Morgunblaðið - 25.08.2022, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 25.08.2022, Qupperneq 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi ✝ Karl Magnús Svafar Karls- son fæddist í Hellisgerði í Hafnarfirði 6. mars 1931. Hann lést 10. ágúst 2022. Foreldrar hans voru Karl Krist- jánsson, f. 28.7. 1900 í Miklaholts- seli í Staðarsveit, d. 21.8. 1958, og Stefanía María Jónsdóttir, f. 16.11. 1901 á Seyðisfirði, d. 17.4. 1987. Systkini Magnúsar eru í ald- ursröð: Fjóla, Elín Margrét, Jón Óskar, Lína og Eva Bryn- dís. Þau eru öll látin. Magnús giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Jónínu Katrínu Arndal, 11.9. 1954. Guðbjörg Jónína Katrín fæddist 10.9. 1936 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Lára Guðbrandsdóttir, f. 13.10. 1908 í Reykjavík, og Kristínus Jó- hannesson Arndal, f. 12.10. 1897 í Bíldudal, d. 1.4. 1973. Magnús og Guðbjörg eign- uðust fimm börn og tóku einn- ig barn í fóstur. Börn þeirra eru: 1) Guðný Þórunn, f. 2.7. 1953. Hún á eina dóttur, Katr- ínu Guðbjörgu, sem er gift og á þrjú börn. 2) Stefán Karl, f. hans á Norðurbraut 17 í Hafn- arfirði og þar ólst hann upp. Er hann hóf búskap með eig- inkonu sinni fluttust þau að Norðurbraut 9 þar sem þau bjuggu til ársins 1966, er þau keyptu hús foreldra hans. Þau fluttust að Boðahlein 11 fyrir fáeinum árum. Sem ungur maður stundaði Magnús nám í klarínettuleik. Hann hafði ríka tónlistarhæfi- leika og tónlist var ætíð stór hluti af lífi hans. Ungur tók hann við fyrir- tæki föður síns, sem lést aðeins 58 ára gamall. Fyrirtækið hét Ketilhreinsun Karls Kristjáns- sonar og sá um viðhald og hreinsun á gufukötlum í eim- skipum, sem voru m.a. tog- arar, vöruflutningaskip og smærri bátar. Fyrirtækið blómstraði undir stjórn Magn- úsar eins og föður hans. Í lok sjöunda áratugarins tók olía við af gufuvélum og lauk Ket- ilhreinsunin við það starfsemi sinni. Eftir það vann Magnús ýmiss konar störf, m.a. sjó- mennsku, húsamálun og hús- vörslu. Magnús var mikill útivistar- maður og stundaði m.a. göng- ur með konu sinni. Hann átti mörg áhugamál sem tengdust útiveru, s.s. garðyrkju og alls kyns ræktun. Aðaláhugamál hans var þó stangveiði. Jarðarför hans fer fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 25. ágúst 2022, kl. 13. Jarðsett verður í Garða- kirkjugarði. 7.8. 1955, giftur Sigrúnu Björk Sverrisdóttur. Þau eiga tvö börn: Magnús Karl, á þrjú börn, og El- ísabetu, gift og á tvö börn. 3) Elín María, f. 19.11. 1957, var gift Gunnari Birgissyni og á fjórar dætur: Bíbí, Magneu Láru, sem er gift og á þrjú börn og einn stjúpson, Maríu, sem er gift og á tvö börn, og Elísabetu Evu, er í sambúð og á eitt barn. 4) Lára Björk, f. 1.7. 1962, gift Reyni Jóhanns- syni. Þau eiga þrjú börn: Heiðu, Jóhann Karl, í sambúð og á eitt barn, og Davíð Stef- án, í sambúð. 5) Kristján Æv- ar, f. 4.7. 1964, giftur Erlu Lúðvíksdóttur. Þau eiga þrjú börn: Rakel Sif, gift og á fjög- ur börn, Eyrúnu Erlu og Finn Kára. 6) Fósturdóttir er Karól- ína Ósk Valgeirsdóttir, f. 4.2. 