Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 44

Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Þegar ég hugsa um Elías er mann- gæska og kærleikur það fyrsta sem kem- ur upp í hugann. Elías var maður með stórt hjarta sem bar umhyggju fyrir öðrum og vildi allt fyrir alla gera. Ég hitti hann fyrst fyrir 30 ár- um og strax frá fyrsta degi var eins og við hefðum þekkst allt okkar líf. Við hlógum oft að því að við hefðum örugglega þekkst í fyrra lífi því þannig var tilfinn- ingin. Elías hafði það að mark- miði að láta gott af sér leiða og það sást best á því að hann var alltaf tilbúinn til að hjálpa náung- anum og gekk alltaf skrefinu lengra. Hann var bráðgáfaður, vel lesinn og fróður. Það var kannski ekki skrítið að hann veldi sér geðhjúkrunarfræði sem starfsferil því hann hafði mikinn áhuga á mannlegu eðli. Elías var falleg sál, djúpvitur og mjög andlega þenkjandi. Við eyddum löngum stundum í að ræða tilgang lífsins og andlegan þroska, oft langt fram á nótt, eða eins og hann kallaði það „að tala andlensku“. Elías var mér stoð og stytta á erfiðum tímum í mínu lífi og hafði einstakt lag á að kryfja málin og spegla, telja í mig kjark og láta mér líða betur. Margt höfum við brallað sam- an í gegnum árin og eru þær óteljandi sumarbústaðaferðirnar, pottaferðirnar, matarboðin, bíó- ferðirnar, samverustundirnar og þvælingurinn út um allar koppa- grundir. Hann var mikill náttúru- unnandi og einstaklega vel að sér um landið okkar, örnefni og slóða, fjöll og firnindi enda end- uro-maður fram í fingurgóma. Elías var einstaklega góður afi og barnabörnin voru hans líf og yndi. Hann lagði sig fram við að Elías Jón Sveinsson ✝ Elías Jón Sveinsson fæddist 16. apríl 1966. Hann lést 9. ágúst 2022. Útför hans fór fram 24. ágúst 2022. eyða tíma með þeim og skapa minningar enda voru alltaf ný ævintýri handan við hornið. Mikið sakna ég þín elsku vinur en hugga mig við að við eyddum saman kvöldi rétt fyrir andlát þitt og er við kvöddumst föðmuð- umst við þétt, hjarta í hjarta eins og venjan var. Nú er sál þín farin á næsta tilverustig og ég veit að þú tekur vel á móti mér þegar minn tími kemur. Sendi fjölskyldu og ástvinum Elíasar mínar innilegustu samúð- arkveðjur og megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Elín. Ég kynntist Elíasi fyrst þegar hann var bara lítill strákur, en þessi litli strákur var þá þegar með alla taktana sem einkenndu hann æ síðan. Hann var eljusam- ur dugnaðarforkur og forvitinn um alla hluti, hreinskiptinn með hjarta úr gulli og óbilandi trú á eigin krafta. Hann var náttúrlega þá þegar kominn með tjúnaða skellinöðru, sem hann þrautpíndi upp um fjöll og firnindi. Aldrei hræddur við nokkurn skapaðan hlut og alltaf til í að ögra forsjón- inni og fara aðeins lengra, aðeins hærra. Bara nokkrum dögum áður en ég frétti af sviplegu andláti Elías- ar, þá var ég að laga til í gömlu dóti og rakst á myndir, sem hann hafði tekið af okkur þegar hann heimsótti mig í Kaupmannahöfn fyrir löngu síðan. Það slær mig hvað hann er glaður og eftirvænt- ingarfullur á myndunum. Hann var þá um tvítugt og á leið til Taí- lands, þar sem hann ætlaði að ferðast um landið þvert og endi- langt á vélhjóli einn síns liðs. Ertu ekki hræddur um að verða rændur og drepinn, spurði ég. Hann sá ekki beinlínis ástæðu til þess. Elías menntaði sig til að geta hjálpað öðrum. Hann var með þetta stóra beljandi hjarta og þegar maður hitti hann þá var hann ávallt með mikið umleikis og í mörgu að vasast en hann var í rauninni alltaf að gera eitthvað fyrir aðra. Hann hjálpaði mörg- um, ekki síst þeim sem áttu við geðrænan vanda að etja, og sem hann (með eigin reynslu í far- teskinu) sérhæfði sig í að geta lið- sinnt. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að þekkja Elías og syrgi góðan vin. Innilegar samúðarkveður til allra aðstandenda. Páll Sólnes. Það var okkur félögunum mikil harmafregn að heyra af andláti okkar góða vinar, Elíasar Jóns Sveinssonar. Við höfum hver um sig hugsað mikið og rifjað upp ómetanlegar samverustundir við Ella í gegnum árin. Við erum sammála um að samveran við hann hafi auðgað líf okkar og við áttum ótrúlega margar skemmti- legar og uppbyggilegar stundir saman. Elli var alltaf hrókur alls fagnaðar og við höfum allir, hver á sinn hátt, notið vináttu hans, leiðsagnar og stuðnings í gegnum árin. Elías var oft kallaður Elli æsti eða Elli eldmóður í gríni. Hann gat verið ör þegar hann fjallaði um mál sem stóðu hjarta hans nærri og eldmóðurinn skein oft í gegn. Sami kraftur einkenndi hjólamennskuna (mótorhjólin). Þegar hann tók þrumuhestinn, eins og hann kallaði mótorhjólið, til kostanna voru fáir sem stóðu honum á sporði. Elli hélt oft utan um mótor- hjólaferðirnar, skipulagði frá a-ö og leiddi hópinn. Hann var ein- staklega ratvís og minnugur með afbrigðum. Oft var stoppað og við fengum litla fyrirlestra um fugla- líf, náttúrufyrirbrigði, jarðsögu, örnefni og ýmislegt annað sem Elli vildi deila með okkur úr sín- um óþrjótandi viskubrunni. Ekki voru Þolhjólamenn alltaf mót- tækilegir fyrir fyrirlestrunum og vildu halda áfram að hjóla, en mikið þykir okkur vænt um minninguna um þessar stundir, nú þegar við erum eldri og hugs- um orðið frekar um að njóta en þjóta. Flestir kynntumst við Ella annað hvort í 12 spora samtökum sem við undirritaðir erum allir meðlimir í, eða í gegnum sameig- inlegan áhuga á mótorhjólum. Saman mynduðum við, ásamt fleirum, félagsskapinn Þolhjóla- menn sem hélt félagsskapnum saman í mörg ár. Oftar en ekki hafði Elli bakað „endurobrauð“ sem hann hafði verið að betrumbæta uppskrift- ina að árum saman. Allir við- staddir fengu að njóta brauðsins góða. Ein af mörgum góðum minningum er þegar við Þolhjóla- menn fórum heim til Ella þar sem hann var með sýnikennslu í bakstri endurobrauðs. Margir okkar hafa notið leið- sagnar og fræðslu Ella varðandi vinnu í 12 spora samtökunum sem minnst var á hér að ofan. Þar var Elli fremstur meðal jafningja og frumkvöðull í þeirri 12 spora vinnu sem við þekkjum í þeim samtökum í dag. Þar vann hann mikið og óeigingjarnt starf og margir eiga honum þar mikið að þakka. Innan þeirra samtaka mun minningin um góðan dreng lifa. Elli var gríðarlega stoltur af syni sínum, Sveini Elíasi, og hans fjölskyldu. Hann talaði oft um þau og var ákaflega duglegur við að verja tíma með afabörnunum. Þar hefur eflaust leiðbeinandinn, fræðarinn og eldhuginn fengið að njóta sín til fullnustu. Missir þeirra er mikill. Við vottum aðstandendum Ella okkar dýpstu samúð. Megi Guð, samkvæmt skilningi hvers og eins þeirra á honum, styðja þau í sorginni. