliði
Garður: Víðir – KH
Skessan: ÍH – KFG
2. deild kvenna:
ÍR-völlur: ÍR – ÍH
Hveragerði: Hamar – Fram
Álftanes: Álftanes – KH
Í KVÖLD!
Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður
í körfubolta, gekk í gær í raðir Rytas
Vilnius, meistaraliðs Litháens. Hann
kemur til félagsins frá Tortona á Ítal-
íu. Elvar þekkir vel til körfuboltans í
Litháen en hann lék afar vel með Si-
auliai tímabilið 2020/2021. Skoraði
hann 15 stig og gaf átta stoðsendingar
að meðaltali í leik í efstu deild Lithá-
ens.
Rytas vann 26 leiki af 30 í deildinni á
síðustu leiktíð og varð svo meistari eft-
ir 4:1-sigur á Lietkabelis í úrslitum um
meistaratitilinn. Liðið leikur í Meist-
aradeild Evrópu á komandi leiktíð.
Elvar í meist-
aralið Litháens
Ljósmynd/FIBA
Litháen Elvar Már Friðriksson
samdi við meistaraliðið í Litháen.
Kvennalandslið Íslands í áhaldafim-
leikum tók í gær þátt í Evrópu-
mótinu í fimleikum í München í
Þýskalandi en féll úr leik þrátt fyr-
ir góða frammistöðu.
Í þremur af fjórum áhöldum fékk
Thelma Aðalsteinsdóttir flest stig
íslensku keppendanna; í stökki, á
tvíslá og á jafnvægisslá. Alls hlaut
hún 47.432 stig í fjölþrautinni, þ.e.
öllum fjórum áhöldunum, sem Hild-
ur Maja Guðmundsdóttir og Agnes
Suto tóku einnig þátt í. Í gólfæfing-
um fékk Margrét Lea Kristinsdóttir
flest stig Íslendinganna.
Ljósmynd/Auður Sigbergsdóttir
EM Thelma Aðalsteinsdóttir fékk
alls 47.432 stig í fjölþrautinni.
Thelma stiga-
hæst hjá Íslandi
Víkingur R. - Lech Poznan 4:1
1:0 Mikael Ishak 32.
2:0 Kristoffer Velde 44.
2:1 Danijel Dejan Djuric 90.
3:1 Filip Marchwinski 96.
4:1 Afonso Sousa 119.
Rautt spjald: Júlíus Magnússon (Vík-
ingi) 110.
Dómari: Julian Weinberger, Austurríki
Áhorfendur: Um 12.000
Víkingur R.: (5-4-1) Mark: Ingvar Jóns-
son. Vörn: Karl F. Gunnarsson, Viktor
Ö. Andrason (Birnir S. Ingason 74), Oli-
ver Ekroth, Kyle McLagan, Logi Tóm-
asson (Davíð Ö. Atlason 46). Miðja: Er-
lingur Agnarsson, Júlíus Magnússon,
Pablo Punyed, Ari Sigurpálsson (Arnór
B. Guðjohnsen 114). Sókn: Helgi Guð-
jónsson (Danijel D. Djuric 46).
Basaksehir - Breiðablik 3:0
1:0 Stefano Okaka Chuka 44.
2:0 Ahmed Touba 74.
3:0 Danijel Aleksic 84.
Dómari: Tamás Bognár, Ungverjalandi
Áhorfendur: Um 5.000
Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari
Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunn-
laugsson (Viktor Elmar Gautason 85),
Damir Muminovic, Mikkel Qvist, Dagur
Dan Þórhallsson. Miðja: Viktor Karl
Einarsson (Elfar Freyr Helgason 85),
Andri Rafn Yeoman (Anton Logi Lúð-
víksson 75), Gísli Eyjólfsson. Sókn: Jas-
on Daði Svanþórsson (Sölvi Snær Guð-
bjargarson 85), Kristinn Steindórsson,
Omar Sowe (Davíð Ingvarsson 46).