Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 50
MEISTARADEILD
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Breiðablik og Valur hefja leik í 1. um-
ferð Meistaradeildar kvenna í knatt-
spyrnu í dag en Valur mætir Hayasa
frá Armeníu í Radenci í Slóveníu í
undanúrslitum fyrstu umferðarinnar
klukkan 9 að íslenskum tíma.
Sigurvegarinn úr þeirri viðureign
mætir annað hvort Promurje frá
Sólveníu eða Shelbourne frá Írlandi í
úrslitaleik um sæti í 2. umferð keppn-
innar hinn 21. ágúst í Radenci.
Klukkan 16 að íslenskum tíma
mætir Breiðablik svo Rosenborg frá
Noregi í Þrándheimi í Noregi í und-
anúrslitum en sigurvegarinn úr þeim
leik mætir annað hvort Minsk frá
Hvíta-Rússlandi eða Slovácko frá
Tékklandi í úrslitaleik hinn 21. ágúst
í Þrándheimi.
Takist íslensku liðunum að komast
áfram í 2. umferð keppninnar verða
þau í pottinum þegar dregið verður í
næstu umferð í höfuðstöðvum UEFA
í Nyon í Sviss 1. september.
Í 2. umferðinni verða leiknir tveir
leikir, heima og að heiman, en það lið
sem fer með sigur af hólmi í einvíginu
hlýtur sæti í riðlakeppni Meist-
aradeildarinnar á komandi keppn-
istímabili.
Dregið verður í riðla í Meist-
aradeildina hinn 3. október í Nyon í
Sviss en riðlakeppnin verður leikin í
október, nóvember og desember á
þessu ári.
Langt og strangt ferðalag
„Þessi leikur gegn Hayasa leggst
mjög vel í okkur,“ sagði Elísa Viðars-
dóttir, fyrirliði Vals, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Við vitum í rauninni lítið sem ekk-
ert um andstæðingana en það er liðs-
fundur hjá okkur seinni partinn þar
sem við fáum einhverjar upplýsingar
um mótherjana frá þjálfarateyminu.
Við einblínum hins vegar fyrst og
fremst á okkur sjálfar og við höfum
trú á því að ef við höldum uppi sama
takti og spilamennsku og við höfum
verið að gera upp á síðkastið, þá sé
engin spurning að við eigum að vinna
þetta lið,“ sagði Elísa.
Valsliðið mætti til Slóveníu á
mánudaginn og hefur því fengið góð-
an tíma ytra til þess að undirbúa sig
fyrir leikinn.
„Ferðalagið gekk mjög vel og við
lögðum af stað aðfaranótt mánudags.
Við vorum mættar til Radenci upp úr
hádegi á mánudegi. Þetta var langt
og strangt ferðalag og einn af kost-
unum við það að koma svona snemma
hingað er sá að við höfum fengið góð-
an tíma til þess að ná ferðaþreytunni
úr okkur.
Við höfum líka fengið tíma til þess
að aðlagast umhverfinu og venjast
hitanum sem skiptir miklu máli en
það er spáð í kringum 36° stiga hita á
leikdegi, sem er svakalegt. Við skoð-
uðum svo keppnisvöllinn í gær og ég
get alveg viðurkennt það að þetta eru
engar toppaðstæður. Við höfum klár-
lega séð betri velli í gegnum tíðina en
þetta er hlutur sem við höfum enga
stjórn á og við erum því að fara að
spila á besta velli í heimi á morgun.“
Stöngin út í fyrra
Valsliðið er reynslunni ríkara frá
síðustu leiktíð þar sem liðið féll úr
keppni í 1. umferðinni eftir tap gegn
þýska stórliðinu Hoffenheim.
„Svona ævintýri gefur hópnum of-
boðslega mikið. Þetta er annað árið
sem við tökum þátt í þessari 1. um-
ferð og það er hægt að gera meiri
kröfur núna um árangur en í fyrra til
dæmis. Svona ferðalag þéttir hópinn
og það er mjög gaman að taka þátt í
svona verkefni. Þessir leikir eru allt
öðruvísi en þeir sem við erum vanar
heima, þar sem maður þekkir nánast
hverja einustu hreyfingu hjá öllum
leikmönnum Bestu deildarinnar á Ís-
landi.