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) F.h. Þolhjólamanna, Sveinn Þór Hallgrímsson, Þórarinn Stefánsson, Halldór Rúnar Magnússon, Magnús Gíslason, Ingi Þór Ólafsson, Guðmundur Davíð Gunnlaugsson, Eggert Stefánsson, Ásgeir Hrafnkelsson, Kristján Stefánsson. Það var aldrei lognmolla í kringum Dóru, móðursystur mína. Sjarmerandi og kímin og svo auðvitað glæsileg í framkomu og fasi. Alltaf var tilhlökkun í loftinu þegar hún kom í heimsókn með fjölskyldu sinni vestan frá Kali- forníu hingað til lands. Mér þóttu þessir Ameríkufarar mjög spenn- andi í barnæsku. Líklega eins og frá annarri plánetu. Hugur minn leitaði oft til Am- eríku í æsku og á augabragði er ég á mörkum fullorðinsára – 18 vetra – kominn í ævintýraferð vestur um haf til Palo Alto með ömmu Guðrúnu. Þar tók við lærdómsrík og þroskandi lífsreynsla þar sem ég kynntist Dóru og sonum henn- ar Gunnari og Leifi enn betur sem Dóra Hjartar Thordarson ✝ Dóra Hjartar fæddist 30. maí 1937. Hún lést 2. maí 2022. Minning- arathöfn fór fram 24. ágúst 2022. Þau leiðu mistök voru gerð í ævi- ágripi að Stefan Thor var sagður hafa gifst Yvonne Marie, en þar átti að standa Gunnar Þór. Beðist er velvirðingar á mistökunum. fulltíða einstakling- ur. Sumarið var tíð- indamikið og m.a. kvæntist Gunnar með tilheyrandi veisluhöldum. Við Leifur áttum einnig góðar stundir sam- an. Einna eftir- minnilegasta augna- blikið okkar Leifs á þessum tíma voru Glerkóngulóartón- leikarnir með David Bowie í San Jose. Það var mikið sjónarspil sviðsmyndar og tónlistar. Stundirnar með Dóra frænku voru mikilvægar í Ameríku og upp frá þessari vestanför minni náðum við ávallt vel saman. Hún var mér mikil fyrirmynd þegar kom að vinnusemi og hugmyndaauðgi. Í síðustu heimsóknina til Kali- forníu fór ég með fjölskyldu minni um páskana 2016. Á þeirri stundu var Dóra upp á sitt besta og við nutum gestrisni hennar og sona hennar. Ég heyrði oft frá henni þegar hún og móðir mín spjölluðu saman upp frá því. Smám saman urðu símtölin færri en heilsu hennar hrakaði á síðustu tveimur árum. Ég veit að Dóra er farin á betri stað þar sem hún verður án vafa hrókur alls fagnaðar. Hvíl í friði elsku frænka. Magnús Árni Skúlason. Innilegar þakkir fyrir samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR HELGADÓTTUR, ljósmóður og bónda, frá Háteigi Vopnafirði, sem lést á Landspítalanum 22. júlí. Útförin fór fram frá Hofskirkju miðvikudaginn 17. ágúst. Guðrún Ólafía Sigurðardóttir Benedikt Bragason Helgi Sigurðsson Margrét Sigtryggsdóttir Jónína Björg Sigurðardóttir Franco Stragiotti ömmu- og langömmubörn Þorsteinn eða Steini mágur eins og hann var alltaf kallaður í fjölskyldu okkar er síðasti hlekkur sinnar kynslóðar í okkar nánasta fjölskyldugarði sem hverfur á braut á áttugasta og sjötta aldursári. Steini kom inn í fjölskylduna fyrir um sextíu og fimm árum þegar hann og Erna frænka, systir móður okkar, felldu hugi saman. Steini var sigldur maður og sigldi á milli landa. Við systur nutum stundum góðs af þeim fríðindum sem fylgdu siglingunum því oft kom hann með eitt og annað frá út- löndum þegar hann heimsótti Ernu frænku á Lindargötuna. Síðar urðu fjölskylduböndin enn nánari þegar þær systur, Erna og móðir okkar, ásamt mökum og okkur systrum fluttust á Akra- nes. Keyptu þau sameiginlega hús á Vitateig og þeir svilar, Steini og faðir okkar, stofnuðu og ráku