Morgunblaðið - 05.09.2022, Síða 1

Morgunblaðið - 05.09.2022, Síða 1
M Á N U D A G U R 5. S E P T E M B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 207. tölublað . 110. árgangur . KYNNIR AÐ- GERÐIR GEGN ORKUVERÐI ALDREI VERIÐ JAFNGAMAN Í VINNUNNI STÓRVELDIN JÖFN Í MARKA- SÚPU Á SKAGA ÞORBJÖRG FIMMTUG 24 BESTA DEILDIN 26DÝRTÍÐ OG KREPPA 14 Morgunblaðið/Eggert Margir vilja leigja ríkinu skrifstofur og bár- ust ábendingar um tífaldan fermetrafjölda. _ Eigendur fasteigna eru áhuga- samir um að leigja ríkinu skrif- stofuhúsnæði og bárust tilboð í rúmlega tífaldan þann fermetra- fjölda sem könnun var gerð um. Í júní auglýsti Framkvæmdasýsl- an – Ríkiseignir markaðskönnun sína sem tók til 8 til 20 þúsund fer- metra húsnæðis með það fyrir aug- um að setja upp skrifstofugarða með framtíðaraðstöðu, leigutími 15 til 25 ár. Í kjölfarið skiluðu 12 bjóð- endur inn 25 tillögum að húsnæði og nam samanlagður fermetrafjöldi alls um 240 þúsund fermetrum. »10 Ríflegur vilji til að leigja ríkinu skrif- stofuhúsnæði Karlotta Líf Sumarliðadóttir Logi Sigurðarson „Mér finnst mikilvægt á þessari stundu að fara yfir stöðuna til að koma í veg fyrir að þetta ger- ist aftur. Sú skoðun leiðir kannski í ljós hvar við erum stödd, hver aldur þessara innviða er, hvar kominn er tími á viðhald og hvort því hafi hreinlega verið sinnt,“ segir Hildur Björns- dóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um vatnslekann sem átti sér stað í Hvassaleiti í Reykjavík á föstudag. „Við sjáum að innviðir eru að springa og skemmast víða um borgina, þannig að þetta er ákveðin birtingarmynd stærra vandamáls.“ Hildur telur þörf á að kanna ástand á lögn- um í borginni og hvar séu líkur á að þær geti farið í sundur til þess að hægt sé að fyrirbyggja að svona atvik endurtaki sig. Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns- veitna og fráveitna hjá Veitum, segir í samtali við Morgunblaðið að nýtingartími vatnslagna, á borð við þá sem rofnaði á föstudag, geti verið allt að hundrað ár. Spurningar hafa vaknað um ástand lagnarinnar en hún var tekin í notkun árið 1962. Mögulega leyndir efnisgallar Vatnsleki kom upp í sömu lögn fyrir fimm árum og segir Jón Trausti að við hefðbundna athugun á lagnaefninu hafi ekki séð á því. „Við erum með fleiri kílómetra af þessum lögnum og það er ómögulegt að segja nákvæm- lega hvernig staðan er á hverjum metra. Það geta verið efnisgallar sem við sjáum ekki og vitum ekki af. Án þess að við vitum á þessum tímapunkti hvað nákvæmlega gerðist þarna þá er ekkert ósennilegt að þarna hafi verið efn- isgalli,“ segir Jón Trausti. Spurður hvort lögnin hafi verið í viðhalds- flokki fyrir lekann á föstudag svarar Jón Trausti því neitandi. Lögnin verður skoðuð í dag og rannsakað hvað olli lekanum. Fjárfestingar aldrei meiri „Við ætlum ekki að setja á hana vatn aftur fyrr en við erum orðin örugg um að hún sé í lagi. Það eru ýmsar vangaveltur uppi hvort við getum dregið nýja, grennri lögn í þessa gömlu. En við setjum hana ekki rekstur fyrr en við er- um búin að ganga úr skugga um öryggi hennar á þessum kafla.“ Jón Trausti segist aðspurður ekki vita hve margar lagnir séu í hæsta forgangsflokki en tekur fram að Veitur hafi aldrei fjárfest meira í viðhaldsverkefnum en um þessar mundir. Birtingarmynd stærra vandamáls - Hildur Björnsdóttir telur brýnt að kanna ástand innviða - Vatnsleki í sömu lögn fyrir fimm árum - Forstöðumaður Veitna segir ómögulegt að kortlegga hvern metra - Nýtingartími allt að hundrað ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Leki Enn er verið að meta umfang tjónsins og óljóst er hversu margir hafa tilkynnt um tjón. MVíða hafi viðhaldi ekki verið sinnt »6 „Ég hef aldrei séð jafnmikla skelfingu og á þessu fólki,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, en hann fór á dög- unum til vígstöðvanna í Soledar og fékk þar að kynnast aðstæðum. Sá Óskar hvernig fólkið, sem flýr átakasvæð- in, kemst við illan leik til annarra borga Úkraínu eins og Kramatosk í Donetsk-héraði eða Sapor- isjía, þar sem það þarf að dvelja í miðstöð fyrir flóttafólk áður en það kemst í rútu, sem flytur það lengra í vesturátt. Konurnar tvær á myndinni hér að ofan hlupu sem fætur toguðu í bílinn sem sést, enda hefur Soledar þurft að þola harða bardaga síðustu daga og vikur. Segir Óskar borgina vera einn þann versta stað sem nú sé hægt að vera á, en fregnir bárust í gær um að Úkraínuher væri að reka Rússa þaðan á brott. Sjá má nokkrar af myndum Óskars af að- stæðum flóttafólks í Úkraínu í Morgunblaðinu í dag. »13 Ljósmynd/Óskar Hallgrímsson Aldrei séð meiri skelfingu _ Dæmi eru um að háir tollar valdi því að vörur hér á landi séu allt að tvö- til þrefalt dýrari hér á landi held- ur en í nágranna- löndunum. Gæti niðurfelling eða breyting á þeim slegið á verðbólguna, að mati Ólafs Stephensen, formanns félags at- vinnurekenda, sem segir að hinn al- menni neytandi hér á landi borgi oft margfalt hærra verð fyrir vöru sem í öðrum löndum þykir sjálfsögð en lúxus hér á landi. Þeir staðir sem eigi í hlut séu varla teljandi á fingr- um beggja handa. »12 Verndartollar byrði á neytendum Ólafur Stephensen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.