Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 55
myndlistar, hönnunar, iðnaðar og
arkitektúrs en um er að ræða nú-
tímalegt stigahandrið úr svartmál-
uðu smíðajárni sem hún hannaði
fyrir hringstiga í nýbyggingu
Kvennaheimilisins Hallveigarstaða
við Túngötu í Reykjavík. Húsið,
sem er ein þeirra módernísku
bygginga sem Sigvaldi Thordarson
teiknaði, var vígt á kvenréttinda-
deginum, 19. júní, árið 1967.
Tveimur árum fyrr hafði á forsíðu
tímarits Kvenréttindafélags
Íslands, sem ber heitið 19. júní,
birst óhlutbundið verk eftir
Eyborgu, tillaga að kirkjugólfi
sem hún hafði unnið fyrir kirkju-
listasýningu í Frakklandi en sú
tillaga varð aldrei að veruleika. Í
handriðinu, sem Magnús Pálsson
járnsmiður vann, eiga ferhyrn-
ingar og línur samleik upp eftir
spíralformi stigans sem tekur
sífelldum breytingum eftir sjónar-
hóli þess sem gengur þar um og
„heldur áfram sköpunarstarfi lista-
mannsins“, staddur í senn í hvers-
deginum og inni í rými listaverks-
ins.
Eyborg gladdist yfir þessu tæki-
færi til að vinna verk í almenn-
ingsrými og skilningur hennar á
gildi listarinnar og framsýni
endurspeglast í viðtölum þar sem
hún ræðir nauðsyn þess að setja
hér á landi lög um listskreytingar
sem hlutfall af heildarbyggingar-
kostnaði opinberra nýbygginga,
líkt og tíðkist í öðrum löndum –
og gert var um síðir á Íslandi,
þótt misvel hafi gengið að fylgja
því eftir.
Spírall: Frá stigum til stíga
Viðhorf Eyborgar til tengsla
listar og samfélags mótuðust af
úrvinnslu á eldri hugmyndahreyf-
ingum og jafnframt af því að um
þetta leyti voru í brennidepli
alþjóðlegrar myndlistar ýmsar
hugmyndir sem gengu enn lengra
í áherslu á samruna lífs og listar.
Hvað snertir list í almennings-
rými varð viðhorfsbreyting í átt
frá því að pöntuð væru verk eftir
listamenn til uppsetningar á til-
teknum stað til þess að verkin
væru sköpuð með tiltekið um-
hverfi og staðbundnar aðstæður í
huga: staðurinn sjálfur varð hluti
af listaverkinu, rann jafnvel sam-
an við það. Landlistarhreyfingin,
sem beindi sjónum að tengslum
manns og náttúru, hafði sitt að
segja í þessari þróun en ein
þekktasta táknmynd landlistar-
innar, „Spiral Jetty“ eftir Robert
Smithson (1938-1973), staðsett í
Great Salt Lake í Utah í Banda-
ríkjunum, leit dagsins ljós örfáum
árum eftir að Eyborg lauk við
spírallaga handriðið á Hallveigar-
stöðum. Til þess að meðtaka verk-
ið fyllilega, og jafnframt staðinn,
sögu hans og umhverfið allt, er
æskilegt að leggja í síbreytilega
göngu eftir spírallínunni og jafn-
framt „bryggju“ út í nýtt merking-
arhaf, ef svo má segja. Tilurð
þessara tveggja verka mótast vita-
skuld af ólíku samhengi en þau
eiga það sameiginlegt að hreyfing
er grunnþáttur í virkni þeirra.
Þegar efnt var til samkeppni um
nýtt listaverk í almenningsrými í
tengslum við byggingu frysti-
geymslunnar Ísbjarnarins á
Grandagarði í Reykjavíkurhöfn
varð hlutskörpust tillaga sem
grundvallaðist á þeirri hugmynd
að stigið sé inn í listaverkið og
þannig verði fólk og umhverfis-
skynjun þess hluti af verkinu.
Útilistaverkið „Þúfan“ eftir Ólöfu
Nordal (f. 1961) var vígt árið
2013 og varð umsvifalaust vinsælt
kennileiti í borgarlandslaginu.
Eins og heiti og form þessarar
manngerðu þúfu ber með sér
tengir hún á snjallan hátt saman
menningu og náttúru; sérkenni
íslenskrar byggingararfleifðar,
menningarsögu, landslag og
gönguleiðir. „Þúfan“ er minnis-
varði en kveikir jafnframt lifandi
svipmyndir og minningar með
þeim sem gengur upp spírallaga
stíginn á vit fiskhjallsins sem
trónir efst. Og eins og lista-
maðurinn orðaði það í viðtali í
Morgunblaðinu má segja „að
gengið sé inn í verkið og þegar
upp er komið verður allur sjón-
deildarhringurinn hluti af því“.
Sé á góðum degi horft utan frá á
mannverur streyma upp og niður
þessa hálfkúlulaga þúfu er fólkið
sjálft orðið hluti af sjónarspilinu
– og listin orðin sannkallað
hreyfiafl.
megin í opinberu rými II
Morgunblaðið/Eggert
Op-listaverk Eyborg Guðmundsdóttir hélt einkasýningu á Mokka-kaffi árið
1966, þá nýkomin frá París þar sem hún hreifst af möguleikum geómetr-
ískrar listsköpunar. Eitt verkanna frá sýningunni hangir enn í glugganum.
Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson
Hringstigi Eyborg Guðmundsdóttir hannaði nútímalegt stigahandrið úr svartmáluðu smíðajárni fyrir hringstiga í
nýbyggingu Kvennaheimilisins Hallveigarstaða við Túngötu í Reykjavík, sem Sigvaldi Thordarson arkitekt
teiknaði. Í verkinu rangerðist áhugi Eyborgar á samslætti myndlistar, hönnunar, iðnaðar og arkitektúrs.
Ljósmyndir/Svanfríður Franklínsdóttir
Veggverk Danski arkitektinn Steen Eiler Rasmussen bauð Júlíönu Sveins-
dóttur að vinna verk á gluggalausa gafla tveggja íbúðarhúsa í hinu nýja
Tingbjerg-hverfi í Kaupmannahöfn sem byggt var um miðja síðustu öld.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Þúfan Verkið Þúfan eftir Ólöfu Nordal var vígt 2013 og varð umsvifalaust vinsælt kennileiti í borgarlandslaginu.
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022