blikksmiðju í kjallaranum. Eigum við systur margar góðar minningar frá þessum sambýlis- Þorsteinn Viðar Ragnarsson ✝ Þorsteinn Við- ar Ragnarsson fæddist 1. október 1936. Hann lést 27. júlí 2022. Útför hans fór fram 19. ágúst 2022. árum fjölskyldn- anna og oft var glatt á hjalla. Fjölskyld- urnar stækkuðu og tvíburarnir fæddust og Erna og Steini stofnuðu sína fjöl- skyldu og börnin komu eitt af öðru. Fjölskyldubönd- in voru alltaf sterk og haldnar sameig- inlegar hátíðir fyrr á árum. Aðfangadagskvöld hjá ömmu og afa, jóladagur heima hjá okkur og gamlárskvöld hjá Ernu og Steina. Þannig var það í mörg ár og enginn sá viðburður haldinn í fjölskyldunum að ekki væru allir með. Oft var farið sam- an í ferðir, langar og stuttar, og áttum við systur því láni að fagna í einu af þessum ferðum að heim- sækja gömlu Höfðabrekku, heimaslóðir Steina. Ófáar veiði- ferðir fóru fjölskyldurnar saman og tókum við bræður aðallega þátt í þeim. Var Arnarvatnsheið- in Steina alltaf mjög hjartfólgin. Síðasta ferðalagið með Steina var í Hlöðuvíkina á Hornströndum. Þangað fórum við ásamt börnum Steina og Reyni bróður hans. Steini lék þar á als oddi í ósnort- inni náttúru Hornstranda. Gam- an er að geta þess að amma hans Rebekka var fædd á Búðum í Hlöðuvík eins og faðir okkar. Steini var litrík persóna og mikil félagsvera. Hann hafði sterkar skoðanir og í minning- unni var skipst hraustlega á skoðunum á pólitískum málefn- um enda tilheyrði fjölskyldan nokkrum stjórnmálastefnum en aldrei risti það djúpt og var alltaf málefnalegt. Steini var hrókur alls fagnaðar og var mikill söngmaður og minn- umst við allra ættarmótanna sem haldin voru á Garðabrautinni og allra annarra viðburða þar sem fjölskyldan og vinir komu saman. Það var mikið sungið og Steini stjórnaði söng af mikilli innlifun og gerði það vel og alltaf var allt- af sungið Efst á Arnarvatnshæð- um. Minning Steina lifir. Við systkinin vottum öllum hans aðstandendum innilega samúð. Kolbrún, Elín Hanna, Hafsteinn og Hörður. Þótt leiðir okkar Þorsteins Ragnarssonar hafi ekki legið oft saman á síðustu árum er minning hans lifandi og skýr í huga mér nú þegar hann er kvaddur hinstu kveðju. Við vorum frændur, synir Ragnars og Guðrúnar Þorsteins- barna en foreldrar þeirra voru Rebekka Bjarnadóttir og Þor- steinn Mikael Ásgeirsson sem fluttu frá Ísafirði til Reykjavíkur um 1930 með fjölskyldu sinni en þau áttu 10 börn er komust á legg. Þorsteinn var tveimur árum eldri en ég en við vorum nágrann- ar í Vesturbæ Reykjavíkur. Ég leit mjög upp til Þorsteins sem var einstaklega hress strákur og uppátækjasamur og sóttist ég mjög eftir félagsskap hans. Reynir bróðir hans var elstur barna Ragnars og jafnaldri Hen- rys Þórs heitins, bróður míns. Systkinabræður foreldra okkar voru þá ungir og einhleypir menn og var oft mikið líf á heimilum okkar er þeir sóttu okkur heim. Mikil breyting varð hins vegar á þegar Ragnar ákvað að hætta sjómennsku, keypti jörðina Höfðabrekku í Mýrdal og hóf þar búskap. Var söknuður okkar mik- ill yfir að missa að mestu sam- band við góða vini og félaga. Hér varð þó bót á að því er mig varðaði er ég á tólfta ári réðst sem snúningadrengur í Kerling- ardal, sem er næsti bær við Höfðabrekku. Á þessum tíma stóð bærinn uppi á fjallinu með útsýni yfir Mýrdalssand og Hjör- leifshöfða. Ég fékk nú