Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Þægilegur aðhaldsfatnaður með góðum
stuðningi sem klæðist vel undir allar flíkur,
flatir saumar og engar sjáanlegar línur.
Vefverslun
selena.is
Ný sending
af aðhalds-
undirfatnaði
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Aníta Ýr og Svandís Dagmar hafa verið vinkonur í mörg
ár en þær ákváðu á dögunum að fylgja draumi sem þær
höfðu lengi átt og byrja með eigið hlaðvarp.
Fyrsti þátturinn af Er þetta fyrsta barn? var gerður
opinber um síðustu helgi en hann hefur sannarlega
sprungið út í vikunni en hann flaug í fyrsta sæti á ís-
lenska hlaðvarpslistanum á Apple Podcast.
Aníta Ýr er 26 ára lögfræðinemi og flugfreyja sem býr
í Mosfellsbæ ásamt manni sínum og tveimur sonum,
þeim Byrnjari Leó og Óliver Degi, en Svandís Dagmar
er 24 ára hárgreiðslukona sem býr með sínum manni og
15 mánaða dóttur, Kamillu Rut, í Kópavogi. Þær eru
sammála um að fjölskyldur þeirra séu orðnar eins og ein
stór fjölskylda, svo miklum tíma eyða þær saman, en vin-
konurnar viðurkenna að þær tali meira hvor við aðra en
við mennina sína.
Þær segjast orðlausar yfir viðtökunum sem fyrsti
þátturinn af Er þetta fyrsta barn? hefur fengið.
„Við vorum aðallega að gera þetta sem hobbí og ef það
væri einhver hlustun þá væri það bara plús. En þetta
sprakk algjörlega út og við erum eiginlega bara í sjokki,“
segja vinkonurnar við Morgunblaðið en þær segjast
ákaflega þakklátar og spenntar fyrir komandi tímum.
Í fyrsta þættinum fer Svandís yfir endurtekinn fóst-
urmissi sem hún og maðurinn hennar upplifði og hafði
mikil áhrif á líf þeirra.
„Hún hefur lent í fósturmissi fimm sinnum, sem er
vægast sagt átakanlegt, en [ég er] virkilega stolt af
henni að segja sína sögu og tel mikilvægt að fjalla einnig
um þá hlið,“ sagði Aníta.
„Okkur langaði til þess að deila okkar sögum þar sem
þær eru mjög ólíkar en allar merkilegar á sinn hátt,“
segja þær Svandís og Aníta en þær segja að hlaðvarps-
hugmyndin hafi kviknað yfir kampavínsglasi í heita pott-
inum. Næsta dag ákváðu þær að láta til skarar skríða.
Þær segja að markmið hlaðvarpsins sé að leyfa for-
eldrum að heyra margar ólíkar sögur í tengslum við for-
eldrahlutverkið.
„Við erum engir sálfræðingar heldur bara að deila
okkar reynslu,“ segja þær einlægar.
Þær stefna á að deila nýjum þætti á helstu streymis-
veitur vikulega, á miðvikudögum, en nýjasti þáttur hlað-
varpsins kom inn í gær. Í honum fer Aníta yfir það
hvernig hennar upplifun var af því að komast að því að
hún ætti von á sér.
K100 fékk vinkonurnar að vana til að gefa meðmæli
með fimm öðrum áhugaverðum hlaðvörpum en þau má
sjá hér:
Crime junkie „Erlent glæpahlaðvarp þar
sem farið er yfir morðmál, mannshvörf
og fleira í þeim dúr.“
Morðcastið „Skemmtilegt hlaðvarp sem
systurnar Unnur og Bylgja halda úti.
Hlaðvarpið fjallar um íslensk og erlend
sakamál auk þess sem þær deila skemmtilegum sögum
úr sínu lífi.“
Fantasíusvítan „Hlaðvarp um Bachelor-þætti sem eru í
gangi hverju sinni og annað raunveruleikasjónvarp þess
á milli.“
Hver er Hugó? „Hlaðvarp þar sem Ingó
og Eyþór reyna að komast að því hver
sé á bak við tónlistarmanninn Hugó.“
Betri helmingurinn með Ása „Ási fær til
sín fólk og ræðir við það á léttu nót-
unum um sinn betri helming.“
Áhugaverð hlaðvörp: Er þetta fyrsta barn?
Átakanlegt að
missa fóstur
fimm sinnum
Vinkonurnar Aníta og Svandís eru orð-
lausar yfir vinsældum nýs hlaðvarps
sem þær byrjuðu með um liðna helgi,
hlaðvarpsins Er þetta fyrsta barn?
en fyrsti þáttur, þar sem Svandís lýsir
upplifun sinni af fósturmissi, flaug
beint í fyrsta sæti á Apple Podcast.
Mæður Þær Aníta og Svandís segja móð-
urhlutverkið bæði ótrúlega dásamlegt og
mjög krefjandi.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Unglingar sem finna sig ekki í dag-
legu lífi og skóla fá tækifæri til að
„finna neistann“ í gegnum verkefni
sem þúsundþjalasmiðurinn og
jaðaríþróttamaðurinn Alexander
Kárason, eða Lexi eins og hann er
kallaður, byrjaði með fyrir nokkr-
um árum.
