Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 42

Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 ✝ Þorbjörg Hil- bertsdóttir fæddist í Reykja- vík 13. apríl 1939. Hún lést á Landa- kotsspítala 6. ágúst 2022. Foreldrar henn- ar voru Ásta Þor- kelsdóttir, f. 27. desember 1908, d. 7. nóvember 1996, og Hilbert Jón Björnsson, f. 10. mars 1914, d. 19. nóvember 1974. Bræður hennar: Reynir Gísli Karlsson, sammæðra, f. 27. febrúar 1934, d. 12. nóv- ember 2014, og Sævar Hil- bertsson, f. 27. maí 1946. Þorbjörg giftist Guðmundi Davíðssyni, f. 10. júlí 1940, þau skildu. Sonur þeirra: Ásgeir, f. 25. ágúst 1958, d. 9. október 1964. Sonur Þorbjargar og Inga Björgvins Ársælssonar, f. 24. júlí 1932, d. 2. apríl 1992, er Skarphéðinn Hilbert, f. 30. júlí mundar Geirs Þórarinssonar, f. 17. júlí 1981, er Óskar Elí, f. 13. október 2017. 2) Hörður Hilbert, f. 21. júní 1969. Að hefðbundnu barna- skólanámi loknu settist Þor- björg í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan kvennaskólaprófi vorið 1956. Síðan lá leiðin út á vinnumark- aðinn og hóf hún störf hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga, SÍS, og síðan á dag- blaðinu Tímanum. Skólaárið 1975-76 vann Þorbjörg sem rit- ari við Kvennaskólann í Reykjavík. Einnig starfaði hún hjá Landsbanka Íslands, Pósti og síma, Framsóknarflokknum og Námsgagnastofnun. Hún sat yfir í prófum í Háskóla Ís- lands, vann í mennta- málaráðuneytinu og lauk starfsævinni sem stuðnings- fulltrúi og ritari í Hvassaleit- isskóla. Útför Þorbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 25. ágúst 2022, og hefst kl. 13. 1963. Börn Skarp- héðins og Brynju Jónu Jónasdóttur, f. 11. janúar 1963, eru Jónas Hilbert, f. 2. september 2001, og Þorbjörg, f. 22. maí 2005, dætur Brynju eru Ingunn og Bergr- ún Ingólfsdætur. Þorbjörg giftist Jóhannesi Þórólfi Gylfa Guðmunds- syni, f. 20. maí 1931, þau skildu. Synir Þorbjargar og Jó- hannesar eru: 1) Þórólfur Hil- bert, f. 6. mars 1967. Maki hans er Berglind Steinars- dóttir, f. 7. október 1964. Börn Þórólfs og Berglindar eru: a) Ásgrímur Ragnar Sigurðsson, f. 22. mars 1984. b) Ásgeir Hil- bert, f. 29. október 1994. Dótt- ir Ásgeirs og Dagmarar Bjark- ar Hörpudóttur Edwald er Andrea Dís, f. 24. september 2021. c) Sólveig, f. 6. júlí 1996. Sonur Sólveigar og Guð- Elsku tengdamamma mín, hún Þorbjörg, er látin. Ég kynntist Obbu fljótlega eftir að við Þórólfur sonur hennar kynntumst í lok árs 1989. Hún tók mér og Ásgrími syni mínum mjög vel, en hann var þá 5 ára. Við höfum eiginlega alltaf ver- ið á svipuðu reki, við Obba, því hún var ung í anda án þess að vera nokkurn tímann að reyna það. Mér fannst hún einhvern veginn pínulítið öðruvísi en aðr- ar konur á hennar aldri af því að hún var svo til í ýmislegt. Vildi alltaf vera með og naut þess að vera með unga fólkinu. Svolítið óhefðbundin amma og mikill vin- ur barnabarnanna sinna. Amma sem átti alltaf bíl og keyrði út um allt með krakkana, fann skemmtilega staði til að leika á og drekka mjólk úr sultukrukku og borða nesti. Amma sem fann ódýrt og sniðugt dót til að eiga og koma börnunum á óvart. Amma sem vílaði ekkert fyrir sér að bruna austur fyrir fjall á kaffihús eða í skemmtilega fjöru með þau. Amma sem fór með þau í leikhús og bíó. Amma sem hafði alltaf tíma og elskaði að sjá lífið með augum barnabarnanna sinna og vera með þeim. Amma Obba skammaði aldrei barnabörnin en þó tók hún eitt sinn til sinna ráða þegar átti að skoða sýningu í Ljósafossstöð- inni. Þegar hún var búin að hleypa börnunum út úr bílnum, þá hlupu þau niður að ánni. Þau vissu að þau