Við vorum nálægt því að komast
áfram í fyrra en þá var þetta stöngin
út hjá okkur. Maður fann það strax
þá hversu tilbúnar við vorum að taka
þátt í þessu aftur og setja markið
hátt. Markmiðið er að sjálfsögðu að
komast áfram í næstu umferð og við
erum svo sannarlega með liðið og
hópinn til þess að gera það.“
Mikið ævintýrasumar
Elísa, sem er 31 árs gömul, var í
leikmannahóp íslenska kvennalands-
liðsins sem tók þátt í lokakeppni EM
á Englandi í sumar en hún var í byrj-
unarliði íslenska liðsins í 1:1-
jafnteflinu gegn Ítalíu í Manchester
hinn 14. júlí.
„Þetta sumar hefur verið mikið
ævintýri en það má alveg líta á það
sem svo að þetta séu verðlaunin fyrir
allt sem maður hefur lagt á sig í
gegnum tíðina. EM og svo auðvitað
þessi Meistaradeild eru augnablikin
sem maður æfir fyrir. Þetta eru ótrú-
lega skemmtilegir tímar sem maður
er að upplifa núna í fótboltanum,
þrátt fyrir að vera komin yfir þrítugt.
Það eru algjör forréttindi að fá að
taka þátt í svona verkefnum og þetta
gefur manni klárlega byr undir báða
vængi um að halda áfram í boltanum
og á sömu braut. Það er líka ótrúlega
gaman að geta miðlað sinni reynslu
til yngri leikmanna og þannig hjálpað
þeim að stíga sín fyrstu skref í þess-
um Evrópubolta. Það er nefnilega
styttra í bestu liðin en maður gerir
sér oft grein fyrir,“ bætti Elísa við.
Blikar reynslunni ríkari
Breiðablik fór alla leið í riðla-
keppni Meistaradeildarinnar á síð-
ustu leiktíð, fyrst íslenskra liða, eftir
samanlagðan 4:1-sigur gegn Osijek
frá Króatíu í 2. umferð keppninnar.
Í 1. umferðinni á síðustu leiktíð
ferðuðust Blikar til Litháens þar sem
liðið mætti KÍ frá Færeyjum í undan-
úrslitunum en þar unnu Blikar 7:0-
stórsigur í Siauliai. Liðið vann svo
8:1-sigur gegn Gintra frá Litháen í
úrslitaleik 1. umferðarinnar.
Blikar drógust svo í B-riðil Meist-
aradeildarinnar í fyrra þar sem liðið
mætti stórliði París SG frá Frakk-
landi, Real Madrid frá Spáni og loks
Kharkiv frá Úkraínu en Breiðablik
endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins
með eitt stig.
Agla María Albertsdóttir var í lyk-
ilhlutverki hjá Breiðabliki á síðustu
leiktíð en hún gekk til liðs við Blika á
láni frá sænska úrvalsdeildarfélaginu
Häcken í lok júlí á þessu ári og er
klár í slaginn með liðinu í Þránd-
heimi.
Eitt besta lið Noregs
„Í þessum fyrstu umferðum Meist-
aradeildarinnar er hver leikur nánast
eins og bikarleikur, því ef þú tapar þá
ertu bara úr leik, það er ekkert flókn-
ara en það,“ sagði Agla María.
„Rosenborg er með frábært lið og
við mætum mun erfiðari andstæðingi
núna en í fyrstu umferðinni í fyrra.
Við þurfum að eiga okkar allra besta
leik ef við ætlum okkur að ná í hag-
stæð úrslit á móti þeim. Við erum
búnar að fara mjög vel yfir þær og
þetta er lið sem er með frábæra leik-
menn innan sinna raða. Rosenborg er
lið sem vill halda boltanum innan liðs-
ins og þær spila boltanum mjög hratt
fram völlinn. Þær vilja líka sækja
hratt og þetta er eitt besta lið Noregs
sem segir allt sem segja þarf um
styrkleika liðsins.
