Morgunblaðið - 01.10.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.10.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 Byggingargallar, raki og mygla • Greiningar á umfangi, orsökum og afleiðingum byggingargalla á Íslandi. • Verkefni sem stuðla sérstaklega að aukinni þekkingu á raka- og mygluskemmdum í íslenskummannvirkjum, samanburði og þróun aðferða við mælingar og mati á umfangi slíkra skemmda. Jafnframt hvernig unnt sé að fyrirbyggja þær og bregðast við þeim með árangursríkum hætti. Byggingarefni • Rannsóknir og þróun á byggingarefnum, á endingu þeirra og eiginleikum ásamt efnisvali og notkun í samræmi við lög um byggingarvörur. • Verkefni sem stuðla að minna kolefnisspori byggingarefna og draga úr notkun óumhverfisvænna byggingarefna t.d. með hönnun og eflingu hringrásarhagkerfisins. Orkunýting og losun • Verkefni sem fjalla um orkunýtingu mannvirkja og/eða losun gróðurhúsalofttegunda vegna mannvirkjagerðar. Tækninýjungar • Þróun tæknilegra lausna sem hafa einkum það markmið að draga úr óæskilegum umhverfisáhrifummannvirkja og auka verðmætasköpun, hagræðingu, framleiðni og/eða samræmingu meðal hagaðila í byggingariðnaði. Gæði • Rannsóknir á gæðum, endingu, hagkvæmni og hönnun íbúðahúsnæðis. • Greiningar á hvers konar form íbúðarhúsnæðis þurfi að byggja, meðal annars með tilliti til þróunar á félagslegum, menningarlegum, tæknilegum og sjálfbærum þáttum. Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2022 Nánari upplýsingar og umsóknarform má nálgast á hms.is/askur. Askur – mannvirkjarannsóknarsjóður Opið fyrir umsóknir um styrki Sjóðurinn veitir styrki til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar. Áhersluflokkar við úthlutun 2022: Stjörnuskoðun, greining á kon- unglegu drama í sögu Bretlands, mannfræðirannsókn á menningu ólíkra námshópa og smásjárskoðun á lífríki Læksins í Hafnarfirði. Upp á þessu og fleiru var bryddað í Flensborgarskóla í Hafnarfirði nú í vikunni í tilefni af 140 ára afmæli skólans um þessar mundir. Langri sögu skólans voru af þessu tilefni gerð skil á sýningu í anddyri hans þar sem litið var inn í kennslustund fyrri tíma. Kennslustofur stóðu fólki opnar og hefðbundin stunda- skrá vék um stund. Flensborgarskólinn veitti verk- efni á vegum sorgarmiðstöðvar á St. Jósefs styrk í tilefni afmælisins, en Flensborgarar hlupu til góðs fyrr í mánuðinum. Á afmælishátíð- inni komu Steinar Stephensen og Helga Guðrún Ásgeirsdóttir fram fyrir hönd foreldraráðs skólans og gáfu nemendum pool-borð. Skól- anum bárust og óskir frá Ásmundi Einari Daðasyni menntamálaráð- herra, Rósu Guðbjartsdóttur bæjar- stjóra í Hafnarfirði og fleirum. Í vegferð frá árinu 1882 hefur margt gerst í Flensborg, sem er með elstu starfandi skólum á Ís- landi. Fyrst var þetta barnaskóli, síðan alþýðu- og gagnfræðaskóli og starfræktur sem slíkur langt fram eftir 20. öldinni. Í upphafi 20. aldar var kennaradeild við skólann og þar var fyrsta skipulagða námið fyrir kennara á Íslandi. Gagn- fræðapróf var síðast þreytt við skólann 1977 enda hafði honum verið formlega breytt í framhalds- skóla árið 1975 og sama ár voru fyrstu nýstúdentarnir útskrifaðir. Frá 1981 hefur Flensborg starfað í þeirri mynd sem nú er, sem skóli með nám til stúdentsprófs. Flensborg Bryddað var upp á ýmsu áhugaverðu í tilefni afmælis skólans og vikið var frá stundaskrá um stund – og annað lærdómsríkt tekið fyrir. Einn allra elsti skólinn á Íslandi - Flensborg í Hafnarfirði 140 ára Vísindavaka verður sett í Laugardalshöll klukkan 13 í dag, laugardag, en hún er haldin samtímis í 340 borg- um og bæjum í 25 löndum víðsvegar um Evrópu undir heitinu European Researchers‘ Night. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, vísinda, iðnaðar og nýsköpunar, mun setja Vísindavökuna og Sprengju-Kata verður í kjölfarið með spennandi atriði á sviðinu. Vísindavakan er opin öllum og aðgangur er ókeypis. Á Vísindavökunni gefst gestum meðal annars tæki- færi til að kynnast því hvernig eldgos eru vöktuð, þeir geta prófað að búa til tölvuleik, fylgjast með þrívídd- arprentun líffæra, hitta lifandi maura og fræðast um geimbíla og svarthol. „Gestir fá að skoða og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, kynnast ýmsum afurðum og spjalla við vísindafólkið sjálft um hvernig er að starfa að vísindum, rannsóknum og nýsköpun. Lögð er áhersla á lifandi vísindamiðlun og virka þátttöku gesta og eru börn og ungmenni sérstaklega boðin velkomin á Vísindavöku,“ segir í tilkynningu. Þar er þess jafnframt getið að öflug miðlun vísinda til almennings hafi sannað sig rækilega á tímum heimsfaraldurs og náttúruhamfara, þegar mikilvægt sé að fólk fái réttar upplýsingar byggðar á rann- sóknum og vísindalegum aðferðum. „Markmiðið með Vísindavökunni er einmitt að færa rannsóknir nær al- menningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Undirbúningur Handagangur var í öskjunni í Laugardalshöll í gær þegar Vísindavakan var undirbúin. Heillandi heimur í Höllinni - Vísindavaka Rannís öllum opin í Laugardalshöll í dag - Þrívíddarprentun líffæra, tölvuleikjagerð og geimbílar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.