Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 33
33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022
Biksvart Fátt er sumarlegra en ilmurinn af glænýju malbiki enda vinna við það almennt fylgifiskur sumarsins. Gatnakerfinu þarf að halda við þótt af og til hafi það umferðartafir í för með sér.
Eitt af því sem vegfarendur verða bara að lifa með vilji þeir ekki aka um ónýta vegi með tilheyrandi hossi. Hér vinnur vaskur hópur manna að endurnýjun einnar æðar umferðarinnar.
Hákon
1. Einstaklingurinn
er grunneiningin.
Setjum okkur í svo-
lítið hátíðlegar stell-
ingar og veltum fyrir
okkur grundvellinum
fyrir því samfélagi sem
við öll erum í við annað
fólk.
Erum við ekki sjálf
grunneiningin?
Við höfum auðvitað
aldrei verið beðin um að semja okk-
ur inn í samfélag við aðra. Flest telj-
um við samt að okkur beri siðferði-
leg skylda til þátttöku í slíku
samfélagi. Ástæðan er nábýlið við
annað fólk og óhjákvæmileg sameig-
inleg viðfangsefni okkar og þess.
Þess vegna beygjum við okkur flest
undir að teljast þátttakendur í sam-
eiginlegu skipulagi með öðru fólki.
Þetta skipulag hefur þróast með
ýmsum hætti. Til dæmis hafa mynd-
ast einingar sem samanstanda af
þeim einstaklingum sem byggja
ákveðin og skilgreind landsvæði.
Þeir mynda saman það sem við köll-
um ríki og setja sér þar reglur um
sambúð sína innan endimarka þess.
Við gerum fæst miklar athugasemd-
ir við þetta.
Meginhugmyndin hlýtur samt að
vera sú að einstaklingurinn í slíku
samfélagi sé grunneiningin. Hann
verður ekki til fyrir samfélagið,
heldur er samfélagið til fyrir hann
og til að þjóna einstaklingsbundnum
þörfum hans. Þessi hugsun mótar
þýðingarmikil grunnviðhorf í stjórn-
skipun okkar og lögum.
2. Réttindi annarra
Til dæmis er það almenn megin-
regla í okkar réttarkerfi að frelsi
manna til orðs og athafna eigi helst
ekki að takmarkast af öðru en rétt-
indum annarra. Við teljum líka þá
meginreglu gilda að setta lagaheim-
ild þurfi til að skerða frelsi ein-
staklinga og jafnvel að
slík heimild dugi ekki
ef skert eru réttindi
sem njóta ríkari vernd-
ar samkvæmt sér-
stökum ákvæðum sem
við höfum sett í stjórn-
lög okkar þar að lút-
andi.
Ég tel að miklu máli
skipti fyrir okkur öll,
sem búum í þessu sam-
félagi, að átta okkur vel
á þessum hugmynda-
grundvelli stjórnskip-
unarinnar.
Það er líka sérstaklega ástæða til
að nefna annan þátt, sem að mínum
dómi er óaðskiljanlegur hluti af
þeirri lífsskoðun sem með þessum
hætti mótar samfélag okkar, en það
er virðing fyrir öðru fólki og skilyrð-
islaus viðurkenning á rétti þess til að
haga sínu eigin lífi á þann hátt sem
það sjálft kýs, svo lengi sem það
skaðar ekki aðra.
3. Fjölbreytni
Mannfólkið er fjölbreytilegt og
einstakir menn hafa mismunandi
kenndir, hvatir og langanir í lífinu.
Allir eiga þar að mínum dómi sama
rétt. Ekkert okkar hefur heimild til
að sitja yfir hlut annarra með því að
bjóða og banna, eins og svo margir
vilja sífellt gera. Sumir vilja flokka
mannfólkið eftir þjóðerni, litarhætti,
trúarbrögðum, kynferði, kynhneigð,
gáfum eða hverju því öðru sem
greinir einn mann frá öðrum og láta
menn njóta misjafns réttar eftir því
hverjum þessara „flokka“ þeir til-
heyra. Til þess hafa menn yfirleitt
enga heimild af þeirri einföldu
ástæðu að einn á ekki að ráða neinu
um einkahagi annars. Svo einfalt er
það.
Þessi grein á að vera um fíkni-
efnabannið. Hvaða þýðingu hafa
framangreindar hugleiðingar fyrir
það? Þær hafa það markmið að
skýra fyrir lesendum þær megin-
forsendur sem ég tel okkur öll eiga
að hafa í huga, þegar við hugum að
lagareglum um neyslu fíkniefna og
raunar svo margt annað sem við
setjum lög um. Ég sný mér nú beint
að umræðuefninu.
4. Boð og bönn
Segja má að viðhorf þeirra, sem
vilja leysa vandamál með boðum og
bönnum fremur en frelsi og ábyrgð,
hafi á ýmsum sviðum mannlífsins
orðið ofan á. Fíkniefnabannið er ein-
mitt gott dæmi um þetta.
Ég hef lengi verið þeirrar skoð-
unar að þar séum við á rangri braut.
Þar er að mínum dómi farsælast,
eins og á öðrum sviðum, að ætla
mannfólkinu frelsi og láta það sjálft
bera ábyrgð á gjörðum sínum. Ein-
staklingar hljóta sjálfir að eiga að
ráða því hvers þeir neyta. Ef neysl-
an er skaðleg eru það þeir sjálfir
sem fyrir verða.
Kannski er stærsta þversögnin í
stefnunni í fíkniefnamálum fólgin í
því að við leyfum neyslu vímugjafa
sem við fína fólkið viljum neyta,
áfengisins. Fari menn sér að voða
við neyslu þess fara þeir „í meðferð“.
