Morgunblaðið - 01.10.2022, Side 16

Morgunblaðið - 01.10.2022, Side 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 „Sennilega er Markús fyrsti Íslendingurinn sem safn- aði myndlist með skipulögðum hætti. Hann keypti verk af samtíðarfólki sínu, og hafði mjög næmt auga fyrir því sem var gott í myndlist. Á þessum tíma voru engir opinberir styrkir til listamanna. Þetta voru kreppuár og líklegt að sumir þessara listamanna hefðu lagt upp laupana ef ekki hefði komið til söfnun Markúsar,“ segir Halldór Lárusson stjórnarformaður. Hjá Héðni í Hafnarfirði er talsvert af listaverkum uppi, enda er slíkt samkvæmt þeim anda og gildum sem fyrirtækið starfar eftir. Þjónusta í járniðnum fyrir sjávarútveg og orkuiðnað er rauði þráðurinn í starfseminni, en fleira flýtur með. Þar nefnir Halldór til dæmis útfærslu og smíði á járnverkum íslenskra listamanna, svo sem þeirra Kristins E. Hrafnssonar og Helga Gíslasonar. Þá hefur fyrirtækið einnig starf- að með þeim Steinunni Þórarinsdóttur og Helga Þor- gils Friðjónssyni. „Falleg listaverk gera umhverfið hlýlegt. Slíkt skiptir miklu máli,“ sagði Halldór sem sýndi blaða- manni smiðjuna í Hafnarfirði í gær. Umhverfið og húsakynni þar eru björt og hlýleg og listaverk víða uppi. Má þar tiltaka að í matsal starfsmanna er uppi stórt málverk eftir Braga Ásgeirsson sem þekur heil- an vegg og víðar um húsið eru listaverk ýmiss konar – lítil og stór. Falleg listaverk gera umhverfið hlýlegt MARKÚS HAFÐI NÆMT AUGA FYRIR GÓÐRI MYNDLIST Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kúnst Halldór Lárusson í matsalnum í Héðni og í bakgrunni er stórt verk eftir Braga Ásgeirsson sem þekur heilan vegg. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Listir í öllum sínum blæbrigðum hafa alltaf verið leiðarljós í starf- semi okkar,“ segir Halldór Lárus- son stjórnarformaður Héðins hf. Í dag, 1. október kl. 13, verður í smiðju fyrirtækisins við Gjáhellu í Hafnarfirði opnuð sýningin Listin í smiðju Héðins sem er samstarfs- verkefni Listasafns Íslands og fyrirtækisins sem er 100 ára um þessar mundir. Þar verða sýnd málverk úr eigu Markúsar Ívars- sonar sem var annar stofnenda Héðins. Fagurfræði og langtímamarkmið Í gær unnu sýningarhönnuðir og starfsfólk Héðins að uppsetn- ingu sýningarinnar sem er aðeins uppi í dag, það er fram á síðdegið. Umhverfið er hrátt og um margt framandlegt fyrir listviðburð, en kemur þó vel út. Sýningarhönn- uður er Axel Hrafnkell Jóhann- esson en umsjón með verkefninu fyrir hönd Listasafn Íslands hafa þær Anna Jóhannsdóttir og Nat- halie Jacqueminet. Til sýning- arinnar nú voru sótt verk sem bæði hafa verið geymslum og eins sem stáss í opinberum bygg- ingum, svo sem Ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu í Reykjavík. „Eðlilega tengir fólk kannski járnsmíðar ekki við listir og mál- verk. Þó má líta svo á mál að fal- lega smíðað stykki hafi meira gildi ef það meira en bara stakur hlutur í vél sem virkar. Styrkur Héðins hefur alltaf verið sam- bland af tækni- og verkþekkingu. Hér fara fram viðgerðir og þjón- usta en einnig mikil nýsmíði og hönnun fyrir sjávarútveg og stór- iðju. Í þessari hugsun er fag- urfræðileg sýn, eins og sú að reka fyrirtækið með langtímamarkmið að leiðarljósi og hlúa að okkar fólki. Þetta skilar sér, því hér eru starfsmenn sem hafa unnið hjá okkur í áratugi og jafnvel kynslóð fram af kynslóð,“ segir Halldór Lárusson. Safnaði af ástríðu Á fyrstu áratugum 20. ald- arinnar var Markús Ívarsson ástríðufullur listaverkasafnari. Eignaðist alls um 200 verk