Morgunblaðið - 01.10.2022, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.10.2022, Qupperneq 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 sem kom út 1991, en sú bók hlaut þýðingarverðlaun í Frakklandi. Hún hefur verið vinsæl, enda nú þegar endurprentuð 27 sinnum og seld í hátt í 60 þúsund eintökum. Verkin eru hluti af ritröð sem ber yfirskriftina „L’aube des peuples“, Dögun þjóðanna, sem Nóbelskáldið Jean-Marie Le Clézio stofnaði 1990 hjá forlaginu Gallimard og hefur að geyma fornbókmenntir frá mörgum þjóðum. Árið 2000 kom svo út fyrsti hluti Heimskringlu, fram að Ólafs sögu Tryggvasonar. Í kjölfarið var samið um að Dillmann þýddi líka Ólafs sögu Haraldssonar ins helga. „Það tók miklu lengri tíma vegna þess að sú saga er mjög merkileg, margbrotin, rík og spennandi. Þetta er þrekvirki Snorra og hápunktur íslenskra fornbókmennta að mínu mati.“ Vinnan við þýðingu Ólafs sögu helga hófst árið 2007. Þá kom Dill- mann hingað sem styrkþegi stofn- unar Sigurðar Nordal. Þá dvaldi hann hér í þrjá mánuði, þar af tvær vikur í fræðimannsíbúðinni í Reyk- holti. Fjölskylda hans kom með og kynntust þau heimafólki. „Það tók mig fjögur ár að klára þýðinguna, en það var bara hluti bókarinnar. Því þá átti ég eftir að semja skýringarnar, sem eru marg- ar og ýtarlegar, og það tók átta ár. Skýringar þessar snúa að texta- fræði, frásagnarlist, sagnfræði og menningarfræði á mörgum sviðum, allt frá goðafræði yfir í klæðaburð, vopn, mat og drykk ásamt íþróttum eins og skáktafli.“ Hann segist vonast til þess að for- lagið semji um þýðingu þriðja bindis Heimskringlu. Haralds saga harð- ráða, sem þar sé að finna, skipti máli fyrir Frakkland því þar er sagt frá innrás í England þar sem Har- aldur og Vilhjálmur jarl í Normandí vildu báðir ná yfirráðum í Englandi. Spurður hvað það sé við verk Snorra sem veki áhuga Dillmanns nefnir hann frásagnarstíl Snorra og áhugaverð tilsvör í samtölum sem og þær sögur af umbreytingatímum frá heiðni til kristni sem þarna séu sagðar og tilraunum Noregskonung- anna til að auka völd sín við eyjar í Norður-Atlantshafi, ekki síst við Ís- land. En Ólafs saga helga er líka mikilvæg heimild fyrir sögu og menningu Svíþjóðar að fornu. Kann vel við sig í Reykholti Þegar hann er hins vegar spurður út í þær áskoranir sem fylgi því að þýða þessi verk yfir á frönsku segir hann: „Það er náttúrlega ekki hægt að spyrja höfundinn hvað hann á við. Þess vegna þarf maður stundum að velta því mjög lengi fyrir sér. Merking ýmissa orða og orða- sambanda hefur breyst talsvert frá forníslensku til nútímamáls. Svo það er ekki alveg sjálfsagt þegar ég spyr nútímamenn að fá rétt svör og orða- bókamenn sjálfir geta verið í vafa. Það þarf að rannsaka þetta nánar með mál- og textafræði.“ Dillmann er í miklu samstarfi við íslenska fræðimenn, þá sérstaklega á Árnastofnun, þar sem hann starf- aði frá 1986-1988 og kynntist starfs- fólki stofnunarinnar vel. Bókina seg- ir hann einmitt vera tileinkaða minningu þriggja þeirra, Bjarna Einarssonar, Ólafs Halldórssonar og Stefáns Karlssonar. Hann reynir að koma hingað til lands einu sinni á ári og dvelja í mánuð og ver þá iðulega miklum tíma í Reykholti. „Ég kann mjög vel við mig þar og hef náin tengsl við heimafólkið og við þann fallega skóg sem gróðursettur hefur verið. Það skiptir máli þegar maður þarf að hugsa málið að geta gengið um skóginn og maður skrifar ef til vill betur á eftir. En að dvölinni lokinni er ég oftast eina viku í Reykjavík og hef samband við vini og kollega og fer yfir hvaða nýju bækur eru komnar á bókasöfnin.