1966, gift Gunnari Árnasyni. Þau eiga þrjú börn: Guð- björgu, í sambúð, Steinar, í sambúð og á eitt barn, og Eddu Rún, í sambúð og á tvö börn. Þegar Magnús var þriggja ára gamall fluttist fjölskylda Menn gerast varla meiri al- vöru Gaflarar en hann pabbi minn. Fyrir utan að vera eðal- Hafnarfjarðarkrati þá var hann fæddur í Hellisgerði og alinn upp í Vesturbænum. Pabbi var stoltur af bænum sínum og þótti vænt um hann. Þau mamma keyptu hús afa og ömmu 1966 og bjuggu þar þangað til fyrir fáeinum árum er þau fluttust í Garðahverfið. Þar lék pabbi sér sem ungur drengur og við, börnin hans, líka. Garðurinn á Norðurbraut 17 var afar fal- legur og foreldrar mínir lögðu mikla vinnu í hann. Garðrækt var pabba í blóð borin og það var ótrúlegt að horfa á afrakst- ur þess sem honum tókst að rækta, bæði grænmeti, jurtir og blóm. Hann notaði jurtir til lækninga og trúði því að þær væru afar hollar. Pabbi var ótrúlega iðinn maður. Hann var að frá morgni til kvölds, málaði hús, fór upp á þök og gerði við allt sem aflaga fór. Sem ungur maður stundaði hann nám í klarinettuleik og náði miklum árangri. Það var unun að hlusta á hann spila á það undurfallega hljóðfæri. Tónlistarhæfileikar hans voru miklir og hann gat spilað á hvaða hljóðfæri sem var. Hann átti píanó, rafmagns- víbrafón og ýmis önnur hljóð- færi og spilaði á þau öll. Djass- inn var í miklu uppáhaldi, sem og öll tónlist, og þegar ég var lítil stelpa þekkti ég nöfn eins og Benny Goodman og Gene Kruba og tónlistina þeirra. Hann kenndi okkur svo margt. Til dæmis að tálga og fengum við þar til gerðan hníf til að búa til hin ýmsu listaverk úr tré. Eins var með veiðiskapinn en hans bestu stundir voru úti í fallegri á, með veiðistöng, í ró og friði. Við fengum okkar eigin stöng, lærðum að beita, kasta og bíða og vera hljóð svo við hræddum ekki fiskinn. Pabbi hitti ástina sína ungur og eign- aðist stóra fjölskyldu. Hann var rólegur og dagfarsprúður mað- ur og lagði aldrei illt orð til nokkurs manns. Ég var lítil þegar ég áttaði mig á hversu fróður hann var. Ég man hvað ég varð undrandi þegar ég komst að því að hann vissi allt um stjörnurnar á himninum. Smátt og smátt áttaði ég mig á að það var sama hvað ég spurði um, hann vissi alltaf svörin. Pabbi þekkti alla fugla, söng þeirra, lífshætti og allt annað sem þeim viðkom. Sama má segja um ótal aðra hluti t.d. gróður, dýralíf, landafræði og sögu svo eitthvað sé nefnt. Bækurnar hans voru fræðibæk- ur og nú síðustu árin, þegar hann var ekki að sinna garð- inum eða mála, þá sat hann í sólstofunni og las sér til gagns og gamans. Einu get ég ekki sleppt að nefna og það eru stjórnmál. Þar var hann á heimavelli og fylgdist vel með. Hann var mjög skoðanafastur og trúði að réttlæti fælist í jafn- rétti manna, frelsi og bræðra- lagi. Allt sitt líf var hann sílær- andi. Minni hans var einstakt og satt að segja hef ég aldrei á langri ævi hitt jafn fróðan mann. Nú, við lát hans, er hug- ur okkar hjá mömmu, en þau áttu einstakt samband í yfir sjö áratugi. Ástarsaga þeirra er fal- leg og gaman að heyra hvernig þau kynntust ung að árum. Það er mikil gæfa að eiga svo góða foreldra að hafa á kveðjustund ótal margt að þakka. Elsku pabbi minn. Ég veit ekki hvern- ig hægt er að kveðja þig en ég vil að þú vitir hvað ég er þakk- lát fyrir allt og ég er viss um að ég tala fyrir munn allra barnanna þinna þegar ég segi þér að við skulum hugsa vel um mömmu. Guð blessi þig pabbi minn og leiði þig á þinni nýju vegferð í fylgd englanna sem langafabörnin þín trúa að passi vel upp á besta afa í heimi. Guðný Þórunn Magnúsdóttir. Ég var mjög ungur, rétt tví- tugur, þegar ég hitti tengdafor- eldra mína í fyrsta skipti. Þau Maggi og Bíbí tóku mér ein- staklega vel, ég var strax vel- kominn á Norðurbraut 17 sem var miðpunktur stórfjölskyld- unnar. Þar var oft margt um manninn og börnin okkar