Morgunblaðið - 25.08.2022, Qupperneq 53
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
Bráðfyndin og skemmtileg gamanmynd
fyrir alla fjölskylduna með uppistandaranum
Jo Koy í aðalhlutverki
N
ýjasta kvikmynd Baltas-
ars Kormáks, Beast eða
Skepna, er það sem
mætti kalla hefðbundna
Hollywood-mynd. Kvikmyndin er
gott afþreyingarefni sem heldur
áhorfendum spenntum í sætum sín-
um allan tímann en er um leið mjög
fyrirsjáanleg. En það getur stund-
um skapað meiri spennu að vita af
hættunni.
Söguþráðurinn er ekki ólíkur
þeim í Ókindinni (1975) eftir Steven
Spielberg nema að í Skepnu er dýr-
ið sem hættan stafar af ljón og árás-
irnar eiga sér stað uppi á landi.
Kvikmyndin fylgir lækninum
Nate Samuels (Idris Elba) og dætr-
um hans tveimur, Meredith (Iyana
Halley) og Noruh (Leah Sava Jeff-
ries) sem ferðast til Suður-Afríku
þar sem fyrrverandi eiginkona og
barnsmóðir Nates ólst upp ásamt
Martin (Sharlto Copley) sem þau
gista hjá. Móðir stúlknanna lést úr
krabbameini eftir skilnað þeirra
hjóna, sem olli mikilli reiði hjá eldri
dótturinni Meredith en henni finnst
faðir hennar hafa yfirgefið fjölskyld-
una. Nate fer því með dætur sínar á
æskuslóðir móður þeirra í von um
að styrkja samband sitt við þær.
Það sem átti að vera skemmtilegt og
nauðsynlegt frí fyrir fjölskylduna
breytist síðan í martröð þegar þre-
menningarnir stíga inn á yfirráða-
svæði ljóns sem drepur hverja þá
manneskju sem verður á vegi þess.
Þetta er ein af þeim myndum sem
hefðu notið góðs af því að hafa hið
gamla lógó Metro-Goldwyn-Mayer
(MGM) þar sem ljónið Leo öskrar
beint í tökuvélina áður en myndin
hefst en sennilega er efamál hvort
vinnan á bak við lógóið hafi verið
siðferðislega rétt. Ljóst er að Balt-
asar Kormákur og handritshöfund-
urinn Ryan Engle eru mjög meðvit-
aðir um þær samfélagslegu
breytingar sem hafa átt sér stað
varðandi dýravelferð en mikil
áhersla er lögð á að stilla manneskj-
unum og náttúrunni ekki hvoru upp
á móti öðru. Á sama tíma fyrirfinnst
þar viss tilgerð. Til dæmis er Martin
frændi sýndur sem mikill dýra-
verndarsinni og ljónavinur en
snemma í myndinni birtist atriði þar
sem hann knúsar tvö ljón. Áhorf-
endum er einnig gefin ástæða fyrir
því að þetta eina ljón ræðst á mann-
fólk en í byrjun myndarinnar fylgj-
umst við með hópi veiðiþjófa drepa
alla hjörð ljónsins. Ljónið er því í
hefndarhug og fjölskyldan einfald-
lega á röngum stað á röngum tíma.
Áhorfendur finna því einnig til með
ljóninu en þegar lengra er liðið á
myndina og það heldur áfram að
ganga á eftir saklausu fólki hverfur
sú tilfinning. Þetta er sniðug leið hjá
Ryan Engle og Baltasar Kormáki til
þess að koma því til skila til áhorf-
enda að náttúran er ekki illmennið
heldur við.
