Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
✝
Hólmsteinn
Sigurðsson
fæddist í Reykja-
vík 26. október
1939. Hann lést á
Hrafnistu Sléttu-
vegi 27. júlí 2022.
Foreldrar Hólm-
steins voru Sigurð-
ur Hólmsteinn
Jónsson blikk-
smíðameistari, f.
30. júní 1896 í
Flatey á Breiðafirði, d. 1. des-
ember 1985, og Sigríður El-
ísabet Guðmundsdóttir hús-
móðir, f. 28. maí 1898 á
Gemlufalli Dýrafirði, d. 17.
september 1976.
Systkini Hólmsteins voru:
Baldur, f. 30. september 1922,
d. 1. maí 2000, blikksmiður og
bifreiðastjóri; Magnús, f. 28.
september 1925, d. 10. apríl
2017, læknir; Ólöf Helga, f. 22.
nóvember 1928, d. 10. janúar
2019, tannlæknir.
Hólmsteinn kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Guðnýju
Pétursdóttur bankastarfs-
manni, f. 20. febrúar 1938,
hinn 16. desember 1962. For-
eldrar hennar voru Pétur
Daníelsson hótelstjóri í Reykja-
vík, f. 6. febrúar 1906, d. 22.
júlí 1977, og Benedikta Jóns-
dóttir húsmóðir, f. 8. maí 1908,
vatnsveitustjóra í ágúst 1968.
Hann gegndi því starfi til ára-
móta 1999-2000 er hann varð
vatnsveitustjóri allt þar til
Vatnsveitan sameinaðist Orku-
veitu Reykjavíkur. Eftir það
vann hann í yfirstjórn Orku-
veitunnar þar til hann lét af
stöfum vegna aldurs í lok októ-
ber 2009.
Hólmsteinn hóf feril sinn í
íþróttum hjá handknattleiks-
deild Vals og lék með meist-
araflokki liðsins árin 1956 og
1957. Þá hóf hann að æfa
körfubolta og lék með meist-
araflokki ÍR frá 1959-1972
ásamt því að vera liðsstjóri ár-
in 1973-1977. Á þessu tímabili
varð hann margfaldur Íslands-
meistari með ÍR og lykilmaður
í öllu starfi félagsins.
Hólmsteinn var öflugur leik-
maður á báðum endum vall-
arins. Hann lék 17 landsleiki
fyrir Íslands hönd árin 1961-
1966. Þá vann hann óeig-
ingjarnt starf í þágu Körfu-
knattleikssambands Íslands
(KKÍ) þar sem hann var kosinn
í stjórn árið 1968 og sinnti for-
mennsku 1969-1973. Síðar varð
hann formaður ÍR, árin 1986-
1993.
Útför Hólmsteins fer fram
frá Seljakirkju í dag, 18. ágúst
2022, klukkan 13.
d. 19. apríl 1983.
Börn Hólmsteins
og Guðnýjar eru
Pétur, f. 9. mars
1963, og Edda Sig-
ríður, f. 24. októ-
ber 1967. Hennar
sonur er Heimir
Skúli Guðmunds-
son, f. 6. október
1986, í sambúð
með Sigrúnu Mar-
íu Kvaran, f. 18.
febrúar 1977. Börn Sigrúnar
eru Soffía, f. 11. ágúst 2008,
og Róbert Óli, f. 15. október
2012.
Hólmsteinn ólst upp í fjöl-
skylduhúsi á Mímisvegi 6,
Reykjavík, þar sem þau hjónin
bjuggu sín fyrstu ár hjúskapar
ásamt börnum sínum. For-
eldrar Hólmsteins bjuggu líka
í húsinu og systkini hans hófu
einnig búskap þar. Af Mímis-
vegi flutti fjölskyldan í Foss-
voginn og svo byggðu þau hús
í Seljahverfi þar sem eftirlif-
andi kona Hólmsteins býr enn.
Hólmsteinn varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1959. Eftir það lá leiðin í Há-
skóla Íslands í viðskiptafræði
og lauk hann námi árið 1968.