elsk- uðu að vera hjá afa og ömmu þar sem þau voru alltaf velkom- in og elskuð takmarkalaust. Maggi var yfirleitt að brasa eitthvað og þegar ég hugsa til baka sé ég hann fyrir mér uppi í stiga að dytta að húsinu, niðri í kjallara að laga eitthvað eða úti að hugsa um garðinn sinn. Hann sat sjaldnast auðum höndum. Sérstaklega var fengur í að fá hjálp frá Magga við að mála, því hann var einstaklega vandvirkur og fær í því. Ávallt var hægt að leita til hans og skipti engu hvað það var, skjóta yfir okkur skjólshúsi, hjálpa við flutninga, passa börnin, bjóða okkur í mat, aðstoð við fram- kvæmdir og alls kyns liðlegheit. Maggi var heiðursmaður, nægjusamur og staðfastur. Sagði ekki endilega margt, en þegar hann talaði hlustaði mað- ur á það sem hann hafði að segja. Það var ekkert verið að æsa sig yfir smámunum, þótt stundum væri blótað aðeins á kjarnyrtri íslensku. Hann fylgd- ist vel með og hafði skoðanir sem ekki voru endilega ein- kennandi fyrir hans kynslóð. Sannur Hafnarfjarðarkrati og einlægur Evrópusinni, fróður um margt og áhugasamur um það sem var efst á baugi hverju sinni. Algjör nagli, gamall sjóari og aldrei heyrði ég hann kvarta, jafnvel í erfiðum veikindum sín- um undanfarið ár, það var ein- faldlega ekki hans stíll. Maggi var góður maður sem hugsaði vel um fjölskylduna sína og hafði einlægan áhuga á hvað hans fólk var að fást við. Fylgdist vel með íþróttum og var mjög áhugasamur um hvernig gengi hjá strákunum okkar þegar þeir voru að keppa. Hann hafði græna fingur og frá- bært lag á ræktun af öllu tagi og allt óx og dafnaði sem hann kom nálægt. Í lífinu fólst hans uppskera fyrst og fremst í öll- um afkomendunum sem elskuðu hann. Ég get ekki hugsað mér betri eftirmæli en þau að hafa verið góður maður sem alltaf var til staðar fyrir sitt fólk. Það er fordæmi sem er til eftir- breytni. Á þessari kveðjustund hugsa ég sérstaklega til elsku Bíbíar sem nú kveður manninn sinn til 70 ára. Samband þeirra var ein- stakt og yndislegt að fylgjast með þeim, því þótt þau væru á stundum bókstaflega eins og gömul hjón, þá skein ástin og virðingin alltaf í gegn. Sérstak- lega var aðdáunarvert að fylgj- ast með hvernig þau studdu hvort annað síðustu árin þegar heilsan fór að plaga þau til skiptis. Nú þegar Bíbí stendur ein eftir er gott að hugsa til þess að hún á traust bakland í sínu fólki. Það eru fáir eða eng- inn sem hafa reynst mér betur á lífsleiðinni en þau Maggi og Bíbí. Þau umvöfðu mig eins og þau gera við alla í fjölskyldunni frá fyrsta degi og það er ekki nokkur leið að endurgjalda það allt. Með þessum fátæklegu orð- um kveð ég heiðursmanninn Magnús Karlsson, Guð blessi þig og takk fyrir allt elsku Maggi. Reynir Jóhannsson. Elsku afi minn. Ég er ekki farin að trúa því að þú sért farinn. Þrátt fyrir að ég hafi búið er- lendis síðustu 13 ár og ég hafi ekki hitt þig eins oft og ég hefði viljað, þá var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Ég á fullt af minningum um þig og get ekki talið þær allar upp hér, en langar að nefna örfáar. Síðan ég fæddist, held ég að ég hafi eytt nánast öllum jólum með ykkur ömmu og mömmu, að undanteknum einum jólum þegar ég var á Kanarí og síð- ustu árum, eftir að ég eignaðist dætur mínar. Jólin með ykkur ömmu og mömmu voru alltaf svo yndis- leg. Þú eldaðir svo góðan ham- borgarhrygg og varst alltaf með Ríkisútvarpið á á meðan og hlustaðir á jólamessuna. Reyndar varstu eiginlega alltaf að hlusta á