Lítil innsýn
Kvikmyndin er þó ekki gallalaus en
allar helstu upplýsingarnar um per-
sónurnar þurfa að koma fram í byrj-
un því þegar atburðarásin er hafin
gefst ekki tími til þess. Áhorfendur
fá litla innsýn í líðan þessarar syrgj-
andi fjölskyldu. Það er aðeins í
gegnum erfið samtöl feðginanna og
undarleg, draumkennd atriði þar
sem Nate ráfar um í leit að konu
sinni. Þessi draumkenndu atriði
gefa litla sem enga innsýn í sam-
band þessara fyrrverandi hjóna. Ef-
laust hefði verið betra að nota nokk-
ur endurlit. Fjölskyldudramað er í
raun óþarfa fafla, áhorfendur fóru
ekki í bíó til þess að horfa á ein-
hverja fjölskyldumelódrömu heldur
til þess að sjá Idris Elba kýla ljón í
andlitið. Eldri systirin tekur einnig í
sífellu óviturlegar ákvarðanir. Ef-
laust var markmiðið að stilla henni
upp sem hugrakkri hetju en það
grefur undan persónusköpuninni
því hún verður einfaldlega ótrúverð-
ug.
Þrátt fyrir að söguþráðurinn sé
tiltölulega hefðbundinn, þ.e.a.s. um
manneskjur sem berjast gegn
skepnu eða skrímsli sem er mun öfl-
ugara en þær, er kvikmyndatakan
hjá Philippe Rousselot heldur
óhefðbundin. Í kvikmyndinni eru
t.d. margar langar tökur sem eru
ekki í takt við kvikmyndagreinina
en gerir það að verkum að umhverf-
ið eða myndheildin lifnar við. Áhorf-
endum líður eins og þeir sé á staðn-
um af því að þeir fá að fylgjast náið
með því sem er að gerast í kringum
persónurnar. Engin taka er heldur
of löng heldur er söguframvindan
hröð og spennandi allan tímann.
Skepnan er skemmtilegt afþrey-
ingarefni sem heldur áhorfendum
spenntum í sætum sínum allan tím-
ann en ber ekki að taka of alvarlega.
Konungur ljónanna
Afþreying Beast er skemmtilegt afþreyingarefni, að mati rýnis. Idris Elba horfist hér í augu við ljónið.
Laugarásbíó, Sambíóin, Smára-
bíó og Háskólabíó
Skepna/ Beast bbbmn
Leikstjórn: Baltasar Kormákur. Handrit:
Ryan Engle. Aðalleikarar: Idris Elba,
Leah Jeffries, Iyana Halley og Sharlto
Copley. Bandaríkin, 2022. 93 mín.
JÓNA GRÉTA
HILMARSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Bandaríski tónlistarmaðurinn Thurs-
ton Moore er væntanlegur hingað til
lands með hljómsveit sinni og heldur
tónleika í Hljómahöll 9. október
næstkomandi.
Thurston Moore stofnaði hljóm-
sveitina Sonic Youth árið 1981 ásamt
bassaleikaranum Kim Gordon, en
Sonic Youth varð ein áhrifamesta
rokkhljómsveit síðastliðinna 40 ára
og ruddi brautina fyrir hljómsveitir
eins og Nirvana og My Bloody Val-
entine. Hljómsveitin kom hingað til
lands árið 2005 og lék á Nasa.
Thurston Moore hóf sólóferil með-
fram starfi sínu í Sonic Youth og þeg-
ar hljómsveitin lagði upp laupana
2011 hélt hann áfram að gefa út plöt-
ur og leika á tónleikum. Alls eru sóló-
plöturnar orðnar sjö auk þess sem
hann hefur gefið út fjölda hljóm-
platna sem meðlimur ýmissa hljóm-
sveita og verkefna.
Í hljómsveit Thurstons Moores
sem kemur með honum hingað eru
ásamt honum bassaleikarinn Debbie
Googe, sem er jafnframt bassaleikari
My Bloody Valentine, gítarleikarinn
James Sedwards, sem er þekktastur
fyrir að leiða hljómsveitina Nøught,
og fyrrverandi samstarfsmaður
Moores úr Sonic Youth, Steve Shell-
ey, sem spilar á trommur.
Miðasala á tónleikana hefst
fimmtudaginn 1. september næst-
komandi á tix.is. Sætaferðir verða frá
Reykjavík á tónleikana, sem haldnir
eru í tónleikasalnum Stapa í Hljóma-
höll í Reykjanesbæ.
Thurston
Moore held-
ur tónleika
Gítarleikari Thurston Moore.