Hólmsteinn hóf störf hjá
Vatnsveitu Reykjavíkur sem
skrifstofustjóri og staðgengill
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég kveð þig elsku pabbi
minn. Þakklát fyrir allan stuðn-
inginn í gegnum árin og sam-
kennd okkar. Þú varst kletturinn í
lífi mínu, alltaf til staðar. Ég gat
ávallt leitað til þín, hvort sem það
var til ráðlegginga í sambandi við
nám, íbúðarkaup eða bara lífið
sjálft. Þú hjálpaðir mér að finna
sjálf svörin en best fannst mér að
finna að þú varst alltaf á hliðarlín-
unni. Þú varst rólegur, traustur og
alltaf tilbúinn með pabbabrand-
ara. Stríðinn gastu verið en góð-
látlegur. Takk fyrir alla körfu-
boltaleikina sem við fórum á
saman, sérstaklega á síðustu ár-
um þegar þú varst orðinn lasinn.
Þetta voru okkar stundir. Skíða-
ferðinar í Bláfjöll og svo margt
fleira. Þú stóðst þig vel í afahlut-
verkinu og áttuð þið Heimir minn
einstakt og fallegt samband enda
margt líkt með ykkur. Við pabbi
áttum afmæli með tveggja daga
millibili og við kölluðum þetta litlu
jólin. Ég mun halda áfram að
halda upp á litlu jólin okkar. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
vinna í mörg ár með þér, bæði hjá
Vatnsveitunni og Orkuveitunni.
Þá kynntist ég annarri hlið á þér,
sem var frábært. Þú varst rólegur,
þrautseigur og ráðagóður. Hvíl í
friði elsku pabbi, minning um góð-
an mann lifir. Ég sé þig fyrir mér í
golfi og körfubolta, alsæll að geta
þetta allt aftur. Þín dóttir,
Edda.
Elsku afi. Nú ertu kominn á
betri stað þar sem alltaf er sól, létt
gola og golfvellirnir eru grænir.
Takk fyrir allt, listinn er of langur
til að telja upp hér. Í stað þess
langar mig að rifja upp skemmti-
lega sögu, það var alltaf stutt í
léttleikann hjá þér.
Ég man þegar afi var nýbúinn
að kaupa sér golfbíl til að styðja
við iðkun á sínu helsta áhugamáli,
þá vildi hann ólmur skutla mér
heim á golfbílnum. Frá Seljahverfi
yfir í efri byggðir Kópavogs. Það
þurfti ekki mikið til að sannfæra
mig um að hugmyndin væri góð og
taka rúntinn á golfbíl eftir göngu-
stígum í gegnum nokkur íbúðar-
hverfi í stað þess að fara á venju-
legu ökutæki. Golfbílar eru hljóð-
látir og komum við gangandi
vegfarendum í opna skjöldu brun-
andi eftir göngustígunum. Kona
með geltandi smáhunda kallaði
reiðilega á eftir okkur og sá gamli
lenti í sömu konunni á bakaleið-
inni. Þetta fannst honum hið
mesta ævintýri og kæmi mér ekki
á óvart ef ferðirnar hefðu verið
fleiri.
Heimir Skúli Guðmundsson.
Í dag kveð ég kæran frænda og
nafna, Hólmstein Sigurðsson.
Hólmsteinn var yngsti bróðir
móður minnar, Ólafar Helgu Sig-
urðardóttur Brekkan, og ríktu alla
tíð sérstök tengsl og mikill kær-
leikur milli þeirra enda hafði
mamma oft orð á því að hún hefði
nú alið Steina bróður upp.
Mamma fylgdist með íþróttaferli
Steina, klippti oft fréttastúfa og
myndir af bróður sínum sem birt-
ust í blöðum eftir sigra ÍR eða
landsliðsins í körfubolta. Steini
var einlægur áhugamaður um
körfubolta og tryggur leikmaður
með ÍR þar sem hann varð Ís-
landsmeistari mörg ár í röð, hann
spilaði einnig oft með landsliðinu í
körfubolta.
Hólmsteinn bjó að einstakri
manngæsku, hlýhug og rósemd.
Hann var hjálpsamur, hógvær og
vann öll sín verk af kostgæfni.
Ekki man ég til að hann hafi
nokkurn tíman hampað afrekum
símun á íþróttasviðinu þrátt fyrir
að hafa átt mikinn heiður skilinn
fyrir sína þátttöku og árangur.
Víst er að ÍR hefur búið, og býr
enn, að óeigingjörnu starfi hans í
þágu uppbyggingar félagsins og
æskulýðsstarfi.