Finndu neistann er unnið í sam-
starfi við Mosfellsbæ en um er að
ræða áhugagrein fyrir ungmenni, á
aldrinum 15-18 ára, sem fer fram í
gegnum mótorsport og aðrar jaðar-
íþróttir. Ungmennin fá að finna sitt
hlutverk í liði og velja sér verkefni
eftir sínu áhugasviði. Til dæmis í
gegnum vélaviðgerðir, akstur og
beina þátttöku, skipulagningu eða
myndatöku. Ungmennin hafa að-
gang að alls konar búnaði í 150 fer-
metra skúr þar sem þau geta próf-
að sig áfram í ýmiss konar iðn og fá
einingar í skólann fyrir það sem
þau taka sér fyrir hendur.
Reyna að kveikja áhugann
„Þetta er skemmtilegt verkefni
þar sem ég er með fullt af krökkum
sem koma vikulega í skúrinn,“
sagði Lexi í viðtali í Ísland vaknar í
vikunni þar sem hann ræddi við þau
Kristínu Sif og Jón Axel.
„Markmiðið er að reyna að
kveikja áhugann á einhverju,“ sagði
hann en annað mikilvægt markmið
starfsins er að hjálpa krökkunum,
sem eru flestir á grunnskólaaldri,
að finna framhaldsnám sem hentar
áhugasviði þeirra.
„Velvirkir“ krakkar
„Ég vil ná til flestra sem hafa
áhuga. Líka sem hafa áhuga og eru
á kantinum. Ég er dálítið að ein-
blína á þessa krakka sem eru of-
virkir – eða „velvirkir“ eins og ég
kalla það. Hafa kraftinn en eru líka
týnd í kerfinu af því að þau eru á
kantinum. Þau passa ekki inn bók-
lega, í lestri og menntalega,“ sagði
Lexi en sjálfur segist hann hafa
verið í þessum hópi sem barn og
unglingur og skilji því upplifun
þeirra vel. Hann fann sig þó á end-
anum en hann er í dag margfaldur
Íslandsmeistari í alls konar mót-
orsporti og jaðaríþróttum.
Öflugustu hóparnir okkar
„Þessir krakkar á þessum kanti
eru öflugustu hóparnir okkar. Þetta
eru sprotastofnendur og framtíðar-
framkvæmdarstjórar, sem vantar
oft „touchið“ í byrjun,“ sagði Lexi
en verkefnið hefur verið gífarlega
vinsælt meðal ungmenna á svæð-
inu.
„Þegar við byrjuðum á þessu af
viti fyrir tveimur árum voru fimm
krakkar sem komu. Þetta var í sam-
ráði við skólann í Mosfellsbæ. Þau
fengu einingar fyrir að mæta og
þetta var bara tvisvar í viku. Þau
mættu á þriðjudögum og fimmtu-
dögum og þetta átti að vera frá þrjú
til sex,“ sagði Lexi og bætti við
hlæjandi að oftast hefðu krakkarnir
þó verið svo áhugasamir að þeir
voru að alveg til ellefu á kvöldin.
„Það var bara eldað ofan í krakk-
ana. Fyrsta verkefnið var að fjar-
lægja mótorinn úr bíl. Bara rífa bíl í
sundur. Það byrjaði bara þannig,“
sagði hann en hann leggur áherslu
á að ungmennin fái aðstoð og svig-
rúm til að gera mistök í öruggu um-
hverfi en fjórir aðrir öflugir aðilar
vinna með honum í verkefninu.
„Svo varð, eins og ég vildi, vin-
skapur úr þessu. Við vorum að rífa
bílana í sundur en við vorum líka að
fara á fjórhjól í Þorlákshöfn, sleða á
Ólafsfirði og kappakstur í Hafnar-
firði,“ sagði Lexi.
„Þetta snýst líka um að hlusta á
krakkana og finna hvað það er sem
þau hafa áhuga á,“ sagði hann.
Hægt er að hlusta á viðtalið í
heild sinni á K100.is.
Ástríða Ungmenni fá að grúska að vild og prófa sig áfram í skúrnum hjá
Lexa þar sem þau fá tækifæri til að finna sitt áhugasvið og gera mistök.
Hjálpar ungmennum
að finna neistann
Alexander „Lexi“ Kárason er einn þeirra sem
standa fyrir verkefninu Finndu neistann en hann
hefur ástríðu fyrir því að hjálpa ungmennum, sem
ekki finna sig í hefðbundnu námsumhverfi, að finna
sín áhugasvið og tilgang í lífinu. Hann ræddi um
verkefnið í Ísland vaknar á K100 í vikunni.
„Velvirkur“ Lexi hefur mikla
ástríðu fyrir krökkum sem eru
„velvirkir“ eins og hann sjálfur.