Morgunblaðið - 05.09.2022, Page 24

Morgunblaðið - 05.09.2022, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2022 ÞÚ FÆRÐ BOSCH BÍLAVARAHLUTI HJÁ KEMI Kemi | Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is 40 ÁRA Nana ólst upp á Akranesi og í miðbæ Reykjavíkur en býr í Mos- fellsbæ. Hún er viðskiptafræðingur frá HR og kvikmyndagerðarkona frá Kvik- myndaskóla Íslands. Nana er í Vest- urporti og framleiddi m.a. Verbúðina. Áhugamál hennar eru tónlist, tennis og ferðalög. FJÖLSKYLDA Nana er í sambúð með Guðlaugu Birnu Aradóttur, f. 1977, íþróttafræðingi, en hún á og rekur fisk- vinnsluna Ice Fish í Sandgerði. Börn þeirra eru Ragna Lára, f. 2013, Krumma Liv, f. 2014, og Ari Wolfgang, f. 2022. Foreldrar Nönu eru Lára Árna- dóttir, f. 1955, skrifstofustjóri, búsett í Kópavogi, og Alfred-Wolfgang Sveins- son, f. 1953, gullsmiður, búsettur í Kaupmannahöfn. Guðrún Lára Alfredsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þeim mun meira sem þú seilist eftir heiminum öllum, þeim mun hamingjusamari verður þú. Það eru oft einföldustu hlutirnir sem veita manni mesta gleði. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú ert með tiltekna hugmynd á heil- anum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Safnaðu upplýsingum í stað þess að hugsa og spyrðu fólk álits. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er ekki allt gull sem glóir og margt fyrirheitið fer fyrir lítið þegar til kast- anna kemur. Vertu jákvæður og brostu fram- an í heiminn sem mun þá brosa til þín. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þessi dagur er frábær til þess að blanda geði við náungann. Visst verkefni er öðruvísi en þú ímyndaðir þér það, en það er einstakt og því betra. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þér er efst í huga að grípa til óhefð- bundinna úrræða til að leysa ákveðin vanda- mál. Vertu þakklátur og mundu að sönn vin- átta snýst um það að gefa og þiggja. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Láttu ekki umkvartanir annarra tefja þig eða breyta starfsáætlun þinni heldur haltu þínu striki. Leyfðu einstöku skopskyni þínu að njóta sín. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú hefur mikla frelsisþörf í dag og neit- ar að láta aðra ráða því hvernig þú lifir þínu lífi. Vertu heiðarlegur. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þér finnst þú valdaminni en þú ert ef þú berð þig saman við aðra. Haltu ró þinni og reyndu að vinna skipulega því þann- ig nýtist tíminn best. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það sem þú aðhefst núna hefur áhrif á það sem þú átt ógert. Lausnir margra mála liggja nær þér en þú sérð í fljótu bragði 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú verður að ná stjórn á hlut- unum, bæði heima fyrir og á vinnustað. Láttu það eftir þér að skemmta þér og borða góðan mat í góðra vina hópi. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það hefur ekkert upp á sig að stytta sér leið til lausnar mála. Fé- lagasamtök, vinir þínir og fjölskylda virðast bara ekki geta fengið nóg af þér. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Lykillinn að velgengni þinni er heið- arleikinn sem þú hefur í hávegum. Gefðu þér tíma til að sinna andlegu og mjúku hliðunum á sjálfum þér. Áhugamál Þorbjargar eru marg- vísleg. „Ég elska að lesa bækur sem er í raun það eina sem hvílir mig frá mikilli vinnu. Ég vildi hafa meiri tíma til að lesa, en ég sofna oft á fyrstu blaðsíðunni. Ég les því eigin- lega bara í fríum. Ég hef gaman af ráðgjafar, markþjálfar og hvað eina. Fyrirtækin eru mjög spennt fyrir þessu og mikið álag á okkur á núna, en það hefur aldrei verið skemmti- legra í vinnunni.“ Þorbjörg situr nú í stjórn Þjóðleikhússins og í Vísinda- og tækniráði. Þ orbjörg Helga Vigfús- dóttir er fædd 5. sept- ember 1972 í Reykjavík, ólst fyrst upp í Breið- holti og Hlíðunum en síðan í Smáíbúðahverfinu í Heiðar- gerði. Þorbjörg hefur einnig búið í Kaliforníu, Seattle, Fontainebleau í Frakklandi, Barcelona og Kaup- mannahöfn. Hún var lengi í fimleik- um og í Tónmenntaskóla Reykjavík- ur. „Ég æfði með Ármanni og spilaði á klarinett og píanó, en hætti á ung- lingsárunum. “ Þorbjörg gekk í Hvassaleitisskóla og svo Verzlunarskóla Íslands. Hún lauk námi 1999 við Háskóla Íslands í blandaðri BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði og sálfræði með skiptinemaári í Seattle. Hún lauk meistaragráðu í námssálfræði við University of Washington í Seattle 1999. Þorbjörg vann hjá Háskólanum í Reykjavík sem kennari og verkefna- stjóri Auðar í krafti kvenna 2000- 2003. Hún var aðstoðarmaður Þor- gerðar Katrínar í menntamálaráðu- neytinu 2003-2006 og svo vara- borgarfulltrúi í fjögur ár og borgar- fulltrúi í átta ár, frá 2006-2014, fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún sat í stjórn Strætó, Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafna og Sorpu auk fjöl- margra ráða og nefnda. „Ég skrifaði fjölmargar greinar og skýrslur og setti mikla áherslu á skólamál annars vegar og menningarmál hins vegar.“ Þorbjörg stofnaði Tröppu 2014 þar sem starfa talmeinafræðingar og sinna þjálfun barna í fjarheilbrigð- isþjónustu. Hún var formaður stjórn- ar Iceland Naturally og formaður fulltrúaráðs Verzlunarskóla Íslands. Árið 2015 stofnaði Þorbjörg síðan sprotafyrirtækið Köru Connect sem er öruggur hugbúnaður sem tengir saman sérfræðinga við skjólstæðinga sína. „Þessa dagana erum við að þjón- usta framsýn fyrirtæki og stofnanir sem byggja með okkur velferðartorg að þjónustu ólíkra sérfræðinga fyrir starfsmenn. Það er erfitt að nálgast sérfræðinga og við stefnum að auknu aðgengi og öruggu umhverfi. Þetta geta verið sálfræðingar, næringar- útivist og ferðalögum og Frakkland er í miklu uppáhaldi. Mér finnst frá- bært að fara í göngur og ómissandi er árleg ganga á Vestfjörðum með gönguhópnum Gönguhópnum. Ég nýt þess að hlusta á klassíska tónlist, án þess að vita heiti á verkunum eða Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Köru Connect – 50 ára Fjölskyldan Þorbjörg, Hallbjörn og börn fyrir utan Skálakot hótel undir Eyjafjöllum í fyrrasumar Aldrei verið jafn gaman í vinnunni Afmælisbarnið Þorbjörg á sólríkum degi og Þingvellir í baksýn. Mæðgurnar Þorbjörg og Ólöf. Til hamingju með daginn Mosfellsbær Ari Wolfgang Guðrúnarson fæddist 17. janúar 2022 kl. 20.30 á Akranesi. Hann vó 4.444 g og var 55 cm langur. For- eldrar hans eru Guðrún Lára Alfredsdóttir og Guð- laug Birna Aradóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.