Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 46

Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 ✝ Ólöf Birna Björnsdóttir fæddist á Auðkúlu í Húnavatnssýslu 2. apríl 1934. Hún lést á Droplaugarstöðum 14. ágúst 2022 eftir skamma dvöl þar. Foreldrar hennar voru Björn Stefáns- son prófastur, f. 13. mars 1881, d. 10. nóvember 1958, og Valgerður Jóhannsdóttir, f. 26. apríl 1902, d. 29. mars 1980. Eiginmaður Ólafar er Jón Ólafsson hæstaréttarlögmaður, f. 19. september 1932. Foreldrar hans voru Ólafur H. Jónsson cand. juris og forstjóri, f. 25. janúar 1905, d. 8. október 1973, og Sigþrúður Guðjónsdóttir, f. 15. desember 1908, d. 10. nóv- ember 1984. barnabarnabörnin eru fimm. Ólöf sinnti ýmsum störfum um ævina, starfaði hún m.a. hjá Sparisjóði Reykjavíkur og sem læknaritari á Landspítala í Há- túni til ársins 1990. Eftir að Ólöf hætti störfum sem ritari sinnti hún heimilinu og barnabörnum ásamt því að aðstoða eiginmann sinn við ritarastörf á lögfræði- stofu hans. Segja má að helsta áhugamál Ólafar hafi verið fjölskyldan, sem hún lifði fyrir. Auk þess voru Ólöf og Jón dugleg að stunda útivist og sameiginlegt áhugamál þeirra voru göngur, bæði innan- og utanlands. Þá nutu þau þeirrar gæfu að ferðast saman um allan heim og fóru m.a. umhverfis hnöttinn. Útför Ólafar fer fram frá Neskirkju í dag, 25. ágúst 2022, klukkan 15. Ólöf ólst upp á Auðkúlu til 13 ára aldurs en fluttist þá til Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri 1953. Ólöf og Jón kynntust sumarið 1954 og giftu sig 8. júní 1957. Þau hófu búskap í Reykjavík og þar af bjuggu þau lengst á Hávallagötu 32, eða í 52 ár. Börn þeirra eru: 1) Valgerð- ur, f. 31. mars 1957, ritari. 2) Sigþrúður Inga, f. 23. janúar 1963, sjúkraþjálfari, maki Sverrir Hákonarson verkfræð- ingur. 3) Ólafur Helgi, f. 27. júní 1967, verkfræðingur, maki Es- telle Toutain kennari. Barna- börnin eru níu talsins og Elsku mamma. Nú er komið að kveðjustund. Ég get þakkað for- sjóninni fyrir hversu óendanlega heppinn ég var að fá bestu mömmu í heimi. Bæði faðir og afi mömmu voru prestar og sennilega hlaut hún kristilegt uppeldi í æsku. Í æskuminningunni var móðir mín bæði réttilega ströng en einstaklega góðhjörtuð. Hún var næm á tilfinningar annarra og kunni að umgangast fólk þannig að því liði vel. Ætíð létt í skapi og glaðvær og augljóst var öllum að velferð hennar nánustu var henni allt. Mamma brúaði bilið frá fæð- ingarorlofi til leikskóla fyrir flest- öll barnabörnin og nutu þau góðs af endalausri ástúð og umhyggju hennar. Mamma var hógvær og lítillát. Óeigingjörn var hún líka. Á síð- ustu árum vildi hún aldrei kvarta eða nokkuð ræða sín mál þegar ellin færðist yfir. Mamma var víðlesin og hafði margt fyrir stafni. Eitt af hennar áhugamálum var matseld og gat hún eldað gamaldags íslenskan heimilismat sem og framandi rétti sem hún kynntist á ferðalögum er- lendis. Annað áhugamál voru hannyrðir og prjónaði hún glæsi- legar lopapeysur á flest barna- börnin. Hún viðurkenndi sjálf að hún væri ekki mikil íþróttamann- eskja en þó stundaði hún göngu- skíði á veturna og fjallgöngur á sumrin. Meðan heilsan leyfði fór hún á hverjum morgni í Vestur- bæjarlaugina og synti. Þegar eftirlaunaaldurinn nálg- aðist fóru foreldrar mínir að ferðast til fjarlægra landa. Þau fóru meira að segja í hnattferð einu sinni. Alltaf hafði mamma þó þá fyrirhyggju að fylla frystinn af mat til 2-3 vikna fyrir mig, síðasta barnið á heimilinu. Mamma var skyldurækin og tók ekki annað í mál en að halda tvö fjölmenn jólaboð á hverju ári fyrir móður- og föðurættina. Við systk- inin skildum aldrei hvernig hún gat tekið svona vel á móti fleiri tug- um gesta af stöku æðruleysi. Franskir tengdaforeldrar mín- ir komu oft hingað til lands. Eðli- lega voru þeir í fyrstu efins um Ís- land og menningarmuninn á lífinu hér og í París. Móðir mín tók þeim með innilegri gestrisni og brá fyr- ir sig menntaskólafrönskunni með óvæntum glæsibrag. Myndaðist góð vinátta milli mæðranna. Tengdamóðir mín sagði oft að betri tengdamóður hefði dóttir hennar ekki getað fengið. Freist- andi væri að bæta við ummælum um tengdasoninn en því er sleppt hér. Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. (Einar Benediktsson) Móðir mín er nú farin á fund æðri máttarvalda. Hún var umvaf- in nánustu fjölskyldu þegar kallið kom, lágt og í friðsemd. Missirinn er sár en mamma skilur eftir sig ógrynni góðra minninga sem við hin munum búa að um alla tíð. Ólafur Helgi Jónsson. Með þakklæti í hjarta langar mig að minnast Ólafar Björns- dóttur tengdamóður minnar. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka þau tæpu 40 ár sem við höf- um þekkst. Alltaf gat ég leitað til hennar með flík sem þarfnaðist viðgerðar og hún lagað með sinni einstöku útsjónarsemi. Mikill listakokkur var hún og mörgum matartegundum sem nú þykja sjálfsagðar kynntist ég fyrst hjá henni. Þetta voru fram- andi réttir og krydd sem hún kynntist á ferðalögum þeirra Jóns um heiminn. Ekki þarf að nefna öll jólaboðin sem hún hélt fyrir stórfjölskylduna í áratugi og lét líta út eins og það væri ekkert mál. Við höfum misst mikið við frá- fall hennar. Ekki síst börnin mín, því hún á stóran þátt í uppeldi þeirra. Nú hefur hún fengið hvíld- ina sem hún þráði síðustu mánuði. Minningin um hana verður ávallt lifandi. Sverrir Hákonarson. Elsku amma mín hefur alltaf verið stoð mín og stytta og í raun minn besti vinur og stuðnings- maður. Á Hávallagötuna gat ég alltaf leitað, hvernig sem á stóð, við yndislegar móttökur. Enda leið mér, og líður í raun hvergi betur en á Hávallagötunni. Þar tók amma alltaf á móti manni með hlýju og vissi alltaf nákvæmlega hvað væri á döfinni og hvað væri að frétta. Það var eins með hana ömmu og það er með afa minn, að þegar við spjölluðum um daginn og veginn leið mér eins og ég væri hreinlega að tala við bestu vin- konu mína, á sama aldri. Og þó það hafi farið að halla undan fæti síðustu ár þá var húmorinn aldrei langt undan. „Ég er víst að verða gömul,“ sagði amma í fyrsta sinn sem ég heimsótti hana á Drop- laugarstaði, þá 88 ára. Hún fékk reglulega hlátursköst en átti það líka til að tilkynna fólki það áður en það átti sér stað. „Nei, nú fæ ég hláturskast!“ sagði amma oft áður en hún skellti upp úr. Hún var tímalaus klassík og þess ber merki á gömlum mynd- um. Við hlið fjölskyldumeðlima í úreltum flíkum er amma alltaf eins og klippt úr nýjasta tísku- tímariti. Það var ekki aðeins í tísk- unni sem amma var á undan sinni samtíð. Við amma fórum oft sam- an á hinsegin daga og hún hneykslaðist á fegurðarsam- keppnum löngu áður en það varð sjálfsagt. Hún var líka eldklár. Þegar ég var að uppgötva pólitík og aðrar lífsskoðanir í menntaskóla fór ég oft á Hávallagötuna til að reyna á, að ég hélt, skotheldar skoðanir. Amma hafði mikið dálæti á því að rökræða og sneri öllu á hvolf í hvert sinn sem ég mætti til henn- ar. Mig grunaði oft að hún hefði tekið gagnstæðan pól í hæðina, bara til að svekkja mig aðeins. Þannig fékk hún mig alltaf til þess að hugsa um lífið og tilveruna, milli þess sem við gátum hlegið og gantast hvort í öðru. Amma út- skrifaðist sem semídúx úr MA árið 1954 en ég frétti það ekki fyrr en fyrir um ári og ekki frá ömmu. Það kom svo sem ekki á óvart þar sem hún