Morgunblaðið - 05.09.2022, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022
✝
Margrét Krist-
ín Sigurðar-
dóttir fæddist 27.
mars 1931 í Reykja-
vík. Hún lést á
Landspítalanum 21.
ágúst 2022.
Foreldrar Mar-
grétar voru Sigurð-
ur Jónas Þorsteins-
son, f. 10.5. 1901, d.
16.4. 1946, stór-
kaupmaður og iðn-
rekandi í Reykjavík, og Kristín
Hannesdóttir, f. 12.7. 1899, d.
17.5. 1992, húsmóðir.
Bræður Margrétar voru
Hannes Þorsteinn, f. 3.7. 1929, d.
17.4. 2014, og Axel, f. 29.8. 1933,
d. 3.7. 2017.
Margrét giftist Ragnari Stef-
áni Halldórssyni 11. september
1953, f. 1.9. 1929, d. 7.8. 2019,
verkfræðingur og forstjóri og
formaður stjórnar Íslenska ál-
félagsins. Foreldrar Ragnars
voru hjónin Halldór Stefánsson,
f. 26.5. 1877, d. 1.4. 1971, alþing-
ismaður, og forstjóri Slysatrygg-
inga ríkisins og Brunabótafélags
Íslands, og Halldóra Sigfúsdóttir,
f. 26.6. 1909, d. 16.4. 2002, hús-
móðir.
Börn Margrétar og Ragnars
tölvunarfræðingur, f. 1974, mað-
ur hennar er Hjálmar Gíslason,
raðfumkvöðull og framkvæmda-
stjóri, f. 1976, þau eiga soninn
Ómar Huga, f. 2011.
Margrét ólst upp í Reykjavík
og gekk í Austurbæjarskóla. Hún
lauk prófi frá Verzlunarskóla Ís-
lands 1949 og einkaritaraprófi
frá St. Godrich’s Secretarial Col-
lege í London 1950. Eftir að ala
upp eldri börnin hóf hún nám aft-
ur. Margrét lauk leiðsögumanna-
prófi 1970, síðan stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Hamrahlíð
1983 og prófi í viðskiptafræði frá
Háskóla Íslands 1991, árið sem
hún varð sextug.
Margrét var ritari hjá Ríkis-
spítölunum með hléum frá 1949-
1966. Hún var leiðsögumaður hjá
Kynnisferðum ferðaskrifstof-
anna, Ferðaskrifstofu Zoega og
Ferðaskrifstofu ríkisins 1970-
1978. Margrét var deildarstjóri
launadeildar Ríkisspítalanna
1991-1995, deildarstjóri fjár-
reiðudeildar 1995-2000 og deild-
arstjóri fjárhagseftirlits Land-
spítala-háskólasjúkrahúss
2000-2002.
Margrét var virk í félagsstarfi,
m.a. í Sjálfstæðisflokknum, Fé-
lagi háskólakvenna og Inner
Wheel. Hún sat í sóknarnefnd Ás-
kirkju 2004-2015 og var fjár-
málastjóri Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur 2004-2016.
Útför Margrétar fer fram frá
Áskirkju, í dag 5. september
2022, klukkan 11.
eru: 1) Kristín Vala,
f. 1954, prófessor,
hún á börnin, Tóm-
as Ragnar, f. 1984,
og Katrínu Mar-
gréti, f. 1986, auk
þess á Kristín Vala
tvö stjúpbörn frá
fyrri eiginmanni
Bernard J. Wood og
sex með þeim
seinni, Harald U.
Sverdrup. Stjúp-
barnabörnin eru fjögur. 2) Hall-
dór Páll, f. 28.5. 1955,
verkfræðingur, kvæntur Jó-
hönnu Huldu Jónsdóttur efna-
verkfræðingi og viðskiptafræð-
ingi og eiga þau synina Matthías
Ragnar, f. 1989, og Stefán Jón f.
1991. 3) Sigurður Ragnar, f. 10.6.
1965, verkfræðingur, kona hans
er Þórdís Kjartansdóttir lýta-
læknir og eiga þau saman dótt-
urina Þórdísi Láru, f. 2013. Sig-
urður á tvö börn með fyrrver-
andi eiginkonu, Kristínu Magn-
úsdóttur rekstrarhagfræðingi,
Bjarka Má, f. 1996, og Margréti
Evu, f. 1999. Stjúpbörn Sigurðar
eru tvö Hjalti, f. 1991, og Kjart-
an, f. 1996, stjúpbarnabarn er
eitt, Marínó. 4) Margrét Dóra, f.