útvarpið þegar ég kom í heimsókn. Rás 1 og 2 munu ætíð minna mig á þig. Alltaf þegar ég sé Ladda og Jim í Nágrönnum, þá hugsa ég líka til þín. Þeir eru svo svaka- lega líkir þér. Garðurinn þinn á Norður- braut 17 var alltaf svo fallegur. Hvernig fallegu blómin sem hraunsteinarnir héldu utan um, tóku hlýlega á móti manni þeg- ar maður kom gangandi frá skemmtilega ískrandi hliðinu við gangstéttina og upp að fallegu hurðinni ykkar. Ég er búin að ákveða að þeg- ar við fáum húsið okkar og garðinn á næsta ári, þá mun ég hafa svæði tileinkað þér þar. Þar mun ég planta fallegum blómum sem gleðja mann, eins og þín blóm glöddu mig og alla aðra sem komu í heimsókn á Norðurbraut 17. Það sem mér finnst standa upp úr þegar ég hugsa um þig, afi minn, er hversu velkomin mér fannst ég vera í hvert sinn sem ég kom i heimsókn til ykk- ar ömmu. Það voru alltaf glás af veitingum og ís og hlýlegt við- mót, smá spjall um veðrið, fjöl- skylduna og Danmörku. Ávallt leið mér vel hjá ykkur og fannst ég alltaf vera komin heim þegar við hittumst. Það var ró yfir þér og þú hefur allt- af verið svo góður við mig, sem og alla aðra. Þú varst maður með stórt hjarta og alltaf til staðar fyrir fólkið þitt. Victoria Guðný mín hefur talað mikið um þig síðan þú fórst og teiknað mynd af þér, þar sem hún segir: Ég elska þig afi Maggi. Þrátt fyrir hennar unga aldur og að þið hafið ekki hist mjög oft, þá áttu stóran stað í hjarta hennar og munt ætíð eiga. Sem og í hjörtum hinna dætra minna. Ég og stelpurnar fljúgum heim eftir nokkra daga og vá hvað það verður skrýtið að koma heim til ykkar ömmu og þú ert ekki þar. Mitt loforð til þín er það, að ég og stelpurnar munu knúsa ömmu rosa mikið og vel og ég veit að fólkið okkar heima hugs- ar vel um hana núna. Hún er umkringd duglegu og fallegu fjölskyldunni okkar, sem þú varst svo stoltur af. Elsku afi minn, þú átt risa- stað í hjarta mínu og í huga mínum. Takk fyrir að hafa alltaf verið svo góður við mig, Poul og stelpurnar mínar. Hafðu það sem best í Sumarlandinu fagra. Ég elska þig og sakna þín. Þín Katrín Guðbjörg. Afi minn og amma hafa alltaf verið mínar helstu fyrirmyndir. Þau áttu einstaklega fallegt samband sem einkenndist af ást og virðingu og sá afi ekki sólina fyrir ömmu. Ég á óendanlega mikið af góðum minningum af því að heimsækja ömmu og afa. Þau voru einstaklega gestrisin enda var oftar en ekki fullt hús og borðið fullt af kræsingum. Afi passaði alltaf upp á að eiga það sem var í uppáhaldi hjá okkur og góðgæti fyrir langafa- börnin svo sem ís, kleinur og kex. Það var ósjaldan að við barnabörnin gistum hjá þeim, jafnvel 5-6 í einu, og var afi þá duglegur að lauma til okkar nammi á kvöldin, okkur til ómældrar gleði. Afi var alltaf að brasa eitthvað og hafði mjög gaman af útiveru. Hann var til dæmis að dytta að húsinu, í berjamó, í gönguferðum, tína orma, í veiðiferðum eða að vinna í garðinum. Við barna- börnin vorum alltaf velkomin í slík ævintýri með honum. Garð- urinn á Norðurbrautinni var einstaklega fallegur og lagði hann mikla vinnu og alúð í hann. Til dæmis tók hann lauk- ana inn á haustin, geymdi á köldum stað og kom blómunum svo til að vori eftir kúnstarinnar reglum. Þegar ég var lítil stelpa þá var garðurinn á Norður- brautinni minn draumaheimur, þar var hægt að klifra, hoppa, skoppa og leika sér allan dag- inn. Mér fannst líka mjög gam- an að tína fallegu blómin sem uxu þar og gefa ömmu og afa þau. Afi hafði einstakt