Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 8. Á G Ú S T 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 192. tölublað . 110. árgangur .
19.–21. ágúst
Vítamín-
dagar!
25%
LAS ALLTAF
UPPHÁTT FYRIR
HUNDINN
TÆKIFÆRI TIL AÐ
BLÓMSTRA Á NÝ
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
NÝTT STARFSÁR SINFÓ 52 FINNA VINNU 12 SÍÐURDAGLEGT LÍF 12
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Íslenska matvælafyrirtækið Good
Good er komið með fótinn inn fyrir
þröskuldinn hjá verslanarisanum
Walmart í Bandaríkjunum. Þannig
fást vörur Good Good í 3.500 versl-
unum fyrirtækisins. Frá þessur
greinir Garðar Stefánsson, stofn-
andi og forstjóri Good Good í við-
tali í Dagmálum í dag. Fyrirtækið
stofnaði hann ásamt þeim Agnari
LeMacks og Jóhanni Inga Krist-
jánssyni árið 2015.
Velta fyrirtækisins nam tæpum
milljarði í fyrra og segir Garðar að
það stefni í að umsvifin tvöfaldist á
þessu ári. Hann vill ekki fullyrða
hver vöxturinn verður á komandi
árum en viðurkennir þó að stefnan
sé sett á mun meiri stærðarhag-
kvæmni. Hann telur ákjósanlegt
að veltan aukist upp í tug eða tugi
milljarða á komandi árum.
Fleiri sneiða hjá sykurneyslu
Good Good var stofnað í kring-
um þá hugmynd að auka framboð
á sykurlausum vörum. Notar fyrir-
tækið stevíu og erythritól í stað
sykurs en það eru efni sem
tryggja sætu í matvælum án
þeirra áhrifa sem sykurneysla leið-
ir af sér. Garðar segir markaðinn
fyrir sykur- og kolvetnaskertar
vörur í miklum vexti. Þar ráði
bæði áhersla fólks á heilbrigðari
lífsstíl en einnig sú staðreynd að
sykursýki sé að verða æ útbreidd-
ara vandamál. Það á ekki síst við
um Bandaríkin en þar hefur fyrir-
tækið haslað sér völl með afger-
andi hætti, nú síðast með samn-
ingnum við Walmart. Um 60% af
tekjum fyrirtækisins koma frá
Bandaríkjunum þótt það dreifi
einnig vörum sínum víða um Evr-
ópu.
Ná samningi við Walmart
- Vörur Good Good komnar í 3.500 verslanir keðjunnar - Velta matvælafyrirtæk-
isins tvöfaldist í ár og nemi tveimur milljörðum króna - Stefna á hagnað árið 2025
Nýsköpun
» Good Good var stofnað árið
2015 og hverfðist fyrst um
framleiðslu bragðefna úr
stevíudropum.
» Vörur fyrirtækisins, án við-
bætts sykurs, eru fjölbreyttar
en sultur vinsælastar.
» Setti sykurlaust hnetusmjör
á markað í þessari viku.
» Vaxtartækifærin mikil að
sögn stofnanda.
MBandaríkin spennandi … »10
_ Viðkoma rjúp-
unnar á Norð-
austurlandi hef-
ur aldrei verið
lakari frá því
mælingar hófust
1964 samkvæmt
niðurstöðum
Náttúrufræði-
stofnunar Ís-
lands. Svipaða
sögu má segja
um útkomuna á
Vesturlandi. Ólafur Kári Nielsen,
fuglafræðingur hjá stofnuninni,
segir alveg ljóst að veiðin verði
langt undir væntingum miðað við
það sem vorstofninn gaf til kynna
en þá var mikil uppsveifla í stofn-
inum á milli ára. Ástæðan fyrir
lakri viðkomu núna er slæm veður-
tíð og hretviðri í síðari hluta júní og
júlí. »32
Viðkoma rjúpunnar
aldrei verið lakari
Allt að 3,7 metra ölduhæð var spáð í Reynisfjöru
í gær en mestu öldunni er spáð fyrir hádegi í dag
að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.
Þá er spáð 4,7 metra ölduhæð. Þykja þetta
óvenjulega háar öldur yfir sumartímann. „Það
hefur verið tiltölulega rólegt þarna að und-
anförnu en svo æsast yfirleitt leikar í sjónum
undan landi þegar líður á haustið.“ Var öldu-
gangurinn í gær svipaður og búist var við.
Morgunblaðið/Hákon
Öldur í Reynisfjöru þykja óvenjulega háar yfir sumarið
Rjúpa Færri munu
fá rjúpu í jólamat-
inn í ár en fyrri ár.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Kristrún Frosta-
dóttir, alþingis-
maður Samfylk-
ingar, hyggst
efna til fundar
með stuðnings-
fólki sínu á föstu-
dag. Talið er að
þar muni hún
kynna formanns-
framboð sitt á
landsfundi
flokksins, sem fram fer í lok október.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að fundurinn verði í Iðnó kl. 3 á
föstudagseftirmiðdag, en Kristrún
vildi ekkert um það segja. „Ég get
staðfest að það kemur tilkynning á
föstudagsmorgun um boð á fund,“
segir hún í svari til blaðsins.
Logi Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, leitar ekki endur-
kjörs, en auk Kristrúnar hefur helst
verið bollalagt um framboð Dags B.
Eggertssonar borgarstjóra. Hvíslað
er um að hann vilji verða hluti af for-
ystutvíeyki 2024, hætta í borgar-
stjórn og fara á þing 2025.
Kristrún
boðar til
fundar
- Formannsframboðs
í Samfylkingu vænst
Kristrún
Frostadóttir