8.4. 1974, BA í sálfræði og
Mamma, 1950, ævintýragjörn
með bestu vinkonu sinni í ritara-
skóla í London eftirstríðsáranna.
Mamma, 1967, með þrjú börn í
litlu fjallaþorpi í Austurríki þar
sem hún þekkti engan og talaði
varla tungumálið. Pabbi stöðugt á
ferð og flugi en hún dreif alla í
skíðaskóla og naut þess að búa í
Ölpunum þrátt fyrir að hafa
hvorki útvarp né síma.
Mamma, alltaf skvísa með lagt
hárið. Þegar tískan vildi hærra
hár var bætt við hártoppum. Líka
á skíðum.
Mamma og kjólasafnið hennar
sem spannar 40 ár af hátísku. Kjól-
ar sem hún leyfði mörgum konum
að njóta, enda alveg sama hvaða
tískubylgja gengur yfir, alltaf má
finna þar glæsilegan síðkjól.
Marga þeirra saumaði hún sjálf.
Mamma, klofvega á þaki kofans
hans Sigga, kasólétt. Kofa sem
hann hafði af metnaði byggt úr af-
gangstimbri á borgarlandi og átti
að fjarlægja í nafni snyrtilegrar
borgar. Enginn borgarstarfsmað-
ur var tilbúinn að rífa hann undan
henni og kofinn stóð.
Mamma, glaðlynd með sinn
smitandi hlátur og leiftrandi húm-
or.
Mamma með stóra hjartað þar
sem fjölskyldan og stór vinahópur
fengu óspart að njóta alúðar og
umhyggju. Ávallt viðbúin með góð
ráð og hjálparhönd ef á þurfti að
halda. Vei þeim sem hallaði á
hennar fólk ef hún frétti af því.
Mamma að taka slátur, sjóða
sultu, hakka kæfu, gera rækjusal-
at. Passa að enginn færi frá henni
svangur.
Mamma, sem snaraði fram
stórum matarboðum með stuttum
fyrirvara og 50 manna jólaboði á
annan í jólum þar sem allt var
heimagert.
Mamma sem braust út úr gam-
aldags viðhorfum til stöðu kvenna
og stóð upp og krafðist jafns réttar.
Mamma komin aftur á skóla-
bekk um fimmtugt, með ríflega af
nesti, nákvæmar glósur og safnar
ekki bara einingum heldur líka
mörgum vinum.
Mamma viðskiptafræðingur frá
HÍ 1991 með þrjú tilboð um störf
við hæfi þrátt fyrir að ráðninga-
fyrirtækin segðu henni að kona á
hennar aldri fengi ekki vinnu.
Mamma, að skrifa greinar í
Moggann til að skamma forystu
Sjálfstæðisflokksins fyrir að
ganga fram hjá konum.
Mamma, að teikna og láta
byggja sinn draumabústað, Þúfu,
með litlum áhuga pabba. Bauð svo
pabba að koma með sér í bústað-
inn sem hann naut mjög eftir allt
saman. Oft veltir lítil Þúfa þungu
hlassi.
Mamma 70 ára og alls ekki
tilbúin að hætta að vinna að hella
sér í sjálfboðavinnu fyrir hin ýmsu
félög. Nýtti sér fjármálavitið fé-
lögunum til framdráttar. Ekkert
feimin við að nýta sambönd sem
hún hafði í gegnum pabba til að
tryggja fjárhag Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur.
Mamma, búin að skipuleggja
síðasta spölinn með því að kaupa
íbúð og þjónustu í Sóltúni með það
að markmiði að komast á hjúkr-
unarheimilið Sóltún. Sem gekk
eftir.
Mamma, sem að eigin sögn var
lögð inn á hjartadeild Landspítal-
ans með alvarlegt tilfelli af athygl-
issýki tveim dögum áður en hún
kvaddi.
Fyrir allt þetta og svo miklu
meira erum við mömmu innilega
þakklát. Fyrir áræðnina. Fyrir
umhyggjuna og ástúðina. Fyrir
dugnaðinn. Fyrir húmorinn. Fyrir
að ryðja brautina. Fyrir bakstur-
inn, eldamennskuna og gestrisn-
ina. Fyrir þrautseigjuna. Fyrir já-
kvætt hugarfar. Fyrir að vera
okkur fyrirmynd. Fyrir samfylgd-
ina.
