Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 56

Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Hanskar á lager! Stærðir: • S • M • L • XL Verð kr. 1.477 100 stk í pakka. Kemi | Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnaði sýn- ingu um nýliðna helgi í galleríinu Berg Contemporary að Klapparstíg 16 sem ber heitið Líking. Af sama tilefni var gefin út bókin Brimhvít sýn um verk Jónu Hlífar frá árinu 2008 til ársins 2020 og segir á bók- arkápu að textaverk, tilraunir með efni og innsetningar séu kjarninn í myndrænni tjáningu hennar. „Texti sem áferð; sem leið til að birta hugs- anir, við að setja fram og skapa samfélag, eða sem grundvöllur hug- mynda. Í verkunum hefur Jóna Hlíf fengist við fyrirbærin kjarna, tíma og ímynd sögunnar,“ segir þar. Að komast af Jóna Hlíf tekur á móti blaða- manni í galleríinu. Það fyrsta sem blasir við eru textaverk á vegg þar sem stafir hafa verið skornir hag- anlega út úr pappír en þó ekki að fullu. Þeir lyftast frá bláum papp- írnum og glittir í dökkan pappír sem leynist undir. Þá búa ljós gallerísins auk þess til skuggamyndir af stöf- unum. Þarna má finna hin ýmsu orð og orðasambönd um að lifa eða kom- ast af. Jóna Hlíf er spurð að því hvort þetta sé veruleiki myndlistarmanns- ins, þ.e. að lifa af eða skrimta? „Ég held að þetta sé veruleikinn í heiminum einmitt þessa stundina og sem felst í að vera Íslendingar og búa á Íslandi,“ svarar hún kímin. Þarna megi sjá öll orð í íslensku yfir það að komast af eða rétt svo. „Nara“ er þeirra á meðal og nokkur önnur orð koma blaðamanni spánskt fyrir sjónir. Íslenskan hættir jú aldrei að koma manni á óvart. Jóna Hlíf segir mörg þessara orða óþýðanleg yfir á önnur tungumál. „Ég er svolítið að vinna með það og sum þessara orða eru endurtekin á myndunum,“ útskýrir hún og á þar við ljósmyndir, svarthvítar, í römm- um með fjólubláum texta yfir. En af hverju heitir sýningin Líking? „Mér fannst það passa best við þema sýningarinnar. Ég er búin að velja ljósmyndir sem eru yfir 70 ára gamlar og pælingin var að áhorf- andinn kæmi hingað inn og tengdi strax. Þetta gæti verið Þórsmörk og bíddu, er þetta flugvöllurinn á Ísafirði eða Egilsstöðum? En engin þessara mynda er frá Íslandi. Á þessar myndir hef ég sett íslensk orð og reyni að finna orð sem passa við myndirnar sem mér finnst geta verið leikur en öll þessu orð eru óþýðanleg eða alla vega illþýðan- leg,“ svarar Jóna Hlíf. Ef einhver geti komið með góða þýðingu, hins vegar, sé það bara frábært. –Með því að nota saman myndir sem eru ekki frá Íslandi og íslensk orð, er þá hugmyndin að tefla sam- an andstæðum? Eða hver er pæl- ingin? „Já og við erum alltaf að tala um að Ísland sé svo einstakt og þessi náttúra en svo er þessi náttúra bara til út um allan heim. En tungumálið, er það einstakt, er það sérstakt? Ég tel svo vera,“ svarar Jóna Hlíf. Allt er þá þrennt er Jóna Hlíf segir að í raun sé sýn- ingin hluti af þríleik. Fyrir tveimur árum hafi hún verið með sýningu í Listasafninu á Akureyri með völd- um myndum frá Íslandi en þó í danskri útgáfu sem nefndist Börn på Island. „Hún fór í alla grunn- skóla í Danmörku og átti að kenna dönskum börnum hvað íslenskir krakkar væru að gera, mikið af fallegum, dæmigerðum landslags- myndum. Þar setti ég texta á sem byrja allir á einhverju „íslensku“, eins og „íslensk forréttindi“, „íslensk auðmýkt“ og lék mér með það hver væri okkar þjóðarímynd og hvernig það hefur ekki breyst í hundrað ár hvernig við auglýsum landið og hvernig við sjáum okkur sjálf,“ útskýrir Jóna Hlíf. Fyrir ári hafi hún svo verið með sýningu á Mokka kaffi og þá líka á íslenskum og fallegum myndum, yfir 70 ára gömlum. Þær voru tekn- ar úr ferðamannabók sem átti að kynna Ísland. „Þá valdi ég orðið fífulogi og þýddi það á þrettán mis- munandi tungumál. Á frönsku er það orð ekki einu sinni til, því Frakkar notuðu ekki fífu sem kveik en ég var aðeins að velta fyrir mér hvernig við upplifum náttúruna. Upplifir maður hana í gegnum tungumálið?“ spyr Jóna Hlíf og seg- ist þeirrar skoðunar að tungumálið sé fallegasta kerfi sem mannkynið hafi þróað. Og hvað varðar „líkingu“, þá á hún bæði við myndirnar, það er ein- hverja samlíkingu úti í heimi og orð- in. „Þessi óþægilegu orð eiga sér enga líkingu, því orðin eru mikill líkamleiki, þekking, reynsla og upp- lifun.