Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 28

Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 28
28 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Njótið sumarsins 25. ágúst 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 141.13 Sterlingspund 166.11 Kanadadalur 108.37 Dönsk króna 18.837 Norsk króna 14.378 Sænsk króna 13.209 Svissn. franki 145.91 Japanskt jen 1.0276 SDR 183.87 Evra 140.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.451 « Þorgeir Örlygs- son, fyrrverandi forseti Hæsta- réttar, mun leiða starfshóp sem falið er að skoða leiðir til að skapa eftirliti samkeppnis- og neytendamála nýja stjórnsýslulega stöðu innan stofn- anakerfis ríkisins. Með honum í hópnum eru þau Angantýr Einarsson bæjarritari og Svanhildur Hólm Valsdóttir fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Það er Lilja Dögg Alfreðsdóttir menn- ingar- og viðskiptaráðherra sem skipar starfshópinn en gert er ráð fyrir að hann skili ráðherra tillögum sínum fyrir 1. febrúar 2023. Í stjórnarsátmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að stefnt sé að sameiningu Samkeppniseftirlitsins og Neytenda- stofu. Þá er einnig stefnt að því að kannaðir verði eftir atvikum kostir á sameiningu við aðrar stofnanir, þar með talið fyrirtækjaskrá, ársreikninga- skrá og hlutafélagaskrá sem aukið geti samlegðaráhrif og skilvirkni í opinberu eftirliti. Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu kemur fram að starfshópurinn muni jafnframt skoða gildandi ákvæði laga um Samkeppnis- eftirlitið, einkum um málsmeðferð og hlutverk stjórnar, og meta fýsileika þess að sameina Samkeppniseftirlitið öðrum stofnunum ráðuneytisins. Hlutverk Samkeppnis- eftirlitsins endurskoðað Þorgeir Örlygsson STUTT DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Vísbendingar eru uppi um að minni sláttur sé á fasteignamarkaðnum nú en verið hefur síðustu misseri. Þrátt fyrir það er sá tónn sleginn í skilaboðum Seðlabankans að vænta megi hita á markaðnum næstu mánuði. Þetta er mat þeirra Unu Jóns- dóttur aðalhagfræðings Landsbank- ans og Jóns Bjarka Bentssonar aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þau eru gestir Dagmála í dag. Þar er sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti um 75 punkta til umræðu. Þótt teikn séu á lofti um að að- gerðir Seðlabankans frá því undir lok síðasta árs séu farnar að bíta á fasteignamarkaðnum eru fleiri þættir hagkerfisins sem hafa áhrif til aukinnar verðbólgu og benti Þór- arinn G. Pétursson aðalhagfræðing- ur Seðlabankans á það í gær að mikil spenna á vinnumarkaði væri áhyggjuefni. Verðbólgan fari í 10,8% „Verulegar vísbendingar [eru] um að hagkerfið sé að ofhitna,“ sagði hann og brá ýmsum í brún. Koma þessi ummæli í kjölfar þess að hagspekingar bankans telja nú að verðbólga muni verða 10,8% á síðasta fjórðungi ársins. Ítrekaði Þórarinn einnig að meiri hætta væri á að hún reyndist meiri en þetta þegar upp væri staðið en minni. Þau Una og Jón Bjarki við- urkenna að hinar versnandi horfur hafi komið á óvart, ekki síst í ljósi þess að margt bendir til þess að fasteignamarkaðurinn sé að kólna og verð á ýmsum hrávörum hafi tekið að lækka á ný. „Það gefur vísbendingu um að það þurfi að hækka vextina enn meira enda var það gefið í skyn að þessu væri ekki lokið þótt verið sé að taka minna skref en stigið var síðast. Þá þarf sennilega að stíga aðeins fastar á bremsuna til þess að ná verðbólgunni almennilega niður og þá sérstaklega verðbólguvænt- ingunum,“ segir Una í samtali í Dagmálum. Þótt yfirlýsing peninga- stefnunefndar sé skýr um að herða þurfi taumhald peningastefnunnar enn frekar þá var eftir því tekið á kynningarfundi í Seðlabankanum í gær að Rannveig Sigurðardóttir að- stoðarseðlabankastjóri lýsti því yfir að heppilegast væri að bankinn hækkaði og lækkaði vexti um 25 punkta í senn. Telja Jón Bjarki og Una ekki ólíklegt að þar hafi Rann- veig verið að gefa markaðnum ákveðin skilaboð um hvers vænta megi á komandi mánuðum. Pen- ingastefnunefndin mun tilkynna tvær vaxtaákvarðanir hið minnsta fram að áramótum, þ.e. 6. október og 17. nóvember. „Verulegar vísbendingar um að hagkerfið sé að ofhitna“ Morgunblaðið/Hákon Brjóta heilann Það er ekki vandalaust að stýra Seðlabanka Íslands eins og sést á þessari mynd af þeim Þórarni G. Péturssyni aðalahagfræðingi bankans og Ásgeiri Jónssyni bankastjóra. Tilkynnt var um hækkun stýrivaxta í gær. Horfur breytast » Hagvöxtur reynist meiri en spáð var í maí síðastliðnum. » Verðbólguhorfur fara versn- andi og stefnir bólgan í tveggja stafa tölu. » Verðbólguvæntingar til næstu ára gefa ekki góð fyrir- heit um að staðan breytist til batnaðar innan tíðar. - Óljós skilaboð frá Seðlabanka um raunverulega þróun á fasteignamarkaðnum Eins og viðskiptavinir Domino’s Pizza hafa tekið eftir er matsölu- staður fyrirtækisins í Hraunbæ í Reykjavík lokaður. Magnús Hafliða- son forstjóri segir að verið sé að breyta og bæta. „Við erum að stækka verslunina til að auka afköst. Meðal annars er verið að hliðra til fyrir nýj- um bökunarofni,“ segir Magnús. Hann segir að opnað verði á nýjan leik 1. september nk. „Þangað til er þjónusta í nálægum búðum okkar,“ segir Magnús. Spurður nánar um breytinguna segir hann hana vera andlitslyftingu. „Við erum að skipta um raflagnir, setja nýtt gólf o.fl. Við vinnum dag og nótt að því að ljúka framkvæmdum.“ Spurður hvort aðrar búðir fái svip- aða andlitslyftingu segir Magnús að 4-5 aðrar búðir séu þar á teikniborð- inu. Ekkert sé þó fast í hendi um hverjar þær verði. Magnús segir að Dominos vinni stöðugt að því að auka skilvirkni og þægindi við afhendingu í verslunum. „Á annatímum getur myndast kraðak og við viljum einfalda og bæta upplif- unina.“ Árið lítur ágætlega út Spurður um rekstur fyrirtækisins á þessu ári segir Magnús hann líta ágætlega út. „Við lentum í miklum kostnaðarhækkunum hjá birgjum bæði innlendum og erlendum eins og margir aðrir. Það er eitthvað að róast núna og ganga til baka – þó ekki að fullu. En það er góður gangur hjá okkur. Sumarið var gott og við erum bjartsýn á síðari hluta ársins.“ Baka Magnús segir að 4-5 aðrar búðir fái svipaða meðferð. Staðir Dominos fá andlitslyftingu - Hliðra til fyrir nýjum pítsuofni - Opna 1. september

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.