Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022
VIKUR
Á LISTA
2
6
6
5
4
7
3
2
1
1
ELSPA - SAGAKONU
Höfundur: Guðrún Frímannsdóttir
Lesari: Valgerður Guðrún Guðnadóttir
ANDNAUÐ
Höfundur: Jón Atli Jónasson
Lesarar: Ýmsar leikraddir
VERAN Í MOLDINNI
Höfundur: Lára Kristín Pedersen
Lesari: Þuríður Blær Jóhannsdóttir
TRÚNAÐUR
Höfundur: Rebekka Sif Stefánsdóttir
Lesarar: Ýmsar leikraddir
ÞERNAN
Höfundur: Nita Prose
Lesari: Kristín Lea Sigríðardóttir
INNGANGURAÐ EFNAFRÆÐI
Höfundur: Bonnie Garmus
Lesari: Dominique Gyða Sigrúnardóttir
LÆKNIRINN Í ENGLAVERKSMIÐJUNNI
- SAGAMORITZ HALLDÓRSSONAR
Höfundur: Ásdís Halla Bragadóttir
Lesari: Stefán Hallur Stefánsson
DAGBÓKKIDDAKLAUFA -
HUNDAHEPPNI
Höfundur: Jeff Kinney
Lesari: Oddur Júlíusson
ÞESSU LÝKURHÉR
Höfundur: Colleen Hoover
Lesari: Þrúður Vilhjálmsdóttir
HIN SYSTIRIN
Höfundar: Mohlin & Nyström
Lesari: Kristján Franklín Magnús
1.
2.
3.
4.
7.
8.
6.
10.
9.
5.
›
›
›
›
›
›
›
›
TOPP 10
VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI
VIKA 33 Sundaborg 7-9 | 104 Reykjavík | Sími 511 4747 | www.northwear.is
Starfsmannafatnaður
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útbreiðsla makríls reyndist vera
mun meiri við Ísland í sumar, sam-
kvæmt mælingu, en undanfarin tvö
ár. Mældist makríll fyrir austan,
sunnan og vestan land. Mesti þétt-
leikinn var fyrir suðaustan land.
Alls mældist tæp 19% af heildar-
lífmassa makríls í leiðangri vísinda-
manna í íslenskri landhelgi á móti
7,7% á síðasta ári.
Kemur þetta fram í samantekt á
niðurstöðum sameiginlegs uppsjáv-
arleiðangurs Íslendinga, Færey-
inga, Norðmanna og Dana sem stóð
yfir allan júlímánuð og fyrstu þrjá
dagana í ágúst að auki. Meginmark-
mið leiðangursins var að meta magn
uppsjávarfiska í Norðaustur-Atl-
antshafi að sumarlagi en jafnframt
að rannsaka vistkerfi og umhverfi
sjávar.
Mun meira mældist
Mun meira mældist af makríl í
þessum leiðangri en á síðasta ári.
Vísitala lífmassa makríls var metinn
7,37 milljónir tonna sem er 43%
aukning frá árinu á undan. Er þetta
nálægt langtímameðaltali. Tvær
togstöðvar voru með einstaklega
mikinn afla og þar mældist um
þriðjungur heildarlífmassans.
Í fréttatilkynningu frá Hafrann-
sóknastofnun kemur fram að nið-
urstöðurnar hafi í gær verið kynnt-
ar innan stofnmatsvinnunefndar
Alþjóðahafrannsóknaráðsins
(ICES). Þær verða, ásamt öðrum
gögnum, notaðar við mat á stofn-
stærð makríls en ICES mun birta
ráðgjöf um aflamark næsta árs fyrir
makríl, norsk-íslenska síld og kol-
munna í lok næsta mánaðar.
Sjórinn kaldari en oft áður
Samkvæmt gervihnattagögnum
var meðaltalshitastig í yfirborðslög-
um sjávar austan og norðan Íslands
lægra í júlí en á sama tíma í fyrra
og einnig undir meðaltali síðustu
tuttugu ára. Sama gildir um suður-
hluta Noregshafs en í norðurhlut-
anum var hiti sjávar yfir meðaltali.
Vísitala um magn dýrasvifs á haf-
svæðinu við Ísland og í Noregshafi
var svipuð og á síðasta ári en lág í
sögulegu samhengi, að því er fram
kemur í tilkynningu Hafrannsókna-
stofnunar.
Makríll út-
breiddari hér
en á síðasta ári
- 43% meira af makríl mældist á Norð-
austur-Atlantshafi en á fyrra ári
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Fáskrúðsfjörður Hoffellið að landa makríl hjá Loðnuvinnslunni. Skipin hafa þurft að sækja langt á vertíðinni í ár.
Hafrannsóknastofnun leggur til að
afli úthafsrækju fyrir komandi
fiskveiðiár verði ekki meiri en
5.022 tonn. Er þetta heldur minna
en síðustu tvö fiskveiðiár þegar
ráðgjöfin var 5.136 tonn. Sagt er
að ráðgjöfin sé í samræmi við var-
úðarsjónarmið.
Fram kemur í tilkynningu Hafró
að stofnvísitala úthafsrækju hafi
lækkað frá árinu 2018 en sé þó yfir
varúðarmörkum. Hæst hefur ráð-
gjöfin farið fiskveiðiárið 1997-
1998, 70 þúsund tonn, en var lengi
á bilinu 20-40 þúsund tonn. Mat-
vælaráðuneytið gefur út aflamark
úthafsrækju. Við þá ákvörðun hef-
ur verið farið að ráðgjöf Hafró
mörg undanfarin ár. Afli fiskiskip-
anna hefur hins vegar verið langt
undir leyfilegu marki enda lönd-
uðu aðeins fimm skip úthafsrækju
á árinu 2020.
Fram kemur að mikið hafi verið
af þorski á rannsóknarsvæðinu
enda hefur vísitala þorsks og
þorskungviðis verið há í stofnmæl-
ingu úthafsrækju á undanförnum
árum. Vísitala grálúðu hefur verið
tiltölulega stöðug síðustu árin en
þó mun lægri en var í kringum
2010. helgi@mbl.is
Heldur minna fannst af úthafsrækju
HAFRANNSÓKNASTOFNUN LEGGUR TIL SMÁVEGIS SAMDRÁTT Í AFLAMARKI
Matur Rækja pilluð á matarhátíð á Dalvík.