Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 38
450 g tagliatelle frá Barilla 130 g eðalbeikon frá SS 50 g smjör 3 hvítlauksgeirar 4 egg 150 g rifinn parmesan (+ meira til að setja yfir pastað þegar það er tilbúið) salt og pipar fersk basilíka Aðferð: Setjið vatn í stóran pott og náið upp suðunni. Skerið beikonið í bita og steikið á pönnu þar til það er eldað í gegn og byrjað að brúnast örlítið. Setjið salt og pasta í sjóðandi vatnið og sjóðið í 6 mín. eða þar til það er nánast alveg soðið en ennþá smá bit í því. Bætið þá smjörinu út á pönnuna, merjið hvítlauksgeirana með hníf svo þeir opnist og bætið á pönnuna, leyfið þessu að malla í svolitla stund þannig að bragðið úr hvítlauknum fari í smjörið og beikonið. Setjið eggin í skál og hrærið saman. Rífið parmesaninn niður og bætið út í eggin ásamt salti og pipar. Þegar pastað er tilbúið takið þá hvítlaukinn upp úr pönnunni, slökkvið á hitanum undir og bætið pastanu út á pönnuna, hrærið saman. Hellið eggjablöndunni út á pastað og hrærið strax saman, eggjabland- an á að þykkna aðeins en ekki verða kekkjótt. Bætið við pastavatni, u.þ.b. 2 msk í einu, og hrærið saman við ef sósan er of þykk. Berið fram með meira af parmesan, pipar og fersku basil. Klassískt carbonara-pasta með eðalbeikoni Nú fer að bresta á með haustlægðunum og öllum þeim unaðslegu kósíkvöldum sem þeim fylgja. Þá er fátt betra en að gæða sér á góðum mat og ekki spill- ir fyrir ef hann er löðrandi í parmesanosti og beikoni. Hér erum við með uppskrift að dýrindis carbonara- pasta frá Lindu Ben þar sem hún notar eðalbeikon og heilt fjall af parmesan. Réttur sem getur hrein- lega ekki klikkað. Ljósmynd/Linda Ben Kósí lúxus Það er fátt betra en að gæða sér á dýrindis carbonara-pasta. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Lifandi píanótónlist öll kvöld Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 Gulrótarkaka 1 x Betty Crocker-gulrótarkökuduft 4 egg 200 ml Isio4-matarolía 200 ml appelsínusafi 1 msk. appelsínubörkur 2 tsk. vanilludropar 1 tsk. kanill ½ tsk. engiferduft 40 g rifnar gulrætur Aðferð: Hitið ofninn í 160°C. Spreyið hringlaga kökuform vel að innan með matarolíu- spreyi. Pískið egg, olíu, appelsínusafa, appelsínubörk og vanillu- dropa saman í hrærivélarskálinni. Bætið gulrótarkökudufti, kanil og engifer í hrærivélarskál- ina og hrærið áfram á meðalhraða og skafið niður á milli. Bætið að lokum rifnum gulrótum saman við og hellið í köku- formið. Bakið í um 35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi. Rjómaostskrem 130 g rjómaostur við stofuhita 60 g smjör við stofuhita 280 g flórsykur 1 tsk. vanilludropar Aðferð: Þeytið rjómaost og smjör saman stutta stund. Bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum, skafið niður og þeytið á milli. Bætið að lokum vanilludropum saman við og þeytið kremið þar til það er kekkjalaust og létt í sér. Smyrjið yfir efri hlutann á kökunni. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Góður grunnur Sniðugt er að taka uppskriftir upp á næsta stig eins og hér er gert. Gulrótarkaka tekin upp á næsta stig „Ég elska að leika mér með kökumix og bæta hinu og þessu saman við til að gera það enn betra, segir Berglind Hreiðarsdóttir matarbloggari á Gotteri.is, en hún er hvað frægust fyrir að blanda Royal-búðingi saman við Betty Crocker-kökumix með óborg- anlegum árangri. Hér er hún með gulrótarkökumix sem hún er búin að taka upp á næsta stig með einföldum hætti. Rifinn appelsínubörkur, kanil- og engiferduft er meðal þess sem hún notar og síðan er kakan toppuð með dýrindis rjómaostskremi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.