Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 14

Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g ætla með þessu uppi- standi að halda á loft minningunni um hana frænku mína, Guðrúnu Ívarsdóttur, en hún dó fyrir tveimur öldum úr ástarsorg. Hún hefur gengið ljósum logum allt fram til þessa dags og á eflaust eftir að gera það áfram meðal Þykkbæinga og Rangæinga, enda er hún langfræg- asti draugur sýslunnar,“ segir Bjarni Harðarson sagnamaður og bóksali, en hann ætlar um helgina að vera með uppistand í Hellunum við Hellu, þar sem sagt er að myrkrið sé svo mikið að draugar þori ekki þang- að inn. Bjarni ætlar að draga fram þessa draugastelpu frænku sína, Gunnu Ívars, segja af henni sögur og öðrum Þykkbæingum, kámleitum og klofstuttum hrossætum, prjón- andi klakaklárum, broslegum Fil- isteum, óseðjandi drykkjuröftum, voluðum uppkreistingum ofan af Landi og öðru áhugaverðu fólki af svæðinu frá átjándu öldi. „Gunna gekk aftur af ásetningi, en þau eru mjög flókin fræðin af hverju fólk gengur aftur. Ef fólki er eitthvað mjög hugfast í lífinu þá á það oft erfitt með að fara yfir. Saga Gunnu er óskaplega rómantísk en líka hráslagaleg og grimm saga. Hún fær mann til að hugsa um þenn- an heim sem er löngu horfinn, þar sem þessi barátta var miklu grimm- ari og fólk vissi alveg af hættunni á því að öðlast ekki ró í sínum beinum við andlátið, heldur vera dæmt til ei- lífrar vistar á jörðinni, sem var hlut- skipti Gunnu,“ segir Bjarni og bætir við að heimildir séu til um hvernig andlát Gunnu bar að. „Hún lagðist fyrir úti í fjósi en var síðan borin inn í bæ þar sem hún dó í miklum hugaræsingi og reiði. Hún var þá rétt um þrítugt og hefði átt góða ævi fram undan ef allt hefði farið eins og ætlað var. Gunna er enn friðlaus, en hún hefur ekki verið mannskæður draugur undanfarið, hún var það rétt fyrst, en þá réð hún niðurlögum þeirra sem hún hataðist mest við í sínu lífi eða átti helst harma að hefna hjá. Í seinni tíð hef- ur hún meira verið léttvægur ærsla- draugur.“ Fríríki hinna fátæku Gunna fæddist á átjándu öld og lifði örlítið fram á þá nítjándu. „Á þessum tíma var aðal- keppikefli lífsins sáluhjálparlegt andlát. Allt sem gerðist fyrir andlát- ið skipti minna máli, það skipti máli hvernig fólk kvaddi sína jarðvist. Gunna kvaddi ekki mjög sátt og ekki í friði við alla menn,“ segir Bjarni og bætir við að draugasögurnar séu spegill þeirrar guðfræði sem Íslend- ingar lifðu við. „Draugasögur eru sálarlífs- tengsl þeirra tíma, því þær eru al- mannaeign og lúta ákveðnum lög- málum sem fólk vissi að lífið færi eftir. Öll svið mannlegrar tilveru kristallast í íslenskum draugasög- um, hvort sem það eru hneigðir manna, fjárhagur, samskipti kynja og stétta, vinnubrögð eða fátæktin. Allt er þetta samtvinnað í drauga- sögunum, því þær snerta á öllum þessum flötum,“ segir Bjarni, sem ætlar í sínu uppistandi að fara aðeins út fyrir sögu Gunnu. „Ég ætla líka að koma inn á fleiri persónur, þá sem voru hluti af því fríríki hinna fátæku sem suður- ströndin var á tímum