eftir listamenn samtíðar sinnar, þeirra sem nú mega teljast gömlu meist- ararnir. Markús lést árið 1943 og árið 1951 gáfu Kristín Andrés- dóttir ekkja hans og þrjár dætur 56 þessara verka Listasafni Ís- lands. Fleiri verk sem Markús átti voru gefin safninu síðar – en mörg þeirra þeirra mega teljast meðal mikilvægustu verka ís- lenskrar myndlistar. Listasafn Íslands var stofnað 1884, á fæðingarári Markúsar, en var allt fram til 1950 hýst í Al- þingishúsinu. Árið 1951 fékk safn- ið fyrst sitt eigið húsnæði á 2. hæð í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu í Reykjavík og var þar lengi. Meðal öndvegisverka Fjölskyldan gaf Listasafn Ís- lands fleiri verk síðar, og til að mynda árið 2007 málverk af Mark- úsi Ívarssyni eftir Jón Stefánsson, málað 1934. Sýnir það Markús í bláum samfestingi, hugsi á svip með hamar og meitil í hendi. Raunar var lengi nokkur reiki- stefna um hvað orðið hefði um málverkið, sem síðar fannst úti í Kaupmannahöfn og var komið með það heim. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur telur þetta portrett meðal öndvegisverka íslenskrar myndlistar. Safni Markúsar er lýst sem góðu úrvali íslenskrar myndlistar á fyrri hlusta 20. aldar. Viðfangs- efni listamannanna séu líka fjöl- breytt; það er mannamyndir, fal- legar sveitalífsmyndir, drama- tískar myndir af öræfalandslagi, hafnar- og bæjarlífsmyndir. Þarna séu líka verk sem endurspegli vel samfélagsátök, sbr. verkið Úr slippnum eftir Snorra Arinbjarnar frá 1936. Það fangi vel þrúgandi andrúmsloft kreppuáranna og sýni nýjar áherslur og viðfangs- efni ungra listamanna þessara ára. Markús Ívarsson var fæddur árið 1884 í Flóanum í Árnessýslu. Nam járnsmíði og stofnaði svo til starfsemi Héðins með félaga sín- um Bjarna Þorsteinssyni. Bjarni féll frá 1938 á 42. aldursári, og enn í dag er Héðinn í eigu afkom- enda Markúsar auk lykilstarfs- manna. Eignaðist verk og vináttu „Fagrar listir voru mjög fjarri í daglegu lífi fólks í sveit á Suður- landi á 19. öldinni. Áhugi Mark- úsar langafa míns á listum er því um margt athyglisverður en hefði kannski blasað við hefði uppruni hans verið meðal borgastétt- arinnar. En hér í samfélagi og umhverfi Reykjavíkur fann hann sína fjöl, eignaðist hér fjölskyldu og fyrirtæki og í krafti þess gat hann gjarnan stutt við upprenn- andi listamenn með því að kaupa af þeim verk. Eignaðist sömuleið- is vináttu margra þessara manna, svo sem Jóhannesar Kjarvals,“ segir Halldór. Nefnir enn fremur að á sýningunni í dag verði uppi Kjarvals Íslenskir listamenn við skilningstré frá árinu 1919 – sem að marga dómi sem sé meðal hans merkustu verka. Fleiri verk megi þá tiltaka og öll séu þau í dýru gildi höfð. Listin er leiðarljós í starfseminni - Héðinn er 100 ára - Málverk úr safni Markúsar - Sýning í Gjáhellu í Hafnarfirði í dag - Úrval íslenskrar myndlistar á fyrri hluta 20. aldar - Sveitalífsmyndir og samfélagsátök eru á striganum Fjölbreytni Mannamyndir, sveitir öræfalandslagi og hafnar- og bæjarlífs- myndir. Ýmissa grasa kennir á sýningu dagsins sem er mjög áhugaverð. List Frægt málverk Jóns Stefánssonar af Markúsi í Héðni verður að sjálf- sögðu á sýningunni, en myndin var gefin Listasafni Íslands árið 2007. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Uppsetning Verkum á sýningunni í Héðni er raðað upp á járngrindur í smiðju fyrirtækisins. Starfsfólk Listasafns Íslands og Héðinsmenn unnu að uppsetningu í gær þar sem saman þarf að fara góð uppstilling, lýsing og fleira. Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.