Morgunblaðið - 05.09.2022, Blaðsíða 32
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
VANDAÐAR
SÆNGUROG
KODDAR Í
ÚRVALI
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURÐ
„Hvítu mávar“ er yfir-
skrift sýningar sem
myndlistarmaðurinn Arth-
ur Ragnarsson hefur opn-
að í SÍM-salnum að Hafn-
arstræti 16. Arthur lauk
námi frá Myndlista- og
handíðaskólanum árið
1981. Þetta er önnur sýn-
ing hans í Reykjavík og á
henni eru verk unnin í
grafít og akrýl á striga. Í tilkynningu segir að Arthur
nái í myndefni sitt „handan reynslu og þekkingar“ og
láti „stjórnast af músíkalskri næmni og tilviljana-
kenndri leikni. Verkin eru unnin með aðferð þar sem
einlægni línuteikningarinnar fær að anda og njóta sín.
Þessa aðferð hefur listamaðurinn nálgast til þess að
gera sér kleift að yfirfæra tilfinningar og ómeðvituð
skilaboð í beinu flæði.“ Sýningin er opin virka daga kl.
11 og 16.
Sýning Arthurs Ragnarssonar,
„Hvítu mávar“, í SÍM-salnum
MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 248. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Manchester United varð í gær fyrsta liðið til þess að
leggja Arsenal að velli í ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu þegar liðin mættust í stórleik helgarinnar á Old
Trafford í Manchester í 6. umferð deildarinnar en leikn-
um lauk með 3:1-sigri United í frábærum leik. »27
United hafði betur gegn Arsenal
ÍÞRÓTTIR MENNING
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Blúshátíðin Blús milli fjalls og fjöru
– þar sem blúsinn lifir, var haldin á
Patreksfirði um helgina. Hafa á
þriðja tug hljómsveita stigið á stokk
síðan hún var haldin fyrst árið 2012.
Þema hátíðarinnar í ár var kvenfólk
í tónlist og þótti heppnast vel, að
sögn gesta.
Fram komu fjórar sveitir á tveim-
ur kvöldum hátíðarinnar. Föstu-
dagskvöldið hófst á hljómsveit skip-
aðri nemendum úr tónlistarskóla
FÍH og Menntaskóla í tónlist (MÍT)
þar sem hin unga Anya Hrund Shad-
dock söng og leiddi. Lék þar heima-
maðurinn Ríkharður Ingi Steinars-
son á píanó. Kristina Bærentsen,
söngkona frá Færeyjum, steig því
næst á svið ásamt sveit og Bödda
Reynis, söngvara Dalton. Á laugar-
deginum byrjaði kvennasveitin Sist-
ers of the Moon kvöldið áður en
bandaríska söngkonan og skemmti-
krafturinn Karen Lovely slaufaði
hátíðinni. Er þetta í fyrsta skipti
sem skemmtikraftur er fluttur inn
til Patreksfjarðar.
„Þetta var alveg rosalega gaman.
Hátíðin heppnaðist alveg stórkost-
lega vel. Það var vel pakkað á laug-
ardeginum þegar bandaríska stór-
stjarnan steig á svið,“ segir Þollý
Rósmundsdóttir, blússöngkona og
forsprakki Blússveitar Þollýjar.
Hefur hún hjálpað til og verið viðloð-
andi hátíðina frá upphafi. „Rúsínan í
pylsuendanum var síðan þegar Palli
Hauks, hvatamaður að blúshátíð-
inni, var dreginn upp á svið og látinn
syngja Braggablúsinn.“ Lovely hafi
tekið fyrsta erindið, lagt það á minn-
ið þrátt fyrir að tala ekki stakt orð í
íslensku. Segir Þollý að þrátt fyrir
að fjölmennara hafi verið á laug-
ardeginum hafi mikil ánægja ríkt
með föstudaginn, enda mikið dans-
að.
„Nú er hátíðin búin að festa sig í
sessi sem árlegur viðburður í lok
sumars,“ segir Þollý og ljóst er að
blúsinn lifir góðu lífi á Patreksfirði.
-Hvað heillaði þig við blúsinn?
„Þetta er svo djúp tilfinningatján-
ing. Það er svo auðvelt að tengja við
blúsinn. Fólk finnur oft að hann
höfðar til svo djúpra mannlegra til-
finninga.“
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Systur Má hér sjá kvennasveitina Sisters of the moon sem léku á laugardagskvöldið. Sérstakt kvennaþema var í ár.
Blúsinn lifir góðu lífi
vestur á Patreksfirði
- Blús milli fjalls og fjöru haldin í ellefta skipti um helgina
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Stjarna Hin bandaríska Karen
Lovely tók Braggablúsinn á íslensku.