Gunnu. Ég segi til dæmis frá hinni göldróttu Safamýri og Hannesi í Unhól, en hann var lamaður spekingur sem kallaður var Njáll þeirra Þykkbæ- inga. Margt bendir til að fríríki Kelt- anna haldist að einhverju leyti við í Þykkvabænum, enda búa þar aldrei neinir mektarbændur eða höfðingjar þess gamla bændasamfélags. Þykkbæingarnir voru hluti af ör- eigamenningu þess tíma, eða Kelta- menningu, þetta var dýnamískt og magnað mannlíf,“ segir Bjarni og bætir við að Þykkvabærinn hafi ver- ið mjög stór staður um það leyti sem Gunna fæddist. „Þá voru íbúar í Þykkvabæ álíka margir og í Reykjavík, sem fékk kaupstaðaréttindi á þessum tíma. Þykkvibær er miklu eldra pláss en Reykjavíkin, þetta er þús- und ára sveitaþorp, við megum ekki gleyma því.“ Uppistand Bjarna hefst kl. 19 bæði á föstudags- og laugardags- kvöld (núna um helgina 26. og 27. ágúst). Miðasala á tix.is og á staðn- um meðan sætafjöldi leyfir. Gunna gekk aftur af ásetningi Bjarni Harðarson verður með uppistand um Gunnu Ívars í Hellunum við Hellu um helgina. Ljósmynd/Egill Bjarnason Sagnamaðurinn Bjarni er víðförull, hér siglir hann úti fyrir Afríku. Stemning Hér er Bjarni með uppistand um Njálu í Hellunum við Hellu. „Ímyndaðu þér að þú gangir inn í ís- lenskan torfbæ árið 1772. Þú þarft að beygja þig undir þykkan rekaviðar- drumb áður en þú stígur inn á vel þjappað moldargólfið. Á móti þér kemur reykur frá brennandi birki- greinum í eldstæðinu á gólfinu. Lýsis- lampar fylla húsið hlýrri gulri birtu. Þéttur mosinn sem liggur á milli hleðslusteinanna í veggnum gefur frá sér mjúkan jarðarilm sem blandast við græna grasið í torfinu.“ Þannig hljómar tilkynning um ilmviðburð sem sænska sendiráðið og Fischer- sund ilmgerð koma saman að í tilefni af því að í ár eru 250 ár frá fyrsta er- lenda vísindaleiðangrinum til Íslands. Árið 1772 kom sænski náttúrufræð- ingurinn Daniel Solander ásamt vís- indamönnum til að kanna Ísland. Þeir fóru víða um landið og skrásettu margt um íslenska náttúru, menn- ingu, siði, klæðaburð og heimilishald sem kom síðar út í bókinni Bréf frá Íslandi rituð af Uno Von Troil. Á viðburðinum býðst gestum að setja sig í spor Solanders og sam- ferðamanna hans og ferðast aftur til gamla Íslands í gegnum ilmheim. Fólk getur komið og þefað, upplifað og lesið sér til um þessa ferð Solanders og samferðamanna hans til Íslands. Fischersund ilmgerð er við Spítala- stíg 4 í Reykjavík. Í fótspor náttúrufræðingsins Daniels Solanders Fólki býðst að ganga inn í ilm- heim íslenskra heimila 1772 Alls konar Ýmislegt ilmandi skapar ilmlykil að íslenskum heimilum. Þín útivist - þín ánægja Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is HELLY HANSEN skór Kr. 26.990.- ASOLO skór Kr. 22.990.- HVÍTAN Merínó húf Kr. 3.990.- REYKJAVÍK ullarúlpa Kr. 47.990.- GRÍMSEY hanskar Kr. 2.990.- FUNI unisex dúnúlpa Kr. 33.990.- SEYÐISFJÖRÐUR hettupeysa Kr. 11.990.- KJÖLUR flíspeysa Kr. 9.990.- VINDUR úlpa fyrir börn Kr. 18.990.- ES a VERA jogging buxur Kr. 8.990.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.