“ Textaverk í tíu ár – Þú hefur ekki alltaf unnið með tungumálið í myndlistinni þinni, er það? „Ég hef unnið með textaverk í tíu ár og mjög mikið íslenskan texta þannig að ég myndi segja að þetta hafi verið að þróast. Þó ég segi að næsta sýning verði ekki með texta fer ég alltaf aftur þangað,“ svarar Jóna Hlíf kímin. Hún bendir á að texti komi líka alltaf við sögu í myndlist, sé alltaf tengdur henni með einhverjum hætti því fólk fái í hendur sýningartexta eða -skrá og verkin séu með titlum, svo dæmi séu tekin. – Það mætti líka líta þannig á þessi verk þín í Bergi, þar sem nátt- úru og texta er stillt upp saman, að þarna sé tvennt á ferð sem er í hættu, þ.e. náttúran og íslenskan. Er það hluti af pælingunni? „Algjörlega. Þetta er hápólitísk sýning. Þú kemur inn og sérð öll orðin á íslensku sem fjalla um að lifa af og þú ferð að hugsa líka um stríð- ið í Úkraínu, heimsfaraldurinn, um- hverfisáhrif, konur í hættu í Afgan- istan … Við lifum á rosalega skrítnum tímum og viðkvæmum. Við gætum alveg eins eftir viku rétt náð að tóra. Við vitum ekki hvað Pútín gerir á morgun,“ svarar Jóna Hlíf. Staður, stund og tilfinning „Allt hefur merkingu. Ekkert hef- ur þýðingu,“ stendur með stórum, gulum stöfum á tveimur veggjum gallerísins. Jóna Hlíf segir þarna ákveðinn leik á ferð því orðið þýðing hafi tvær merkingar í íslensku. Ann- ars vegar sé hún merking og líka þýðing úr einu tungumáli yfir á ann- að. „Ég tel að allt hafi merkingu, allt sem við gerum og segjum. Öll orð hafa merkingu og allar myndir, í rauninni, hafa einhverja merkingu en samt ekki. Það er einhver staður, einhver stund og einhver tilfinning.“ Við virðum fyrir okkur svarthvítu myndirnar sem Jóna Hlíf valdi fyrir verk sín og segist hún ekkert hafa unnið þær að öðru leyti en að stækka þær. Myndirnar séu úr ólík- um bókum og þær eru líka innbyrðis ólíkar í grátónum sínum. Þær eiga það þó sameiginlegt að í öllum er falleg myndbygging, enda eru þær teknar fyrir tíma stafrænnar tækni þegar ekki var hægt að taka ótak- markaðan fjölda mynda. Bækurnar fann Jóna Hlíf á mörkuðum og forn- bókabúðum, bæði hér á landi og erlendis. „Ég hef alltaf verið rosa- lega hrifin af gömlum ljósmyndum,“ segir hún hugfangin. Hin fullkomna lína og setning Í hliðarsal má sjá innsetningu þar sem einnig er unnið með texta, langa setningu sem nær yfir alla veggi rýmisins og línu sem gengur í gegnum litla ferningslaga búta af regnbogapappír. Jóna Hlíf segir þetta textaverk fjalla um hina full- komnu línu og hina fullkomnu setn- ingu. „Er hún til og ef hún er til hvernig er hún þá uppbyggð?“ spyr Jóna Hlíf og blaðamaður getur ekki svarað því. Hún fjalli þó aðallega um hina fullkomnu línu og hvar við setj- um mörk. „Allt sem við gerum er með einhver mörk, öll kerfi hafa ein- hverjar línur.“ Regnbogapappírinn þekkja mörg börn sem hálfgerðan töfrapappír og regnboginn vísar til fjölbreytileikans, náttúrunnar og tryggðarinnar, að veita fólki svig- rúm og leyfa því að vera eins og það vill vera, útskýrir Jóna Hlíf. Eins og sjá má og heyra vekja verk Jónu Hlífar ýmsar hugleið- ingar og mynda hinar ýmsu teng- ingar. Sjón er vissulega sögu ríkari. Hún sýnir nú í fyrsta sinn í Bergi Contemporary og segist afar þakk- lát fyrir það. „Þetta er eitt flottasta gallerí bæjarins, ef ekki bara í Evrópu,“ segir listakonan að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ánægð Jóna Hlíf á sýningu sinni í Berg Contemporary. Hún segist afar þakklát fyrir að fá að sýna í galleríinu. Tungumálið er fallegasta kerfið - Jóna Hlíf sýnir í Berg Contemporary - Tungumálið er einstakt í hennar huga - Jóna Hlíf teflir saman gömlum, svarthvítum ljósmyndum og íslenskum orðum sem eru sum óþýðanleg Náttúran er yfir- skrift málþings sem haldið verð- ur á laugardag, 27. ágúst, kl. 14 í Kakalaskála í Skagafirði. Á því verður fjallað um náttúruna frá ýmsum hliðum, m.a. bókmennta- legum, heim- spekilegum og siðferðilegum. Viðar Hreinsson, sérfræðingur á Náttúruminjasafni Íslands, fjallar um náttúru og sköpunarverk að fornu og nýju en hann er að skrifa bók um náttúruna eins og hún birtist í heimildum fyrir siðaskipti. Ásta Kristín Benediktsdóttir lektor fjallar um hinseginleika hálendisins og Skúli Skúlason prófessor heldur erindið „Fjölbreytni náttúrunnar og gildi“, skoðar náttúruna út frá heimspekilegu og siðferðilegu sjón- arhorni. Astrid Ogilvie vísinda- maður fjallar um veðurfar á Íslandi eins og það birtist í fornum heim- ildum. Fundarstjóri verður Guðrún Ing- ólfsdóttir og kemur fram í tilkynn- ingu að þeir sem standa að þinginu séu Kakalaskálabændurnir Sig- urður Hansen og María Guðmunds- dóttir, ásamt Guðrúnu og eigin- manni hennar, Eiríki Rögnvaldssyni. Málþing um náttúruna í Kakalaskála Guðrún Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.