Kristín Vala, Halldór Páll,
Sigurður Ragnar og
Margrét (Magga Dóra).
Ég kveð mína kæru vinkonu í
dag með sorg í hjarta og öll orð
verða fábrotin þegar skrifa á um
eins stórbrotna manneskju og
Kiddý var. Við kynntumst fyrir 38
árum þegar ég fór að venja komur
mínar á heimili fjölskyldunnar á
Laugarásveginum og hef ég verið
svo lánsöm og rík að hafa hana
sem hluta af mínu lífi síðan. Hlut-
verkin breyttust á þessum tíma en
þau vinabönd og gagnkvæma
væntumþykja sem á milli okkar
myndaðist lifði til æviloka.
Fljótlega eftir okkar fyrstu
kynni urðum við skólasystur þar
sem við vorum báðar í námi í við-
skiptafræði á sama tíma. Með öll-
um sínum krafti og dugnaði út-
skrifaðist Kiddý vorið 1990 en
samhliða náminu voru þau mörg
verkefnin og skyldur sem hvíldu á
hennar herðum. Eftir útskrift hóf
hún störf á skrifstofu Landspítal-
ans og þaggaði þá niður í mörgum
sem töldu konu á hennar aldri
ekki eiga mikla möguleika á
vinnumarkaðinum. Þar vann hún
út starfsævina og lét að sér kveða
eins og henni einni var lagið. Hún
sinnti einnig óeigingjörnu starfi
hjá Mæðrastyrksnefnd, hélt þar
utan um fjármálin og kom þeim á
réttan kjöl þegar illa stefndi og
þótti mér vænt um að geta þar
lagt henni lið við bókhald og önnur
tengd verkefni.
Betri ömmu hefði ég ekki getað
valið fyrir börnin mín. Amma
Kiddý var alltaf boðin og búin að
koma þegar á þurfti að halda til að
taka á móti krökkunum eftir skóla
eða aðstoða í veikindum og fríum
og var þakklát fyrir að fá að taka
þátt og leggja sitt af mörkum.
Þegar þau urðu eldri studdi hún
þau af alhug í námi og starfi og
hvatti þau áfram.
Kiddý var margt til lista lagt en
í eldhúsinu var hún á heimavelli
enda húsmæðraskólagengin frá
Danmörku. Rifsberjahlaupið hef
ég gert árlega að hennar forskrift
og danska eplakakan hennar með
heimagerðu rabarbarasultunni
varð að hefðbundnum eftirrétti á
jólunum á mínu heimili og var það
mikil viðurkenning þegar Ragnar
laumaði því að mér ein jólin að mín
væri nú jafnvel betri þetta árið.
Hann Bjarki minn vissi ekkert
betra en að fara í mat til ömmu og
fá þar eitthvað almennilegt að
borða, kjötsúpu, slátur eða annan
hefðbundinn íslenskan mat sem
hún töfraði fram og það var fastur
punktur að fara í sunnudagsmat-
inn til ömmu og afa á Laugarás-
veginum.
Þær voru ófáar ferðirnar á Þúfu
þar sem Kiddý byggði sér sitt
sæluríki af miklum myndarskap og
yndislegt að fá að koma þangað til
hennar og Ragnars í sveitina þar
sem alltaf var tekið vel á móti okk-
ur. Þar veiddu krakkarnir m.a.með
ömmu sinni en hún var mikil
aflakló en oftast stóð hún yfir pott-
unum til að vera nú alveg viss um
að við fengjum nóg að borða og
færum ekki svöng heim.
Kiddý var frábær fyrirmynd,
sjálfstæð og sterk kona og stóð
fast á sínu en einnig svo glaðlynd
og hlý. Hún vildi framgang okkar
kvennanna sem mestan og mikið
var hún stolt í júní sl. þegar nafna
hennar, sem fetaði í fótspor föður
og afa, útskrifaðist með BS-próf í
verkfræði frá Háskólanum í
Reykjavík.
Kæra fjölskylda, ykkur sendi
ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur, minningin um einstaka
konu mun lifa.