áttu að bíða eftir henni en í einhverri gleði og prakkaraskap þá fannst þeim góð hugmynd að þjóta burtu frá ömmu sem passaði þau alltaf svo vel og sá til þess að allt væri öruggt. Þetta fór ekki vel í ömm- una. Börnin voru sett þegjandi og hljóðalaust inn í bíl og engar skammir en ekið með þau aftur í bústaðinn og ekkert varð úr skoðunarferðinni. Svo eru það skrifin sem liggja eftir hana Obbu og allar mynd- irnar sem hún tók. Hver mynd og albúm merkt. Dagbækur í sumarbústaðnum, ferðadagbæk- ur. Hún skráði sín samskipti við barnabörnin og aðra lífsins við- burði. Þvílíkur arfur fyrir af- komendurna. Þegar ég fór í há- skólanám fyrir nokkrum árum var ómetanlegt að geta leitað til hennar með yfirlestur því hún var nákvæm og vandvirk og mjög fær í íslensku. Ég er þakklát fyrir þessi 33 ár sem við vorum samferða, elsku Obba, og það er margs að minnast. Samverustundir í sum- arbústaðnum, allar nestisferð- irnar með krakkana, allt spjallið sem við áttum saman yfir kaffi- bolla eða vínglasi. Hringferðin um landið þegar ég ætlaði bara að elta ykkur tengdapabba áleið- is, en endaði með því að ég og krakkarnir tróðum okkur með ykkur í bústað á Eiðum og föt voru keypt á börnin á Egils- stöðum af því að við vorum eig- inlega ekki með neitt með okk- ur. Ég gleðst yfir því að þið Óskar Elí langömmustrákur fenguð að kynnast. Þú náðir honum á þitt band með hlátra- sköllum og fíflagangi. Eða hvað kallast það annað þegar langamma situr í Lazy boy-stól, setur á sig asnalega húfu með frönskum riflásum á og lætur krakkann kasta mjúkboltum í hausinn á sér og argar svo sjálf úr hlátri. Ég man kærleika þinn og vináttu við barnabörnin og langömmubörnin og óendanleg- an áhuga þinn á þeim. Þau eru rík að hafa átt þig að. Takk fyrir allt elsku Obba. Berglind. Þegar ég hugsa um ömmu Obbu koma strax upp í hugann öll hlátursköstin. Hún var með húmorinn í lagi og einstaklega smitandi hlátur, mikil fjöl- skyldukona og leið alltaf best með allt fólkið sitt í kringum sig. Ég er svo glöð að þú skyldir hafa náð að hitta Óskar Elí og Andreu Dís langömmubörnin þín. Maður sá ljósið lifna við í augunum á þér þegar þú hittir þau. Þú varst alltaf ung í anda og varst svo sannarlega ekki orðin 83 ára gömul þótt líkaminn fylgdi ekki með hausnum. Amma Obba var rosalega klár og ég kom alltaf til þín ef ég þurfti hjálp með ensku, ís- lensku, stærðfræði eða hvað sem maður var að læra þann daginn. Þú varst alltaf tilbúin að aðstoða með hvað sem var og óteljandi skiptin sem við Ásgeir bróðir komum til þín að læra. Eitt af okkar eftirminnileg- ustu atvikum var þegar við fór- um á tónleikana í Salnum í Kópavogi. Þú skrappst á kló- settið og ég stóð og beið í örugglega 30 mínútur eftir þér og skildi ekkert í því hvað varð um þig. Svo komstu aftur inn um innganginn, kófsveitt og móð og veifaðir mér að koma til þess að láta manninn í miðasöl- unni vita að þú værir tónleika- gestur og búin að fara inn einu sinni áður. Þegar þú loksins gast talað vegna mæði sagðist þú haf- ir farið í lyftuna til að stytta þér leið af neðri hæðinni, í staðinn fyrir að labba upp stigann. Ein- hvern veginn endaðir þú í tón- listarskólanum hinum megin í húsinu og lyftan læstist þegar þú gekkst út úr henni, þannig að þú varst föst inni í hinu rýminu. Þú vissir ekkert hvar þú varst stödd eða hvernig þú kæmist út. Að lokum gastu veifað eftir að- stoð en þurftir að hendast hring- inn í kringum húsið til að kom- ast aftur í Salinn. Við hlógum svo mikið og hátt eftir að við komum inn á tónleikana að ég hélt við myndum aldrei hætta. Það störðu allir á okkur í salnum en