Morgunblaðið - 25.08.2022, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 25.08.2022, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Lokafrestur til að skila ársreikningi rennur út 31. ágúst 2022 Skila ber ársreikningi eigi síðar enmánuði eftir að reikningurinn var samþykktur á aðalfundi félags, þó eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Sérstök athygli er vakin á því að skili félag ársreikningi síðar enmánuði eftir aðalfund verður félagið sektað. Á vefnum skatturinn.is/fyrirtaekjaskramá sjá hvort að ársreikningi hafi verið skilað. Örfélög geta nýtt sér hnappinn og látið Skattinn útbúa ársreikning félagsins að því tilskyldu að þau hafi skilað skattframtali. Ekki er heimilt að staðfesta hefðbundin ársreikning á aðalfundi félags en senda svo inn hnappsreikning í stað þess reiknings sem staðfestur var á aðalfundi. Senda skal inn til opinberrar birtingar þann ársreikning sem staðfestur var á aðalfundi viðkomandi félags. Ekki er heimilt að breyta eða fella niður neinar upplýsingar í þeim ársreikningi sem sendur er inn til opinberrar birtingar. Sekt vegna vanskila nemur 600.000 kr. 442 1000 Upplýsingaver er opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00fyrirtaekjaskra@skatturinn.is Willum Þór Þórsson heilbrigðis- ráðherra skrifaði í gær undir samn- ing Nýs Landspítala ohf. við Nordic Office of Architecture og EFLU verkfræðistofu vegna fullnaðar- hönnunar á nýbyggingu við Grens- ásdeild Landspítala. Fram kemur í tilkynningu að um er að ræða viðbyggingu endurhæf- ingarhúsnæðis Grensásdeildar. Hið nýja húsnæði verður um 3.800 fer- metrar að stærð og mun rísa að vestanverðu við núverandi aðal- byggingu. Heilbrigðisráðuneytið segir að með nýju byggingunni muni að- stæður til endurhæfingar gjör- breytast og endurhæfingarrýmum fjölga. Á undanförnum tveimur áratug- um hafi orðið miklar breytingar á endurhæfingarstarfsemi í ljósi framfara í meðferð alvarlegra sjúk- dóma og áverka. Þannig hafi þeim fjölgað mikið sem nú lifa með fötlun af völdum sjúkdóma og slysa og þörf fyrir öfluga og góða endur- hæfingu fari vaxandi. Í tilkynningu frá Nýjum Land- spítala kemur fram að nú taki við tólf mánaða hönnunartími. Eftir árið ættu vinnuvélar að mæta til að byrja á húsgrunni hússins. Undir samninginn skrifuðu Will- um Þór fyrir hönd Nýs Landspítala ohf., Hallgrímur Þór Sigurðsson fyrir hönd Nordic Office of Archi- tecture og Ólafur Ágúst Ingason fyrir hönd EFLU. Vottar voru Guð- rún Pétursdóttir, formaður stjórn- ar Hollvina Grensáss, og Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala. Byggt við Grensásdeild Ljósmynd/heilbrigðisráðuneytið Undirritun Skrifað var undir hönnunarsamning um viðbygginguna í gær. - 3.800 fermetra viðbygging vestan við aðalbyggingu Samkeppniseftirlitið þarf að form- festa betur skipulag innra eftirlits og innleiða innri endurskoðun í sam- ræmi við ákvæði laga. Þá þarf stofn- unin að vinna áfram að þróun að- gengilegra leiðbeininga og hagnýtra upplýsinga um samkeppnismál og ljúka endurskoðun bæði málsmeð- ferðar- og verklagsreglna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi Samkeppniseftirlitsins sem gerð var að beiðni Alþingis. Nið- urstöðurnar voru kynntar stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Greina þurfi ítarlegar áhrif Ríkisendurskoðun leggur fram til- lögur til úrbóta í átta liðum. Talið er mikilvægt að reglubundið mat á ábata af starfsemi Samkeppniseftir- litsins verði nýtt við skilgreiningu áherslna, markmiða og árangurs- mælikvarða til framtíðar. Þá telur Ríkisendurskoðun að menningar- og viðskiptaráðuneyti þurfi í samstarfi við Samkeppnis- eftirlitið að greina með ítarlegri hætti áhrif af breyttum veltumörk- um í samrunamálum. Ráðuneytið og stofnunin þurfi að leggja mat á for- sendur, tilhögun og framkvæmd ákvæða samkeppnislaga um sam- runagjald og taka möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf í samrunatilkynningum til ítarlegrar skoðunar. »28 Átta til- lögur að úrbótum - Úttekt á Sam- keppniseftirlitinu '/ )++0* þú það sem (/ ,-&."* "$ á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.