“ Fyrir um viku var haldið málþing í Reykholti til heiðurs Dillmann á vegum Stofnunar Árna Magn- ússonar, Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur, Miðaldastofu og Snorrastofu. Það var haldið í tilefni af útkomu þýðingarinnar hjá forlag- inu Gallimard og þar komu saman fræðimenn sem héldu erindi um konungasögur. Dilmann vill koma á framfæri sér- stökum þökkum til starfsfólks Snorrastofu og Árnastofnunar sem hefur lagt honum lið við gerð bók- arinnar síðastliðin fimmtán ár. Þýðir þrekvirki Snorra á frönsku - Prófessorinn François-Xavier Dillmann þýðir verk Snorra Sturlusonar yfir á frönsku - Snorra- Edda hefur selst í hátt í 60 þúsund eintökum í Frakklandi - Ólafs saga helga nýverið komin út Ljósmynd/Daniel Goupy Prófessorinn „Þetta er hápunktur íslenskra fornbókmennta að mínu mati,“ segir Dillmann um Ólafs sögu helga. Kápur Annað bindi Heimskringlu og Edda Snorra Sturlusonar. VIÐTAL Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is François-Xavier Dillmann, prófess- or emeritus frá Sorbonne í París, hefur um árabil einbeitt sér að forn- norrænum fræðum og gefið út vand- aðar franskar þýðingar á verkum Snorra Sturlusonar. Nú síðast í maí kom út hjá forlaginu Gallimard Ólafs saga helga í tólf hundruð og fimmtíu síðna riti með ýtarlegum skýringum. Dillmann hlaut íslensku fálkaorð- una haustið 2021 fyrir framlag sitt til þýðinga á íslenskum miðaldabók- menntum og áralangar rannsóknir á íslenskum sagnaarfi. „Eftir nám í frönsku og mið- aldasögu við háskólann í Lille í Norður-Frakklandi fór ég til Upp- sala í Svíþjóð og byrjaði að nema fornleifafræði og forníslensku ásamt rúnafræði. Svo fór ég til Göttingen í Þýskalandi og lagði stund á ger- mönsk fræði og fornnorræn fræði. Ég var síðan stundakennari á nor- rænu deildinni við háskóla í Mün- chen, fór á eftir til Kaupmannahafn- ar og var þar í fimm ár á Árnasafni til þess að vinna að doktorsritgerð um fjölkynngi á Íslandi að fornu.“ Dillmann kom til Íslands í fyrsta sinn árið 1984 til þess að taka þátt í námskeiði í nútímamáli. Þá dvaldi hann hér í tvo mánuði. „Eftir að doktorsritgerðin var tilbúin árið 1986 kom ég til Íslands til þess að vera hér í tvö ár. Ég vann við rannsóknir á Árnastofnun svo ég lærði nútímamálið betur þá.“ Dillmann hafði upphaflega lært forníslensku með aðstoð orða- og málfræðibóka. „Þetta var allt annað þegar ég fór að hlera nútímamálið og tala við fólk. Það opnaði líka leið- irnar að því að skilja betur forntext- ana.“ Endurprentað 27 sinnum Dillmann þýðir íslensku miðalda- textana yfir á sígilda frönsku og reynir að hafa stílinn þannig að hann passi upprunalegri frásögn Snorra. „Ég reyni að forðast nýyrði og finna frekar fornyrði sem passa við séryrði Snorra, til dæmis um skip eða vopn. Það krefst mikillar vinnu.“ Útgáfa þýðinga Dillmanns á verk- um Snorra hófust með Snorra-Eddu Hafréttarstofnun Íslands og Íslenski sjávarklasinn gangast fyrir námskeiði í hafrétti fyrir almenning í Húsi Sjávarklas- ans, Grandagarði 16, Reykjavík, föstudag- inn 7. október 2022 kl. 9.00 til 12.00. Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávar- klasans, setur námskeiðið og kennsla er í höndum Tómasar H. Heiðar, varaforseta Alþjóðlega hafréttar- dómsins í Hamborg og forstöðumanns Hafréttarstofnunar, Birgis Hrafns Búasonar, deildarstjóra hafréttarmála í utanríkisráðuneytinu, og Snjólaugar Árnadóttur, lektors við lagadeild HR og forstöðumanns Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig í síma 577 6200 eða á netfangið sjavarklasinn@sjavarklasinn.is. Skráningargjald, kr. 1.000, greiðist á námskeiðinu. Boðið er upp á kaffiveitingar í hléi. Hafsjór fróðleiks bíður þín ÖRNÁMSKEIÐ Í HAFRÉTTI FYRIR ALMENNING Hver var þáttur Íslendinga í þróun hins nýja hafréttar á 20. öld? Hvað eru grunnlínur, innsævi, landhelgi, efnahags- lögsaga, landgrunn, úthaf og alþjóðlega hafsbotns- svæðið? Hvaða reglur gilda samkvæmt hafréttarsamningnum og öðrum alþjóðasamningum um fiskveiðar, hvalveiðar, siglingar og lausn deilumála? Hver er staða mála varðandi ákvörðun ytri marka landgrunns Íslands utan 200 sjómílna? Hvaða lausnir eru færar til að takast á við helstu viðfangsefni nútímans, svo sem verndun líffræðilegs fjölbreytileika hafsins utan lögsögu ríkja og áhrif hækkandi sjávarborðs vegna loftslagsbreytinga á grunnlínur og mörk hafsvæða?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.