Kristín Magnúsdóttir.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast Margréti
tengdamömmu. Hún var mér og
svo mörgum öðrum, sérstaklega
konum, frábær fyrirmynd á svo
margan hátt. Margrét var gríðar-
lega jákvæð að eðlisfari og sá glas-
ið alltaf hálffullt. Þar að auki var
hún mikill húmoristi, örlát, um-
hyggjusöm, áhugasöm um alla í
kringum sig og barmaði sér aldrei
og heldur ekki þótt heilsan væri
farin að bresta undir það síðasta.
Það var alltaf „allt gott að frétta“.
Hún tók af miklum myndarskap á
móti allri stórfjölskyldunni í mat
og mörg boðin sem koma upp í
hugann. Síðustu árin hans Ragn-
ars tengdapabba var aðdáunar-
verð umönnun hennar sem oft á
tíðum reyndist erfið þar sem
heilsu hans hafði farið hrakandi.
Hún fylgdist alltaf vel með mál-
efnum líðandi stundar og sköpuð-
ust oft líflegar umræður við mat-
arborðið. Margrét stóð fast á
sínum skoðunum, rökstuddi þær
af sannfæringu og veigraði sér
ekki við að rökræða við ungu kyn-
slóðina á heimilinu. Þegar hún
flutti í Sóltún í byrjun sumars
valdi hún örfáar myndir til að
hengja upp á vegg. Beint á móti
hægindastólnum hennar hékk
mynd með þessari áletrun: „Það
er erfitt að vera kona, maður þarf
að hugsa eins og karlmaður, haga
sér eins og dama, líta út eins og
ung stúlka og vinna eins og hest-
ur.“ Öllu gríni fylgir einhver al-
vara en ég tel að Margrét hafi
uppfyllt fullkomlega þessa áskor-
un á sinni farsælu ævi.
Takk elsku Margrét fyrir allt,
hvíldu í friði.
Þórdís Kjartansdóttir.
Ég er ekki viss um að henni hafi
litist sérstaklega vel á slánalega
drenginn í leðurjakkanum sem
kom með dóttur hennar á skrif-
stofuna á Rauðarárstígnum fyrir
rúmum aldarfjórðungi. Erindið
var heldur ekki reisnarlegt: Bíll-
inn bensínlaus við Hlemm og gott
ef ekki við auralaus líka og því leit-
uðum við til hennar eftir aðstoð.
Samband okkar var þó allt upp
á við þaðan og okkur varð fljótt vel
til vina, þó svo því færi fjarri að
þetta væri í eina skiptið sem hún
hljóp undir bagga með okkur.
Margrét var nefnilega kona
sem hugsaði um sitt fólk og gekk
fram í því að aðstoða, hjálpa og
hlúa að hvar sem hún sá tækifæri
til. Hjálpsöm og greiðvikin.
Henni þótti líka óskaplega gam-
an að elda og bera fram góðan mat
og ég var enn á þeim aldri þar sem
drengir taka hraustlega til matar
síns. Þarna náðum við því líka vel
saman. Samband sem við ræktuð-
um velflesta sunnudaga sem færi
var á meðan við þekktumst.
„Töggur“ er samt það orð sem
ég held að lýsi tengdamömmu
best. Ef einhver á það skilið að um
hana sé sagt að það hafi verið
töggur í henni er það Margrét.
Hún ruddi brautir sem húsmæður
af hennar kynslóð höfðu fæstar
áður kynnst, ruddi úr vegi því sem
kunnu að virðast óyfirstíganlegar
hindranir í félags- og velgjörðar-
starfi sem hún tók þátt í og ruddi
fjölskyldunni í gegnum ýmsa
þunga skafla án þess að láta mikið
á því bera.
Margrét Kristín Sigurðardóttir
var einstök kona sem ég er þakk-
látur fyrir að hafa fengið að
þekkja. Minningin um góðhjart-
aða, röggsama og ósérhlífna konu
lifir í okkur öllum sem kynntumst
henni.
Takk fyrir allt mín kæra.
Hjálmar Gíslason.
Núna þegar Kiddý hefur kvatt
þennan heim er ákveðnum kafla
lokið.
Kiddý – Hamelý, Hamelý –
Kiddý, það var alveg sama, þær
voru vinkonur, samrýndar, fylgd-
ust alltaf að. Ungar glaðar, fjör-
ugar á böllum í gamla daga.
Kiddý giftist Ragnari og Ha-
melý giftist Kojis, tveir flottir sem
ná vel saman. Þegar Ragnar
keyrði rútuna til Keflavíkur þá
ferðaðist Kojis með rútunni vegna
vinnu sinnar og komst rútan fljótt
til Keflavíkur, kannski of hröð
keyrsla en samt afrek hjá Ragnari
og sem kunni sitt fag.