Frá mínum fyrstu minningum
og alla tíð síðan ávarpaði hann
mig iðulega sem „nafna“ eða
Hólmstein þriðja. Sem barn þótti
mér Steini vera mikill töffari og
hafði gaman af að fara í bíltúra
með honum og Pétri frænda í gula
Zodiacinum og síðar í Falconin-
um, sem þóttu eðalkaggar. Það
kemur fyrir að mig dreymir dú-
andi fjöðrunina þegar hratt var
keyrt á gamla flugvallarveginum
til Nauthólsvíkur. Oftar en ekki
var komið við í Blikksmiðju
Reykjavíkur sem þá var við Lind-
argötu. Þar réð afi Hólmsteinn
ríkjum og var það nokkuð sér-
stakt að ganga upp palisanders-
klæddan þröngan stigaganginn
upp á skrifstofu þar sem afi bauð
iðulega upp á ískalt maltöl og oft
banana (sem hann hafði sérstakt
dálæti á).
Þegar afi, Sigurður Hólm-
steinn Jónsson, féll frá tók Hólm-
steinn við rekstri Blikksmiðju
Reykjavíkur og hélt utan um
reksturinn þar til starfsemi var
hætt fyrir nokkrum árum.
Hólmsteinn starfaði lengi hjá
Vatnsveitu Reykjavíkur þar sem
hann var skrifstofustjóri um ára-
tuga skeið. Það var alltaf ánægju-
legt að heilsa upp á hann hjá
Vatnsveitunni og fann maður vel
fyrir sterkri samheldni og góðum
starfsanda á staðnum. Vatnsveit-
an var honum mjög kær og ég
held ég geti með sanni sagt að
hann hafi þekkt nær alla starfs-
menn með nafni, sama hvar innan
fyrirtækisins þeir unnu.
Alla tíð áttum við góð samskipti
og samstarf enda var Hólmsteinn
einstaklega vel gerður maður með
létta lund og ávallt reiðubúinn að
aðstoða eða vera til staðar eftir
mætti og aðstæðum. Það er missir
og eftirsjá að Hólmsteini og sam-
hryggist ég eiginkonu hans Guð-
nýju, börnunum Pétri og Eddu
Siggu og barnabarninu Heimi
Skúla, sem hann alla tíð hélt sér-
staklega upp á.
Nú er nafni minn Hólmsteinn
horfinn af sjónarsviðinu, síðastur
systkinanna fjögurra, en góðar
minningar og tilfinning um nær-
veru munu fylgja mér ókomin ár.
Far í friði kæri frændi og ég veit
það verður tekið vel á móti þér.
Hólmsteinn Brekkan
blikksmíðameistari.
Nú er komið að því að kveðja
gamlan vin. Ég man varla eftir
Vatnsveitunni öðru vísi en Hólm-
steinn stæði þar og stjórnaði fjár-
málunum, og alltaf var hann til í að
lána manni aðeins fram í tímann
þegar þröngt var í búi.
Við fórum svo seinna saman í
það verkefni að færa Vatnsveituna
inn í nútímann þegar ég tók við
sem vatnsveitustjóri 1993, með því
að setja upp gæðakerfi, skilgreina
ferla og flytja fjármálin alfarið inn
til veitunnar. Hólmsteinn tók svo
við sem vatnsveitustjóri þegar ég
hætti og fór til Orkuveitunnar.
Samstarfi okkar var þó ekki
lokið því þegar Vatnsveitan sam-
einaðist Orkuveitunni kom Hólm-
steinn með yfir og starfaði sem
einn af aðstoðarforstjórum hennar
meðan ég vann þar. Hann var öfl-
ugur sem slíkur og aldrei þurfti að
hafa áhyggjur af þeim þáttum sem
honum tilheyrðu þar.
Við Hólmsteinn áttum gott
samstarf alla tíð, alt frá því þegar
ég var ungur maður sem starfaði
við verkamannastörf hjá Vatns-
veitunni þá var alltaf hægt að leita
til hans og ekki síður þegar ég tók
við sem vatnsveitustjóri. Ég var
mjög ungur fyrir starfið og aðrir
framkvæmdastjórar borgarinnar
flestir eða allir miklu eldir en ég.
Hólmsteinn lét mig aldrei finna
fyrir því að honum þætti ég ungur
og óreyndur heldur studdi mig og
mínar breytingar með ráðum og
dáð alla tíð. Mér þótti vænst um að
þegar ég hætti og margir vildu
hverfa í gamla farið þá stóð hann
enn með mér í því að innleiða
breytingarnar og Vatnsveitan
varð svo fræg í hans tíð fyrir að
verða fyrsta vatnsveitan í heimin-
um til að fá vottað HAZAP-gæða-
kerfi fyrir matvæli, sem hafði verið
skylda í nokkurn tíma.
