Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 55
myndlistar, hönnunar, iðnaðar og arkitektúrs en um er að ræða nú- tímalegt stigahandrið úr svartmál- uðu smíðajárni sem hún hannaði fyrir hringstiga í nýbyggingu Kvennaheimilisins Hallveigarstaða við Túngötu í Reykjavík. Húsið, sem er ein þeirra módernísku bygginga sem Sigvaldi Thordarson teiknaði, var vígt á kvenréttinda- deginum, 19. júní, árið 1967. Tveimur árum fyrr hafði á forsíðu tímarits Kvenréttindafélags Íslands, sem ber heitið 19. júní, birst óhlutbundið verk eftir Eyborgu, tillaga að kirkjugólfi sem hún hafði unnið fyrir kirkju- listasýningu í Frakklandi en sú tillaga varð aldrei að veruleika. Í handriðinu, sem Magnús Pálsson járnsmiður vann, eiga ferhyrn- ingar og línur samleik upp eftir spíralformi stigans sem tekur sífelldum breytingum eftir sjónar- hóli þess sem gengur þar um og „heldur áfram sköpunarstarfi lista- mannsins“, staddur í senn í hvers- deginum og inni í rými listaverks- ins. Eyborg gladdist yfir þessu tæki- færi til að vinna verk í almenn- ingsrými og skilningur hennar á gildi listarinnar og framsýni endurspeglast í viðtölum þar sem hún ræðir nauðsyn þess að setja hér á landi lög um listskreytingar sem hlutfall af heildarbyggingar- kostnaði opinberra nýbygginga, líkt og tíðkist í öðrum löndum – og gert var um síðir á Íslandi, þótt misvel hafi gengið að fylgja því eftir. Spírall: Frá stigum til stíga Viðhorf Eyborgar til tengsla listar og samfélags mótuðust af úrvinnslu á eldri hugmyndahreyf- ingum og jafnframt af því að um þetta leyti voru í brennidepli alþjóðlegrar myndlistar ýmsar hugmyndir sem gengu enn lengra í áherslu á samruna lífs og listar. Hvað snertir list í almennings- rými varð viðhorfsbreyting í átt frá því að pöntuð væru verk eftir listamenn til uppsetningar á til- teknum stað til þess að verkin væru sköpuð með tiltekið um- hverfi og staðbundnar aðstæður í huga: staðurinn sjálfur varð hluti af listaverkinu, rann jafnvel sam- an við það. Landlistarhreyfingin, sem beindi sjónum að tengslum manns og náttúru, hafði sitt að segja í þessari þróun en ein þekktasta táknmynd landlistar- innar, „Spiral Jetty“ eftir Robert Smithson (1938-1973), staðsett í Great Salt Lake í Utah í Banda- ríkjunum, leit dagsins ljós örfáum árum eftir að Eyborg lauk við spírallaga handriðið á Hallveigar- stöðum. Til þess að meðtaka verk- ið fyllilega, og jafnframt staðinn, sögu hans og umhverfið allt, er æskilegt að leggja í síbreytilega göngu eftir spírallínunni og jafn- framt „bryggju“ út í nýtt merking- arhaf, ef svo má segja. Tilurð þessara tveggja verka mótast vita- skuld af ólíku samhengi en þau eiga það sameiginlegt að hreyfing er grunnþáttur í virkni þeirra. Þegar efnt var til samkeppni um nýtt listaverk í almenningsrými í tengslum við byggingu frysti- geymslunnar Ísbjarnarins á Grandagarði í Reykjavíkurhöfn varð hlutskörpust tillaga sem grundvallaðist á þeirri hugmynd að stigið sé inn í listaverkið og þannig verði fólk og umhverfis- skynjun þess hluti af verkinu. Útilistaverkið „Þúfan“ eftir Ólöfu Nordal (f. 1961) var vígt árið 2013 og varð umsvifalaust vinsælt kennileiti í borgarlandslaginu. Eins og heiti og form þessarar manngerðu þúfu ber með sér tengir hún á snjallan hátt saman menningu og náttúru; sérkenni íslenskrar byggingararfleifðar, menningarsögu, landslag og gönguleiðir. „Þúfan“ er minnis- varði en kveikir jafnframt lifandi svipmyndir og minningar með þeim sem gengur upp spírallaga stíginn á vit fiskhjallsins sem trónir efst. Og eins og lista- maðurinn orðaði það í viðtali í Morgunblaðinu má segja „að gengið sé inn í verkið og þegar upp er komið verður allur sjón- deildarhringurinn hluti af því“. Sé á góðum degi horft utan frá á mannverur streyma upp og niður þessa hálfkúlulaga þúfu er fólkið sjálft orðið hluti af sjónarspilinu – og listin orðin sannkallað hreyfiafl. megin í opinberu rými II Morgunblaðið/Eggert Op-listaverk Eyborg Guðmundsdóttir hélt einkasýningu á Mokka-kaffi árið 1966, þá nýkomin frá París þar sem hún hreifst af möguleikum geómetr- ískrar listsköpunar. Eitt verkanna frá sýningunni hangir enn í glugganum. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson Hringstigi Eyborg Guðmundsdóttir hannaði nútímalegt stigahandrið úr svartmáluðu smíðajárni fyrir hringstiga í nýbyggingu Kvennaheimilisins Hallveigarstaða við Túngötu í Reykjavík, sem Sigvaldi Thordarson arkitekt teiknaði. Í verkinu rangerðist áhugi Eyborgar á samslætti myndlistar, hönnunar, iðnaðar og arkitektúrs. Ljósmyndir/Svanfríður Franklínsdóttir Veggverk Danski arkitektinn Steen Eiler Rasmussen bauð Júlíönu Sveins- dóttur að vinna verk á gluggalausa gafla tveggja íbúðarhúsa í hinu nýja Tingbjerg-hverfi í Kaupmannahöfn sem byggt var um miðja síðustu öld. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Þúfan Verkið Þúfan eftir Ólöfu Nordal var vígt 2013 og varð umsvifalaust vinsælt kennileiti í borgarlandslaginu. MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.