jafnaðar- geð eins og sást best á því hvernig hann brást við slíkum gjöfum. Hann þakkaði mér fyrir með bros á vör og nýtti tæki- færið til að kenna mér garð- rækt. Hann sagði mér nafnið á hverri plöntu og lítillega frá plöntunni, útbjó svo vinnuað- stöðu fyrir mig í garðinum og kenndi mér hvernig hægt væri að búa til afleggjara úr blóm- vendinum. Þegar afi var ekki að klifra upp á þak eða bralla eitthvað úti nýtti hann tímann til að fræðast. Hann var mjög fróður og gaman að tala við hann um allt milli himins og jarðar. Hann hlustaði á alla fréttatíma, las blöð og bækur og vissi alltaf hvað var að gerast hjá öllum af- komendum sínum, þökk sé ömmu. Barnabörnin og barna- barnabörnin glöddu þau mikið og vildu þau helst hafa húsið alltaf fullt af börnum. Amma segir alltaf að hún vilji ekki eiga heimili þar sem börn fái ekki að vera börn og var því ekki mikið um boð og bönn hjá þeim. Afi lagaði bara hluti eða lét þá hverfa ef þeir skemmdust. Hjarta mitt er fullt af þakk- læti. Þakklæti fyrir að hafa átt besta afa í heimi sem var alltaf til staðar fyrir mig og ég elskaði svo mikið. Þakklæti fyrir allt sem hann kenndi mér og fyrir allar góðu samverustundirnar sem ég, Snorri maðurinn minn og börnin okkar áttum með honum. Ég er líka þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá hon- um þegar hann kvaddi. Það var falleg stund og honum lík, heima með ömmu, borðið fullt af kræsingum og húsið fullt af ástvinum. Hvíldu í friði elsku afi, minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Magnea Lára Elínardóttir. Elsku afi Maggi. Við vitum að nú ert þú kominn á betri stað, laus undan þjáningum og veikindum. Líklega ertu ein- hvers staðar að gróðursetja fal- leg blóm, arfahreinsa beðin eða slá blettinn líkt og þú gerðir svo oft fyrir utan Norðurbraut 17, húsið þar sem við vorum svo heppin að fá að verja drjúgum tíma í æsku okkar. Þökk sé þér og ömmu var það besti staður í heimi í okkar huga. Minningabrotin streyma fram í hugann um hversdagslega hluti, minningar sem nú eru svo dýrmætar og ylja okkur um hjartaræturnar. Minningar um afa okkar og kjötsúpuna góðu, svo ekki sé minnst á lýsið sem gúlsopi var tekinn af á hverjum degi. Þú kenndir okkur að sjúga merginn úr kindabeinum, skola því niður með malti og í kjölfar- ið fylgdi dásamlegt skyr með rjóma og bláberjum. Afi og veiðiferðirnar á Kleifarvatn, þar sem þú varst að kenna litlum afabörnum hvernig best væri að kasta stöng og gafst okkur maðka sem þú geymdir í tunnu bak við hús. Þú kenndir okkur að bera virðingu fyrir náttúrunni, hvað blómin hétu í garðinum, gafst okkur rifsber, gleym-mér-eiar og rabarbara með sykri. Gamlárskvöld á Norðurbraut var ævintýri líkast þar sem þú lýstir upp garðinn með kertum og jólaljósum. Þar varst þú sannarlega í essinu þínu og skemmtir þér manna best. Það var alltaf gott að tala við þig um daginn og veginn, þú fylgdist vel með öllu og hafðir einlægan áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Afi, þú munt lifa áfram í hjarta okk- ar og munum við sakna þín um ókomna tíð. Amma Bíbí, við hugsum til þín og deilum söknuðinum með þér. Það er huggun að vita til þess að afi vakir yfir þér og passar áfram upp á þig. Elsku afi, takk fyrir allar samverustundirnar og fyrir að hugsa um okkur af svo mikilli hlýju. Þín barnabörn, Heiða, Jóhann Karl og Davíð Stefán, Láru- og Reynisbörn. Karl Magnús Svafar Karlsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.