okkur var alveg sama, þetta var svo einstaklega fyndið. Bara þú myndir lenda í einhverju svona, að læsast inni í Tónlistar- skóla Kópavogs rétt fyrir tón- leikana í Salnum. Endalausar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Öll skiptin sem þú fórst með okkur barnabörnin á róló, þegar við eltum ísbílinn þvert yfir alla Vogana. Í skötuveislunni á Þor- láksmessu faldirðu litlu sultu- krukkurnar með súkkulaðinu í og sagðir okkur hvort við værum heit eða köld þegar við leituðum að þeim. Allar stundirnar þegar við pússuðum silfrið rétt fyrir jólin og svo eftir það föndruðum við alltaf eitthvað sniðugt. Elsku amma mín. Þetta eru búin að vera góð 26 ár hjá okkur ég mun sakna samtalanna okkar sem voru alltaf svo skemmtileg og hlægileg, ég þakka fyrir hverja einustu mínútu sem við áttum saman. Það er ekki sjálf- sagt að eiga svona góða ömmu og ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa verið barnabarn þitt og vinkona, hefði ekki getað beðið um betri ömmu. Þú varst engum lík og það er ómetanlegt að hafa verið svona náin þér. Ég er langt frá því að vera tilbúin að kveðja þig og ég mun sakna þín meira en orð fá lýst en veit samt að það var kominn tími á þitt ferðalag. Takk fyrir allt amma. Sólveig Þórólfsdóttir. Látinn er fjölskylduvinur, Þorbjörg Hilbertsdóttir. Fyrstu kynni fjölskyldunnar af Obbu, eins og hún var oftast kölluð, voru þegar hún kom gangandi ofan Grafningsveg til Nesjavalla með Margréti mágkonu og fleira vinafólki. Við frekari kynni kom í ljós að Obba var kona Þórólfs frá Króki í Grafningi. Obba féll fljótt inn í spjallhópinn og eftir það voru samskipti fjölskyldunn- ar á Nesjavöllum við Obbu margvísleg í Grafningi og víðar. Hún var með í nokkur sumur, ásamt vinkonu sinni, í hálfgerð- um sumarbúðum á fyrrum garð- yrkjubýlinu Hraunprýði ofan Nesjavalla fyrir börnin sín og vinafólk. Því voru samskiptin við Nesjavelli oft veruleg. Þær vinkonurnar, ásamt börnum úr sumarhúsi í ná- munda við Hraunprýði, komu oft með börnin í heimsókn í vin- sælar pönnukökur og fleira hjá móður minni og til að fylgjast með búskapnum, réttum og fleiru á Nesjavallabæ. Það var því oft glatt yfir hópnum, enda allir velkomnir þar á bæ. Þetta líf í sveitinni var mikil upplifun fyrir borgarbörnin og fleiri í fjölskyldu Obbu sem dvöldu einnig hjá henni í Hraun- prýði inn á milli. Obba fékk stundum heimilisj- eppann lánaðan hjá föður mín- um til kaupstaðarferða og til fleiri reddinga og var ekkert bangin við að keyra jeppann þótt hún væri ekki vön slíkum ökutækjum. Obba var alltaf létt í lundu og hafði gaman af lífinu í Grafn- ingnum, sumarbústað fjölskyld- unnar á Villingavatni við bakka Þingvallavatns, sem víðar. Hún gaf umhverfinu létt yfirbragð þar sem hún fór. Með þessum fáu línum kveður fjölskyldan Obbu með þökk fyrir góðar samverustundir. Megi Guð vernda Obbu og minningu hennar. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Þorbjargar og vina. Fyrir hönd fjölskyldunnar frá Nesjavöllum, Ómar G. Jónsson. Þorbjörg Hilbertsdóttir Í dag kveðjum við elsku Evu okk- ar. Dásamlegu, björtu og hjarta- hlýju Evu. Eigin- konuna, móðurina, dótturina, systurina, frænkuna, vinkonuna og ljósmóðurina Evu. Magnaða konu sem hafði visku langt um- fram árin sem hún fékk á þess- ari jörðu og hafði djúpstæð áhrif á okkur og okkar líf. Minning um hugrakka, sterka, ljúfa, kærleiksríka, heilsteypta og ekki síst trausta vinkonu okkar mun lifa um ókomna tíð. Elsku hjartans Evan okkar, þú umvafðir fólkið í kringum þig á einstakan hátt og lést okkur alltaf finna það hversu mikilvægar við vorum í þínu lífi. Að