Morgunblaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 Bergþór Ólason vakti á Alþingi athygli á nýrri skýrslu Sam- taka iðnaðarins og þeim tillögum sem í henni eru og snúa að því að meta nánar íþyngjandi áhrif nýrra lagaákvæða, að fylgja hags- munum Íslands eft- ir gagnvart Evr- ópureglum og að þær verði inn- leiddar án íþyngj- andi viðbótar- kvaða. - - - Bergþór benti á að vantað hefði upp á að framkvæmt væri viðhlítandi mat á þeim íþyngjandi ákvörðunum sem reglusetningu fylgja: „Kostnaður- inn af þessu lendir auðvitað á endanum hvergi nema hjá fyr- irtækjum landsins og heimilum. Þetta er eitthvað sem við þing- menn verðum að taka til okkar. - - - Atriðið sem snýr að því að greina hagsmuni markvisst og tímanlega við þróun Evr- ópureglna og fylgja mikilsverðum hagsmunum eftir af festu kristall- ast til dæmis í þeirri dellu sem viðhöfð hefur verið hér árum saman um að allir atvinnubíl- stjórar þurfi að fara á fimm daga námskeið á nokkurra ára fresti til að hafa réttindi til að keyra yfir landamæri. Þetta er einhver vitleysa sem hefði átt að stoppa á fyrri stigum en við klúðruðum því. Við þurfum að finna leiðir til að vinda ofan af þessu. - - - Og innleiðing Evrópureglna án íþyngjandi viðbótarkrafa – þetta er það sem ráðherrar, sennilega embættismenn í ráðu- neytum, hafa gert árum saman. Það er skotið inn áhugamálum ráðuneytisins eða ráðherrans með innleiðingarregluverki án þess að mikið beri á. Við verðum að færa þetta til betri vegar.“ Bergþór Ólason Ofvaxna regluverkið STAKSTEINAR Mygla hefur komið í ljós á kennslusvæðum í Voga- skóla á annarri hæð í nýbyggingu skólans sem og á skrifstofum á jarðhæð. Þetta mun hafa áhrif á skólastarfið en búið er að óska eftir alhliða úttekt á öllu skólahúsnæðinu og loftræstikerfi hússins í kjölfar þessara fregna. Þetta kemur fram í tölvupósti frá skólastjóra Vogaskóla til foreldra nemenda. Þa segir að í lok ágúst hafi verið farið fram á að ákveðinn hluti af húsnæði skólans yrði skoðaður sérstaklega með tilliti til gæða innivistar. Í vikunni hafi borist frumskýrsla með niðurstöðum þar sem m.a. kem- ur fram að mygla hafi fundist á kennslusvæðum nemenda í 4. og 5. bekk. „Virkjaður hefur verið nýr verkferill Reykja- víkurborgar um rakaskemmdir og myglu. Ég hef fundað með aðilum frá Reykjavíkurborg og verk- fræðistofunum Eflu og Verksýn. Verið er að vinna verkáætlun sem miðar að því að rýma þessi svæði og ráðast í viðgerðir. Einnig er verið að leita eftir húsnæði sem hægt er að nýta fyrir skólastarfið á meðan á viðgerðum stendur,“ segir í póstinum frá Snædísi Valsdóttur skólastjóra. Mygla í nýbyggingu Vogaskóla - Áhrif á skólastarf - Gera á alhliða úttekt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vogaskóli Við skoðun á húsnæðinu fannst mygla á kennslusvæðum nemenda í 4. og 5. bekk. Efstaleiti 12 103 Reykjavík Fjölbýli Mjög falleg 138,6 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi ásamt góðu stæði í lokaðri bílageymslu. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni m.a. sjávar- og fjallasýn. Stórar flísalagðar suðursvalir og stórar glæsilegar stofur með aukinni lofthæð. Sér geymsla fylgir í kjallara. Húsvörður er í húsinu. 138,6 fm 4ra herb. Grensásvegi 11 108 Reykjavík | Sími 588-9090 | eignamidlun.is Sverrir Kristinsson Löggiltur fasteignasali sverrir@eignamidlun.is 861 8511 104.000.000 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Í tilefni átaksins Bleiku slaufunnar hafa Blómaval og Húsasmiðjan haf- ið sölu á bleikri októberstjörnu. Árni Reynir Alfreðsson, for- stöðumaður markaðsmála frá Krabbameinsfélagi Íslands, tók formlega við fyrsta blóminu fyrr í vikunni. „Við hvetjum fólk til að lífga upp á bæði heimili og vinnustaði með þessu fallega, skærbleika blómi og styrkja um leið mikilvægt átak sem snertir okkur öll,“ er haft eftir Diönu Allansdóttur, deildarstjóra hjá Blómavali í tilkynningu. Hún segir söluna hafi aukist ár frá ári og að þau reikni með að selja á bilinu eitt til tvö þúsund októberstjörnur á meðan birgðir endast í október. „Við vonum að hægt verði að skapa hefð fyrir októberstjörnunni svo við getum boðið hana á hverju ári og smám saman aukið magnið því þetta er virkilega falleg planta og kaupin styðja auk þess við gott málefni. Svo er auðvitað hægt að nálgast Bleiku slaufuna í verslunum okkar, sem er sérlega falleg í ár.“ Októberstjarnan hefur verið seld til styrktar Bleiku slaufunni í tvö ár. Hið fagurbleika afbrigði er rækt- að sérstaklega með stuðning við Bleiku slaufuna í huga. Birgir Birgisson hjá Garðyrkjustöðinni Ficus í Hveragerði hóf ræktun á þessari einstöku stjörnu. Yrkið er náskylt jólastjörnunum og heitir „J‘Adore Pink“ eða ég elska bleikt. Átakinu Bleiku slaufunni var formlega fagnað í Háskólabíói í fyrradag en í ár er slaufan hönnuð af Orrafinn. Fagurbleikar október- stjörnur fyrir gott málefni Bleik Magnús Magnússon, Diana Allansdóttir, Birgir Birgisson og Árni Reynir Alfreðsson með stjörnuna sem seld er til styrktar Bleiku slaufunni. - Til stuðnings Bleiku slaufunni Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.