Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 30

Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 30
30 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands heimsótti Kænugarð óvænt í gær líkt og getið er hér að ofan, og sagði hann að alþjóða- samfélagið yrði að standa saman og halda uppi þrýstingi á Rússa um að láta af innrásinni. „Það sem gerist í Úkraínu skiptir okkur öll máli, sem er ástæða þess að ég er hér í dag til að færa þau skilaboð að Bretland stendur með ykkur og mun standa með ykkur þá daga og mánuði sem fram undan eru, og að þið getið og munuð sigra,“ sagði Johnson í ávarpi sínu. Sagði Johnson að Vesturlanda- búar yrðu að þola hækkandi orku- verð á meðan Úkraínumenn gyldu fyrir innrásina með blóði sínu. Sagði hann að vitað væri að veturinn yrði erfiður og að Pútín myndi nýta sér orkubirgðir Rússa til að kvelja al- menna borgara vítt og breitt um Evrópu og þrýsta á þá að láta af stuðningi sínum við Úkraínu. „Fyrsta prófraun okkar sem vinir Úkraínu verður að horfast í augu við og standast þann þrýsting,“ sagði Johnson, sem fékk afhenta frelsis- orðu Úkraínu fyrir stuðning sinn. AFP/Genya Savilov Kænugarður Selenskí (t.h.) sæmdi Johnson heiðursorðu fyrir stuðninginn. „Úkraína getur og mun sigra“ - Johnson heimsótti Kænugarð óvænt Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Volodimír Selenskí forseti Úkraínu hét því í gær að Úkraínumenn myndu berjast gegn innrás Rússa þar til yfir lyki, og að þeir myndu hvorki gefast upp né sætta sig við málamiðlanir. „Okkur er sama hvaða her þið hafið, við hugsum bara um landið okkar. Við munum berjast fyrir því til þrautar,“ sagði Selenskí í þjóðhátíðarávarpi sínu, en Úkraínu- menn fögnuðu í gær 31 árs sjálf- stæðisafmæli lands síns. Þess var einnig minnst í gær, að hálft ár var liðið frá því að innrás Rússa hófst, og höfðu því bæði Sel- enskí og bandarísk stjórnvöld varað við því að Rússar kynnu að fjölga eldflaugaárásum sínum á Úkraínu, ekki síst borgaralega innviði, í tilefni af því. Loftvarnaflautur gullu reglu- lega í Kænugarði og öðrum borgum Úkraínu í gær. Fram eftir degi virtist þó sem ekki hefði orðið mikið úr spám um aukinn árásarþunga Rússa, en um kvöldmatarleytið bárust fregnir af því að fimmtán hefðu látist í eld- flaugaárás á lestarstöð í Dnípró- petrovsk-héraði, og um fimmtíu til viðbótar særst. Stefnt að frelsun Krímskaga Selenskí sagði í þjóðhátíðarávarpi sínu að það kæmi ekki til greina að Úkraínumenn semdu við „hryðju- verkamenn“, en úkraínsk stjórnvöld hafa þrýst á um að Rússland verði nefnt hryðjuverkaríki. Þá sagði hann einnig að Úkraína samanstæði af öllu landsvæðinu sem tilheyrði landinu, þar með talið þeim héruðum sem Rússar hafa nú lagt undir sig eða innlimað. Vísaði Selenskí þar ekki síst til Krímskaga, sem Rússland innlimaði árið 2014, en Úkraínumenn hafa á síðustu vikum náð að gera árásir á skaganum, sem hingað til hafði verið talinn langt utan þess svæðis sem þeir gætu náð til. Hafa Úkraínu- menn sagt á síðustu vikum, að end- anlegt markmið þeirra sé að frelsa Krímskaga undan yfirráðum Rússa. Þá hafa Úkraínumenn einnig gert ítrekaðar árásir á birgðageymslur rússneska hersins í rússnesku borg- inni Belgorod, sem er um 40 kíló- metrum frá landamærum Rússlands að Úkraínu. Bæta enn í aðstoð sína Þessar árásir væru ekki mögu- legar nema vegna ríflegrar hernað- araðstoðar frá Vesturlöndum, en Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að hún hygðist verja um þremur millj- örðum bandaríkjadala til viðbótar í slíka aðstoð. Munu þeir fjármunir vera ætlaðir til að tryggja Úkraínu- mönnum skotfæri og aðrar vistir fyrir Úkraínuher. Bandaríkjamenn hafa nú varið um 15,5 milljörðum bandaríkjadala í stuðning við Úkra- ínumenn, eða