fá faðmlag frá þér gat komið okkur í gegnum erfiðan dag. Evuknús var raunveruleg auð- lind. Hlýjan og mýktin sem þú gafst frá þér var einstök. Þú varst til staðar fyrir okkur, jafnvel þegar þú sjálf varst að ganga í gegnum gríðarlega erf- iða tíma. Þú hlustaðir án þess að dæma og það var aldrei óvissa um það hvað þú værir að hugsa. Það var alltaf tími hjá þér fyrir okkur vinkonurnar og Eva Berglind Tulinius ✝ Eva Berglind Tulinius fædd- ist 9. febrúar 1990. Hún lést 13. ágúst 2022. Útför hennar fór fram 24. ágúst 2022. alltaf sú fullvissa að þú dæmdir mann aldrei. Allir þessir ómetanlegu mann- kostir voru þínir styrkleikar í móð- urhlutverkinu. Þú varst svo stolt af börnunum ykkar Begga og sást ekki sólina fyrir þeim. Þú sinntir þeim af einstakri natni og kærleika og gafst þeim þig alla. Þessa sömu styrkleika nýttir þú þér í starfi þínu sem ljósmóðir þar sem þú sinntir fjölskyldum af sömu natni og öðrum í kringum þig. Það var alltaf hægt að treysta á það að þú leystir öll þau verk- efni sem þú fékkst í vinnunni óaðfinnanlega og betur en það. Á sama tíma varstu til staðar fyrir okkur vinnufélaga þína og aðstoðaðir okkur í gegnum erf- iða hluti sem við vorum að ganga í gegnum. Elsku hjartans Eva okkar, skarð þitt verður aldrei fyllt. Það er ólýsanlega óréttlátt og sárt að þú hafir ekki fengið lengri tíma með öllum ástvinum þínum. Þrátt fyrir alltof stuttan tíma á þessari jörðu hafðir þú djúpstæð áhrif á líf svo ótal margra. Minning þín mun lifa áfram í Daníel Erik og Sóleyju Evu, litlu gimsteinunum þínum. Elsku Beggi okkar, Daníel, Sóley, fjölskyldan öll og vinir, missir ykkar er óbærilega mik- ill. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur, hlýju og styrk. Enginn er til eins og Eva, úr gulli hún gerð var í gegn. Víst dásemdar minningar sefa er sorgin vil verða um megn Eva með ljósmóður-hjartað Eva með brosið sitt bjarta Enginn gat umvafið betur hennar vinátta fordæmi setur hún fyrirmynd okkur var hinum um það hvernig sinna á vinum. Hve sárt er að kveðja og sakna og ótaldar spurningar vakna um tilgang með lífi okkar hér og allt sem við lærðum af þér um náungakærleik og hlýju þar til við hittumst að nýju með þakklæti í hjarta og huga verður minning um knús víst að duga. Þínar vinkonur alltaf og alla daga, Arndís (Dísa) og Ella. Þann 2. júní 2017, fyrir rétt rúmum fimm árum, hittum við Evu fyrst á fundi. Við vorum mættar á kynningarfund fyrir þær sem komust inn í ljósmóð- urfræðina. Þvílík spenna að byrja í draumanáminu. Eva lét í upphafi ekki mikið á sér bera, var hlédræg, yfirveguð og svo- lítið feimin. Þó sást skýrt að undir yfirborðinu leyndist svo sannarlega yndisleg manneskja sem við erum svo heppnar að hafa fengið að kynnast. Stórt skarð hefur verið höggvið í ljósusystrahópinn, nú þegar Eva Berglind okkar er farin. Í upphafi ljósmæðra- námsins fannst mörgum okkar skrítið að kalla þessar ókunnugu konur systur, en í litlum hópi og krefjandi námi var það nákvæmlega það sem við urðum, systur sem uxu, þroskuðust og stóðu við bakið hver á annarri, hvort sem vel eða illa gekk. Ef ljósusystrahópnum væri lýst í anatómíu þá var Eva hjarta hópsins. Hún lét sig aldrei vanta þegar við hittumst og tengdi okkur allar saman. Manngerð Evu var táknmynd ljósmóðurinnar, þolinmóð, um- burðarlynd, hjartahlý, styðj- andi, með góða og nærandi nærveru auk þess að vera hinn allra mesti og besti peppari. Hún snerti við öllum þeim sem á vegi hennar urðu. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með Evu Berglindi í veikindunum, hvernig hún barð- ist af æðruleysi og hvernig hún leyfði reynslunni að þroska sig. Takk Eva, fyrir að kenna okkur að meta betur allt það sem lífið hefur upp á að bjóða og að sjá fegurðina í augnablikinu. Eva talaði alltaf svo fallega um fólkið sitt og elskaði Begga sinn og börnin meira en orð fá lýst. Elsku Beggi, Daníel Erik, Sóley Eva, foreldrar og aðrir aðstandendur. Við sendum ykk- ur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og styrk í sorginni. Eva elskaði knús og gaf hin allra hlýjustu, mýkstu og innilegustu knús sem við söknum mikið. Við heiðrum minningu hennar með því að knúsa fólkið okkar og er- um óhræddar við að segja fólki að það skipti okkur máli, því það gerði Eva okkar. Elsku systir. Takk fyrir allar bústaðarferðirnar, lærdóms- hangsið, spjallið og samstarfið. Takk fyrir allar saumaklúbbs- ferðirnar þar sem þú hækkaðir tónlistina í botn og söngst með. Þetta eru okkur öllum svo ótrú- lega dýrmætar og yndislegar minningar. Þangað til við hittumst næst, ljósusystur Evu, Agla Ösp, Edda Rún, Guðrún Hulda, Ingunn, Petrea, Rebekka, Sandra, Stína og Sunna María. Komið er að kveðjustund. Það er erfitt er ung kona og móðir í blóma lífsins þarf að kveðja of fljótt. Eva Berglind var fimleikakona í Gerplu sem stundaði íþróttina frá unga aldri ásamt vinkonum sínum úr Grafarvogi. Á þeim tíma voru þær keyrðar oft í viku til æf- inga á milli bæjarfélaga, vel studdar af foreldrum sínum. Eva var metnaðarfull, dugleg og vildi ná fullkomnun í sínum æfingum. Hún naut sín hvað best við að undirbúa samsettar æfingar fyrir sýningar og keppnir þar sem hún og liðs- félagar hennar voru sigursælar. Eva bjó yfir mjög góðri færni, átti auðvelt með að framkvæma fallegar hreyfingar og listfengi var henni eðlislægt. Þjálfurum hennar er það sérstaklega minnisstætt er hún náði að framkvæma sitt fyrsta Tsukah- ara-stökk í keppni á hesti í Laugardalshöllinni eftir þrot- lausar æfingar sem skiluðu sér vel og upplifunin eftir því. Eva hafði mikla ánægju af því að fylgja samstilltum hópi æfinga- félaga í Gerplu og fara í æf- ingaferðir erlendis þar sem hún lagði sig alla fram. Ef eitthvað bjátaði á við æfingar var samt ávallt stutt í fallegt bros og glettið augnaráð eftir gott og uppbyggilegt spjall. Sjálf gat hún veitt öðrum iðkendum góða hvatningu og kunni að sam- gleðjast þeim innan sem utan íþróttasalarins. Það kom þjálfurum hennar ekki á óvart að hún valdi hjúkr- unarfræðina og ljósmóðurstarf- ið þar sem á unga aldri var henni umhugað um fólk, átti auðvelt með tengjast því, sýna tilfinningar og styðja aðra. Hún var einlæg og hlý en hafði einn- ig gott keppnisskap sem kom henni langt. Án efa hafa þessir eiginleikar nýst henni vel í starfi og leik en ekki síður í al- varlegum veikindum og á tíma- bilum krefjandi endurhæfingar, þar sem hún glímdi við ný verk- efni. Eva Berglind hefur nú háð hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Það var aðdáunarvert hversu vel hún leyfði vinum og félögum að fylgjast með gangi mála á öllum stigum veikind- anna. Hún sýndi mikið hug- rekki að koma fram í fjölmiðl- um og deila erfiðri reynslu svona opinskátt sem mun án efa reynast öðrum í svipaðri stöðu ómetanlegt. Bæði í fimleikum og veikindum sínum gerði Eva Berglind sér raunhæfar vænt- ingar. Hún tók hvatningu vel og var mjög þakklát þeim sem veittu henni stuðning. Fjölskyldu, vinum og öðrum aðstandendum Evu Berglindar færi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Eitt er víst, að minningar um einstaklega góða og duglega konu munu lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Hlín Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.