Við þurfum að vera hugrakkar og
halda betur í boltann en við höfum
verið að gera í síðustu leikjum. Það er
oft þannig, gegn liðum sem sækja
hratt fram völlinn, að það skapast
ákveðið pláss fyrir aftan þau og það
er klárlega nokkuð sem við þurfum
að nýta okkur gegn þeim. Eins þurf-
um við að nýta kantana vel ef við ætl-
um okkur að refsa þeim,“ sagði Agla
María.
Einn leikur í einu
Þrátt fyrir ungan aldur er Agla
María á meðal reynslumestu leik-
manna Blika en hún varð 23 ára göm-
ul hinn 5. ágúst.
„Það er klárlega gott að hafa gert
þetta áður en á sama tíma erum við
með mikið breytt lið frá því í fyrra til
dæmis og það hafa orðið miklar
breytingar á leikmannahópnum á
undanförnum árum. Rosenborg sem
dæmi hefur ekki mikla reynslu úr
Meistaradeildinni og við erum líkleg-
ast reynslumeiri en þær í keppninni.
Hvort það hjálpar okkur í leiknum
sjálfum þarf bara að koma í ljós.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
ógeðslega gaman að taka þátt í þess-
ari keppni. Ég er búin að upplifa það
að spila í riðlakeppni Meistaradeild-
arinnar og mig langar ótrúlega mikið
að upplifa það aftur. Rosenborg er
klárlega sterkasti andstæðingurinn í
riðlinum og að vinna þær myndi setja
okkur í góða stöðu en við erum líka
meðvitaðar um það að ef við ætlum
okkur að ná árangri í keppninni þá
verðum við að einbeita okkur að ein-
um leik í einu.“
Þurfa að leita allra leiða
Síðasti leikur Blika í keppninni í
fyrra var gegn þáverandi Frakk-
landsmeisturum París SG hinn 16.
desember í París en tímabilið á Ís-
landi kláraðist hinn 1. október.
„Ég held að það sé algjört lyk-
ilatriði að lengja tímabilið hérna á Ís-
landi ef við ætlum okkur að ná ár-
angri í þessum Evrópukeppnum í
framtíðinni. Það er líka mikilvægt að
lengja tímabilið og spila fleiri leiki ef
við ætlum okkur að halda í við þessi
lið í Evrópu. Það eru oft á tíðum
landsliðsverkefni á haustin og þeir
leikmenn sem spiluðu á Íslandi í
fyrra sem dæmi þurftu að leita allra
leiða til þess að halda sér í formi fyrir
landsleikjagluggana í október og
nóvember á síðasta ári.
Það er líka spilað mjög þétt á Ís-
landi og maður spyr sig oft af hverju
það sé ekki hægt að dreifa álaginu
betur og lengja tímabilið. Und-
anfarin ár hafa margir ungir og efni-
legir leikmenn fengið tækifæri og
stimplað sig rækilega inn í efstu
deild. Það er líka mikilvægt fyrir þá
að spila alvöruleiki og því fleiri leikir,
því betra fyrir þá, til þess að halda
áfram að þróast og þroskast sem
knattspyrnumenn. Það er því enginn
vafi á því í mínum huga að við þurf-
um að leita allra leiða til þess að
lengja tímabilið á Íslandi,“ sagði
Agla María í samtali við Morg-
unblaðið.
Verðlaunin fyrir allt sem
maður hefur lagt á sig
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Skot Agla María Albertsdóttir var í lykilhlutverki hjá Blikum í fyrra.
- Agla María Albertsdóttir vonast til að endurtaka leikinn með Breiðabliki
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skalli Elísa Viðarsdóttir og liðsfélgar hennar í Val eru reynslunni ríkari.