var ofboðslega hógvær með allt sem hún gerði svo meist- aralega. Hún hafði svo marga mannkosti sem ég vil tileinka mér og ég er heppinn að hafa verið skírður í höfuðið á henni. Eldamennskan hennar ömmu er síðan kapítuli út af fyrir sig og það vita allir sem hafa fengið mat- arboð frá ömmu. Ég minnist þess að hafa farið á Michelin-veitinga- stað í London fyrir nokkrum árum og þegar ég þurfti að lýsa matnum fyrir fjölskyldunni og fleirum, þegar heim var komið gat ég bara lýst því þannig að það hefði verið eins og að amma hefði eldað mat- inn. Það er þetta meistaralega handbragð, sem allir sem elska matargerð eltast við, sem amma virtist ekki komast hjá því að ná inn í allt sem hún eldaði. Einföld- ustu réttir eins og fiskibollur eða fiskigratín urðu að Michelin-rétt- um í eldhúsinu á Hávallagötu. Kjötkássa, kjötsúpa, spagettí bol- ognese varð að einhverju sem ég botnaði ekkert í hvernig væri hægt að gera svo gott. En ef mað- ur minntist á það við hana fussaði hún og sveiaði, enda hafði hún svo lítið fyrir þessu. Elsku amma, takk fyrir allt. Allar stundirnar sem við áttum saman, takk fyrir alla umhyggj- una og ástina. Ólafur Björn Sverrisson. Elsku hjartans amma mín. Á þessum erfiðu tímamótum er þakklæti mér efst í huga. Þakk- læti fyrir að hafa fengið að eyða tæpum 32 árum með þér. Þakk- læti fyrir að hafa verið svona náin þér og eiga ógrynni yndislegra minninga með þér og afa. Mér þykir líka óskaplega vænt um hve mikinn tíma þú gast eytt með Hildi og Sverri. Ég mun passa að þau gleymi þér aldrei. Fjölskyldan og fólkið þitt var þér alla tíð það allra mikilvægasta. Þú gerðir allt fyrir okkur og dekr- aðir okkur barnabörnin eflaust meira en góðu hófi gegnir. Í því samhengi má ég til með að minn- ast á allar Londonferðirnar sem þið afi fóruð í. Þú komst alltaf heim með troðfullar ferðatöskur af fötum og varningi sem gat tekið ansi langan tíma að útdeila til okk- ar í stofunni á Hávallagötu, slíkt var magnið. Alltaf hittir þú nagl- ann á höfuðið varðandi tísku og fatastærðir. Ást þín og umhyggja var tak- markalaus. Minningarnar eru óteljandi en upp úr standa öll þau fjölmörgu skipti sem ég gisti á Hávallagötunni, þá sérstaklega með Ólöfu frænku. Við Ólöf gátum nú brallað ýmislegt, sem betur er látið ósagt hér, en alltaf hafðir þú sömu þolinmæðina fyrir vitleys- unni í okkur. Það var líka alltaf jafnmikið tilhökkunarefni að fara í leikhús með ykkur afa, fara út að borða (oftar en ekki á Ruby Tues- day) og kaupa svo bragðaref í eft- irrétt á Ingólfstorgi, sem við vor- um samt of södd til að geta borðað. Toppnum í dekrinu var ef- laust náð þegar þið afi buðuð okk- ur Ólöfu til London þar sem við fengum að vera algjörar prins- essur í nokkra daga. Við fórum saman til útlanda í nokkur skipti til viðbótar, síðast á áttræðis- afmæli afa til Glasgow. Allar ferð- irnar fullar af dásamlegum minn- ingum. Þú ert mín helsta fyrirmynd amma og verður áfram alla ævi. Þú varst mikill femínisti og kjarnakona, langt á undan þinni samtíð með svo margt. Þú varst einnig jafnréttissinni og mjög um- burðarlynd. Ég á t.d. nokkrar minningar af okkur saman á Gleðigöngunni og sú hátíð á alltaf eftir að minna mig á þig. Þar að auki varstu eldklár, einstaklega vel lesin og búin að ferðast bók- staflega út um allan heim. Mér fannst þú allt geta og vita, enda hvatti ég þig heillengi til að skrá þig í sjónvarpsþáttinn „Viltu vinna milljón?“ á sínum tíma, ein- faldlega vegna þess að þú gast alltaf svarað öllum spurningunum. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum léstu aldrei verða af því. Þú varst mjög skoðanaföst og stundum gat verið óþolandi að tuða við þig ef við vorum ekki sammála. Þú varst algjörlega einstök, elsku amma. Þú varst mér mjög góð vinkona og hefur gefið mér svo mikið. Miklu meira en þú gæt- ir ímyndað þér. Ég veit að það eru forréttindi að Hildur og Sverrir gátu kynnst þér eins vel og raunin varð. Þið Sverrir áttuð einstakt samband og eitt af því síðasta sem þú sagðir, áður en þú fórst frá okkur, var hvað hann Sverrir væri skemmtilegur strákur. Ég er svo glöð og þakklát fyrir að hafa kom- ið til Íslands í lok júlí til að hitta þig. Þar gat ég kvatt þig og átt nokkrar ómetanlegar stundir með þér; þú brostir þínu hlýja brosi, við spjölluðum og þú gast meira að segja fíflast aðeins með Hildi og Sverri. Elsku amma mín, ég elska þig svo heitt og innilega og þú munt alltaf eiga risastóran sess í hjarta mínu. Það er erfitt að kveðja en ég veit að þú ert nú komin á betri stað þar sem þér líður betur. Meira á www.mbl.is/andlat Þín ávallt, Unnur Sverrisdóttir. Elsku amma mín, það er svo sárt að kveðja þig. Þú áttir svo stóran þátt í lífi mínu og þú varst mér svo dýrmæt. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Missirinn er sár en minn- ingarnar munu lifa áfram með mér. Mér þykir svo vænt um þig, elsku amma mín. Þú varst okkur amma svo undurgóð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minningaljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Þín Ólöf Brynjólfsdóttir. Ólöf Birna Björnsdóttir Elsku amma Dagný. Það er erfitt að hugsa til þess að fá aldrei aftur að tala við þig, eiga spjall um lífið, tilveruna og veðrið, hjálpa þér með tölvuna og símann eða bara sitja og horfa á sjónvarp- ið með þér. Við hugsum til þín og erum þakklátir fyrir allar þær fallegu stundir sem við áttum saman. Hvort sem það voru heimsóknir þínar til Sviss, þar sem þú naust þess að vera í sólinni, öll þau skipti sem þú bauðst okkur í graut og vöfflur eða lékst stórleik í mynd- böndum fyrir grínþætti í MA. Þú varst alltaf til í að brasa eitthvað með okkur. Það sem einkenndi þig er hvað þú varst hlý, skemmtileg, góð- hjörtuð, tilbúin að hlusta, forvitin, jákvæð, opin fyrir nýjungum og einstaklega góð vinkona. Þú varst ótrúlega mannglögg. Þegar við komum með vini í heim- sókn, þá ævinlega þekktir þú þá frá því er þú vigtaðir þá í ung- barnaeftirlitinu, 20 árum áður. Á meðan Jökull og Aðalsteinn voru í menntaskólanum var hefð að mæta í ömmugraut á laugardögum. Það var kærkomin samverustund og aldrei náðist að klára botnlausan grautarpottinn. Að koma úr mat- salnum á vistinni yfir í hlýju stofuna þína, var eins og að skipta úr kalda yfir í heita pottinn í sundi. Hjá þér Dagný Sigurgeirsdóttir ✝ Dagný Sig- urgeirsdóttir fæddist 23. maí 1935. Hún lést 13. ágúst 2022. Útför hennar fór fram 24. ágúst 2022. gátum við slakað á og okkur leið eins og vær- um komnir heim. Heim- ili þitt stóð okkur alltaf opið og vorum við vel- komnir, sama hvað og hvenær, meira að segja þegar þú varst ekki heima. Góð minning sem lýsir vel hvað þú varst góð við alla er þegar þú tókst gullfiskinn hans Aðalsteins í fóstur þegar hann fór til Sviss. Þér þótti vænt um hann og bauðst til að taka hann að þér, honum til mikillar lukku. Þú kallaðir hann Anton og hugsaðir vel um hann í mörg ár. Þegar hann lést úr elli, kom aldrei til greina að henda eða sturta honum niður í klósettið. Í okkar næstu heimsókn, sáum við svo Anton, vandlega þurrkaðan og pakkaðan inn í bréf á ofninum. Minning Sölva sýnir hvað þú varst alltaf bjartsýn. Á köldu vetr- arkvöldi, baðst þú hann að “sópa aðeins snjóinn af bílnum“ og réttir honum lítinn bursta sem verkfæri. Sölvi var klár í slaginn og fór út með burstann góða í leit að bílnum. Eftir nokkra leit fann hann loks bílinn í snjóskafli á 2 metra dýpi. Við tók klukkustundar púl með snjóskóflu við að frelsa hann. Þú auðgaðir líf okkar með gleði, væntumþykju, endalausri já- kvæðni og mjólkurgraut. Takk fyrir allt amma Dagný. Við söknum þín, minning þín lifir með okkur. Jökull, Aðalsteinn og Sölvi. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær þó degi sé tekið að halla, það er eins og festing færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt svo blakti síðasti loginn, en svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Elsku Dagný okkar, ástkæra systir og mágkona. Við þökkum þér ljúfa samfylgd á göngu lífsins, alla þá vináttu og kærleika sem þú veittir okkur öll- um. Óskum þér góðrar ferðar í Sum- arlandið, vitum að það verður vel tekið á móti þér. Friður Guðs þig blessi. Sigurlína og Páll (Sísí og Palli). Elsku Dagný. Ég er í raun og veru ekki ennþá búin að átta mig á því að þú sért farin. Það er svo fá- ránlegt til þess að hugsa að geta ekki hringt í þig eða komið við í Víðilundinum. Guð hvað ég á eftir að sakna þessara stunda. Fyrir 54 árum varstu viðstödd fæðinguna mína og gegnum tíðina fannst þér gaman að rifja þá stund upp. Sérstaklega þegar þú hringd- ir í pabba til að segja honum að lítil dama væri komin í heiminn. Hann trúði þér ekki í fyrstu verandi heima með bræður mína þrjá, sannfærður um að hann kynni bara að búa til stráka. Allar götur síðan hefur þú verið svo miklu meira en bara móðursystir mín heldur líka ásamt mömmu mín helsta fyrirmynd. Dagný, þú varst einstök kona sem var auðvelt að líta upp til. Við- horf þitt til lífsins var öðrum til eft- irbreytni. Þú fékkst ótal erfið verkefni í fangið en hélst ótrauð áfram með lífsgleðina í farteskinu. Þú varst svo góð, blíð og hlý og það var alltaf stutt í brosið þitt fallega. Þú hafðir einstaklega góða nær- veru og við gátum talað um allt milli himins og jarðar. Svo varstu bara svo skemmtileg og mikill húmoristi. Við áttum það sameig- inlegt að geta gert grín að okkur sjálfum og það var ósjaldan sem við hlógum að vitleysunni hvor í annarri. Best var samt að fá öll góðu ráðin þín. Oft tengdust ráðin starfi þínu sem hjúkrunarfræðing- ur en líka bara alls konar öðrum hlutum. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þér í starfi og þar varstu svo sannarlega á réttri hillu. Það var ótrúlegt hvað þú mundir eftir börnunum sem þú hafðir vigtað eins og þú sagðir allt- af. Þannig varstu einmitt, umhug- að um samferðafólk þitt og vildir öllum vel. Þú sást alltaf það góða í öllum og ég man aldrei eftir að hafa séð þig skipta skapi. Þið systkinin voruð samrýnd og amma og afi í broddi fylkingar. Það eru forréttindi að hafa fengið að alast upp í þannig stórfjöl- skyldu. Það hjálpuðust allir að og það var mikill samgangur. Ef for- eldrar mínir þurftu að bregða sér af bæ vildi ég alltaf fá að vera hjá þér. Árviss vikudvöl í Tjarnar- gerði, jól og áramót, allar veislurn- ar, ættarmótin og bara hversdags- legu samverustundirnar er ómetanlegt að eiga í minninga- bankanum. Þessar stundir munu ylja um ókomna tíð. Börnin þín, tengdabörn, barna- börn og barnabarnabörn voru þér allt. Þú ljómaðir þegar þú talaðir um þau og varst svo stolt af þeim. Þér tókst svo vel að fylgjast með stóra hópnum þínum sem var stað- settur víðsvegar um heiminn. Þú varst með allt á hreinu og varst svo dugleg að notfæra þér tæknina. Hugur minn er hjá þeim og minn- ingin um dásamlegu þig mun lifa í hjarta þeirra og okkar allra um ókomna tíð. Takk fyrir allt og allt. Þín Inga Huld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.