Meðferðin felst í því að láta menn
taka sjálfa ábyrgð á eigin lífi. Hvers
vegna gerum við ekki það sama við
aðra vímugjafa en áfengi?
Það er ekki nóg með að vestræn
ríki hafi rekið bann- og refsistefnu
gegn fíkniefnum. Þau hafa beinlínis
háð stríð gegn dreifingu þeirra og
neyslu. Bandaríkjamenn kalla þetta
fíkniefnastríð (war on drugs). Í því
stríði láta ófáir lífið á hverju ári,
bæði þeir sem dreifa efnunum og
einnig þeir sem neyta þeirra. Og
ekkert gengur. Neyslan hefur stöð-
ugt aukist síðustu áratugina.
5. Neðanjarðarheimur
Lítum á nokkrar óumdeildar stað-
reyndir sem varða það ástand sem
stefna okkar í fíkniefnamálum hefur
alið af sér. Með henni höfum við búið
til neðanjarðarheim, þar sem glæpa-
menn sitja við stjórnvölinn. Við höld-
um í þeim lífinu með banninu. Í þess-
um heimi ræður ofbeldið ríkjum.
Þeir sem fyrir því verða þora ekki
einu sinni að kæra ofbeldisverkin
vegna ótta við ofbeldismennina.
Við meðhöndlum þá sem ánetjast
efnunum eins og glæpamenn en ekki
sjúklinga eins og rétt væri. Stundum
geta þetta verið börnin okkar. Ef
þau leiðast út í neyslu leiðir það oft
til þátttöku þeirra í ólögmætri dreif-
ingu efnanna. Stundum taka þau að
sér að vera „burðardýr“ milli landa
til þess að eiga fyrir neyslunni. Þá er
nú okkur fína fólkinu að mæta. Við
sendum þau í fangelsi. Með því erum
við oftast í reynd að dæma þau var-
anlega út úr samfélagi okkar. Þau
fara á sakaskrá og eiga erfitt upp-
dráttar í lífinu, jafnvel þótt þau hafi
náð tökum á fíkniefnaneyslunni.
Þeir sem til þekkja í heimi fíkni-
efnanna segja margir að auðveldara
sé að nálgast þessi efni heldur en
áfengi. Þau megi kaupa á götuhorn-
um og skemmtistöðum. Jafnvel séu
skólalóðir vettvangur viðskiptanna.
Það er líka augljóst að efnin sem
seld eru í þessu neðanjarðarkerfi
eru oft miklu hættulegri en vera
myndi ef dreifing yrði leyfð. Glæpa-
mennirnir sem dreifa þeim hika
þannig oft ekki við að bæta í þau öðr-
um efnum til að drýgja söluvöruna
og auka hagnaðinn. Dæmi eru um að
slík íblöndunarefni hafi reynst lífs-
hættuleg og fíklar látist af þeim sök-
um.
Svo leiðast neytendur út í afbrot
til að fjármagna neyslu sína. Strákar
brjótast inn og stela og stelpur selja
sig. Er þetta ekki dásamlegt?
6. Hörmungar og glæpaverk
Menn geta líka hugleitt kostn-
aðinn sem fylgir þessari bann- og
refsistefnu. Til dæmis af löggæsl-
unni. Konan mín hefur haft þann sið
á „Facebókarsíðu“ sinni undanfarin
ár að merkja alls kyns glæpafréttir
úr fjölmiðlum með orðunum „í boði
fíkniefnabannsins“. Þar er þá ávallt
um fréttir að ræða af hörmungum og
glæpaverkum sem má vafalaust
rekja beint til þessarar vonlausu
baráttu við vindmyllurnar.
Ég vek athygli á því að hámarks-
refsing fyrir fíkniefnabrot er 12 ára
fangelsi. Fyrir manndráp er há-
markið 16 ára fangelsi. Þetta er lítill
munur. Það hlýtur að verða freist-
andi fyrir siðlausan glæpamanninn
að fremja bara morðið til að þagga
niður í þeim sem hann óttast að
muni vitna gegn honum.
7. Menn ættu að hugsa málið
upp á nýtt
Það er satt að segja alveg ótrúlegt
hversu illa gengur að fá fólk til að
opna augun fyrir öllum þessum stað-
reyndum sem hrópa á okkur. Það er
eins og menn eigi erfitt með að átta
sig á því að haldbesta leiðin í þessu
efni, eins og svo mörgum öðrum, er
að láta fólk taka ábyrgð á sjálfu sér.
Vanmáttur manna gegn fíkninni hjá
öðrum leiðir til örþrifaráða – bann-
reglna og þungra refsinga. Með því
finnst mönnum að þeir séu að „gera
eitthvað“ í málinu. Það má til sanns
vegar færa. Það sem þeir gera eykur
hins vegar á bölið en dregur ekki úr
því. Þar tala allar staðreyndir sínu
máli. Ekkert gengur að takmarka
útbreiðslu og neyslu fíkniefnanna.
Hún bara vex.
Við ættum því að hugsa málið upp
á nýtt. Opnum þennan fíkniefnaheim
og kippum þannig fótunum undan
starfsemi glæpahópanna sem nær-
ast í honum. Meðhöndlum fíklana
sem sjúklinga en ekki glæpamenn.
Greiðum þeim leið til betra lífs. Ég
fullyrði að þannig myndu þeir fyrr
ná tökum á vanda sínum. Og sam-
félag okkar yrði miklu betra á eftir.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » Svo leiðast neyt-
endur út í afbrot til
að fjármagna neyslu
sína. Strákar brjótast
inn og stela og stelpur
selja sig. Er þetta ekki
dásamlegt?
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi dómari við
Hæstarétt.
Í boði bannsins – hugleiðing