Eitt
ogannað
50 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
2. deild karla
Magni – KF............................................... 1:2
Reynir S. – ÍR........................................... 0:0
Víkingur Ó. – Þróttur R........................... 3:3
Völsungur – Ægir..................................... 2:1
Haukar – Njarðvík ................................... 1:2
KFA – Höttur/Huginn............................. 0:5
Staðan:
Njarðvík 17 14 1 2 49:16 43
Þróttur R. 17 11 3 3 37:23 36
Völsungur 17 9 5 3 38:25 32
Ægir 16 9 2 5 28:26 29
Haukar 16 6 6 4 25:19 24
Höttur/Huginn 17 5 6 6 30:25 21
ÍR 17 5 5 7 23:28 20
KF 17 4 6 7 30:37 18
KFA 17 5 3 9 29:42 18
Víkingur Ó. 17 4 5 8 30:34 17
Reynir S. 17 2 5 10 15:34 11
Magni 17 2 3 12 16:41 9
Meistaradeild karla
4. umferð, fyrri leikir:
Qarabag – Viktoria Plzen ........................ 0:0
Maccabi Haifa – Rauða stjarnan............. 3:2
Dinamo Kiev – Benfica ............................ 0:2
England
B-deild:
Reading – Blackburn .............................. 3:0
- Jökull Andrésson var ekki í leikmanna-
hópi Reading.
Staðan:
Blackburn 4 3 0 1 6:4 9
Hull 4 2 2 0 5:3 8
Watford 4 2 2 0 4:2 8
Sheffield Utd 4 2 1 1 6:4 7
Millwall 4 2 1 1 7:6 7
Cardiff 4 2 1 1 3:2 7
Preston 4 1 3 0 1:0 6
Reading 4 2 0 2 5:6 6
Blackpool 4 2 0 2 2:3 6
Rotherham 3 1 2 0 5:1 5
Sunderland 4 1 2 1 7:7 5
Birmingham 4 1 2 1 3:3 5
Burnley 4 1 2 1 3:3 5
Swansea 4 1 2 1 4:6 5
Bristol City 4 1 1 2 6:6 4
QPR 4 1 1 2 5:6 4
Norwich 4 1 1 2 4:5 4
Stoke 4 1 1 2 5:7 4
Wigan 3 0 3 0 2:2 3
Middlesbrough 4 0 3 1 7:8 3
Huddersfield 4 1 0 3 5:6 3
WBA 4 0 3 1 3:4 3
Luton 4 0 2 2 1:4 2
Coventry 2 0 1 1 3:4 1
Bandaríkin
Los Angeles FC – DC United ................. 1:0
- Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með DC United.
50$99(/:+0$
_ Enska knattspyrnufélagið Man-
chester United hefur mikinn áhuga á
að fa bandaríska sóknarmanninn
Christian Pulisic í sínar raðir frá
Chelsea. Gæti hann komið á láns-
samningi út leiktíðina. United leitar að
leikmönnum eftir ömurlega byrjun á
tímabilinu og Pulisic er neðarlega í
goggunarröðinni á Stamford Bridge.
_ Þrír Íslendingar kepptu í tímatöku á
Evrópumótinu í hjólreiðum í München
í gær. Hafdís Sigurðardóttir og Silja
Rúnarsdóttir urðu í 26. og 28. sæti í
kvennaflokki. Hafdís kom í mark á tím-
anum 34:58,81 mínútum og Silja á
35:44,78 mínútum. Í karlaflokki hafn-
aði Ingvar Ómarsson í 30. sæti er
hann kom í mark á 31:12,19 mínútum.
Ingvar hafnaði í 111. sæti í hjólreiða-
keppninni á sunnudag.
_ Handknattleikskonan Eva Dís Sig-
urðardóttir er gengin í raðir Stjörn-
unnar frá Aftureldingu. Eva, sem er
markvörður, hefur alla tíð spilað með
Aftureldingu. Eva er 21 árs gömul og
hefur verið aðalmarkvörður Aftureld-
ingar síðustu ár, í efstu og næstefstu
deild. Afturelding féll úr deild þeirra
bestu á síðustu leiktíð.