tækifæri til að endurnýja kynnin við fjöl- skylduna en auk Þorsteins og Reynis áttu Ragnar og Guðrún Gísladóttir fjórar dætur og einn- ig voru þar oft börn úr Reykjavík í sumardvöl. Var þarna svo sann- arlega mikið líf og fjör og allir sem vettlingi gátu valdið tóku virkan þátt í búskapnum. Ragnar gegndi lengi vel ýmsum öðrum störfum en búskapnum og vissi ég að þeir Reynir og Þorsteinn veittu foreldrum sínum mikla að- stoð en einnig tóku dæturnar drjúgan þátt í bústörfunum. Ragnar var m.a. lengi formaður björgunarsveitarinnar Víkverja og held ég að Reynir hafi tekið við því hlutverki af honum. Þessi björgunarsveit var þó nokkuð oft kölluð út vegna skipstranda sem voru tíð á strandlengjunni undan hinum víðáttumiklu söndum á þessu svæði. Voru þar oft unnin björgunarafrek og var Ragnar heiðraður fyrir störf sín á þessum vettvangi. Á unglingsárum kom Þor- steinn oft til Reykjavíkur og stundaði meðal annars nám og bjó hann þá hjá móðursystur sinni. Urðu jafnan fagnaðarfund- ir hjá okkur þegar við hittumst og minntumst fyrri kynna. Eink- um man ég eftir útilegu um páska sem ég og Henry Þór fórum með Þorsteini í jaðri Heiðmerkur rétt utan við Reykjavík. Síðast en ekki síst vil ég geta þess að í byrj- un 8. áratugarins gerðumst við pólitískir baráttufélagar með því að leiða framboð Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna á Vest- urlandi og reyna að bjarga þeim flokki eftir að hann hafði, á frekar leiðinlegan hátt, valdið falli rík- isstjórnar Ólafs Jóhannessonar sem þess vegna gat ekki lokið kjörtímabili sínu. Þarna naut ég í ríkum mæli dugnaðar og dreng- lyndis Þorsteins. Þorsteinn var mér mikilvægur frændi og vinur. Ég veit að sökn- uður hans nánustu aðstandenda er mikill og votta ég þeim inni- lega samúð. Haraldur Henrysson. Nú eru rétt um 50 ár síðan við Ragna fluttum á Akranes, við fengum leigða íbúð á Höfðabraut 16 á 4. hæð við hliðina á Þorsteini og Ernu, þau kynni voru mjög góð og entust út ævina. Með því fyrsta sem við Þorsteinn ákváðum var að kaupa bát sem við gerðum út á grásleppu í nokk- ur ár. Einnig byggðum við sitt íbúðarhúsið hvor á Garðabraut- inni þar sem við áttum heima meirihlutann af ævinni. Margt tókum við okkur fyrir hendur og mikið var ferðast, bæði utan- og innanlands. Fljótlega var stofnaður ferða- hópur sem í voru sex hjón, sem komu saman einu sinni á vetri í mat og á borðum voru sviðalappir sem snæddar voru af mikilli ánægju og alltaf voru skemmtileg skemmtiatriði. Farin var ein ferð á sumrin eitthvað út á land sam- an. Við þennan hóp festist nafnið Lapparnir eða Lappahópurinn. Nú erum við bara sex eftir í hópnum og söknum okkar horfnu félaga. Við Steini höfum átt margar góðar stundir saman, bæði á sjó og landi, margar ferðir voru farn- ar til silungsveiða inn á Arnar- vatnsheiði, og í lax, aðallega í Flekkudalsá, með fjölskyldurnar okkar og þar var oft glatt á hjalla. Ekki má gleyma rjúpna- og gæsaferðum sem voru fastur lið- ur á hausti og vetri. Nú kveð ég Steina vin minn í hinsta sinn og þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt með okkar góðu fjölskyldum. Einnig fá börnin ykkar Ernu: Kristín, Björk, Elín, Lilja og Elí- as, og þeirra fjölskyldur, innileg- ar samúðarkveðjur frá mér og minni fjölskyldu. Stefán Skagfjörð Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.