Hvíl í friði gamli vinur.
Við Halldóra vottum fjölskyld-
unni samúð á erfiðum tímum.
Guðmundur Þóroddsson.
Látinn er kær vinur og sam-
starfsmaður í ÍR til margra ára.
Hólmsteinn var ötull áhugamaður
um öll mál er snertu starf félagsins
og gegndi mörgum trúnaðarstörf-
um fyrir ÍR. Samstarf okkar hófst
er við settumst í stjórn félagsins
1977 og gegndi hann stöðu vara-
formanns næstu átta árin eða til
1985. þetta voru erfiðir tímar fyrir
félagið, en það hafði flutt starfsemi
sína 10 árum áður í Breiðholtið og
bjó við mjög frumstæð skilyrði.
Hann var mjög áhugasamur um
uppbyggingu á nýju svæði sem fé-
lagið fékk úthlutað 1979 og fór
nánast öll vinna stjórnarinnar í
uppbyggingu svæðisins næstu ár-
in. Þar naut félagið hans einstaka
áhuga og hæfileika í fjármálum,
enda lærður viðskiptafræðingur,
því stjórnin þurfti að taka lán, með
sjálfskuldarábyrgð stjórnarmeð-
lima, því styrkir skiluðu sér seint
og illa, en hann gekk yfirleitt frá
öllum samningum um þessi lán.
Hólmsteinn var afburða
íþróttamaður og lék með körfu-
knattleiksdeild ÍR frá 1959 til 1972
og varð margfaldur Íslandsmeist-
ari með liðinu ásamt því að leika 17
landsleiki fyrir Íslands hönd á
Hólmsteinn Sigurðsson
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EMIL L. GUÐMUNDSSON,
Skúlagötu 40, Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi sunnudaginn 7. ágúst, verður
jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 19. ágúst
klukkan 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Samhjálp.
Jóna Lára Pétursdóttir
Ellen Vestmann Emilsdóttir
Emil Emilsson
Steinunn Baldursdóttir Jóhannes G. Harðarson
Guðný Baldursdóttir
Lilja Margrét Hreiðarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSTA SIGURRÓS SIGMUNDSDÓTTIR,
Kársnesbraut 67,
Kópavogi,
lést mánudaginn 18. júlí á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 22. ágúst
klukkan 13:00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknarsjóð Lionsklúbbsins Ýrar,
0536-14-4762287, kt. 590287-1489.
Júlíana Signý Gunnarsdóttir Örn Jónsson
Óðinn Gunnst. Gunnarsson Auður Hallgrímsdóttir
Anna Margrét Gunnarsdóttir Guðmundur Jóelsson
Ásgeir Indriðason
og fjölskyldur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
TRYGGVI SVEINSSON,
Hrauntungu 56, Kópavogi,
sem lést laugardaginn 6. ágúst, verður
jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðjudaginn
23. ágúst klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarfélög. Aðstandendur vilja færa
Brákarhlíð sérstakar þakkir fyrir umönnunina.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sólrún Tryggvadóttir
Eiríkur Sveinn Tryggvason Steinunn Jónsdóttir
Tryggvi Þór Tryggvason
Gísli Tryggvason
Okkar ástkæra
VILBORG EINARSDÓTTIR
lést umvafin ást og kærleik á
krabbameinsdeild Landspítalans
laugardaginn 13. ágúst. Útför hennar fer
fram frá Vídalínskirkju mánudaginn
22. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið
eða Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með
krabbamein.
Vefstreymi frá útför má finna á youtu.be/8k5ohzudsSs
Einnig má nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat
Hannes Rúnar Hannesson
Guðný Hekla Hannesdóttir Hugrún Svala Hannesdóttir
Guðný Pétursdóttir Guðmundur Stefán Maríusson
Hlynur Rafn Guðmundsson Hrund Guðmundsdóttir
Einar Steinsson Lena Hallgrímsdóttir
María Dröfn Einarsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og bróðir,
GUÐMUNDUR HANSSON
veitingamaður,
Furuhjalla 5, Kópavogi,
varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn
5. ágúst.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju
mánudaginn 22. ágúst klukkan 13.
Haraldur Guðmundsson Bryndís Bjarnadóttir
Albert Þór Guðmundsson Snædís Björt Agnarsdóttir
Stefán Guðmundsson Guðbjörg Lilja Svavarsdóttir
og barnabörn
Sæunn Halldórsdóttir
Sigrún Bryndís Hansdóttir
Hrund Apríl Guðmundsdóttir