sem nemur um 2.176 milljörðum íslenskra króna. Þá tilkynnti Boris Johnson for- sætisráðherra Bretlands, sem heim- sótti Kænugarð í gær, einnig að Bretar hygðust senda aðstoð að and- virði um 54 milljarða sterlingspunda til Úkraínu, en aðstoð Breta felur meðal annars í sér að Úkraínumenn fá senda 2.000 dróna, sem og skot- færi sem geta grandað skriðdrekum. Auk heimsóknar Johnsons bárust Úkraínumönnum stuðningskveðjur frá ýmsum leiðtogum, þar á meðal Ursulu von der Leyen, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, sem sagði að sambandið myndi styðja við Úkra- ínumenn eins lengi og þörf væri á. Þá bárust Úkraínumönnum einnig hamingjuóskir frá Alexander Lúk- asjenkó forseta Hvíta-Rússlands, en Hvít-Rússar hafa veitt Rússum landsvæði til þess að athafna sig í innrásinni. Sagðist Lúkasjenkó von- ast til að „ósamræmi“ dagsins í dag myndi ekki varpa skugga á aldalöng tengsl Úkraínu og Hvíta-Rússlands. Úkraínsk stjórnvöld svöruðu kveðj- unni með því að fordæma Lúkasj- enkó fyrir stuðning hans við innrás- ina. Mesti vandinn frá stríðslokum Áhrif styrjaldarinnar hafa verið mikil á þeim sex mánuðum sem liðn- ir eru, en áætlað er að um 6,7 millj- ónir Úkraínumanna hafi flúið inn- rásina til annarra ríkja, og að um átta milljónir til viðbótar hafi neyðst til að flýja heimili sín, en séu enn innan Úkraínu. Þar af eru um 2,3 milljónir sagðar hafa flúið yfir landamærin til Rúss- lands, en Pólverjar hafa tekið á móti um 1,3 milljónum og Þjóðverjar um 670.000 samkvæmt gögnum Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Er þetta mesti flóttamannavandi sem sést hefur í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar, og er óttast að áhrif hans muni vara langt fram yfir styrjaldarlok. Stríðið hefur einnig haft áhrif inn- an Rússlands, en stjórnvöld þar hafa hert mjög að lýðréttindum, einkum málfrelsi, í kjölfar innrásarinnar. Í upphafi mátti ekki kalla innrásina stríð, heldur varð að nefna hana „sérstaka hernaðaraðgerð“, og þá hefur verið hert á allri löggjöf er varðar mótmæli á þann veg að bann- að er að gagnrýna nokkuð er snertir herinn eða stríðsreksturinn. Mannréttindasamtökin OVD sendu í gær frá sér yfirlýsingu um að 16.437 Rússar hefðu verið hand- teknir á síðustu sex mánuðum fyrir að mótmæla stríðinu. Höfðu sumir verið handteknir fyrir að mótmæla á götum úti, en aðrir höfðu verið hnepptir í varðhald fyrir að tjá sig á samfélagsmiðlum. Flestar handtök- urnar áttu sér stað á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Skýrsla OVD kom sama dag og rússnesk stjórnvöld handtóku and- ófsmanninn Jevgení Roizman, og sökuðu hann um að hafa „hallmælt“ hernum. „Við munum berjast til þrautar“ - Selenskí segir að Úkraínumenn muni ekki gefast upp - Fimmtán féllu í árás á lestarstöð í Dnípró- petrovsk-héraði - Um 6,7 milljónir hafa flúið innrásina í Úkraínu - Hert að lýðréttindum í Rússlandi 100 km Kramatorsk Sloviansk Staða herflokka 23. ágúst kl. 19 24. ágúst kl 08: M O L D A V ÍA Svartahaf Azov-haf RÚMENÍA PÓLLAND HVÍTA-RÚSSLAND RÚSSLAND Krím Svæði þar sem Rússar eru með hernaðaraðgerðir Svæði sem Rússar segjast ráða Rússar innlimuðu skagann 2014 Svæði sem aðskilnaðarsinnar réðu fyrir innrásina Heimildir: AFP fréttastofur, Institute for the Study ofWar and AIE’s Critical Threats Project, Úkraínuher. Sprengingar/árásir Bardagar Svæði sem Úkraínu- menn hafa náð aftur á sitt vald ÚKRAÍNA Ódessa Lvív Kharkiv Maríupol KÆNUGARÐUR Svæði talin á valdi Rússa Kherson Dnipro Svæði sem talið er að Úkraínskir þjóð- ernissinnar stundi hernað Lugansk Donetsk Innrás Rússa í Úkraínu SPORTÍS SKE I FAN 1 1 1 08 REYKJAV ÍK S POR T I S . I S 520-1000 GLEÐILEGT NÝTT SKÓLAÁR!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.