Þær eignuðust báðar fjögur
börn á sjötta og sjöunda áratug og
eignuðust svo báðar hvor sitt
barnið á áttunda áratug, báðar
komnar yfir fertugt.
Ég man þegar heimilissímarnir
áttu sinn stað á hverju heimili.
Þegar tími gafst til að tala saman
sat Hamelý við símaborðið með
kaffibolla í annarri hönd og símtól-
ið í hinni að tala við Kiddý. Þær
höfðu alltaf nóg að tala um, sáttar
og glaðar.
Allt sem hún Kiddý tók sér fyr-
ir hendur gerði hún með glæsi-
brag, hvort sem það voru ferðalög
eða flutningur til útlanda vegna
starfs Ragnars erlendis, eða í
störfum hennar sem deildarstjóri.
Allar veislurnar á gamlárskvöld
eða jólum ár eftir ár, uppeldi á
börnum sínum eða bara setja í
poka handa þeim sem minna mega
sín hjá Mæðrastyrksnefnd. Það
var alveg sama hvað hún tók sér
fyrir hendur, það var allt gert með
löngun, gleði, dugnaði og áhuga.
Föður sinn missti hún ungan og
móðir hennar, Kristín Hannes-
dóttir, var mjög guðrækin kona,
góð, dugleg og hjálpsöm, og gaf
frá sér hlýju og blessun Jesú
Krists, og Kiddý minntist oft á
hana með umhyggju og stolti.
Megi almáttugur Guð varðveita
minningu Margrétar Kristínar,
Kiddýjar, vinkonu hennar
mömmu minnar.
Helena Dóra Kojic.
Elsku Margrét mín. Þú ert farin
og tilfinning mín er sú að Reykja-
vík sé tóm. Svo stór varstu og ert í
huga allra sem kynntust þér.
Við tvær unnum mikið saman
og var sú vinna heilladrjúg. Alls
staðar unnum við að framgangi og
velferð kvenna, hvort sem var á
sviði menntunar eða að bæta hag
þeirra bæði félagslega og fjár-
hagslega.
Ég man eftir alþjóðaráðstefnu
háskólakvenna sem við sóttum
saman í Graz í Austurríki. Þú
skartaðir íslenska búningnum og
allir löðuðust að þér.
Þú munt halda áfram að gæta
barna þínna ef ég þekki þig rétt.
Vinátta þín fylgir mér.
Geirlaug Þorvaldsdóttir.
Margrét Kristín Sigurðardóttir
var stór manneskja.
Hún stýrði stóru heimili, sem
ávallt var gaman að koma inn á.
Heimili sem innihélt kynslóðir
með breitt aldursbil, þar sem
amma litla vermdi efsta sætið í
virðingarstiganum.
Takk Margrét fyrir að vera stór
manneskja, sem hafði mikil áhrif á
allt og alla og mig. Ég þakka þér
fyrir allt.
Við Alda vottum öllu þínu fólki
okkar dýpstu samúð. Megi guð
vaka yfir ykkur og blessa.
Ómar Kaldal Ágústsson
og fjölskylda.
Esjan og Akrafjallið ásamt
Snæfellsjökli í fjarska sjást sjald-
an hrein, en þannig var það sunnu-
daginn 21. ágúst þegar mér bárust
fréttir af góðri vinkonu.
Stórbrotin kona hefur kvatt
þennan heim. Við sem þekktum
hana dáðumst að hugrekki hennar
og dugnaði.
Ég kynntist henni í gegnum
störf eiginmanna okkar, Hrafn-
kels Ásgeirssonar og Ragnars
Halldórssonar, sem báðir eru látn-
ir. Við ferðuðumst saman á fundi
til Sviss. Þar sá ég strax hve sterk
þessi kona var. Eftir að hafa eign-
ast fjögur börn og komið þeim til
manns lét hún drauminn rætast
og dreif sig í Menntaskólann í
Hamrahlíð, varð stúdent og síðan
útskrifast hún viðskiptafræðingur
frá Háskóla Íslands.
