Morgunblaðið - 01.10.2022, Side 4

Morgunblaðið - 01.10.2022, Side 4
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS TRYGGÐU ÞÉR GISTINGU Í TÍMA! SKÍÐAFRÍ TIL ÍTALÍU FARARSTJÓRARNIR OKKAR, ÞAU DINNA OG HELGI TAKA VEL Á MÓTI YKKUR Í ÍTÖLSKU ÖLPUNUM VERÐ FRÁ139.900 KR Á MANN M.V 2 FULLORÐNA OG 1 BARN 21. - 28. JANÚAR 2023 NÁNAR Á UU.IS INNIFALIÐ ER FLUG, GISTING, FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN ERTU MEÐ HÓP? SENDU OKKUR FYRIRSPURN Á HOPAR@UU.IS 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Ég er þakklát fyrir hversu upp- byggilegt þingið var. Það var mikil samheldni ríkjandi og greinilegt að allir eru tilbúnir að þétta raðirnar nú eftir mjög erfiðan tíma,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, sem tók við embætti formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga á þingi þess á Akureyri í gær. „Ég hlakka til að takast á við þau verkefni sem framundan eru í samhentum hópi sveitarstjórnarfólks. Okkar styrkur liggur í því hversu ólík við erum en samstíga,“ segir hún. Mörg uppfylla ekki viðmið Heiða Björg segir vanfjármögn- un í málaflokki fatlaðs fólks, hjúkr- unarheimila og barna með fjöl- þættan vanda eitt brýnasta úrlausnarefnið sem við blasi. „Það er grafalvarleg staða í þessum málaflokkum. Ljóst er að eitt helsta verkefni okkar hjá sam- bandinu á komandi kjörtímabili verður að leita lausna og koma þessum málum á réttan kjöl,“ segir hún. „Á þessu kjörtímabili þurfum við að leiða til lykta áratugaum- ræðu um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa fáa og staðbundna tekjustofna og hlutur ríkisframlaga er mun minni en annars staðar á Norðurlönd- um,“ segir hún en á þinginu var einróma samþykkt ályktun um þá grafalvarlegu stöðu sem blasir við íslenskum sveitarfélögum um þess- ar mundir. Heiða Björg segir að á þremur árum hafi sveitarfélögum, sem ekki uppfylla lágmarksviðmið um fjár- hagslega sjálfbærni, fjölgað um tæplega 40%. Þau eru nú um helm- ingur sveitarfélaga. Vanfjármögnun „Vanfjármögnun vegna þjónustu við fatlað fólk er ein meginorsök fjárhagsvanda margra sveitarfé- laga. Ítarleg greining starfshóps félagsmálaráðherra um rekstur málaflokks fatlaðs fólks sýnir að hallinn á málaflokknum árið 2020 nam 8,9 milljörðum króna. Ætla má að hallinn nemi nú um 12 til 13 milljörðum króna. Það er áríðandi að þetta verði leiðrétt strax af því að þetta er mannréttindamál,“ seg- ir hún. Allir tilbúnir að þétta raðirnar - Ætla má að hallinn á málaflokki fatlaðs fólks nemi nú 12 til 13 milljörðum króna segir Heiða Björg Morgunblaðið/Margrét Þóra Nýr formaður Heiða Björg segir samheldni hafa ríkt á nýafstöðnu þingi sambandsins og allir séu tilbúnir að þétta raðirnar eftir erfiðan tíma. Útför Ragnars Arnalds, rithöf- undar, alþingismanns og ráð- herra, var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í gær. Séra Hjálmar Jónsson jarð- söng. Líkmenn voru Úlfur Elíasson, Ólafur Arnalds, Birgir Ármanns- son, Logi Vígþórsson, Ragnar Hrafn Logason, Sigurður Stein- grímur Arnalds, Þórhallur Sig- urðsson og Stefán Laxdal. Sara Arnalds, Elín Laxdal og Hallveig Elíasdóttir, báru kransa. Kammerkór Grafarvogskirkju og Huldur Kammerkór sungu við athöfnina. Einsöngvari var Hall- veig Rúnarsdóttir og Lára Bryn- dís Eggertsdóttir var organisti. Við athöfnina var einnig flutt- ur sálmur eftir Hallveigu Thorla- cius, eiginkonu Ragnars, og Láru Bryndísi Eggertsdóttur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útför Ragnars Arnalds Alþingismenn úr sjö flokkum taka höndum saman og leggja fram þingsályktunartillögu um að breyt- ingar verði gerðar til að heimila rannsóknir og tilraunir með hug- víkkandi efnið sílósbín í geðlækn- ingaskyni. Markmið tillögunnar er að Ísland verði leiðandi í rannsókn- um á gagnsemi hugvíkkandi efna í geðlækningaskyni. Flutningsmenn tillögunnar eru 22 talsins og tilheyra öllum þingflokk- um nema Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Varsla á hugvíkkandi efninu síló- síbín (psilocybin), sem er virka efnið í um 250 mismunandi sveppategund- um, er óheimil samkvæmt 2. gr. laga um ávana- og fíkniefni. Í þingsályktunartillögunni segir að síðustu ár hafi rannsóknum á hug- víkkandi efnum, sér í lagi sílósíbíni, fleygt fram samhliða aukinni notkun efnanna. Benda niðurstöður til þess að sílósíbín geti valdið straumhvörf- um í meðhöndlun geðraskana. Hefur m.a. komið fram að notkun efnisins við meðferð vegna áfalla- streituröskunar og annarra úr- vinnslu áfalla geti verið gagnleg. Þá geti efnið mögulega skilað ár- angri við að hjálpa ofdrykkjufólki að draga úr áfengisneyslu eða hætta al- farið. „Alþingi ályktar að fela heilbrigð- isráðherra, í samstarfi við aðra ráð- herra er málið snertir, að undirbúa og leggja til nauðsynlegar breyting- ar, hvort sem er á lögum, reglugerð- um eða með öðrum hætti, sem heim- ila rannsóknir og tilraunir með hugvíkkandi efnið sílósíbín í geð- lækningaskyni og skapa skýra um- gjörð fyrir sérhæfða meðferðaraðila um notkun efnisins í þeim tilgangi. Tillögur ráðherra liggi fyrir eigi síð- ar en á vorþingi 2023,“ segir í tillög- unni. Tillaga um hug- víkkandi efni - Vilja heimila rannsóknir með sílósíbín Morgunblaðið/Ómar Sveppir Hugvíkkandi efnið sílósíbín má finna í um 250 sveppategundum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.