Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 8. Á G Ú S T 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 192. tölublað . 110. árgangur . 19.–21. ágúst Vítamín- dagar! 25% LAS ALLTAF UPPHÁTT FYRIR HUNDINN TÆKIFÆRI TIL AÐ BLÓMSTRA Á NÝ ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS NÝTT STARFSÁR SINFÓ 52 FINNA VINNU 12 SÍÐURDAGLEGT LÍF 12 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Íslenska matvælafyrirtækið Good Good er komið með fótinn inn fyrir þröskuldinn hjá verslanarisanum Walmart í Bandaríkjunum. Þannig fást vörur Good Good í 3.500 versl- unum fyrirtækisins. Frá þessur greinir Garðar Stefánsson, stofn- andi og forstjóri Good Good í við- tali í Dagmálum í dag. Fyrirtækið stofnaði hann ásamt þeim Agnari LeMacks og Jóhanni Inga Krist- jánssyni árið 2015. Velta fyrirtækisins nam tæpum milljarði í fyrra og segir Garðar að það stefni í að umsvifin tvöfaldist á þessu ári. Hann vill ekki fullyrða hver vöxturinn verður á komandi árum en viðurkennir þó að stefnan sé sett á mun meiri stærðarhag- kvæmni. Hann telur ákjósanlegt að veltan aukist upp í tug eða tugi milljarða á komandi árum. Fleiri sneiða hjá sykurneyslu Good Good var stofnað í kring- um þá hugmynd að auka framboð á sykurlausum vörum. Notar fyrir- tækið stevíu og erythritól í stað sykurs en það eru efni sem tryggja sætu í matvælum án þeirra áhrifa sem sykurneysla leið- ir af sér. Garðar segir markaðinn fyrir sykur- og kolvetnaskertar vörur í miklum vexti. Þar ráði bæði áhersla fólks á heilbrigðari lífsstíl en einnig sú staðreynd að sykursýki sé að verða æ útbreidd- ara vandamál. Það á ekki síst við um Bandaríkin en þar hefur fyrir- tækið haslað sér völl með afger- andi hætti, nú síðast með samn- ingnum við Walmart. Um 60% af tekjum fyrirtækisins koma frá Bandaríkjunum þótt það dreifi einnig vörum sínum víða um Evr- ópu. Ná samningi við Walmart - Vörur Good Good komnar í 3.500 verslanir keðjunnar - Velta matvælafyrirtæk- isins tvöfaldist í ár og nemi tveimur milljörðum króna - Stefna á hagnað árið 2025 Nýsköpun » Good Good var stofnað árið 2015 og hverfðist fyrst um framleiðslu bragðefna úr stevíudropum. » Vörur fyrirtækisins, án við- bætts sykurs, eru fjölbreyttar en sultur vinsælastar. » Setti sykurlaust hnetusmjör á markað í þessari viku. » Vaxtartækifærin mikil að sögn stofnanda. MBandaríkin spennandi … »10 _ Viðkoma rjúp- unnar á Norð- austurlandi hef- ur aldrei verið lakari frá því mælingar hófust 1964 samkvæmt niðurstöðum Náttúrufræði- stofnunar Ís- lands. Svipaða sögu má segja um útkomuna á Vesturlandi. Ólafur Kári Nielsen, fuglafræðingur hjá stofnuninni, segir alveg ljóst að veiðin verði langt undir væntingum miðað við það sem vorstofninn gaf til kynna en þá var mikil uppsveifla í stofn- inum á milli ára. Ástæðan fyrir lakri viðkomu núna er slæm veður- tíð og hretviðri í síðari hluta júní og júlí. »32 Viðkoma rjúpunnar aldrei verið lakari Allt að 3,7 metra ölduhæð var spáð í Reynisfjöru í gær en mestu öldunni er spáð fyrir hádegi í dag að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Þá er spáð 4,7 metra ölduhæð. Þykja þetta óvenjulega háar öldur yfir sumartímann. „Það hefur verið tiltölulega rólegt þarna að und- anförnu en svo æsast yfirleitt leikar í sjónum undan landi þegar líður á haustið.“ Var öldu- gangurinn í gær svipaður og búist var við. Morgunblaðið/Hákon Öldur í Reynisfjöru þykja óvenjulega háar yfir sumarið Rjúpa Færri munu fá rjúpu í jólamat- inn í ár en fyrri ár. Andrés Magnússon andres@mbl.is Kristrún Frosta- dóttir, alþingis- maður Samfylk- ingar, hyggst efna til fundar með stuðnings- fólki sínu á föstu- dag. Talið er að þar muni hún kynna formanns- framboð sitt á landsfundi flokksins, sem fram fer í lok október. Heimildir Morgunblaðsins herma að fundurinn verði í Iðnó kl. 3 á föstudagseftirmiðdag, en Kristrún vildi ekkert um það segja. „Ég get staðfest að það kemur tilkynning á föstudagsmorgun um boð á fund,“ segir hún í svari til blaðsins. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, leitar ekki endur- kjörs, en auk Kristrúnar hefur helst verið bollalagt um framboð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Hvíslað er um að hann vilji verða hluti af for- ystutvíeyki 2024, hætta í borgar- stjórn og fara á þing 2025. Kristrún boðar til fundar - Formannsframboðs í Samfylkingu vænst Kristrún Frostadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.