Síðar lágu leiðir okkar saman í
gegnum félagsstörf Bandalags
kvenna í Reykjavík. Hún tók þátt í
ýmsum nefndum þar eins og jafn-
réttisnefnd, orlofsnefnd og nefnd
Húsmæðraskóla Reykjavíkur,
auk þess að vera í stjórn Banda-
lags kvenna í Reykjavík. Hún var
mjög virk og áhugasöm. Sterk
réttlætiskennd einkenndi hana og
alltaf var stutt í hláturinn eða
brandara.
Málefnum sem skiptu máli
vann hún að með krafti enda
skörp og snögg upp á lagið.
Hún var einstök kona, vinmörg
og vinsæl í starfi jafnt sem í leik.
Mikilla manna minning lifir,
gleymist góð kona.
Einn býr ógleyminn
ofar stjörnum
sá karla skóp og konur.
(Bjarni Thoroddsen)
Ég votta börnum hennar og
barnabörnum mína dýpstu samúð.
Megi góðar vættir fylgja þeim
og vernda.
Oddný M. Ragnarsdóttir.
fv. formaður Bandalags
kvenna í Reykjavík.
Með Margréti Sigurðardóttur
er mikil sómakona gengin af jarð-
lífssviði.
Ég var svo lánsöm að sitja á
móti henni sem önnur amma lít-
illar stelpu – naut vináttu hennar –
og dáðist að lífsferli hennar:
Þú studdir eiginmann þinn í
ábyrgðarmiklu starfi, kæra Mar-
grét. Skilaðir börnum þínum út í
lífið með glæsibrag – og barna-
börnin hafa notið þess að eiga um-
vefjandi og hjálpsama ömmu. Líf-
ið gaf þér frábæra eiginleika,
hlýhug og vináttu, vildir styðja
náungann á lífsins vegi.
Þetta hefur þú gefið mér frá
fyrstu stundu. Þú opnaðir heimili
þitt, þegar ég stóð með búslóð
mína í reiðileysi. Bauðst mér að
eyða mörgum gefandi stundum
með þér í sumarhúsinu við Apa-
vatn:
Marga unaðsstund
þúfa geymir.
Sú sem þeirra naut
aldrei gleymir.
Eftir að börnin voru gengin út í
lífið – settist þú sjálf á lærdóms-
bekk og stóðst upp með skírteini
viðskiptafræðings í hönd. Dugn-
aður þinn og áræðni gaf þér að-
gang inn í margar félagsstjórnir.
Þú varst hátt skrifuð í félagsstjórn
Áskirkju, þar sat ég veislur í þínu
boði. Ógleymanlegt var líka að sjá
þig sæmda heiðursfélagatign hjá
Félagi háskólakvenna. Þú hvattir
mig til að sækja um í Múlabæ – og
þar hef ég notið nærveru þinnar.
Ég sakna þín, en skynja að þú
varst tilbúin að kveðja jarðlífið.
Erfitt að standa undir miklum
veikindum, þótt þú barmaðir þér
aldrei.
Innilegar þakkir, kæra Mar-
grét, fyrir allt sem þú hefur gefið
mér. Þú varst mér sannkölluð fyr-
irmynd.
Þín vinkona,
Oddný Sv. Björgvins.
Með fráfalli Margrétar Sigurð-
ardóttur er mikil heiðurskona af
þessum heimi gengin.
Margrét var kjarninn í sinni
fjölskyldu, heilsteypt, heiðarleg,
traust og hreinskilin.
Hún stýrði stóru heimili en
fann þó tíma til að taka mikinn
þátt í félagsstörfum.
Það er mikilvægt að minnast
húsmóðurinnar á heimilinu, þó að
hún sé allt í öllu og geri alla hluti
mögulega er eins og lof og þakk-
læti lendi annars staðar.
Störf hennar eru talin sjálfsögð
og fólk tekur oft ekki eftir þeim.
Engum gat þó dulist hver áhrifa-
valdurinn var í hennar fjölskyldu.
Krafturinn og dugnaðurinn fór
ekki fram hjá neinum. Hún var
einnig mikill gestgjafi.
Margrét sagði sína meiningu
hreint út og meinti það sem hún
sagði en húmorinn var aldrei langt
undan og var hún jafnan kát, glað-
lyndi og sló á létta strengi.
Okkar fjölskyldur áttu mikil
samskipti í hálfa öld og teljum við
okkur lánsöm að geta talið Mar-
gréti og hennar fólk til vina okkar.
Fyrir það erum við ævinlega
þakklát.
Guðrún og Jóhann J. Ólafsson.
Margrét Kristín
Sigurðardóttir